Vikan


Vikan - 13.11.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 13.11.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 44, 1952 „Já. Eitt á fjórða ári. Það er telpa.“ Hún var kyrr nokkra stund, síðan sneri hún sér fúslega að mér. Ég hélt hún ætlaði að kyssa mig, en þess í stað lagðist hún ofan á brjóstið á mér af öllum þunga, og neri síðan glóðinni á síga- rettunni við öxlina á mér. Ég stóð á öndinni og reyndi að hrista hana cfan af mér. En vinstri handleggurinn var fast- ur undir höfði hennar. Þungi hennar hvíldi ofan á brjósti mér. Eg náði ekki yfir hana með hægri hendinni. Hún hélt mér föstum. Mig drepkenndi til. En ég lét slakna á öllum vöðvum og reyndl að þola sársaukann. Leyfum henni að brenna mig. Allt í lagi. Mér fannst eins og logandi teinn væri rekinn x gegnum mig. Ég beit í vörina. Það kom þungur daunn. Holdið á mér brann. Móna andaði djúpt, æðislega, og allur líkami hennar var eins og strengdur. Að síðustu lét hún fallast niður við hlið mér, og í þögninni heyrði ég tárin hníga niður á svæfilinn. Ég hefði átt að vera bálreiður. En það gerð- ist allt annað innra með mér. Þrjóskan í henni hrærði mig á svo undarlegan hátt. Það var eins og hún vekti mig til lífs, líkt og vænn sjúss af konjaki. En ég snerist ekki að henni. Ennþá hvíldi hún á vinstri handleggnum. Fast upp við mig. Af óljósri ástleitni. En sviðinn í öxlinni fór nú að segja til sín. „Þú áttir þetta margsinnis skilið af mér,“ sagði hún. „Ég gerði það, af því að ég kann ekki við að þú sért að fara svona frá mér til hennar, eða frá henni til mín. Það er auðmýkjandi fyrir mig og líka fyrir hana. Ég gerði þetta, að því að þú ert auðvirðilegri skepna, en mig óraði fyr- ir. Þú veizt hversvegna? Vegna þess að mér skilst, að konan þín sé þér mikils virði! Vegna þess að það er eitthvað bilað iruii í mér, svo að ég get ekki átt barn. Og vegna þess að þú hefur lagt mig í duftið og troðið á mér. Ég þrá- staglaðist á því, að ég gæti ekkert að þessu gert. Og ég gat það ekki. En allan tímann vissi ég, að þú áttir konu. Ég vissi það! Ég vissi það! Ég vissi það!“ Svo fór hún að snökkta. En ég vogaði ekki að snerta hana. Það var betra að bíða, betra að láta fyrst gremjuna hverfa úr rödd hennar. Ég kenndi meir til undan gremjutóninum, heldur en bruna- sárinu. „Ég skammast mín!“ hveinaði hún. „Og veiztu ekki hversvegna? Mitt hjónaband er mér einskis virði. Það hefur verið í molum síðastliðið ár. En þitt hjónaband er þér mikils virði! Ljúgðu ekki að mér! Ég veit það!“ Hún engdist og vatt sér til í örvilnun, eins og hún væri að flýja hugsanir sínar. „Elskan mín, hættu þessu . . . Hættu að kvelja svona sjálfa þig,“ sagði ég blíðlega. „Því það? Ég á það skilið! Ég á hálfa sök á þessum saurugu athöfnum. Ég vissi, hversvegna þú komst með sápuna. Og svo sannarlega vissi ég, hversvegna þú komst með þessa sanelflösku áðan. Hún notar það, ekki satt? Notar hún það ekki ?