Vikan


Vikan - 13.11.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 13.11.1952, Blaðsíða 4
4 VIKAN, nr. 44, 1952 GUIGUITTE og JACQUES Eftir JEAN GIRAUDOUX HANN hrópaði blaðafregnirn- ar á kvöldin. Blaðastrák- arnir kölluðu hann Jacques en lögregluþjónarnir kölluðu hann þorparann. Jacques hlaut að vera hans rétta nafn, því hann svaraði lögregluþjónunum aldrei. Hve gamall var hann? Hann vissi það varla, því hann hafði ekki átt neina foreldra. Hann var eitthvað innan við tvítugt og varð einu ára eldri með hverju árinu sem leið. Hann hefði kannski getað feng- ið að vita á lögreglustöðinni hvenær hann var fæddur. En þá hefði hann orðið að ónáða lögreglufulltrúana og Jacques vissi að það væri mikil svaðil- för og svo var honum meinilla við allar heimsóknir. Hún seldi blóm á horninu á Montmartegötu og þar höfðu menn komið sér saman um að kalla hana Mistinguette. Kaupmennirnir nefndu hana umbúðalaust Guiguitte; en þjón- arn,ir á veitingahúsunum höfðu meira við og ávörpuðu hana Miss. Henni féll þetta enska Miss vel í geð og hún hafði í raun og veru norsk blá augu, rauðar saxneskar kinnar og ljóst hár eins og Feneyjastúlka, í einu orði sagt enskt yfirbragð. Þó hún væri ijóshærð en hann dökkhærður, hún lítil en hann stór, þá hlutu þau að dragast hvort að öðru af einni ástæðu; þau voru bæði ástleitin. Hún var í blússu með háum kraga. Hann var með bindi af þeirri tegundinni, sem maður þarf að binda sjálfur. Þessvegna stönzuðu þau gjarnan fyrir framan speglana í búðargluggunum; hún til að dást að fötunum sínum og hann til að laga bindið sitt. Og það var einmitt í einum slíkum spegli á götunni að þau sáust í fyrsta sinn. Þeim féll spegilmyndin vel í geð og þegar þau sneru sér við, leizt þeim heldur ekki illa hvoru á annað. Þennan dag var einmitt hátíð hinnar heilögu Maríu og tvær þjóðir höfðu farið i stríð, syo bæði blóm og blöð seldust undir eins. Þau höfðu þessvegna nægan tíma til að tala saman og Jaeques greip gömlu góðu afsökunina: stræt- isvagnana. „Fer vagninn, sem gengur milii Madelaine og Bastillunnar hér fram hjá, ungfrú?“ „Já, herra minn,“ svaraði hún brosandi, „þarna kemur hann.“ Og viti menn, þarna kom vagninn með þrem stökkvandi hestum fyrir og hélt i áttina að Óperunni og Madelaine. Jacques fann allt í einu til mikillar andúðar á hverfunum í vesturhluta borgarinnar: „Ég ætla heldur að fara til Bastill- unnar,“ sagði hann. Við þetta vann hann nokkrar min- útur, sem nægðu honum til að ráð- stafa framtíðinni. Unga fólkið ákvað að hittast daginn eftir og skildi í svo miklum flýti, að það Var engu líkara en þau mættu engan tíma missa til að koma á réttum tíma á stefnumót. Að einni viku liðinni voru þau perluvinir og alvarlega ástfangin. Kvöld nokkurt gaf hún honum bindi og hann endurgalt gjöfina með konfektöskju. Hann hefði að vísu heldur viljað gefa hénni blóm, en henni hefði kannski fundist það niðurlægjandi að selja honum þau, og ekki gat hann gert keppi- nautunum hærra undir höfði með því að kaupa þau annars staðar. Auk þess kostaði sælgæti hann ekki neitt. Það verður að taka það fram, að Jacques var ekki aðeins blaðasali. Það er sagt, að lítilfjörlegra starf sé ekki til, og Jacques stundaði vandasamt verk: hann var þjófur. Þegar hann iauk skóla, hafði hann satt að segja leitað sér tvinnu. Hann hafði meira að segja þótzt tína títu- prjón upp af gólfinu hjá hverjum ein- asta vinnuveitanda og haldið honum milli þumalfingurs og visifingurs, til að vekja athygli á nýtni sinni. En sá tími er löngu liðinn, þegar menn græddu á slíku. Jacques hefði alveg eins getað tekið planka upp af gólf- inu, án þess að nokkur veitti því at- hygli. Og einn fagran morgun tók hann upp pening, sem freistaði hans, en í þetta sinn án þess að reyna að vekja athygli á því. Daginn eftir þurfti hann ekki að beygja sig, því búðin var auð og borðið mátulega hátt. Nú var hann búinn að finna lífsstarf, en það var erfitt að æfa sig án tilsagnar eða félaga. En nú hafði hann ástæðu til að óska sjálfum sér til hamingju með þetta. Enginn gæti komið upp um hann við Guiguitte. Hann ætlaði að stunda starf sitt enn í nokkra máriuði og þá ætti hann næga peninga til að kaupa litla verzlun í góðu hverfi og þar gæti hann hvílt sig það sem eftir væri æfinnar með litlu, elskulegu ltonunni sinni. Dag nokkurn ákvað hann að biðja hennar. Hann hafði farið með vin- konu sína að Marne-ánni, leigt bát og róið eins og kappróðrarflokkur frá Oxford með allan Cambridge- flokkinn á hælunum, meðan hann var að safna hugrekki. Mistinguette, sem sat við stýrið, stýrði bátnum upp í skuggann af bakkanum, þrátt fyrir ógnandi augnatillit fiskimannanna, sem vöktu ákafir og árangurslaust yfir bambusstöngum sínum. Þetta var einn af þeim dögum, þegar mann langar ekki til að segja annað en: ,,En hvað himinninn er blár! Og loft- ið er svo tært! Sjáðu hvernig vatnið rennur!" „En hvað grasið er grænt,“ sagði Jacques, „mann langar til að borða það.