Vikan


Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 6
6 FLUGUR Önafngreindur geðveikralœknir lenti í mikl- um vandrœöum með mann, sem kom til hans og hélt löngutóng í eyranu. Maþurinn fullyrti, að fluga hefði komist inn i eyrað og vceri að gera sig vitlausan. Lœknirinn reyndi fyrst að tala um fyrir honum, en þecjar allt kom fyrir ekki, ákvað hann að beita brögðum. Hann svcefði sjúkling- inn og „skar hann upp", til þess að ná út flugunni. Þegar maðurinn vaknaði til meðvitundar, tjáði lœknirinn honnm, að „uppskurðurinn" hefði tekist ágætlega, flugan væri farin. Mað- urinn réð sér naumast fyrir fögnuði og þakk- aði lœkninum hjartanlega. Honum brá þess- vegna ónotalega i brún, þegar hann mœtti honiim á götu nokkrum dögum síðar — enn með lóngutóng í eyranu. „Hvað á þetta að þýða?" spurði lœknirinn. „Ég sagði þér, að fluguskrattinn vœri farinn." „Satt er það," svaraði sá smáskritni. „En þú heldur þó ekki, að ég vilji fá aðra þarna innl" Rakarinn: „Hvernig stendur á því, strákur, að þú ert svona skitugur á höndunum?" Lærlingurinn: „Það hef- ur enginn fengið hárþvott í dag." Jón var nýkominn frá Texas og var að segja frá œfintýrum sínum. „Einu sinni var ég á útreiðatúr, þegar hóp- ur Indiána réðist á mig. Ég komst upp á stór- an stein, greip marghleypuna og byrjaði að skjóta. Þeir féllu hver um annan þveran — einn, tveir, þrír, fjórir, fimm, tiu, fimmtán, tuttugu." ,JZvernig hafirðu tíma til að hlaða byss- una?" spurði einn áheyrendanna. „Þegar svona er cistatt," svaraði Jón hátíð- lega, „hefur maður ekki tima til að hlaða. Maður heldur bara áfram að skjóta fram í rauðan dauðann." * Strætisvagnastjórinn beygði sig, leit svo aftur fyrir sig og kallaði: „Hefur nokkur hérna týnt búnti af hundraðkrónaseðlum með teyjuband utanum?" Þrír farþegar flýttu sér að játa. „Þá er bara að finna seðlana," sagði bíl- stjórinn um leið og hann ók af stað. „Hér er teygjan." * Ferðamaður i San Francisco lagði leið sína inn í Kinverjahverfið °g Uaf sig á tal við eínn íbúanna. Hann spurði meðal annars, hvort þeir hefðu góða lœkna í Kína. „Okkar lœknar fín- ir finir," sagði Kín- verjinn. „Hang Ghang bestur. Hann bjarga lifi mínu." „Og hvernig var það?" spurði ferðamaður- inn. i „Ég fárveikur, sœkja doktor Hang Kin. Hann gefa meðal og ég veikari fyrir bragðið. Sækja doktor San Sing. Hann gefa meira meðal, ég miklu miklu veikari fyrir bragðið. Ég alveg að deyja. Nœsta dag senda eftir dokt- or Hang Chang. Hann ekki heima, ekki koma. Mér borgið." drengjarödd heyrðist segja: „Aðeins eitt, herra minn, en það er áriðandi." Cross kom raulandi inn aftur og ætlaði að fara að kasta bréfinu á skrifborðið , þegar hann leit á það. Hann hætti í miðju lagi. „Nafnið er prentað," sagði hann. „Opnaðu það," sagði miljónamærin,;.rrinn skipandi. En þegar Cross gerði enga tilraun til að opna bréfið, heldur stóð eins og lamaður og starði á það, tók frú Stirling það úr skjálfandi hendi hans. Hún reif, það upp og las lágri röddu. „Þú getur fengið dóttur þína aftur fyrir fimm þúsund dollara i enskum pundaseðlum. Komdu með það í pakka á Victoria-stöðina