Vikan


Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 4

Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 4
4' VIKAN, nr. 46, 1952 Hvað veldur deilum í hjónaböndum? Það er ekki mánuöur til jóla Jólablað VIKUNNAR er í smlðum. Takiö eftir þegar það kemur í búðirnar OG TRYOGIÐ YKKUR ÞAÐ STRAX Það gerist eitthvað nýtt í hverri VEKU — og jólablaðið verður engin undantekning. Skoðanakönnun sem segir til syndanna Sumar konur segja, að eiginmenn verði drumbslegir um leið og þeir séu búnir að fá já við bónorðinu. T^YRIR skemmstu var maður nokkur dreginn fyrir dóm- stólana í Englandi og sakaður um að hafa lamið konuna sína í höfuðið með hveitibrauði. Hún tjáði dómaranum, að hún hefði reitt eiginmanninn til reiði með þvj að gefa honum brauð en ekki kökur í morgunverð. Þó að þetta sé kannski dálítið skringilegt og óvenjulegt uppátæki hjá enska eiginmanninum, þá er því ekki að neita, að það f elur í sér tölu- verðan móral. Og mórallinn er svona: litlu deilumálin í hjónaböndunum eru hættuleg, einfaldlega vegna þess, að sá dagur getur runnið upp, að þau verði efni í geisimikla hjónabands- sprengingu. Þetta er að minnsta kosti niður- staða ameríska rithöfundarins Dressl- er, sem í sumar tók sér fyrir hendur að spyrja kunnuga og ókunnuga eft- irfarandi spurningar:' „Hvað finnst þér leiðinlegast í fari mannsins þíns (eða konunnar þinnar) ?" Svörin urðu auðvitað eins ólík eins og fólkið, sem spurt var. Ung kona svaraði: „Eg hef ekki, rekið mig á neitt leiðinlegt í fari hans. Við er- um bara búin að vera gift í þrjá mánuði." Miðaldra maður svaraði: „Hvað finnst mér leiðast við konuna mína? Konan mín!" . Þó var það fyrst og fremst áber- andi (segir Dressler), hve það voru einstaklega meinlausar tiltektir og á- vanar, sem fóru í taugarnar á mök- unum. Til dæmis: „Hann er sífellt flautandi. Bf hann flautaði nú eitthvað lag! En hann bara flautar". Eða: „Hann er alltaf að skafa undan nöglunum. Alltaf!" „Mér gremst mest, þegar hann er að borða epli", svaraði ein húsmóðir- in. „Smjattið ætlar mig lifandi að drepa . . . En hann er annars ágætur og ég elska hann". Sumiim konum finnsl eiginmennirnir ekki vera nógu „húslegir", varla gefa sér tóm til að leika við börnin. I þessum anda voru flest svörin, sem Dressler fékk við spurningunni: „Hvað finnst þér leiðast við mann- inn þinn (eða eiginkonu) 1" Hann skrifaði um þetta: Ég verð að játa, að þegar ég hóf skoðanakönnunina, kom mér ekki annað til hugar en tíðustu umkvartanirnar mundu vera um: penigamál (dýrt húshald o. s. frv.), fátækt og erfiðleika, tengda- foreldrana og ef til vill stjórnmála- skoðanir. Þetta reyndist þó algerlega rangt. En hér fer á eftir sundurliðuð skýrsla yfir svörin, sem ég fékk: Þetta íór í taugarnar á eiginkonunum Minniháttar persónueinkenni, eins og — „Hann sofnar eftir matinn", „Hann geispar framan í mann" eða „Hann hlær allt of hátt". Yfir 30 af hundraði þeirra eiginkvenna, sem spurðar voru, báru sig illa yfir svona yfirsjónum. Hann er of mikill „skipuleggjari"'. Þetta er aðalókostur eiginmannanna, sem vita hvar allt er í húsinu og ætlast til hins sama af konum sínum. Tólf af hundraði báru sig upp undan þessu. Hann er hirðulaus — sagði kona, sem reyndist alveg á öndverðum meið við þessar í 2. flokki. Þessi tegund eiginmanns skilur eftir fatnað á gólf- inu, missir sígarettuösku á stofu- teppið, setur allt á annan endann (10 af hundraði). Hann er ekki nógu hugulsamur. 