Vikan


Vikan - 27.11.1952, Síða 3

Vikan - 27.11.1952, Síða 3
VIKAN, nr. 46, 1952 3 er félag allra landsmanna Þaö á aldarfj órðungsafm æ tí Lárus Ottesen framkvœmdastjóri F.I. jl ANN 27. nóvember 1927 stofn- uðu 63 menn Ferðafélag íslands. I þessari viku — 25 árum síðar — er fé- lagið orðið eitt hið f jölmennasta á öllu landinu með rösklega 6,000 meðlimi. Það var stofnað í því augnamiði að stuðla að auknum ferðalögum almennings á Islandi. Það hefur rækt hlutverk sitt með sóma. Það reisti fyrsta sæluhúsið í Hvítárnesi 1930, og nú á það átta sæluhús í óbyggðum og enn fleiri eru á prjónunum. Það hefur frá upphafi átt mæta forystumenn. Jón Þorláksson borg- arstjóri var fyrsti forseti félagsins, þá Bjöm Ólafsson stórkaupmað- ur, þá Gunnlaugur Einarsson læknir, þá Jón Eyþórsson veðurfræðing- ur og nú hin síðustu ár Geir Zoega vegamálastjóri. Það hefur beitt sér fyrir ótal ferðalögum, lengri og skemmri. Fyrsta skemmtiferðin var farin 21. apríl 1929; það var út á Reykjanes. 1 ár hefur það efnt til margra sumarleyfisferða í byggð og á öræfum (dæmi: Breiðifjörður, Barðaströnd, Vestfirðir, Isafjarðardjúp, norð- urleiðin til Mývatnssveitar, Dettifoss, Ásbyrgi, Axarfjörður, Fljóts- dalshérað, Austfirðir) og fjölda skemmri ferða. Og í vetur verður ekkert lát á ferðalögunum. I fyrstu árbók Ferðafélags Islands (kjörorð þess er annars: „Ferða- félagið er félag allra landsmanna“), sem kom út 1928, er meðal annars grein eftir Sigurð Nordal sendiherra. Hún heitir Gestrisni byggða og óbyggða. VIKAN birtir hér, með leyfi Ferðafélagsins, kafla úr rit- gerð hans: Geir Zoega, vegamálastjóri, forseti Ferðafélags íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS H. 6. Wells hefur í einni af bókum sínum um framtiðarskipulag' beimsins borið fram þá hugmynd, að UPP þyrfti að risa stétt manna, er bæri frá að hæfileikum, uppeldi og mannkostum, og setti sér það mark að verða leiðtogar og stjórnendur mannkynsins. Ein af þeim kröfum, er gera skyldi til þessara manna, var sú, að hver þeirra færi hálfan mánuð á ári upp í fjöll og óbyggðir, einn sins liðs. Það vakir fyrir honum, að slikt ferðalag væri hið bezta ráð til þess að kenna manninum að treysta sjálfum sér, horfast í augu við til- veruna, greina sundur aðalatriði og aukaatriði lífsins, hressa og herða líkama og sál. Öræfin eiga líka sína gestrisni, svipmikla og stórfellda, bláfjallageim og heiðjöklahring, sem enn þá betra er að kynnast sjálfur en lesa um hjá skáldun- um, því að orðin ná skammt til þess að lýsa hátign óbyggð- anna og friði. Ein dagleið um öræfi er að hressingu á við margar í byggðum. Það eina, sem ástæða er til þess að óttast, er langvarandi óveð- ur. Páeinar dembur eru ekki nema skemmtileg tilbreyt- ing fyrir þann, sem hefur kunnað að búa sig heiman. En i langviðrum er sjald- an vont veður nema Geir Zoega vegamála- stjóri er forseti F.í. og Pálmi Hannesson rektor varaforseti. En rneð- stjórnendur eru: Gísli Geirsson bankafulltrúi, Guðmundur Einarsson myndliöggvari, Helgi ■Jónasson frá Brennu, Jón Eypórsson veðurfrœðing- ur, Lárus Ottesen fram- kvœmdastjóri, Þorsteinn Jósefsson rithöfundur, Jóhannes Kolbeinsson trésmiður, Hallgrímur Jónasson yfirkennari og Þórarinn Bjömsson full- trúi. öðrumegin við vatnaskil hálendisins. Sunnanbrælan endar á Hveravöllum og þá er sólskin og sunnanvindur norður i haf, og norðansvækjan nær ekki nema suður í Gránunes. Sá sem fer í ferðalag um óbyggðir, og getur skapað sér áætlun jafnóðum, getur líka valið sér veður miklu meir en niðri í byggðum. Keyndu að koma í tjaldstað á fögru sumarkvöldi eftir hæfilega langa göngu með háfjallablæinn í blóðinu og góða samvizku áreinslunnar í hverjum lið. Þú þarft að slá tjaldi, leysa föggur, kveikja eld, sjóða mat, koma fyrir svefnpoka, hafa allan veg og vanda af sjálfum þér. Það er enn þá betra en koma á bæ, hima inn í stofu og bíða þess, hvað við þig verði gert. Svefninn er ótrúlega vær, loftið hreint, hvildin þæg, og þú vaknar ekki um morguninn við skil- vindusón eða hænu, sem er að verpa. Þú vaknar endurfæddur, kemur út úr tjaldinu og finnst heimurinn nýr og ósnortinn eins og hann hafi verið skapaður í nótt. Ef til vill hefurðu geng- ið daginn áður um brunahraun og auðn- ir og tjaldstaðurinn er Hveravellir eða Landmannalaugar, iðjagrænn blettur með heitu vatni. Þá finnurðu, að þú ert að kynnast Islandi, andstæðum þess, harðleikni og blíðu, tign og yndi, eins og það væri að hvisla að þér leyndarmálum sínum.“ Þorsteinn Jósefsson tók myndina, sem hér er fyrir neðan: tveir ferða- langar og Loðmundur í baksýn. Nú er fjölmennt á þessar slóðir árlega, fólkið er farið að taka ferðalögin eins og sjálfsagðan hlut, það er að komast í nánari tengsl við landið og farið að meta fegurð þess. Þar á Ferðafélag Islands mikinn hlut að máli. Það hefur i 25 ár brýnt fyrir fólkinu, að óviða í heiminum sé önnur eins náttúrufegurð eins og einmitt i þessu landi. Það hefur líka ósjaldan auðveldað þvi ferðalög- in, kennt því að ferðast, og hvað eftir annað unnið brautryðjandastarf í ís- lenzkum óbyggðum. Það er af sem áður var, þegar menn renndu varla augum út fyrir sýslumörk sín og al- menningur leit á ferðalög sem svaðil- farir.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.