Vikan


Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 30.10.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 42, 1952 Hús ættarinnar ??jfc G FÆRI þér gleðifréttir, Jó- liannes. Gamla húsið hans pabba er. til aölu." „Jœja, er það? Ég veit, að þér þykir vcent um það." „Þú veizt, hvað mér féll illa að þurfa að selja það, þegar pabbi dó, en hvorugur okkar hafði efni á að eiga það. Hugsaðu þér, nú getum við eignast aftur húsið, sem bceði afi og pabbi bjuggu i. Ég á enn flest húsgögnin, svo það getur orðið alveg eins og i gamla daga." „En Pétur, hefirðu efni á að kaupa hús- ið?" ,J2kki einn, og þess vegna er ég kom- inn til þín. Við brœðurnir getur keypt það sdmam,, ef við leggjum dálítið að okkur." ,J$g hefi enga peninga til að kaupa það." „Þú ert þó efnaðri en ég. Eg hefi sparað lengi til að geta eignast þetta hús, en þú þarft ekki annað en að lifa örlítið öbreytt- ara lífi í dálítinn tíma . . ." ,fig vil ekki kaupa húsið. Við erum mjög ólíkir, Jóhannes." „Það er auðséð. Ég er œttrœkinn." ,-Það er ég líka, á annan hátt." „Já, á ódýrari hátt. Og hvað gerirðu svo við peningana þina? Þú lœtur konuna þina eyða þeim í óhóf." „Þú veizt þá, að ég eyði þeim ekki sjálf- ur. Það var heimskulegt af afa gamla að kaupa húsið, þvi það var bœði of stórt og of dýrt fyrir hann." ,JIann borgaði sjálfur fyrir þessa heimsku sina." „Já og það gerði amma líka. Það var metnaður afa að eiga svona stórt hús, og þessvegna varð amma að fara a mis við attt', sem hana langaði að gera. Ég veit þetta, því hún sagði mér það sjálf. Það fór eins fyrir pabba. Hann hafði ekki efni á að eiga húsið eftir að afi dó, en hann viidi fara á mis við margt til að þurfa ekki að selja það. En mamma hafði engan áhuga fyrir þessu húsi, satt að segja gat hún ekki þolað það. Hún kallaði það atttaf „grafhýsi gleðinnar". „öll hús búa yfir gleði og sorgum." ,Já, en við gamla húsið okkar er tengd meiri eigingirni en við önnur hús. Og hvað segir konan þín um þetta." ,Mún hefur auðvitað ekki eins mikinn áhuga á því eins og ég." „Þoð er að segja, hún er á móti því. Eg veit hvernig þú taiar, þegar Elsa a í hlut. Það verður þá í þriðja sinn, sem konurnar % fjölskyldu okkar verða að líða fyrir þetta hús." ,J2g kaupi það samt og fœ upphosðma, sem mig vantar, að lani. Elsa vill það sem ég vil, ef þvi er að skipta." „Þannig hefur það atttaf verið í fjöl- skyldunni okkar, en ég brýt regluna, þvi ég geri í þessu tilfetti ekki annað en það, sem konan min vitt. Þannig er rœktarsem- ¦m min við œttina. Að mínu áliti er það ekki rœktarsemi að ríghalda í ött mistökin, sem forfeðurnir hafa gert, heldur þvert á móti að leiðrétta þau. Eg hefi séð mömmu þjást og veit að amma gerði það líka. Þcer voru viðkvcemar og listelskandi konur, en ött áhugamál þeirra voru múruð inn i veggi þessa gamla húss. Eg hef lært af þéssu og nú veiti ég konunni mmni alla þá gleði, sem mamma og amma fengu ekki að njóta. Svona er mitt cettarstolt. I mínum augum er húsið tákn eigingirndarinnar í cett okk- ar, en þú sérð dýrðarljóma um þakið á þvt." morgun, ók ég dálítið um borgtna með þakið niðurdregið. Vindurinn lék um andlit mér. JÞað var hressandi. Þetta var nýr og fagur dagur. Eg var nýr og betri maður. Og Móna var mín. Á leiðinni rifjaði ég upp ýmislegt — frá því í gærkvöldi, sveigju handleggs hennar, mýkt húðarinnar á neðra borði hans. Ungmeyjarbrjóst- in. Loftkennt vaxtarlag hennar á reiki í her- berginu. Og sefandi hláturinn, og svo sífrið sem kom í rödd hennar. Það reyndist alveg rétt sem ég sagði um hana, þegar hún rauð varir sinar; þannig strengdi hún þær lika í hápunktinum, og beraði hvítar tennur. Það var gaman að rif ja það upp. Svo hélt ég auðvitað til skrifstofunnar. Og veiztu hvað ég gerði þar? 3Ég fór að yrkja, og það hafði ég ekki gert síðan ég var tuttugu og fimm ára. Það reyndist verða sonnetta, eða hluti af sonnettu. Mér gekk þolanlega, en var ekki bú- inn með hana, þegar mér flaug í hug tónlistar- maðurinn, sem ég hitti einu sinni við barborð í New York. Hann var lítill, feitlaginn og klunnalegur, áþekkastur skógarbirni, en hann var mikið karl- menni, og hann vissi hversvegna. „I kynferðismálum," sagði hann, „er ég mikill snillingur. Maður verður nefnilega að leika á kvenfóik eins og hver önnur hljóðfæri. Maður verður að styðja á réttar nótur, og ekki of lengi, ekki heldur of stutt. Lagið verður að hafa sína hrynjandi, sitt hljómfall og rísa síðan á réttan hátt allt að hápunkti." ,,Eg spila ræl á rófuna á þeim," sagði ég. Mér datt í hug, að henni þætti gaman að þessu. Þessvegna hringdi ég til hennar og sagði henni söguna. Þegar ég heyrði hlátur hennar i símanum, skildi ég, hvað gerzt hafði. Allt í einu var ég orðinn annar Rachmaninoff, nýr Iturbi! „Þú kannt fleira en leika ræl á rófuna á mér," sagði hún. „Hjá. þér leik ég af fingrum fram," sagði ég. „Ég verð tónskáld." Það varð þögn. Rödd hennar var mjög blíð, þegar hún svaraði mér. „Ur því þú hneigist svona mikið til tónsmíða mina, hversvegna kemurðu þá ekki yfir um." Það ýldi í hjólbörðunum alla leiðina. SUNNUDAGINN, sem ég fór með Önnu í dýra- garðinn, voru þær Sú og Móna ennþá sitt í hvoru horni hugar míns. En einmitt þá tók að syrta á milli. 1 dýragarðinum námum við staðar frammi undan tigrisdýrsbúri. Það var svo sem ekkert merkilegt. Við stóðum bara þarna og horfðum á tigrisdýrið móka í skugganum. En hvað var þá að? Ég veit það ekki. En á heimleiðinni hlustaði ég ekki á malið í önnu. Venjulegast var ég símasandi við hana, leiðrétti framburðinn, skýrði fyrir henni vitleysur, sem hún sagði, gerði að gamni mínu, lék mér. Eg var með hugann hjá Mónu, en það var rangt af mér núna, því að Anna átti þessa stund. Nú skyldi ég vera faðir og eiginmaður. Engin undanbrögð! Það var eitthvað sem hló, skellihló djúpt inni í mér. Eg var undanbragðamaður. Ég var að bregðast lítilli stúlku, lét hana gjalda misgerða minna. Móna hafði tekið frá henni, það sem hún átti. Þetta var í fyrsta skipti sem ég tók eftir því. Það var byrjað að seytla á milli, ég hafði lifað í tveim heimum, og nú voru þeir farnir að sam- líkjast hvor öðrum. Ýmsar venjur voru farnar að birtast í samlifi mínu við Mónu. Fyrst var það þetta með tann- kremið. Ég keypti mér túpu og fór með hana heim til hennar, svo að ég þyrfti ekki að nota hennar, en það hafði sérstakt bragð og viður- kenndan ilm. Og svo.keypti ég mér sápu, sams- konar sápu og ég notaði heima, síðan rakkrem og flösku af Atkinson rakvatni, sem ég setti I snyrtiskápinn hjá Mónu. Allt annað breyttist í engn. Töfrarnir voru