Vikan


Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 13

Vikan - 06.11.1952, Blaðsíða 13
VIKAN, nr. 43, 1952 13 blind og heyrnarlaus — Þó telja margir hana merkustu konu aldarinnar MARK TWAIN hélt því eitt sinn fram, að Napoleon og Helen Keller væru merkilegustu persónur nítjándu aldarinnar. Helen var þá fimmtán ára og Twain orðinn heims- frægur rithöfundur. Nú er hann löngu látinn. En Helen lifir ennþá — og er vafalaust ein merkilegasta persóna tuttugustu aldarinnar! Hún er algerlega blind. Þó er það staðreynd, að hún hafi lesið meira en flestir, sem .hafa sjónina. Hún er iíka gjörsamlega heyrnarlaus. En hún hefur flutt fyrirlestra og ferðast víðsvegar um heim, búið til kvik- mynd og leikið sjálf í henni og skrif- að sjö bækur. Hún er líka mikill tónlistarunnandi. Hún var alveg mállaus í níu ár. En seinna kom hún fram í revýum í fjögur ár, þrátt fyrir sjónleysið og heyrnarleysið. Og upp úr því hóf hún fyrirlestraferðir sinar. Hún var alheil, þegar hún fæddist. Hún gat heyrt og séð eins og önnur börn fyrstu 18 mánuðina og var meir að segja byrjuð að tala. Þá umsner- ist allur heimur hennar á nokkrum vikum. Hún veiktist háskalega, og þegar veikindin voru liðin hjá, lá hún eftir í vöggunni sinni blind, heyrn- arlaus og mállaus. Hún var þá 19 mánaða gömul. Örvænting Hún byrjaði að likjast villidýri. Hún braut og eyðilagði allt, sem hönd á festi. Hún tróð í sig matnum með báður höndum, og þegar reynt var að skipta sér af þessu, fleygði hún sér á gólfið og sparkaði og lamdi um sig og reyndi að hljóða. Foreldrar hennar fylltust örvænt- ingu. Að lokum þótti ekkert annað ráð vænna en að senda barnið á blindraheimilið í Boston, í þeirri von, að þar væri einhver, sem eitthvað gæti hjálpað. Og þá kom til sögunn- ar kornung stúlka, sem átti eftir að bjarga lífi Helen Keller, að gera hana að manneskju aftur — og lifa fyrir hana upp frá því. Saga þessarar stúlku er í sjálfu sér engu ómerkilegri en barnsins sem hún tók að sér. Hún var aðeins tutt- ugu ára, þegar hún fyrst sá Helen Keller. Hún var send á fátækra- hæli tíu ára gömul, ásamt yngra bróður sínum. Hælið var þá svo yfirfullt, að börnin voru látin sofa i „dauðraherberginu“, eins og það var kallað, þ. e. likstofunni! Litli drengurinn dó eftir sex mánuði. Og Anna Sullivan sjálf, en það hét hún, var orðin svo sjóndöpur að- eins fjórtán ára gömul, að hún var send í blindraskóla, til þess að'læra að !esa með fingrunum. Það var gæfa Helen Keller. Þvi að Anna varð ekki blind þrátt fyrir allt, ekki fyrr en hálfri öld síðar, skömmu áður en hún dó. Kraftaverk Það er erfitt að lýsa því krafta- verki, sem samvist tvítugu stúlkunn- ar og litla barnsins hafði í för með sér. Það er ógerlegt að lýst því í örstuttri grein, hvernig önnu tókst á aðeins einum mánuði ,,að komast í samband við“ barn, sem lifði í aldimmum og hljóðlausum heimi. En þetta tókst henni. Helen segir raunar sjálf söguna af þessu í bókinni „Æfisaga mín.“ Þar lýsir hún því meðal annars á ógleym- anlegan hátt, hvilíkur fögnuður greip hana daginn sem hún uppgötvaði, að mannsmál var til. ,,Það hefði ver- ið erfitt," skrifar hún, ,,að finna hamingjusamara barn en sjálfa mig, þar scm ég lá uppi í rúmi í lok þessa viðburðaríka dags og lifði upp aftur gleðina sem hann hafði fært mér. Aldrei fyrr hafði ég hlakkað til morgundagsins." Helen innritaðist í menntaskóla tuttugu ára gömul og fóstra liennar fylgdist með henni. Þá gat hún ekki einasta lesið og skrifað eins vel og bekkjarsystkinin, hún gat lika talað. Pyrsta setningin, sem hún lærði, var: ,,Nú er ég ekki mállaus“. Hún endurtók setninguna hvað eftir annað, innilega fagnandi. — ,,Nú er ég ekki mállaus!" Hún hefur talað næm lítalaust ár- um saman, nema það er svolítið ,,út- lendur“ hreimur í enskunni hennar. Hún skrifar bækur sínar og blaða- greinar á blindraritvél; í staðinn fyr- ir stafi koma punktar og strik, sem hægt er að finna fyrir með fingur- gómunum. Og ef hún þarf að leið- rétta handritið, stingur hún göt á pappírinn með hárnál. Hún hefur lengi verið búsett í New York. Hún segir sjálf svo frá, að hún viti ekki til þess að hún hafi neitt „sjötta