Vikan


Vikan - 30.10.1952, Síða 6

Vikan - 30.10.1952, Síða 6
6 VIKAN, nr. 42, 1952 „Veiztu nokkuð um ungfrú Power?“ „Ég veit ekki meira um hana en þú“. „Og hvað um majórinn?" „Hann er heiðursmaður — jafnvel þegar ég borga leiguna of seint. Annars finnur hann lykt- ina af peningum langt í burtu og hleypur“. „Jæja, málinu er lokið og ég verð að fara aftur á skrifstofuna". Á skrifstofunni skýrði hann málið fyrir yfir- manni sínum, sem var sömu skoðunar. Hann þurfti að vinna langt fram á kvöld og áður en hann fór heim hringdi hann á hótelið, sem Cross bjó á. Hann fékk þær upplýsingar að Evelyn Cross væri enn ekki komin heim. Hann opnaði vasabókina sína og las það sem hann hafði skrifað í nr. 15, um fólkið í Pomer- aniahúsinu. Rafael Cross. Æstur. Of myndarlegur. Óföður- legur. Dálítið dularfullur. Majór Pomeroy. Grannur, langleitur og vel klæddur. Menntaður maður. Heiðarleg sál. Guð blessi kónginn. Madama Goya. Hvítt hár, óhreinn svipur. Óþverra starf. Ég vildi ekki spila við hana. Ungfrú Power. Ljóshærð, þrekin, klædd þykkri dragt. Gróf rödd. Hefur gengið í góðan skóla. Viola Green. Dökkhærð, of mögur. Gengur í buxum. Pyrirlítur efnafólk. Hressandi. Honum fannst þetta ómerkilegur hópur. Svona algengt fólk var varla þess virði að skrifa um. Samt sem áður hafði hann skrifað þarna tvær merkilegar athugasemdir, sem seinna komu í góð- ar þarfir við lausn þessa dularfulla máls. 6. KAFLI. Heimili Foams. OAM var svo heppinn að eiga þægilegt heim- ili. Foreldrar hans bjuggu i stóru húsi í Highgate, þar sem húsgögnin voru orðnir svo góðir vinir fjölskyldunnar, að það kom ekki til mála að fá ný. Venjulega þurfti að reka kettina úr beztu stólunum áður en, maður settist í þá og þar skildu þeir hárin af sér eftir til að tryggja eignaréttinn á stólnum. Og á heimilinu ríkti þægi- legt og ástúðlegt andrúmsloft. Faðir hans var læknir, en hafði nú dregið sig í hlé. Hann hafði mikinn áhuga fyrir starfi sonar síns og Alian vissi að hann gat treyst dóm- greind hans. Þegar Allan sá matinn, datt honum í hug ung stúlka, sem var alltof horuð. Hann fór að hugsa um hvort hún væri svöng. Að vísu hafði hún verið atvinnulaus í mjög stuttan tíma, en hún gat vel átt það til að kasta síðustu laununum sínum í húsbændurna, til að borga fyrir rifna kjólinn. „Hvað gerir ung stúlka, þegar hún er rekin úr vinnunni ?“ spurði hann. „Hún fer á tryggingarstofnunina og fær styrk meðan hún 'er atvinnulaus,“ svaraði móðir hans. „En stúlkan sem ég er að tala um er ekki í neinu verkamannafélagi. Hún er þrjózk og of vitlaus í kvikmyndir til að halda nokkurri ann- arri vinnu." . „Getur hún leikið?" . „Hún segist enga hæfileika hafa. En hún leik- ur svosem nógu vel þó hún sé ekki á leiksviði." „£>á mundi ég bjóða henni oft út að borða." Frú Cross faldi ánægjubrosið, því þetta var 1 fyrsta skiptið í langan tíma, sem Allan hafði veitt nokkurri stúlku athygli. Snemma næsta morgun hringdi Foam til Cross. 1 fyrstu þekkti hann ekki röddina sem svaraði, þvi nú var allur æsingurinn horfinn og hún hljóm- aði fjörlega og full trúnaðartrausts. „Er dóttir yðar komin?" spurði Foam. „Nei," svaraði röddin kæruleysislega, „en ég hef heyrt frá henni." „Það var ágætt." Foam létti, þó þetta væru ekki þær fréttir sem hann hafði búizt við. „Hvar var bréðið lagt í póst?