Vikan


Vikan - 30.10.1952, Page 13

Vikan - 30.10.1952, Page 13
VIKAN, nr. 42, 1952 13 JACK LONDON: flœkingur, verkamaöur, sjómaður, gullgrafari — og heimskunnur rithöfundur ÞAÐ ERU NÚ nærri því sextíu ár síðan ungur flækingur kom til Buffalo í Bandaríkjunum og var handtekinn þar og dæmdur í fang- elsi fyrir betl. í>essi flækingur hét Jack London, og næstu þrjátíu dag- ana mátti hann brjóta grjót og nær- ast á vatni og brauði fyrir að vera að sníkja mat út úr hinum heiðarlegu borgurum I Buffalo. En forlagadís- irnar eru skrítnar og þeirra vegir órannsakanlegir. Og aðeins sex ár- um eftir þennan atburð hafði þeim þóknast að gera flækinginn Jack London svo frægan, að hann var einn af mest umtöluðu mönnunum i öllum Bandaríkjunum, umsetinn af frægum og fjáðum og hylltur af listamönn- um, gagnrýnendum og útgefendum sem skærasta stjarnan á hinum bandariska bókahimni. Hann hóf ekki framhaldsskólanám fyrr en hann var nítján ára, og hann var fertugur, þegar hann dó. En hann ritaði yfir fimmtíu bækur og er enn þann dag í dag — 36 árum eftir and- lát sitt — einn vinsælasti höfundur- inn í heiminum. The Call of the Wild hét bókin, sem gerði London frægan. Hann skrifaði hana 1903. En hún gaf hon- um lítið í aðra hönd. Útgefendurnir — og svo seinna kvikmyndafram- leiðendurnir í Hollywood — græddu á henni milljónir króna. En Jack seldi handritið fyrir aðeins 2,000 dollara. Fátækt — Fangelsi Ef þú ætlar að skrifa bók, þá er það frumskilyrði, að þú hafir eitt- hvað að skrifa um. Þarna var ein ástæðan fyrir hinum geisimiklu vin- sældum Jacks London. Líf hans var ein samfelld æfintýrakeðja. Hann var sjómaður, hafnarverkamaður, veiði- þjófur, gullgrafari. Hann veiddi seli í Norðurhöfum. Hann flæktist um all- an heim, fyrst sem ósvikinn flæk- ingur, oft seinna sem dulbúinn flæk- ingur. Þá var hann að safna efni í bækur. Hann þjáðist oft af hungri — áður en hann varð frægur. Hann svaf iðu- lega undir berum himni. Hann ferð- aðist um Bandaríkin þver og endi- löng sem launfarþegi í járnbrauta- lestum, og fyrir þetta var hann fang- elsaður ótt og títt. Og seinna lenti hann i fangelsum i Mexico, Manchu- riu, Japan og Koreu. Æskuár Jacks London voru full af fátækt og erfiðleikum. Hann ólst upp á göturini að mestu, flæktist um hafn- arhverfin i San Francisco i fylgd með allskonar vandræðaunglingum. Hann sást sjaldan í skólanum. En svo var það dag einn að hann rakst inn í bókasafn og byrjaði að lesa Robinson Cruso. Það var eins og hann hefði himin höndum tekið. Hon- um opnaðist þarna á einni svipstundu nýr og ótrúlegur heimur -— og upp frá þessum degi gat hann aldrei kom- ist yfir nógu margar bækur. Hann las allt, sem hann náði í, og 19 ára gamall komst hann að þeirri niður- stöðu, að kannski gæti hann skrifað bækur líka. Hann var þá orðinn þreyttur á fátæktinni, þreyttur á flækingslífinu, þreyttur á hinum sí- fellda eltingarleik við lögreglumenn og járnbrautaverði. 5.000 orð á dag Hann ákveður þá að ganga menntaveginn, þó hann sé orðinn nærri því tvítugur. Hann lætur inn- rita sig i framhaldsskóla í Oakland í Californíu. Hann má í raun og veru ekki vera að þessu, og það veit hann. Svo hann leggur nótt við dag — og þremur mánuðum síðar útskrifagt hann úr skólanum, hefur þá lokið fjögurra ára námi á tólf vikum! Þá var hann „búinn að fá rithöf- undinn í blóðið“. Hann var staðráð- inn í að skrifa sögur, og hann vann að þessu eins og bersekur. Hann las fræga höfunda og athugaði tækni þeirra. Auk þess skrifaði hann o1$ 5,000 orð á dag, en það samsvarar meðalbók á 20 dögum. Stundum voru allt að 30 smásögur eftir hann sam- tímis hjá ýmsum ritstjórum. En þeim var öllum hafnað. Hann varð að lesa betur, læra betur — og skrifa betur. Gullið glóandi Svo skeði það dag nokkurn, að smásaga eftir hann fékk fyrstu verð- laun í samkeppni, sem blað í San Francisco efndi til. Hann fékk aðeins 30 dollara fyrir söguna, og það var þá aleiga hans. Þetta var 1896, ár mikilla æfin- týra. Það var einhver búinn að finna gull í Klondike. Fregnin flaug eins og eldur í sinu um Bandaríkin. Og fyrr en varði var heill herskari æfin- týramanna lagður af stað til Alaska, í leit að gullinu glóan'di. Jack London var meðal þeirra. Hann var ár að leita að gulli í Klon- dike. Hann lenti í miklum mann- raunum. Og þegar hann komst heim ári síðar átti hann ekki einn eyri í iórurri sínum. Og nú hófst nýtt