skilningarvit", til þess að vega upp á móti hinum, sem hana skortir. Margir halda þetta, eða að skilningarvitin, sem hún hefur, séu að minnsta kosti mikið næmari en almennt gerist. En þetta er vitleysa, eins og sýnt hefur verið með vísinda- legum tilraunum, sem hún tók þátt í. Lífsgleði En hún hefur lært að leysa ótrú- legustu þrautir, nærri því óskiljan- legar þrautir í augum þess, sem hef- ur heyrn og sjón. Hún ,,hlustar“ á vini sína með því að leggja fingur- gómana mjúklega á varir þeirra, þegar þeir tala. Hún ,,hlustar“ á hljómlist með því að styðja höndun- um á hljóðfærið, sem leikið er á. Og hún „hlustar" meir að segja á útvarp, með því að leggja á það hend- urnar og finna titringinn! Ef Helen Kellar tæki í hönd þína í dag og heilsaði þér svo aftur með handabandi fimm árum síðar, þá mundi hún muna eftir handtaki þínu. Þetta er ótrúlegt en satt. Ótrúlegt er það líka, segja vinir hennar, í hve ríkum mæli henni tekst að njóta lífsins. Hún hefur gaman af sigling- um og sundi og mesta yndi af út- reiðartúrum. Hún teflir með tafli, sem smíðað var sérstaklega fyrir hana. Hún leggur jafnvel kapal með spilum, sem merkt eru með blindra- letri. Plestir ætla, að sjónleysið sé eitt það voðalegasta í heiminum. Helen Keller segir hinsvegar, að ef hún mætti velja, vildi hún fremur vera blind en heyrnarlaus. Hún segist mest sakna mannsraddarinnar — og þeirr- ar hlýju, sem hún geti búið yfir — dimmunni og þögninni, sem umlykur hana. □ X I N Framhald af bls. Jf. Zeller gekk út úr kjallaranum og brosti syfjulega. Hann deplaði aug- um við sólríkum vetrarmorgninum og björtum, friðsælum götunum. Hann gek'k áleiðis og honum fannst, að hjarta sitt mundi springa af fögn- uði yfir kyrrðinni og birtunni í heiminum. Þegar Zeller hafði gengið fram hj l nokkrum sambyggingum, nam hann staðar. Einhver var að kalla á hann. „Zeller! Zeller! hvar ertu?“ Hann stóð kyrr. „Zeller!" Hvernig mátti það vera, að mann- eskjan i tunnunni væri að kalla á hann ? „Zeller! Zeller! Komdu hingað strax!" Já. Frú Lansen! Drottinn minn, hann hafði þá logið. Hann hafði að- eins talið sér trú um þetta. Það hafði ekki gerzt. Hann hafði blekkt sjálfan sig. Öxin, tunnan, ekkert gerzt. Aft- ur var magi hans eins og ishnullung- ur. „Zeller! Zeller! Hvar ertu?“ Röddin skar hann í eyrun, magn- þrungin, ær, eins og hann væri saur- inn undir fótum hennar. Hann rann út í svita. Andvarp leið frá vitum hans, svipað þvi, sem barn gefur frá sér, þegar það hefur grátið of lengi. En af því nafn hans var endurtek- ið hvað eftir annað í eyrum hans, byrjaði hann að hlaupa. Hann hljóp eins og trylltur væri, fæturnir sveifl- uðust ört undir honum. Hann hljóp aftur í átt til kjallar- ans. Hann vildi sýna henni, hvort hann hefði logið. Hann vildi sanna sjálfum sér, hver væri lygari. Hann ætlaði að grípa öxina og elta hana um alt húsið og hafa augun vel op- in í þetta sinn. Hópur manna og kvenna stóð við kjallaradyrnar. Fjarst í myrkum kjallaranum voru lögregluþjónar með vasaljós að skyggnast niður í tunnu. Zeller stóð um stund ráðþrota. Lítill strákur hrópaði upp yfir sig og benti á blóði drifnar hendur hans. í NÆSTU VIKU LEIKKONAN SEM LIFIK A ÞVl AÐ HNEYKSLA MENN MEIRA UM FIELDS Á þessari síðu var fyrir skemmstu sagt frd W. C. Fields, skopleikaran um og milljónamœringnum. Margar 'sögur hafa orðið til um hann, sumar sannar, aörar (sennilegast) lognar. Hér eru tvœr: Þegar liann var orð inn auðkýfingur í Hollywood, kom til hans tvítugur piltur og kvaðst vera launsonur hans. Fields gerði hvorki að neita né játa, en bauð honum inn „Hvað má bjóða þér að drekka? spurði hann. „Kók,“ svaraði piltur inn. Fields, sem var alla tíð mikið gefinn fyrir sopann, öskraði af brœði og fleygði honum umsvifalaust á dyr. „Sá kom upp um sig, þokkapiltur inn!“ sagði hann viðstöddum. önnur saga hermir, að Fields hafi aldrei farið í leikhús án þess fyrst að senda leikhússtjóranum eftirfar- andi bréf: „Konan mín og ég mun um koma í leikhús yðar annað kvöld. Við munum sitja t sœtum númer 108 og 109, og þar mun konan mín týna liönzkunum sínum.“

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.