Vikan


Vikan - 27.11.1952, Síða 7

Vikan - 27.11.1952, Síða 7
VIKAN, nr. 46, 1952 7 SVIÞTUR ARFI MAÐUR dó á fátækrahælinu. Hann var búinn að vera þar lengi, svo starfsmenn hælisins voru eins ánægðir að sjá hann hverfa á brott eins og heimakærir dyraverðir í kvikmyndahúsi, þegar þeir horfa á eftir síðustu viðskiptavinum kvölds- ins. Hann hafði verið lögfræðingur uppi í sveit og sparað saman talsverða peningaupphæð. Þar sem hann var búinn að gera erfðaskrár fyrir þús- undir manna, fannst honum kominn tími til að gera sína eigin erfðaskrá, þegar aldurinn fór að færast yfir hann. Hann átti konu og einn son, svo hann, ákvað að arfleiða konu sína að húsinu og húsgögnunum og skipta peningunum á milli þeirra, að undan- skildum nokkrum smáupphæðum, sem hann gaf á víð og dreif: 50 pund til góðs vinar, 25 pund til taflklúbbs- ins, oliumálverk til listasafns sveit- arinnar o. s. frv. En konan hans dó á undan honum, svo hann varð að semja upp aftur erfðaskrána. Nú arfleiddi hann son sinn að öllu nema þessum fáu dánargjöfum. Nokkrum árum seinna giftist son- pr hans svertingjastúlku og móðgaði hann í miðju Aðalstræti, svo hann varð að gera þriðju erfðaskrána. Hvað átti hann nú að gera við pen- ingana sína ? Og húsið ? Honum fannst það of mikið handa taflklúbbn- um og ekki gat hann heldur fellt sig við þá hugmynd að arfleiða kattar- klúbbinn að öllu. ,,Ég skipti því á milli vina minna“, sagði hann. „Milli allra vina minna. Jafnvel kunningj- arnir fá eitthvað.“ Hann hafði nú lifað lengur en hann hafði gert ráð fyrir og upphæðin í bankabókinni hans var ekki orðin nema fjórstafa. Hann var búinn að sjá svo margskonar vitleysur í erfða- skrám, að hann ákvað að hafa sína mjög einfalda. Eftir nokkur heila- brot, var kunningjunum því sleppt og einnig nokkrum vinum, sem höfðu látið hjá líða að svara bréfi eða óska honum til hamingju með sjötugs- afmælið. Þá voru ekki eftir nema fimm þrautreyndir vinir, sem höfðu sérlega gaman af því að heimsækja hann og borða matinn hans. Satt að segja leið varla sú vika, að hver og einn þeirra kæmi ekki í heimsókn. Af þessum ástæðum átti nú að skipta peningunum, -eða þvi sem eftir var af þeim, í fimm hluta. Húsið átti að selja og skipta andvirðinu. Húsgögn- EFTIR John Symonds in máttu vinirnir fimm selja eða skipta milli sín með hlutkesti. (Það eina, sem þeir ekki máttu snerta, var málverkið. Það átti listasafn sveit- arinnar enn að fá). Hvað gat verið einfaldara? Fyrst nokkrar dánargjafir og svo skipting í fimm hluta. Og fyrst erfingjarnir voru allir meðlimir í taflklúbbnum, fannst honum 25 pund alltof mikið til þess félags og strikaði það út. Auðvitað vissu allir um erfða- skrána. Gamli maðurinn fór ekkert leynt með hana. Honum þótti gam- an að heyra menn segja: „Þakka þér iyrir“, i hvert einasta skipti, sem hann sagði þeim frá henni, og sjá þakklætisbros þeirra. Þegar hann var 75 ára, rifust tveir vina hans. Þeir báru hvom annan þungum sökum og sóru að hittast aldrei framar. Þessvegna hættu þeir ekki framar á það að koma til gamla mannsins. Svo hann neyddist til að strika yfir nöfn þeirra. Embættismaðurinn, sem var slung- inn, kunni enn betur en hinir erf- ingjarnir að meta það, að nú voru aðeins eftir þrír til að skipta eign- unum. Hann lá andvaka við að reikna út hve miklu hann hefði tapað á þvi, að aðeins tveir þeirra höfðu rifizt en ekki t. d. þrír. Enn lifði gamli lögfræðingurinn; upphæðin í bankanum minnkaði stöð- ugt og vinir hans voru farnir að þreytast á því að vera sífellt minnt- ir á „smáupphæðina", sem þeir mundu fá á sínum tíma, jafnvel þó það væri sagt í gamni. En enginn þeirra hætti á að móðga hann með því að hlæja ekki að þessari fyndni. Dag nokkurn fékk embættismað- urinn betri fréttir en hann hafði nokkurn tíma á æfi sinni fengið. Þær voru líka í samræmi við leyndustu óskir hans: einn af meðerfingjum bans hafði fengið hjartaslag og dáið samstundis. Þetta hafði auðvitað i för með sér nýja erfðaskrá. Gamli lögfræðingur- inn, sem nú var áttræður, hélt þetta hvorutveggja hátiðlegt með smá- veizlu og klappaði á kollinn á erfingj- um sínum eins og þeir