þrengingatímabil. Hann var í stöðugri atvinnuleit. Hann þvoði matarílát í veitingahúsum. Hann skúraði gólf. Hann vann eyrar- vinnu og verksmiðjuvinnu. Og svo tók hann þá ákvörðun einn góðan veðurdag, þegar aleiga hans var rúm- lega 30 krónur, að hætta erfiðisvinnu fyrir fullt og allt og gefa sig allan að rithöfundarstörfum! Þetta var 1898. Fimm árum síðar var búið að gefa út sex bækur eftir hann og 125 smásögur. Og hann var einn umtalaðasti maðurinn í öllum Bandaríkjunum. Svik og sorgir Og nú væri gaman að geta kallað þetta sögulok. Nú hefði lífshamingj- an átt að breiða faðm sinn móti þess- um unga manni, sem svo margt var búinn að reyna og mikið að leggja á sig til þess að geta skrifað bækur. En svo var ekki. Hann var fæddur eirðarlaus og hann lifði eirðarlaus, líka eftir að hann'varð frægur. Hann sóaði peningunum hraðar en hann vann fyrir þeim, skrifaði þó að með- altali þrjár bækur á ári og auk þess sæg af smásögum. Hann kunni ekki að fara með peninga, var í þeim sök- um trúgjarn og barnalegur, treysti mönnum um of. Hann leriti í óham- ingjusömu hjónabandi, skildi, giftist aftur, var hamingjusamur um skeið. Byggði listisnekkju, ætlaði kringum hnöttinn með konunni sinni, uppgötv- aði langt úti í hafi, að snekkjan var stórlega svikin. Lét nokkru síðar reisa mikið og fallegt hús — „draumahúsið" sitt — í fögrum dal i Californíu. Bjó sig fullur barnslegr- ar tilhlökkunar til að flytja i húsið; þá brann það til ösku á einni nóttu. Æfilok. Það er ekki vitað enn þann dag í dag, hvað olli brunanum. London taldi sjálfur, að einhver illgjarn mað- ur hefði kveikt í húsinu. Hann varð þunglyndur, lífsleiður, drakk meira en góðu hófi gegndi. Hann hafði skrifað heimsfræga bók um ofdrykkju. Hann skrifaði þarna sem á öðrum sviðum eftir sinni eigin lífsreynslu. Og nú tók hann að auka drykkjuna. En hann, hafði líka skrif- að aðra heimsþekkta bók — Martin Eden — sem nærþví eingöngu var byggð á hans eigin lífi. 1 lok þess- arar bókar fremur Martin Eden sjálfsmorð með þvi að renna sér i sjóinn um miðja nótt úti á regin- hafi. Jack London valdi líka sjálfs- morðsleiðina eina nótt 1916. Nema hvað hann notaði margfaldan skammt af svefnlyfi. Menn og málefni EiSBNHOWER forsetafram- bjóðanda hefur verið vel fagnað á jámbrautarferðalagi hans um Bandarikm. Þúsundir manna hafa iðulega safnast saman á jám- brautastöðvum til þess að hlýða á ræður lians. Það hefur (að sögn bandariskra blaða) heldur ekki dregið úr fögnuðinum, live lestar- stjóri hershöfðingjans virðist vera annars hugar. Hann hefur sumsé hvað eftir annað ekið af stað með frambjóðandann — áður en hann fengi lokið máli sínu. I einum bœnum, þar sem Eisenliower œtl- aði að tala beint úr vagni sínum, var hann rétt búinn að sleppa út úr sér ávarpsorðunum: Dömur og herrar! — þegar lestarstjóinn setti a fulla ferð og skildi áheyrend- urna eftir rœðúlausa! sem Þjóðleik- Rex Harrison HVER ER HELEN KELLER? Hún er gömul og blind og heyrnarlaus — en hún er af mörgum talin merkasta konan, sem nú er uppi í heiminum! Hversvegna? • VIKAN SVARAR ÞESSU í NÆSTA BLAÐI • „R EKKJAN' húsið sýnir um þeséar mundir, hefur verið kvikmynduð. Rex Harrison og Lilli Palmer leika aðalhlut- verkin. Myndin hefur fengið upp og ofan dóma , í Bandaríkjun- um og er helzt fundið það til foráttu, að eitt einasta svefn- herbergi (en þar gerist sagan öll) sé of þröngt svið , fyrir kvikmyndavélina. N ÝJASTA hjartagull banda- rískra stúlkna heitir Johnnie Ray. Hann syngur dœgurlög, ýmist hágrátandi eða að minnsta kosti með grátstafinn í kverkunum. Þetta hefur gefið ýmsum tilefni til að bera saman hjartakónga kvenfólksins síðustu 20 árin — og gerbyltinguna, sem orðið hefur á því sviði sem öðrum. 1 ensku, blaði segir m. a. um þetta: „Fyrst var það Clark Gable, hið þrekvaxna hörkutól. Þá Robert Taylor, sem kannski var ekki alveg eins eiturharð- ur. Svo kom James Stewart, langur og mjór og geðþekkur strákur, síðan Frank Sinatra, horgemlingur- inn. Og nú tek- ur við Ray hinn grátbólgni. Það verður ekki betur séð en ungu stúXkurn- ar séu að snúa bakinu við karl- mannlegu manngerðinni og fam- ar að hafa augastað á þeim mönn- um fyrst og fremst, sem þarfn- ast verndar og umönnunar líkt og ungbörn. Stúlkumar gera með öðrum orðum þœr kröfur til karl- manna þessa stundina, að þeir séu kvenlegir!“ Robert Tavlor

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.