Vikan


Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 2

Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 2
2 VIKAN, nr. 46, 1952 í FRÁSÖGUR FÆRANDI Ég segi kannski ekki, að rit- höfundar eigi að bera boxhanska þegar þeir skrifa bækurnar sínar en mér kemur til hugar, að það sé kostaráð að þeir seti þá upp núna úr þvi kemur fram í des- ember. Atburðirnir á málverkasýningu Veturliða í október síðastliðnum mæla ótvirætt með því. I>að hafa lengi verið einskonar óskráð lög í landinu — og heimskuleg og óréttlát óskráð lög eru það vissulega — að listamaður megi ekki bera hönd fyrir höfuð sér, þegar gagnrýnandi eigi hlut að máli. Nú hefur Veturliði snúið þessu öllu við og gefið okkur for- dæmi, sem á eftir að borga sig. Það er reynsla Bandaríkja- manna og annarra gáfaðra þjóða, að bók seljist aldrei betur en þeg- ar hún hefur verið bönnuð. Banda- rískar bannbækur eru nærri alltaf bannaðar fyrst í Boston, og bann- ið þýðir venjulegast það, að milli spjalda þeirra finnist tviræð orð og tvíræðir viðburðir. Bók, sem er bönnuð í Boston, verður líka undantekningarlaust metsölubók. Sömu sögu er að segja af öðr- um greinum listsköpunar. Ef al- menningur, hvar sem er i heim- inum, uppgötvar listamanninn fyr- ir tilstilli óvenjulegra atvika, þá á hann næstum undantekningar- laust sigurinn vísan. Bernard Shaw vissi þetta, þegar hann skrifaði skammargreinarnar um sjálfan sig í ensku blöðin. ÞESSVEGNA segi ég, að nú fari sá tími í hönd, að rithöfundar geti með góðum árangri sett upp boxhanska. Tökum Kiljan. t*að er að koma út um mánaðamótin ný bók eftir Kiljan. Hugsum okkur, að hún sé mislukkuð (það er jafn ósennilegt, að bók eftir Kiljan sé mislukkuð eins og að B. B. hjá Þjóðviljanum hætti að skrifa um bækur). Hugsum okkur næst, að Bjarni Benediktsson frá Hofteigi skrifi óvinsamlegan dóm um bók- ina (það er jafn ósennilegt, að B. B. skrifi óvinsamlega um bók- ina eins og að' Kiljan hætti að skrifa bækur). En hugsum okkur þennan mögu- leika. Nú er illt í efni. Sumir menn taka mark á ritdómurum. Hvað á Kiljan að gera? Það er ósköp einfalt. Hann á að fara með boxhanskana á höndunum heim til Bjarna frá Hofteigi og hafa með sér vitni (Ragnar í Smára og Kjarval eru góð vitni). Svo á'hánn að gefa Bjarna frá Hofteigi á’ann með hönskunum. Svo á Bjarni að rjúka með það í blöðin, að Kiljan hafi gefið sér á’ann með boxliönskum. Það er allt og sumt. Ég þori að hengja mig upp á það, að eftir þetta verður bókin metsölubók. Aðeins sumir menn taka mark á gagnrýnendum. En næstum allir menn taka mark á því, þegar listamaður tekur í Iurginn á gagn- rýnanda. OKKUR á VIKUNNI er ná- lega ekkert eins kærkomið, eins og þegar lesendur slcrifa og biðja um upplýsingar um kvikmynda- leikara (það kemur fyrir svona fimmtán tuttugu sinnum á viku). Það gefur okkur svo einstakt tækifæri til að láta Ijós okkar skína. I>að er scnnilegast hvergi til á landinu eins fullkomið bóka- safn um kvikmynilaleikara eins og á VIKUNNI. N'ú hafa hvorki meira né minna en tveir sauðtryggir lesendur skrifað og spurt um það sama: hvort hann Stewart Granger sé fráskilinn. Nú getum við látið ljós okkar skina. Ja, kæru lesendur, Stewart Granger er fráskilinn. En hann er giftur aftur og síðari konan hans heitir Jean Simmons. Jean Simmons er fædd 31. janúar 1939 og býr í Hollywood. Ennfremur stendur í bókum okkar, að eftirtaldir leikarar séu fráskildir: Orson Welles (tvisvar), Cary Grant (tvisvar), Joan Crow- ford (tvisvar), Ava Gardner (tvis- var, þriðji skilnaðurinn, frá Frank Sinatra — i undirbúningi), Ging- er Rogers (þrisvar), Lana Turn- er (tvisvar, þriðji í bígerð), Clark Gable (þrisvar), Errol Flynn (tvisvar), Rita Hayworth (þris- var), — og auk þess Michael Wilding, Jane Wyman, Judi Gar- land, Claudette Colbert o. s. frv. o. s. frv. Og slökkvum við þá ljósið í þetta skiptið. WINSTON CHURCHIUL stór- forsætisráðherra (og auk þess málari, múrari, mælskumaður og rithöfundur) sagði neðri málstof- unni í Bretlandi frá þvi fyrir skemmstu, að atomsprengjutil- raunin breska hefði kostað „eitt- hvað rösklega 100 milljónir sterl- ingspunda." Samkvæmt okkar útreikning- um, eru þetta „eitthvað tæplega 4,600 milljónir króna.