Vikan


Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 5
VIKAN, nr. 42, 1952 Hún hvarf eins og dögg fyrir sóiu E F T I R Ethel Lina White 3 JcORSAGtAí Evelyn Cross hvarf eins og dögg fyrir sólu einn dimman haustdag í London. Evelyn var dóttir auðmannsins Raphael Cross. Fleiri en einn hafði séð hana fara inn i íbúð spákommnar Goyu, en þegar Cross gekk á hana, sór hún og sárt við lagði, að stúlkan hefði aldrei til sin komið. Cross var auðvitað æfur — og hræddur. Hann óttaðist um lif dóttur si^inar, eða að henni hefði verið rænt, en þá gat verið hættulegt að blanda lögreglunni í málið fyrst um sinn. Svo að hann fékk húseigandann, Pomeroy majór, til að sækja einkalögreglu- mann, og innan stundar var Alan Foam kom- inn á staðinn og byrjaður að yfirheyra fólk- ið í húsinu. Foam var ungur maður og kappsfullur og það orð fór af honum, að hann léti sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Foam yfirheyrði leigjendurna á hæðinni, þær Violu Green og Power, sem höfðu ekki orðið varar við stúlkuna. Það var kallað á við- gerðarmann, sem reif allt innan úr her- bergi Goyu, án þess að finna nokkur merki um horfnu stúlkuna. Þegar Foam sa að gamla klukkan á ganginum hafði stanzað, þreyfaði hann innan í hana og dró fram há- hælaða kvenskó. 5. KAFLI. Skór fyrir lítið. FOAM efaðist ekki eitt augnablik um hver væri eigandi skóna. „Eru þetta skór dóttur yðar?" spurði hann. „Já", svaraði Cross og starði á þá. „Eruð þér viss um það?" Cross hikaði: „Auðvitað ekki, en hún gengur alltaf á svona skóm". „Eruð þér viss um að engin merki séu á þeim, svo hægt sé að þekkja þá?", spurði Foam og rétti Cross skóna. „Hvernig í fjandanum ætti ég að vita það. •Skórnir hennar eru allir eins í mínum augum". Foam var gramur yfir þessu athugunarleysi. Nú yrði hann að ganga í gegnum heilmikla rann- sókn, áður en hann gæti sannað að stúlkan hefði att skóna. Viola kom honum til hjálpar: „Þvi miður á ég þá ekki og ég er viss um að Power á þá ekki heldur, Kannski Goya eigi þá — ". „Afsakið", sagði Marlene og tók skóna af Cross. „ En ég á þessa skó. Eg keypti þá á út- sölu fyrir nokkrum dögum. Þið sjáið að sólarnir eru ekki rispaðir ennþá". Foam þurfti ekki einu sinni að lita á aðdáunar- svipin á Violu, til að vita að Marlene var hug- rakkur tækifærissinni. „Fyrir nokkrum dögum?" endurtók Foam. „Hvers vegna fórstu ekki með þa heim? Og hvernig stendur á þeim inni í klukkunni?" „Ég hef alltaf verið að fara út á kvöldin og ekki gat ég haft stærðarpakka með mér. Og hvað klukkunni viðvíkur, þá hefur einhver verið að leika á mig. Þakka þér kærlega fyrir að finna þá. Bless". „Hún veit svei mér hvað hún er að gera þessi, er það ekki?" spurði Foam. „Hún er alveg ágæt", svaraði Viola. „Hún borðar alltaf frítt, því allir taka hana með sér ¦út á veitnigahúsið, allt frá sendisveininum upp i húsbóndann. Eg mundi aftur á móti vera elsku- leg við sendisveininn en ónotaleg við húsbóndann. Það er líka ein tegund af snobbi. Jæja, hún fékk þá — og verði henni að góðu". Goya gekk nú reigingslega fram á pallinn: „Þú verður að sjá um að gert verði við her- bergið undir eins, majór. Ég hefi ekki efni á því að missa viðskiptavini. Auk þess verðurðu að finna eitthvert annað hérbergi hér í húsinu, þar sem ég get unnið á meðan." „Farðu niður á skrifstofuna mína. Ég kem þangað rétt strax, og þá getum við rætt málið", svaraði majórinn. Hann leit órólega á Cross og bætti svo við: „Þið Foam þurfið vafalaust að tala saman. Viljið þið ekki gera það í íbúðinni minni við hliðina á skrifstofunni". „Eg verð að komast til botns i þessu. Hvar er Evelyn?" sagði Cross. Hann reikaði og leitaði að sæti. Viola greip undir handlegg hans og leiddi hann inn á nr. 15. Þar ýtti hún honum ofan á legu- bekkinn og dró upp flösku með koníakslögg: „Drekkið þetta, góði", sagði hún. Þegar hann gerði enga tilraun til að taka við glasinu, en starði fram fyrir sig, breytti hún um aðferð. Hún sló hann utan undir og skipaði: „Drekkið þetta undir eins." Það hreif. Hann hætti að stara og varð fyrst fjúkandi reiður, en áttaði sig svo og drakk úr glasinu. „Jæja, ungi maðu'r", sagði hann þegar hann var búinn að ná sér. Hvað álítið þér um þetta?" „Viljið þér viðurkenna að dóttir yðar geti' ekki hafa horfið í herbergi nr. 16 ? Það þarf heilmik- inn útbúnað til að nema stúlkur á brott og við- gerðarmennirnir hafa sannað okkur að engin leynihólf eða dyr eru á herberginu. Trúið