“ Ég svaraði ekki, og þá spratt hún allt í einu upp og settist framan á. „Alit í lagi,“ sagði hún. „Farðu nú heim til hennar með brunasárið. Sýndu henni það. Ég vildi bara ég hefði glóandi skörung, svo ég gæti brennt þig betur." Hún þreif ábreiðuna, sem lá til fóta, sveipaði henni um sig og gekk fram í forstofuna. Hún snökkti ennþá og saug upp i nefið: Svo skall ís- skápshurðin aftur. Þegar hún kom til baka, kveikti hún á Ijósinu. Ég leit í skyndi til hennar, enda þótt ljósið skæri mig í augun. Trúlegast var, að hún héldi nú á hníf. En í þess stað var hún með smjörklípu á stærð við gólfbolta. Ábreiðan hékk niður af öxl- um hennar, þegar hún nálgaðist rúmið. Hár hennar var í óreiðu, það voru taumar í andliti hennar eftir tárin, og augun voru rauð og þrútin. Og hún var falleg. J hvert skipti sem ég liitti Roderick var hann aö fara á Ijóna- eöa filaveiðar til Afríku, tígrisdýraveiðar á Indlandi, refaveið- ar í Devonshire eða i einhverja aðra veiðiferð. Hann var ákafur íþróttamaður, og slikir lifn- aðarhœttir áttu vel við hann. I hans augum skiptust dýr, fuglar og fiskar aðeins í tvo flokka: veiðidýr og dýr, sem ekki er siður að veiða. Fyrir nokkrum árum hitti hann unga stúlku í veiðiferð á Karabiska hafinu. Allir luku upp einum munni um það að Lila hlyti að vera óvenjuleg stúlka fyrst hún gat haldið athygli lians nógu lengi frá veiðiferðunum til að giftast honum. Þau komu sér saman um að fara fyrst í brúðkaupsferð langt inn i Afríku og svo kœmu þau við i París, svo hún gæti keypt sér föt. Lila naut Afrikuferðarinnar i ríkum mœli og þegar þau komu til Parisar, buðu þau mér að borða með sér. Varla liöfðum við setið 10 mínútur yfir kaffinu, þegar Roderick stóð upp og afsakaði sig með því að liann þyrfti að flýta sér á villisvínaveiðar einlivers staðar í Suður- Frakklandi. „Hann er alveg óbœtanlegur, er það ekki?“ sagði Lila hrifin. „Ég vona bara að sá dagur renni ekki upp, að ég verði afbrýðisöm við villisvin.“ Eg gerði ekki ráð fyrir því, að liún yrði ein- mana í Paris, og nú veit ég að svo var ekki. Nokkrum mánuðum seinna hitti ég þau i London. Roderick lýsti nákvœmlega síðustu veiðiferðinni, en Lila virtist orðin dálítið þreytt á þessu umrœðuefni. Mér sýndist Rode- rick vera farinn að finna til þess, hve hæfi- leikar hans voru takmarkaðir við þétta eina svið, og þessvegna reyndi hann að verja sig með þvi að tala aldrei um annað. ,ýEinhvern daginn eiga þessi þolinmóðu dýr eftir að hefna sín á honum,“ sagði Lila, þegar maður hennar gekk frá okkur. Eg fór að hlœgja og. svaraði: „Það litur úr fyrir, að þú sért á bandi villidýranna." Nokknim dögum seinna hitti ég Roderick á götunni: „Ég œtlaði einmitt að fara að hringja iil þín,“ sagði liann. „Við œtlum í fjölleikahús í kvöld og þú mátt til með að koma með okk- ur. Ég œtla að koma Lilu á óvart.“ Ungur, glœsilegur maður slóst í för með okkur. Hann var öruggur i framkomu, en dálítið of elskulegur, fannst mér. Það sem átti að koma Lilu á óvart, var hvorki meira né minna en fíll. Við gengum framhjá röð af hlekkjuðum fílum, sem sveifluðu rönunum vingjamlega. Allt i einu stanzaði Roderick. „Lila, kannastu ekki við þennan? Þetta er jíllinn, sem þú skauzt í brúðkaupsferðinni okkar. Það var fyrsta bráðin þín.“ Hann horfði hrifinn á hana, eins og hann væri að tala um fyrsta barnið hennar. „Hún skaut hann, áður en ég gat spennt gikkinn, um leið og hann réðist á hana. Það var svei mér vel af sér vikið. Hann féll við skotið, en náði sér, svo við gátum látið flytja hann niður að ströndinni.“ „Vitleysa!“ sagði Lila reið. „Hvernig get-. urðu þekkt hann aftur?