Vikan


Vikan - 30.10.1952, Side 7

Vikan - 30.10.1952, Side 7
VIKAN, nr. 42, 1952 7 ELDUMINN ÞAÐ var svo kalt í heiminum úti fyrir hlýju herberginu, og loftið var svo tært að mað- ur gat heyrt það, og þegar Santa Fe hornklukkan sló var það líkt og kirkjur, sunnudag- ur og friður á jörðu, þögult, og síðan nötraði allt húsið, og minnti á dillið í hljóðum hlátri föður hans Jesse, þegar þung og mikil lest þaut framhjá á fleygiferð. Það var eins og eina öryggið væri í rauðum og gulum og hvítum log- um eldsins i ofninum, skininu og hitanum, allt húsið nötraði eins og þegar dapur maður hlær, allur heimurinn kaldur og dapur, og ekkert í heiminum, aðeins blóm eldsins, blómstrandi hundrað sinnum á mín- útu, mikill heimur full- ur af blómum, og úti fyrir, handan við her- bergið, allur heimurinn stokkfrosinn og hljóður, svo kyrr, að heyra mátti þögnina. Þau sögðu honum að vera í eld- húsinu og halda við í ofninum, svo að honum yrði hlýtt, þangað til þau kæmu heim um kvöldið, og ekki að opna eldstóna, gæta þess vel að opna ekki eldstóna, einkum Beth, sem alltaf var segjandi honum hvað hann ætti að gera, og Jesse áminnti hann um að taka tillit til hennar, af þvi nú var hún móðir hans. Faðir hans spurði hann, hvort hann gæti ekki verið góður við hana og hagað sér eins og hún vceri móðir hans. Nei, þau gátu ekki gabbað hann. Eldstóin var opin, móðir hans dáin, það þýddi ekki fyrir þau að segja honum neitt, því hún var dáin. Nú var svo þögult í heiminum að heyra mátti þögnina og hringing Santa Fe hornklukkunnar var eins og kirkjur. Hann hélt sig vera nógu gamlan til að vita að móðir sín væri dáin, hann hélt sig vita, hver sá þá setja stóra kassann niður fyrir framan kirkjuna, og á sama hátt og húsið nötraði með- an lestin rann hjá, þannig hló Jesse þegar allt var búið og húsið var orð- ið autt og örsmáar eldstungur skut- ust fram á gólfið líkt og blómblöð og hurfu. Hann vissi, að ekkert var til í heiminum. Hann var tómur og hún var dáin. Tómur eins og niðadimm nótt, og ekkert að fá nema eld, enga hann vera heitur og kaldur i senn. Það var í fyrsta skipti á ævinni, að hann tók eftir fyrirbrigðum eins og þeim, að hornklukkan var eins og kirkjur, nötrandi húsið eins og þegar Jesse hló, að eldurinn væri eins og blóm, og að allt væri ekkert, af því húsið var tómt. Ekkert í víðri veröld gat látið hana koma aftur og vera á lífi og ganga upp að framdyrum hússins og stinga lykli í skrána og opna dyrnar og koma inn og vera þarna hjá honum og vera móð- ir hans og tala við hann aftur. \ Það var í fyrsta skipti á ævinni, að hann vissi allt. Þau gátu ekki gabbað hann. Beth var ágæt. Hún var fyrirtak. Hún færði honum stund- um brjóstsykur og leik- föng. Það var allt i lagi. Hann langaði stundum i brjóstsykur. Honum þótti gaman að litlu lituðu blístrunum og marmara- kúlunum og ýmis konar leikföng- um, sem gerðu alls konar sprell, og hann kunni vel við Beth líka, en hann vissi allt fyrir það. Það var brjóstsykurpoki á borðinu í dagstofunni. Hann langaði ekkert í mola. Leikföngin voru líka í dagstof- unni. Hann langaði ekkert til að blása i blístrurnar eða skjóta kúlunum eða draga