á föstudags- kvöldið kl. 11.30. Skildu pakkann eftir í síma- klefa, sem merktur er með krítarkrossi. Gakktu beint út úr klefanum og líttu ekki í kringum þig. Mundu að þin verður gætt. Ef þú kemur hrein- skilnislega fram, verður dóttir þín heima sama kvöldið. Blandaðu ekki lögreglunni í málið. Ef þú gerir það, verður það dóttur þinni til ógæfu." Það sáust engin merki geöshræringar á Cross, meðan hann hlustaði. „Ég hef verið að bíða eftir þessu," sagði hann. „Ég vissi að þeir hefðu náð henni." Viola skammaðist sín fyrir það, hve spennandi henni fannst þetta. Andrúmsloftið í heitri íbúð- inni var nú þrungið ótta, meðaumkun, tortryggni og reiði. Hún veitti því athygli að miljónamær- ingurinn og kona hans voru orðin náfpl og þau litu óttaslegin á Beatrice. „Þau eru bara að hugsa um hina dýrmætu- Beatrice sína," hugsaði hún. „Hún er svo sem nógu örugg með alla þessa leynilögreglumenn í kringum sig. Hin vesalings stúlkan má vera í hættu . . . það skiptir þau engu máli." „Þú veizt hvað þú verður að gera," sagði Stirl- ing allt í einu. „Þú verður að kalla á lögregluna." „Nei," svaraði Cross. „Ég þori ekki að hætta á það." „Þú verður að gera það, þó það sé erfitt. Það er þin eina von. I fyrsta lagi er krafan of lág og það bendir til að þeir eigi eftir að hækka hana. Auk þess er engin vissa fyrir því að þeir haldi sinn hluta af samningnum." „Þú getur trútt um talað," sagði Cross. „Dótt- ir þín er ekki í hættu. Þú mundir ekki hætta á það." „Jú, það mundi ég gera." Miljónamæringurinn varð þrjózkulegur á sviþinn og kona hans gekk fram fyrir Beatrice, eins og til að vernda hana. Hún sagði ekkert en hún virtist manni sínum al- gerlega sammála. „Mín skoðun er sú að það eigi að draga ræn- íngjana fram í dagsljósið og berjast við þá. Ég gct fullvissað þig um að slíkir þorparar hika ekki við að taka peningana þína og halda stúlkunni." Violu langaði til að einhver rólegur maður, sem hefði vit á málinu, greiddi úr allri þessari flækju. Þó hún játaði að hún hefði sjálf Alan Foam í huga, þá afsakaði hún sig með að Cross ætti aS nota þá starfskrafta sem hann hefði yfir að ráða. „Mér finnst að leynilögreglumaðurinn þinn ætti að fá tækifæri til að segja sitt álit á þessu," leyfði hún sér að segja. „Hann getur kannski haft upp á bréfritaranum." „Það er engin von um það," svaraði miljóna- mæringurinn. „Það eru áreiðanlega engin fingra- fÖr á bréfinu, pappírinn er úr venjulegri blokk og það er lagt í póst í fjórða hverfi. Lögreglan gæti ekki einu sinni gert sér mat úr því." „Það er engin stafavilla í því, svo kannski að 1 þetta sé gabb," sagði Beatrice. Stirling brosti hreykinn: „Það gæti verið að einhver, sem ekki hefur dóttur þína, sé að reyna að krækja sér í peninga." „Svo þú heldur ekki enn að Evelyn hafi verið íænt. Ekki einu sinni eftir að ég hefi fengið þetta bréf?" „Nei, ég held að við séum öll svo æst að við gleymum staðreyndunum. Leynilögreglumaðurinn þinn heldur lika að hún hafi falið sig. Auk þess VIKAN, nr. 46, 1952 er óeðlilega langur tími liðinn siðan hún hvarf." „Veit nokkur nema við um hvarf Evelynar?" spurði