6% þeirra, sem svöruðu, kvörtuðu yfir því, að eiginmennirnir væru hættir að vera hjálpsamir og liprir, væru „drumbslegir". Hann er of kcerulaus, of mikið gefinn fyrir að draga hlutina á lang- inn. „Þetta bjargast einhvernveginn", segir þessi manntegund ósköp rólega — þó að eiginkonan viti, að það „bjargast" ekki, nema tekið sé til óspilltra málanna. Pjórar af hundraði fundu að þessu. Þetta fór í taugarnar á eiginmönnunum Minniháttar persónueinkenni. Hún notar of mikið af varalit, nennir ekki að hafa fyrir því að tensa sig svolítið til, þegar hann kemur heim, talar Sumir eiginmenn segja, að konur hafi ckki hundsvit á peningum. Það getur ver- ið hættulegt fyrir hjónabandið, líka þó það sé ósatt. tímunum saman í símann o. s. frv. 22 af hundraði allra eiginmanna kvarta yfir þessu. Hana vantar skipulagningargáf- una. Hún gleymir reikningum, er með meira drasl í kringum sig en jafnvel krakkarnir, veit aldrei, hvar nokkur hlutur er — svo segja 18 af hverju hundraði eiginmanna. Hún er geðvond. Þetta er hin nöldr- andi eiginkona, sem sí og æ finnur að (aumingja) manninum sínum. Hún er aðalvandamál 16% allra éigin- manna. Hana vantar tillitssemi. „Konan mín lætur mig alltof afskiptalausan", svöruðu 10 af hverjum hundrað að- spurðra. Hún talar of mikið. Það merkileg- asta við þessa aðfinnslu var, hve fáir voru um hana — aðeins f jögur pró- sent. Hvað er þá til ráða? Hér líkur skýrslu ameríska rithöf- undarins. Hann segir: Þessi skoð- anakönnun mín var kannski fyrst og fremst athyglisverð vegna þess að líklegustu orsakirnar (i mínum aug- um) koma alls ekki fram á skýrsl- unni. Mér finnst það með öðrum orð- um meir en lítið athyglisvert, að hjónakrytur skuli ekki aðallega eiga rætur sínar að rekja til „stóru" mál- anna, sem ég drap á í upphafi, held- ur einmitt litlu, algengu atvikanna. Auk þess töluðu þeir, sem ég lagði spurningu mina fyrir, nærri alltaf reiðilaust um „ókosti" og „verstu yfirsjónir" maka sinna. Einn eigin- maðurinn orðaði þetta svo: „Ef þér þykir á annað borð vænt um konuna þína, þá getur þú fyrirgefið henni ókostina". En það er ekki nauðsynlegt (segir höfundur í lok greinar sinnar) að láta þar við sitja. Ef taka má mark á skoðanakönnuninni, þá geta þeir, sem vilja hressa upp á hjónabandið sitt, meðal annars reynt eftirfarandi: -t Varast „litlu yfirsjónirnar" og „leiðu ávanana". Við þekkjum öll menn með persónueinkenni, sem fara óttalega í taugarnar á okkur. Kannski hefur þú sjálfur einhvern slæman ávana, sem ætlar konuna þína alveg lifandi að drepa. n Reynt að þóknast, vera til geðs. ¦" — öðru hvoru að minnsta kosti. Það er algengt að heyra konu segja, að maður hennar lesi allt of mikið. Það væri hjónabandi hans eflaust til góðs, ef hann legði frá sér bókina öðru hvoru og t. d. talaði við þessa konu, sem hann giftist. o Forðast að vera of kröfuharðir. ** Maður skyldi aldrei gleyma því, að þó maður reyndi alla æfi, þá gæti maður aldrei losnað við alla ókosti sína. Sumir eiginmenn elska bœkur. En það getur orðið til þess að konurnar byrji að hata þá.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.