“ „Líttu á tönnina. Þú manst að hún bognaði við fallið" Lila viðurkenndi, að svo hefði verið, og Framhald á bls. 14. „Leggstu á hliðina," sagði hún. Ég sneri mér á hægri hliðina. Sígaretta brenn- ir ekki svo lítið, ef henni er beitt rétt. Hún lagði smjörið að og neri því um. Það dró úr hitanum, en ekki hið mirmsta úr verknum. Hún kraup við rúmstokkinn og hélt áfram að nú smjörinu. Að síðustu lagðist ég aftur á bak- ið, en hún kraup þarna áfram, hjúpuð ábreið- unni eins og múhameðstrúarmaður á bæn. „Mér þykir leitt að hafa gert þetta,“ sagði hún síðan. „Ef til vill skynjarðu ekki hvað gerð- ist með mér ? Ef til vill heldurðu, að þetta séu mín fyrstu vonbi'igði?" Ég leit snöggt til hennar, og hún þagnaði. „Þá það,“ sagði hún. „Ef til vill skilurðu það. En nú skal ég segja þér, hvernig mér líður. Stuttu eftir að dómur féll á Bill, fór ég að leita mér að vinnu. Mér bauðst vinna í búð einum eða tveimur dögum áður en þú hringdir. Og veiztu, hvað ég gerði daginn eftir að ég hitti þig? Ég hringdi til þeirra og sagðist vera veik og gæti ekki komið til vinnu, fyrr en eftir nokkrar vik- ur. Þeir sögðust bíða.“ Hún horfði á mig núna. Höfuð hennar var lot- ið, og hún hélt ábreiðunni þéttingsfast utan um sig, alveg upp við höku, eins og hún blygðaðist sín frammi fyrir mér. „Ég gerði það, af því ég vissi, að nú var eitt- hvað mikið í vændum. Ég vissi, að eitthvað hafði brostið, og ég vildi vera hér til staðar, ef þú kynnir virkilega vel við mig og vildir hitta mig. Já, þannig var það.“ „Og hvernig er það núna?“ skauzt út úr mér, og hjarta mitt barðist í takt við kvalakippina í öxlinni. „Þannig er það núna líka.“ Hún hóf ekki upp höfuðið. En þegar ég rétti til hennar höndina, fast að henni, þá tók hún um hana, þéttingsfast. „Ég elska þig, Jon,“ sagði hún alvarlega. „Sið- ferðiskenndin er horfin úr mér. Stoltið I mér er dáið. Ég vil vera hjá þér, hvenær sem þú vilt. Ég skal vera eins oft hjá þér og þú vilt, hlusta á það, sem þú vilt segja, móttaka alla þá ást, sem þú vilt veita mér. Allt og sumt.“ Má vera, að nú hafi verkurinn horfið, núna, þegar ást hennar tók mig aftur í sátt. „Ég verð að fara í vinnuna í næstu viku,“ sagði hún döpur. „Mig vantar peninga. En hún er bara frá niu til fimm . . . Og ég verð heima á hverju kvöldi." „Vantar þig peninga núna?“ spurði ég. Hún svaraði ekki með neinni uppgerðar gremju. Hún var alls ekki móðguð. Hún var hreinskilin eins og venjulega. „Nei. Ef mig vantaði peninga, mundi ég biðja þig um þá,“ sagði hún blátt áfram. Hún and- varpaði. „Ég þarf bara að vera í minni vinnu, meðan þú ert í þinni." Ég tók djúpt andvarp. „En hvað verður, þegar Bill er sleppt?“ Hana hryllti upp. „Hugsaðu ekki um það! Og talaðu aldrei um það framar!“ „Undarlegt," sagði ég, „hvað litlu karlarnir okkar eru lifseigir . . . ennþá eru þeir að áreyta okkur.“ Hún kinkaði kolli. Þá teygði hún sig upp á öxl mína og bar á meira smjör. Það rann niður eftir bakinu. Ég kermdi til undan fingrum hennar, en sá sársauki var blandinn sælu. „Kennir þig mikið til?“ sagði hún ástúðlega. „Já. En ekki í öxlinni." „Ég skil . . . Þú kennir til inni í þér. Það er eins og væru hnullungar í maganum, ekki satt?“ Hún lét höfuðið hvíla á rúmstokknum við hlið mér, og byrjaði að gráta hljóðlega. Mjög hljóð- lega, og reyndi með því að gráta í burtu örviln- unina. Ég skildi það, því að ég þráði heitt að geta grátið líka. En ég gat það ekki. Tárin gætu mýkt harðan sársaukakökkinn, sem þrumdi í henni. En minn yrði mér samferða upp frá þessu. (Frh. á bls. 14).

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.