“ Það er talsverður skildingur. ÉN þetta verður eins og dropi í hafinu, þegar þess er gætt, að að minnsta kosti tvær aðrar þjóðir — Bandaríkjamenn og Rússar — hafa verið að sprengja atomtil- raunasprengjur allt frá stríðslok- um, 1>. e. allt frá síðasta heims- stríðslokum. Þar hafa ekki verið sprengdar í loft upp þúsundir milljóna heldur tugþúsundir millj- óna, austur í Síberíu og vestur í Nevada. Þetta er sannast að segja mesta skitirí og harla Iítið skyttirí hjá Bretanum. Hinsvegar getum við huggað okkur við það, að hann á eflaust eftir að búa til nýjar sprengjur fyrir nýjar milljónir, kannski stærri sprengjur fyrir fleiri milljónir en Bandaríkjamenn og Rússar, og að lokum tckst þessum heiðursmönnum tvímæla- laust að búa til eitt stórt, sameig- inlegt BANG! og þar með er öll- um okkar áhyggjum lokið. Svona dásamleg er menningin. G. J. A. Kœra VIKA, Geturðu sagt okkur eitthvað um dœgurlagasöngvarann Svavar Lárus- son og helzt birt mynd af honum. Við vitum ekki hvemig hann lítur út, en sitjum i leiðslu þegar hann syngur í útvarpinu. Dúdú og Stella. Við getum glatt ykkur með því að nú getið þig fengið nokkrar plötur, sem Svavar Lárusson hefur sungið inn á. Fyrst komu út þrjár plötur, tekn- ar upp í Noregi, þar sem söngvar- inn syngur með SY-WE-LA-kvintett- inum norska. Lögin á þeim eru: Hreðarvatnsvalsinn, Ég vild’ ég væri, Fiskimannaljóð frá Capri, Sólskinið sindrar, Cara Cara Bella Bella og On The Morningside Of The Mont- ain. Nú er komin ein plata til viðbótar, tekin hér á Islandi og á henni eru lögin: 1 Mílano og XJt við Hljóm- skálann. Undirleik annast kvartett Jans Moravek, en í honum leikur Moravek sjálfur á klarinett og fiðlu, Eyþór Þorláksson á gítar, Bragi Hlíðberg á harmoniku og Jón Sig- urðsson á bassa. Fyrir jólin ætla Islenzkir tónar að gefa út tvær plöur til viðbótar og eftir áramót er von á fleirum. Myndin af Svavari fylgir svarinu. Kœra Vika! Mér þykir leitt að það skyldi ekki vera Islendingur, héldur Dani, sem mér finnst skemmtilegast að heyra til í útvarpinu. Sem sé Martin Lar- sen. Viltu vera svo góð að segja mér eitthvað um hann og helzt birta mynd af honum. T. d. hvað er hann gamall ? Giftur? Hvar er hann núna? og mik- ið fleiri upplýsingar ef hœgt er. E. B. Martin Larsen var sendikennari við Háskóla Islands, en nú er hann í Danmörku. Því miður höfum við ekki mynd af honum og vitum ekki hvað hann er gamall. Konan hans er frú Inger Larsen, sem líka er útvarps- hlustendum kunn, því hún hafði nokkra útvarpsþætti í fyrravetur, þar sem hún rabbaði við Islendinga cjrlendis. Hjónin tala bæði óvenju góða íslenzku, eins og þú hefur vafa- laust heyrt og láta ekki sitt eftir liggja við að kynna landið okkar. Kœra Vika! Við erum tvœr vinkonur sem höf- um áhuga fyrir að komast í heima- vistarskóla í Gdliforniu. Og œtlum að biðja þig að svara nokkrum spurn- ingum fyrir okkur .... Hvers konar skóla hafið þið áhuga fyrir? Það leikur grunur á (aldurinn m. a.) að löngun ykkar standi eitt- hvað í sambandi við Hollywood. Ef svo er, getum við frætt ykkur á því að aðeins örfáum þeirra stúlkna, sem reyna að komast í kvikmyndirnar tekst það og þó kunna þær málið fullkomlega og þekkja öll brögðin. Ef löngun ykkar til að koma til Californíu stafar aftur á móti af ein- skærri fróðleiksfýsn, skulið þið skrifa Upplýsingaskrifstofu Banda- ríkjanna, Laugarveg 24 og fá nauð- synlegar upplýsingar. Kœra Vika Hefirðu nokkurn tíma lieyrt getið um ,JHappdrcetti Stairfsmannafél. Flugfélags Islands" ? Það hef ég, vegna þess að mér varð á að kaupa miða — en meira hef ég þvi miður ekki heyrt þess getið. Spursmdlið er, hvort nokkumtíma hefur verið dreg- ið í því happdrœtti (dráttur sagður 28. júní 1952). Það eru vist fleiri en mig, sem langar til að vita það. Gaman vœri, kcera Vika, ef þess vœri nokkur kostur að fá birta vinn- ingaskrána. Með fyrirfram þökk. JvOrCfC. Þær uplýsingar hafa fengizt á af- greiðslu Flugfélags Islands að löngu sé búið að draga og allir vinningar hafi gengið út. Láttu ekki hugfallast, þú getur alltaf reynt aftur. Nóg er af happadrættunum. Ferða- og flugmála- þættir, iðnaðar- og tæknigreinar SAM- TlÐARINNAR vekja athygli. 10 hefti (320 bls.) árlega fyrir að- eins 35 kr. Sendið áskriftarpönt- un, og þér fáið tímaritið sent frá síðustu áramótum. Árgjald fylgi pöntun. Útgefandi VIKAN H.F., Reykjavík. — Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Gísli J. Ástþórsson, Tjarnargötu 4, sími 5004, pósthólf 365.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.