upp vélaleikföngin og horfa á þau ganga. Hann langaði ekki til neins. Þetta var ekki neitt. Allt var, einskisvirði. Hann langaði bara til að vera hjá eldinum, eins nærri hon- um og hægt var, bara til að vera þarna, bara til að sjá skinið og vera mjög nálægt. Hvað hafði hann við leikföng að gera ? Til hvers voru leikföng? Blístrurnar hljómuðu dap- urlegar en grátur, og vélarnar gengu þannig, að hann næstum dó af sorg. Venjulegast hugsaði hann sér blístrurnar eitthvað sérstakt, venju- legast blés hann í þær þangað til þær hættu að hljóma. Hann langaði ekki til neins. Beth var að vinna í búð inni í borginni, og Jesse var í verksmiðj- unni. Jesse vann við stórar vélar og smiðaði alls konar hluti úr járni. Ætli Jesse gæti smíðað nokkurn hlut. Hvað gat Jesse svo sem gert? Hvað gat nokkur gert? Ef til vill gat Jesse búið til vélarhluti, en jafn- vel þó honum tækist það, var það nokkurs virði ? Hvers virði var öll vélin, þegar búið var að setja hana enga ást. Þau báðu hann að hafa ofnhurðina lokaða. Hvað varðaði hann um það ? Honum var kalt, hann var næstum freðinn. Samtímis var honum logheitt. Það var i fyrsta skipti á ævinni, að honum fannst 1 raun og veru eru aðeins til tvœr tegundir af bókum: þœr sem eng- inn les og þœr sem enginn œtti að lesa. Gæti Jesse gert eitthvað, sem mundi færa hana aftur heim í húsið, þar sem hún átti að vera? Gæti nokkur gert nokkuð, sem hefði svoleiðis í för með sér? Ekki einn maður í öll- um heiminum gat gert neitt þvíum- líkt. Jesse gat haldið áfram að smíða þá bjánalegu vélahluti, sem hann hélt sig vera að smíða og þegar þeir höfðu sett alla hlutina saman mundi ekkert gerast, nema rjúka mundi upp úr einhverri pípu og einhver hjól mundu snúast og vélin stóra mundi gera eitthvað sem enginn kærði sig um, kannski hreyfast, en enginn í viðri veröld gat smíðað neitt sem mundi gera eitthvað, sem öllum í heiminum þætti gaman að sjá gert. Jesse gat unnið baki brotnu og spar- að peninga og fyllt húsið af nýjum húsgögnum, samanber nýju borðin og stólana í dagstofunni, en samt mundi húsið alltaf verða tómt. Hann gat reynt að búa í húsinu með Beth, en samt vissi hann það gæti ekki orðið, ekki til lengdar, og hann vissi þetta af því Jesse hló svo hljóðlega, þegar Beth var hvergi nærri. Jesse var alveg ráðviltur. Þess vegna kom hann með Beth inn í húsið. Hann vissi bara ekki, hvað annað hann átti að gera. Áður en Beth kom i húsið, sat Jesse langtímum saman í dagstofunni án þess að gera neitt eða segja neitt. Jesse ímyndaði sér, að hann gæti eitthvað gert. Samt vissi hann allt. Hann vissi út í æsar, hvernig þetta var. Hann vildi ekki vita það, hann óttaðist það, en hann vissi allt engu að síður. Hún mundi aldrei koma þangað aftur. Heimurinn var einskis virði framar. Hún var þar ekki lengur. Það var ekki til neins að verða frískur aftur og fara í skólann og hlæja að krökkunum. Hann langaði ekki til þess framar. Hann langaði ekki til að læra að lesa og skrifa og svara spurningum. Þetta var allt eintómt gabb. Spurningarnar voru bjánaleg- ar. Þeir spurði mann um epli og egg. Það var ekkert. Þeir spurðu hann um eitthvert orð. Þeir spurðu