“ Og allt í einu sleppti hann árunum svo snögglega, að Guiguitte hélt að bátnum væri að hvolfa og hún sá á augabragði fyrir sér kletta eða há- karl og æpti upp yfir sig. „Miss,“ sagði hann, „viltu giftast mér ?“ Hann þorði ekki að fala á hné, því báturinn ruggaði mikið. Hún brosti brosinu, sem gerði hana svo alvar- lega. Fiskimennirnir, sem voru farn- ir að róast, köstuðu virðulegir eins og sáðmenn korni, hrati og brauð- skorpum til fiskanna. „Þorparinn þinn,“ svaraði hún loksins, „við skulum sjá til. Ég segi ekki annað, en að svarið er ekki nei. Ef þú kaupir litla búð í góðu hverfi, þá á ég frænku, sem kannski gefur mér heimanmund. Þá mun okkur líða vel, og þú getur meira að segja keypt morgunblöðin og hætt að láta þér nægja að lesa kvöldfréttirnar." Jacques rétti henni hrærður trú- lofunargjöfina: lítið úr. Það átti víst að vera úr gulli. „En hvað þú ert góður," sagði hún og þakkaði honum fyrir. „Mig hefui svo lengi langað til að vita, hvað klukkan er á morgnana, þegar ég fer á fætur. Konan, sem selur fuglafóð- ur, vakti mig alltaf áður, en núna fer hún framhjá klukkan átta, níu eða jafnvel ekki fyr en um hádegi . . . En hvað fuglunum í hverfinu hlýtur að vera illt í maganum . . . Heyrðu, hvers vegna tekurðu í hendina á mér?“ „Tek ég í hendina á þér, Miss? Æ — já — ekki til neins — til að gera eitthvað." Þegar hann fann óvænt hring á fingri vinkonu sinnar, gaut hann augunum í laumi á hann. Gimsteinn, fjandin sjálfur, og perlur! „Láttu þér ekki bregða," útskýrði Miss. „Frænka mín á þennan hring." Jacques fór að hugsa um, hvort hann hefði ekki orðið ánægðari ef blómasölustúlkan væri bláfátæk. Og hvað var frænkan eiginlega að blanda sér í þetta, úr því enginn kærði sig um hana? „Þú átt þó ekki föður eða móður?" spurði hann og varð ekki rólegur fyrr en hún svaraði: „Bg á engan nema þig, þorparinn minn." Daginn eftir var sunnudagur og Jacques var að vígja nýjan stráhatt. Auðvitað fór að rigna og þar sem hann hafði farið út regnhlífarlaus, tók hann eina úr búðarglugga. Ein- hver sá þjófnaöinn. Jacques reyndi að sleppa með því að útskýra það fyrir kaupmanninum, að ef hann Guiguitte seldi blóm á götuhorni. „Ég ætla heldur að fara að BastiIIunni,<fc- sagði Jacques. I»á skildi liann. Miss var þjófur eins og hann. kærði sig, yrði stolni hluturinn gerð- ur upptækur þangað til dómurinn félli og kannski þangað til um vet- urinn. En Frakkar hafa ekkert vit á verzlunarmálum. Þeir eru of til- finningasamir. Þeir vilja heldur hefna sín og gera 6 franka og 90 upptæka. Þeir fóru með Jacques á lögreglu- stöðina. Þegar hann gekk inn í sal- inn, sem ætlaður var starfsbræðrum hans og bar höfuðið hátt, þrátt fyrir stráhattinn, sem vatnið draup úr, kom ung stúlka hlaupandi á móti honum. Það var Mistinguette. „Jacques, fyrirgefðu," sagði hún. „Ég vildi ekki að þú fengir að vita það. Þessi fjandans hringur. Ég sver að ég geri þetta aldrei framar." Þá skildi hann. Miss var þjófur eins og hann. Þegar hann gerði sér grein fyrir því, langaði hann til að loka augunum, berja einhvern og æpa hátt. Ríka fólkið, sem hefur lært allt, kallar þetta vonbrigði. Hann vildi ljúka þessu af sem fyrst. „Ég er ekki kominn hingað í heim- sókn. Það er eins farið með mig og þig. Það rigndi. Ég ætlaði að fá lán- aða regnhlíf á auðveldan hátt. Búðar- maðurinn hlýtur að hafa verið hræddur við að vökna, því hann lét elta mig.“ Framhald á bls. 7. - UM HÖFUNDINN - Jean Giraudoux er fæddur 1884 í Frakklandi. Hann missti móður sína mjög ungur og var sendur í skóla. Eftir glæsileg- an námsferil, ferðaðist hann um Evrópu og Bandaríkin. 1910 gekk hann í utanríkisþjónust- una og gaf út fyrstu skáldsög- una sína ári seinna. Frá 1927 skrifaði hann hvert leikritið á fætur öðru og fékk mjög góða dóma fyrir þau. Hann dó 1944. Smásagan, sem hér birtist, kom í blaðinu „iVIatin" 1910.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.