“ „1 Oxford," svaraði Cross. „Það var póstkort með einhverri skólamynd. Hún hefur lagt það í póstinn kl. hálf ellefu í gærkvöldi.“ „Er þá málið útkljáð?" „Já, bíðið augnablik, ég ætla að lesa það fyrir yður. . . . Hérna er það. Mér þykir leiðinlegt að hafa gabbað þig, en ég átti stefnumót uppi í sveit um helgina. Mér líður ljómandi vel og vin- ur minn er ágætur. En hvað ég lék á þig! En það var allt þér að kenna, því þú blandaðir þér í málið. Kem aftur á mánudag." „Er þetta skriftin hennar?" spurði Foam. „Ég held það. Jæja, sendið reikninginn. Ég vil ljúka þessu máli sem fyrst.“ „Þakka yður.fyrir," sagði Foam. „Hvað á hún við með því að þetta sé yður að kenna?" „Ég held ég viti það. Þegar hún fer eitthvað, ek ég henni alltaf þangað. Hún bað mig um að hleypa sér út við Pomeraniahús, en í raun og veru ætlaði hún að hitta vin sinn á torginu fyrir framan. Ég eyðilagði það fyrir henni, þegar ég sagðist ætla að koma inn með henni til að tala við Majór Pomeroy. Viðtalið við Goyu var bara yfirskin. Hittið þér Greeny fljótlega?" Foam verkjaði í eyrað þegar hann heyrði þetta kunnuglega nafn. Hann sá fyrir sér glæsilega ljóshærða r-isann og hann ákvað undir eins að hitta stúlkuna. „Ég hitti hana í kvöld," svaraði hann. „Ágætt," sagði Cross. „Ég get líklega útvegað henni vinnu. Hún er ekki sköpuð til þesij að skrifa á ritvél eða standa bak við búðarborð. Hún vill lifa lifinu. Ég á dóttir, syo ég ætti að þekkja blessaðar stúlkurnar, Jæja, William Stirling vantar lagskonu handa dóttur sinni. Ég hitti þau á skipinu frá Ameríku." „Stirling, milljónerinn." „Milljóner! hann á margar milljónir. Hann er nýbúinn að gefa konunni sinni demanta fyrir hálfa milljón, rétt eins og aðrir gefa demanta- hálsmen." Foam var farinn að gera sér grein fyrir því að Cross ýkti, hann ýkti jafnt tölur og tilfinningar. „Hvernig getið þér gefið ungfrú Green með- mæli?" spurði hann. „Þér þekkið hana ekki.“ „Frú Stirling getur sjálf fundið meðmælin, en ég er ágætur dómari á karakterinn. Það er mikið varið í stúlkuna. Ég gleymi því ekki hvernig hún sló mig.“ „O—o, hún kom bara við andlitið á yður." „Það er sama hún bjargaði mér. Ég hitti frú Stirling síðdegis. Segið Greeny að hringja til hennar og nefna nafnið mitt. Frúin eltist áreið- anlega ekki við hana, svo henni er eins gott að hringja strax. Á morgun verða komnir ótal um- sækjendur um stöðuna." „Af hverju talið þér ekki við hana sjálfur?" spurði Foam, til að sanna að hann væri ekki af- brýðisamur. „Ég get ekki fengið mig til að koma inn í húsið eftir þetta sem gerðist þar. Ég verð að gleyma því.