þeir sömu, eins og Móna talaði tungum, sem eng- inn nema ég gat skilið. Hún var af öðrum heimi. Engínn þekkti neitt til hennar nema ég. Hún var min leynda einkaeign. Og ennþá langaði mig ekkert til að skilja i hverju töfrarnir fólust. Við forðuðumst að tala um hana sjálfa, Bill eða mig. Bæði héldum við okkur á, friðhelgu svæði. Og alveg var sama, hve lengi ég dvaldist hjá henni, alltaf hvarf ég á burt næstum ær af þrá eftir henni. En öllu lengur virtist hún ekki eira á sinu af- markaða svæði. Ætli það hafi ekki verið á þriðjudag, þegar Makk hringdi aftur. Þolinmóður hafði hann ver- ið, það mátti hann eiga. Hann hafði beðið. Með tunguna slefandi. En stjórn hafði hann á sér. Aldrei hefði ég staðist þetta. Síðustu tvo daga hafði ég ekki hitt hana. Við höfðum aðeins talað saman í síma. Samt hafði ég farið til hennar á sunnudagskvöld, þegar mér bar að horfa á einhverja kvikmynd. Ég þráði hana stöðugt, likt og handleggjalaus maður, sem teygir sig eftir einhverju. Og allan þennan tíma hafði Makk vakað yfir mér likt og ránfugl með klærnar úti. &g bað Kötu að segja honum ég væri ekki heima, á fundi, floginn úr hreiðrinu, önnum kaf- inn, eitthvað. Jon Forbes var ekki lengur til. Eg var nýr maður. Jon Forbes, hver var það? Hef aldrei heyrt hann nefndan. Akaflega leitt! Þá tók ég eitt sinn annarshugar upp símtólið, þegar síminn hringdi. „Jon? Þetta er Makk." „Nú?" sagði ég, allt annað en hlýlega. Skrifstofan mín var á annarri hæð, en samt skriðu maurar þangað upp neðan úr garði. Einn þeirra var að skríða yfir handritið — handritið, sem eins hefði getað verið ritað á sanskrít, eða einhverju tungumáli öllum óskiljanlegu. Það hafði mér ekki dottið fyrr í hug. „Hvenær get ég hitt þig?" spurði hann. Þetta var innan hans starfshrings, hann var að stunda sitt starf. Löggæzla. Ósköp eðlilegt allt saman. Bara rétta hana að honum líkt og fylgibréf að pakka hjá skipaútgerðinni. „Hvað viltu mér?" spurði ég. Það var löng þögn. „O, bara til að spjalla," sagði hann. „Eg hef annríkt núna," sagði ég. „Hvernig gengur?" „Agætlega." „Hefurðu hitt Fred nýlega?" „Nei." Fred? Ég hafði ekki hitt neinn, nema þetta fólk, sem át hjá mér í fyrrakvöld. Og nú var ég næstum buinn að gleyma því líka. Hann] þagði aftur. Það var bara elnfalt bragð. Þannig gat hann spurt mann óbeint. Og aldrei mundi hann hætta, fyrr en hann fengi svar. Hann var bara að biða eftir að ég byrjaði. „Makk . . ." „Já." „Ég get það ekki. Hún er ekki sú, sem þú hélzt hún væri." „Er hún kannski klnversk," sagði hann. „Kannski líka dáin?" Ég studdi nögl á handritið og marði einn maur. „Makk, mér er alvara." „Ég skil. Astin segir til sín. „Komdu inn I kofann, minn" Hann byrjaði að blístra lagið. „En hvað fæ ég svo?" „Ekkert." „Allt í lagi," sagði hann þá. „Ég kann að bíða átekta. Og gleymdu mér ekki." „Nei." „Það er kallað í tveimur. Þú skilur?" „Já. Vertu sæll." Lögreglustöðin hafði kallað. Tveir táknaði, að mikið lægi á. Hefði ég verið úti á götu og séð Makk í lögreglubílnum, þá hefði mér verið skapi næst að keyra á hann & fullum hraða og ganga af honum dauðum. . Slys henda jafnvel lögreglumenn, eins og vitað er. Og þetta hefði orðið eitthvað af því tagi; ekkert annað gat stöðvað hann.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.