hann aldrei raunverulegrar spurning- ar, hvernig gat maður þá svarað þeim raunverulega ? Þeir þekktu meira að segja ekki neina raunveru- lega spurningu, hvernig var nokkur leið að svara þeim? En þeim tókst ekki að gabba hann. Ekkert þeirra, ekki ungfrú Purvis, ekki Jesse, ekki Beth. Engu þeirra tókst að gabba hann. Hann vissi allt. Spurningin var, Getið þið gert það? Nokkurt ykkar? Hér eða á nokkrum öðrum stað í heiminum? Getið þið gert það með því að gsra eitthvað í heiminum eða með því að biðja eða með þvi að gera eitthvað, sem enginn lifandi maður getur gert ? Hann kunni svar- ið líka. Hann vissi að svarið var nei. Hvað voru þau þá að gera? Varð þeim það til nokkurs gagns? Var nokkuð nokkurs virði í heiminum, fyrst maður getur ekki gert þetta eina ? Þegar maður mun aldrei verða fær um að gera það ? Hvað stoðar það manni, að búa til milljónir bjána- legra hluta, sem koma þessu eina ekkert við? Hvaða vit var í því að svara milljónum annarra spurninga, og spyrja ekki einu sinni um þá réttu ? Þau sögðu honum að sitja kyrr, halda á sér hita og opna ekki eld- stóna. Þau báðu hann að vera góðan dreng og biða eftir að þau kæmu heim um kvöldið. Þau sögðu honum, að hann væri veikur, en hann þyrfti ekki annað en sitja við eldinn og halda á sér hita. Nú vissi hann, hvað hann rgat gert. Það var líka rétt að gera það. Það var það eina, sem hægt var að gera. Það var gott, og hann vissi hann mundi gera það. Hann vissi, að aldrei framar ættu þau neitt hús að koma í. Og hann óskaði sér, að sterkar vindhviður flyttu skin og hita og ofsa eldsins inn í sérhvert hús í heim- inum og legði öll húsin í eyði og gerði þeim öllum kunnugt, að ekkert sem þau gerðu í heiminum, mundi geta gert þetta eina. Þegar fór að skyggja og hann vissi þau mundu brátt koma heim, fór hann með eldinn á logandi blaði inn í dagstofuna og lét hann éta sig í nýja borðið. Eldurinn mjakaðist ró- lega upp borðfótinn, og þá fór hann með eldinn inn í öll hin herbergin og dreifði honum um húsmunina, svo að allt húsið brynni, og þegar þau komu að honum hinumegin götunnar, grátandi, einblínandi á brennandi húsið, héldu þau hann væri að gráta, af þvi húsið væri að brenna, þau vissu ekki, að hann vissi allt. hlýju og ekkert ljós og engan lit og saman? Ef til vill yrði það bíll, kannski ford. Hvern langaði í ford- bil ? Hver kærði sig um að stíga upp í bíl og halda út á þjóðveginn ? Hvert gat maður farið? Var nokkur staður í heiminum, þangað sem maður gat farið ? Skær, gul og rauð blómblöð skut- ust upp úr blómstrandi eldinum, fram á gólfið og hurfu, og hann vissi allt. Ekkert í víðri veröld gat fært hon- um hana aftur. Jesse ímyndaði sér, að hann væri að smiða eitthvað í verksmiðjunni, en hann smíðaði ekki neitt. Það var ekkert hægt að gera. IMY BOK eftir Sigurjón Jónsson er komin til bóksala. ■— Er það Yngvildur Fögurkinn síðari hluti. Hér er komin fram rammíslenzk skáldsaga, æsandi harmsaga og þó yndislega fögur og þrungin af þjóðlegum fræðum. — En væntanlegir kaupendur eru varaðir við því, að upplagið er lítið og þrýtur fljótt. IÐ UNNA R ÚTGÁFA

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.