“ „Ég skil,“ svaraði Foam. Þegar samtalinu var lokið sagði hann gjaldkeranum að senda Cross reikning. Hann reyndi að telja sér trú um að málinu væri lokið, en hann var enn of forvitinn. Hann langaði til að sjá Evelyn Cross sjálfa og heyra af hennar munni, hvernig hún hefði læðzt út úr húsinu. Hann sneri sér því að næsta máli: ungur mað- ur hafði peninga út úr eldri konu, vegna þess hve óforskammaður páfagaukurinn hennar var. Það var ekki fyrr en seint um kvöldið, að hann hafði tíma til að fara í heimsóknina í Pomeranía- húsið. Um leið og hann kom inn í anddyrið fann hann límlykt. Til frekari sönnunar um að verka- menn væru í húsinu, lágu óhreinindaspor eftir teppinu og upp stigann. „Eru þeir farnir að gera við nr. 16?“ spurði hann dyravörðinn. „Byrjaðir og búnir. Þeir héldu vel áfram því Goya bar sig svo illa undan því að missa her- bergið. Þeir ákváðu að veggfóðra, því það er fljótlegra. Ætlaðirðu að hitta majórinn?" Framhald á bls. 14. VARSTO GEÐVOND í GÆR? AMKVÆMT tveimur nýútkomnum bókum í Bandarikjunum má nú heita sann- að, að véðrið hafi ekki einasta áhrif á líkamlega heilsu mannsins heldur einnig á andlegu heilsuna. Þetta er niðurstaða ýtar- legra rannsókna lœrðustu víísindamanna, sem með margháttuðum tilraunum og mikilli þolinmæði liafa um undanfarin ár aflað sér athyglisverðrar vitneskju um hið leyndardómsfulla samband milli veðrátt- unnar annarsvegar og mannslíkamans hinsvegar. Það er til dcemis komið á daginn (svo að nokkur dœmi séu nefndj, að fólk er fyrst og fremst uppstökkt og skapvont, þegar stormur er í aðsigi. Ennfremur hafa til- raunir sýnt, að menn eru bjartsýnastir og röskastir á þeim dögum, þegar veður er svalt og frískandi. Höfundar annarrar bókarinnar um þetta efni (Watch Out for the Weather) segja orðrétt: „Það kemur fyrir, að veðrið örvar þig til meiri afreka en þú hefðir nokkum- tima trúað að þú byggir yfir. En svo get- ur veðrið líka dregið úr þér allan mátt: hugsunin hœttir að vera skir og verður í þess stað ruglingsleg.“ Dœmin eru mýmörg: Nákvœmt skýrslu- hald yfir 2,000 skólabörn i Bandaríkjunum leiddi i Ijós, að þau voru óþekkust í dimmu veðri. Og einhver í Englandsbanka upp- götvaði einhverntíma, að fœrsluskekkjur i'œru tíðastar hjá starfsmönnunum á þoku- dögum. E. G. Dexter, liöfundur Weather Influ- ences, hefur sýnt fram á, að böm eru þœg- ust í svölu, stilltu og heiðskíru veðri. Hins- vegar fjölgar barnabrekum þeirra töluvert, þegar veðrið er mollulegt og loftið þungt. Veðurálirifin á fullorðna fólkið eru síst minni og oft ofsalegri. Opinberar skýrslur í Massachusetts sýna, að 75% þeirra, sem taka hœfnispróf i sambandi við opinberar stöður í fylkinu standast prófið í apríl. I nóvember er áramgurinn svipaður, eða 73%. En í ágúst — rakasta og mollulegasta mán- uðinum — bregður svo við, að aðeins 58% standast prófið! Þetta er i sjálfu sér nógu saklaust. En gamanið kámair, þegar lögbrot fara að fylgja sömu reglum. Það er nefnilega óvé- fengjanlega sannað, að veðráttan hefur mikil áhrif á löghlýðni manna, þannig að morð eru mun tíðari i heitum löndum en köldum. Þetta sýna skýrslur frá fjölmörgum. löndum. I Frakklandi og Italíu eru t. d. líkamsárásir og kynferðisglœpir helmingi tíðari í suðurliéruðunum en þeim nyrðri. Og í New York hefur rannsókn á 1)0,000 líkamsárásum sýnt, að þessi tegund lög- brots er sjaldgœfust i janúar — en þá er kaldast — og tíðust í júlí — en þá er heit- ast. /

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.