frúin. . ¦ „Já, það vita það nokkuð margir," svaraði Cross. „Auðvitað sagði ég hér á hótelinu að hún væri í heimsókn úti á landi, en það voru margir viðstaddir i Pomeraniahúsinu, daginn sem hún hvarf." Violu rann kalt vatn milli skinns og hörund, þegar þau litu öll á hana. Þó hún hefði hreina samvizku, fannst henni augnaráð miljónamær- ingsins tortryggið og hún fann til ábyrgðarinnar sem hún bar á dóttur hans. „Það er óþarfi að tortryggja stúlkurnar þrjár, sem voru viðstaddar," sagði Cross. „Og majór- inn er eintóm froða. Hann gæti ekki verið glæpa- maður . . . samt sem áður gæti eitthvert þeirra hafa sagt frá atburðinum og þannig orðið til þess að einhver óvandaður maður fr'étti um hann." „Ég er viss um að svona liggur í því," sagði frúin. „Rafael, þú verður að hringja til lögregl- unnar." „Hvað geta þeir gert," spurði hann. „Láttu þá um það. Þeir þekkja þessháttar mál. Þorparar, sem gera sér vandræði fólks að féþúfu ættu að fá duglega ráðningu." „Þú hefur rétt fyrir þér," sagði Cross að lok- um. „Bréfið er líklega svikið. Hringjum í lög- regluna." Cross gekk að símanum. Ákvörðun hans entist honum þangað til hann hafði lagt heyrnartólið á aftur. Þá sagði hann: „Ef okkur skjátlast, höf- um við drepið telpuna mína." 12. KAFLI. Vegna afskipta lögreghuiíaar. MORGUNINN eftir kom Cross á skrifstofuna til Foams til að ræða við hann um hótunar- bréfið. Hann, var niðurdreginn og sannfærður um að hann hefði hlaupið á sig. „Stirlingfjölskyldan taldi mig á það," sagði hann. „Þau lögðu öll að mér, faðirinn, móðirin og dóttirin og loks lét ég undan. Nú er málið úr mínum höndum og lögreglan ætlar að sjá um það í kvöld." Það var ekki að sjá á Foam að honum findist Cross hafa gengið framhjá sér, því hann spurði rólega: „Ef um rán er að ræða og bréfið er ófalsað, hefði ég lika viijað að lögreglan fengist við það. Vita þeir um einkamál yðar?" „Nei, ég sagði þeim að hún hefði stungið mig af og þeir eru sömu skoðunar og aðrir um að einhver þorpari hafi frétt af hvarfi hennar og ætli að græða peninga á þvi." „Vitið þér hvað þeir ætla að gera?" „Já, það stendur í bréfinu að ég eigi að koma sjálfur, svo þeir ætla að senda einhvern, sem líkist mér í staðinn. Ég sagðist mundu sjá rautt og berja einhvern, ef ég færi sjálfur." „Þér þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu. Þér hafið sjálfur leikið á þessa þorpara áður, eins og þér sögðuð mér, svo ég held ekki að þeir séu neitt sérlega skarpir." ¦ „Þetta er alveg rétt," svaraði Cross. „Vitið þér Foam að þér eruð eini almennilegi maður- inn, sem ég hefi talað við um þetta. Þessvegna sagði ég lögreglunni að ég mundi bíða eftir að þeir hringdu til mín hér hjá yður. Ef það er óþægilegt, þá get ég breytt því. Ég vil ekki að símastúlkurnar heyri þegar þeir segja mér frétt- irnar." „Það ætti að vera í lagi. Ég skal tala um það við yfirmenn mína," svaraði Foam. Verzlunarmaður kom á fleygiferð inn í vinnumiðlunarskrifstofu. „Ég er að gá að gjaldkera." „En við útveguðum yður einn i gœr." „Ætli ég viti það! Ég er að gá að honum."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.