þér þeim og yðar eigin augum?" „Ég verð að gera það". „Agætt", sagði Foam. „Þá hefur stúlkan guf- að upp. Trúið þér á yfirnáttúrulega atburði?" „Nei". Þá er aðeins eftir ein skýring. Dóttir yðar læddist fram hjá yður meðan þér voruð að tala við Pomeroy. Annað eins hefur komið fyrir. T. d. hefur frægum málverkum verið rænt innan um fjölda manns. Auðvitað hefur dóttir yðar gert það óvart og hún kemur áreiðanlega bráðum heim." Þó skynsemi Foams segði honum að svona hlyti það að vera, var hann ekki alls kostar ánægður með þessa skýringu. Fimm manneskjur hefðu átt að sjá stúlkuna, en hann gat ekki full- komlega treyst f jórum þeirra. Cross var of æst- ur, majórinn önnum kafinn við sina eigin hags- muni og hvorki Marlene né Goya litu út fyrir að kippa sér upp við smáskreytni. Þá var dyra- vörðurinn einn eftir, en hann hafði staðið úti við bil Cross, þegar Foam kom, svo það var ekki alveg víst að hann brygði sér ekki frá dyrunum. En skórnir gátu engan veginn samrýmst þessari skýringu. Það var enginn efi á því að ungfrú Cross átti þá — þó Marlene hefði náð í þá. Hann gat ekki fellt sig við að Evelyn hefði tekið af sér skóna, áður en hún gekk út á blauta götuna. Og ef hún hafði ætlað að læðast fram hjá mönnunum, var ekkert vit i því að opna og loka klukkuhurðinni, því við það heyrðist smellur. Eg er viss um að þér hafið rétt fyrir yður", sagði Cross og stóð upp, Harin leit í kringum sig í fátæklegu herberginu. Nr. 17 var miklu ver búið húsgögnum en hin herbergin tvö. í stað skilrúms var hér rósótt tjald og í stað spegils hékk stór leikhúsauglýsing fyrir ofan arininn. Neðst á henni var nafn Violu með smáu letri. „Leikari?" spurði Cross. „Eg er að reyna að vera það", svaraði Viola. „Fjölskylda mín er afar einkennileg. Okkur lang- ar öllum á leiksviðið og svo höfum við venjulega í kirkjunni. Afi gamli var fæddur gamaleikari, en svo tók hann upp á því að verða biskup". „Kannski ég geti aðstoðað yður, þvi ég á vini hjá kvikmyndafélögum . . . Það býr ekkert undir þessu boði. Þér hafið reynst mér vel og því gleymi ég ekki. Eg á sjálfur dóttur". Hann reis á fætur, kerrti hnakkann og leit svo karlmannlega út, að Foam — sem venjulega var ánægður með að vera eins og fólk er flest — þótti nóg um. „Hér er nafnspjaldið mitt", sagði Cross við Foam. „Þakka yður fyrir og sendið mér svo reikninginn". Viola fylgdi honum niður og Foam notaði tækifærið •til að skrifa hjá sér fyrstu áhrifin af fólkinu. Það hafði oft komið honum að gagni, ef hann bar það seinna saman við það sem hann vissi. „Fáðu þér sæti," sagði Viola þegar hún kom aftur. „En á ég nokkra stóla. Ef þú hefur komið í síðustu viku hefðirðu séð mig i allri minni dýrð, fínni brúnni dragt, en nú er hún líka flogin". „Hvernig finnst þér Cross". „Myndarlegur maður. En föðurtilfinning hans hefði nægt handa tuttugu pöbbum. Mér fannst alveg nóg um." Við þetta svar, rann það upp fyrir Foam, hvers- vegna hann vantreysti Cross. Hann gat ekki með nokkru móti ímyndað sér hann með smábarn í fanginu eða með litlu dóttur sinni á leið í skólann. Aftur á móti mundi hann líta mjög vel út á veð- reiðarbrautinni, með vindil í munnvikinu og glæsilega konu sér við hlið. „Veiztu nokkuð hvaða starf Goya hefur?" spurði Foam. „Eg hugsa helst að hún lesi í kristalkúlu og stundi einhverskonar fjárkúgun með. Það er alltaf straumur af hástéttarfólki til hennar". „Hefur hún átt í nokkrum erjum við lögregl- una?" „Nei, hún er allt of varkár til þess. Þú hefðir átt að sjá augnaráðið, sem hún sendi mér, þegar ég bað hana að lesa i kúluna fyrir mig". Þó Foam áliti málinu lokið, gat hann ekld stillt sig um að halda spurningunum áfram. VEIZTU -•? i. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. Hvar er stærsta kvikmyndatjald heims- ins? Nefnið tvo íslenzka málara, sem uppi voru á 17. öldinni? Hvaða hefðarfrú braut blævænginn sinn á stúkubrikinni, þegar Tannhaus- er eftir Wagner fékk slæmar viðtökur á frumsýningunni ? Til hvers skjálfa menn? Hvernig er mangan notað og hvar finnst það? Hvað er langt til Grænlands? Hvers skrifaði Vopnin kvödd? Hvar er umdæmisbókstafur bif reiða F ? I hvaða borg er Kremhn? Maður nokkur gekk 5 mílur suður frá kofanum slnum og þar skaut hann björn, svo gekk hann 3 mílum í vestur og var þá jafn langt frá kofanum og þegar hann skaut björninn. Hvernig var björninn á litinn? Sjá svör á bls. 14.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.