væru hans eigin synir. . Þeir höfðu aftur á móti ekkert við velgerðarmann sinn eða hvorn annan að tala, því þeir voru báðir haldnir sömu gremjunni. Hvor um sig hafði lagt 25 ára starf í fyrirtæki, sem ekki hafði enn gefið þeim neitt í aðra hönd. Þessu valdi fyrrverandi em- bættismaðurinn rétt orð, þegar hann sagði, um leið og gamli maðurinn var farinn út úr stofunni: „Hvers- vegna getur gamli asninn ekki farið að drepast." Þetta var ákaflega óheppilega sagt, því „gamli asninn" heyrði það. Hann gerði auðvitað nýja erfðaskrá, þar sem kaupmáðurinn var arfleidd- ur að öllum eignunum og embættis- maðurinn fékk aðvörun um, að ef hann nokkru sinni stigi sínurn fæti inn fyrir dyr gamla mannsins, mundi hann siga hundinum á hann. (Hvmd- urinn, mjög þægur kjölturakki, var að vísu dáinn fyrir nokkrum árrnn, en sá gamli var orðinn svo hrumur, að því hafði hann alveg steingleymt). Vinir kaupmannsins helltu yfir hann heillaóskum sama daginn og þeir fréttu um nýju erfðaskrána og skopuðust auðsjáanlega að öllu sam- an. Dag nokkurn varð gamh riki mað- urinn veikur. Loksins var hann að dauða kominn. Að minnsta kosti hélt hann sjálfur og læknirinn það. „Nú er öllu lokið,“ sagði hann og barm- aði sér. „Hvað er ég gamall? Ég er búinn að gleyma því.“ Og það var ekki óeðlilegt, að hugs- anir hans snerust um erðaskrána, þarna sem hann lá í rúminu. Já, nú mundu allar eigur hans ganga til þessa gamla og trygga vinar. En alveg óvænt datt honum nokkuð í hug: „Hversvegna skyldi ég arfleiða hann að öllu sem ég á? Svo góður vinur hefur hann aldrei verið mér.“ Jæja, hvern gat hann nú arfleitt að peningunum sinum og húsinu? Hann hugsaði lengi um þetta, þar til honum datt snjallræði í hug. Hann sendi þjóninn sinn strax i bankann til að taka út alla peningana sina og loka reikningnum. Ferðatösku, úttroðinni af seðlum, var komið fyrir við rúmstokkinn hans. Hann borgaði þjóninum mán- aðarkaup og skipaði honum að hverfa á brott sem skjótast: hann ætlaði að deyja einn og í friði. - í raun og veru hafði hann aldrei átt vini. Hann hafði aldrei getað tekið undir handlegginn á neinum í fullum trúnaði. Konan hans hafði ekki einu sinni elskað hann og það hafði son- ur hans vissulega ekki gert heldur; og þeir sem hann hafði kallað vini sína, höfðu aðeins verið að reyna að ná í peningana hans. Hann staulaðist fram úr rúminu, kastaði seðlunum í eldinn og hrærði í með skörunginum. Þvi næst kveikti hann i öllum herbergjunum á neðri hæðinni og staulaðist aftur upp í rúmið. Slökkviliðið er lengi að komast á brunastaði uppi í sveit. Samt tókst slökkviliðsmönnunum að bjarga gamla manninum, með því að leggja sig í mikla hættu, en húsið var svo brunnið, að eftir stóð aðeins einskis nýt grindin. Lækninum til mikillar undrunar, batnaði söguhetjunni okkar. En til allrar ógæfu, var hann nú bláfátækur. Hann hafði ekki látið sjálfum sér eftir grænan eyri. Hvað má lesa úr skrift þinni? ÞESSI dálkur hefur fengið unnul af bréfum undanfarna daga víðsvegar að af landinu. Við nefnum nokkra staði: Ak- ureyri, Akranes, Keflavík, Siglufjörð, Reykjavík. Bréfm eru frá fólki á ýmsum aldri og af ýmsum stéttum, en karlmenn eru enn í góðum meirihluta. Það kom okkur á óvart og svo mun um fleiri. Yfirleitt má segja, að frágangur bréfanna sé ágætiír, og bréfritar- arnir hafa, allir sem einn, fylgt regl- unum út í æsar. Nærri allir óska eftir skriflegum svörum og ýtarlegum. Bréfunum hefur nú öllum verið komið til skila og svör til sumra eru þegar komin í póst. Önnur verða póstlögð í þessari viku. Hér er partur af bréfi frá 27 ára manni á Siglufirði. Um þessa rithönd segir rithandar- fræðingurinn: Skrifarinn vill gera allt sem í hans valdi stendur til að vinna vcrh sín vel og samviskusamlega. Hefur yfir- leitt góðan smekk. Hinir mjóu oddar, sem koma fyrir í skrift hans, t. d. bókstafirnir t og k, sýna að skrifar- inn á all-erfitt með að setja sig inn í vissa hluti. Er tilfinninganæmur, en hefur vilja á, að komast fram úr erfiðleikum sem á vegi hans kunna að verða. Er duglegur og hefur með- fœddar verzlunargáfur. Er reglu- samur að eðlisfari, en þarf að vara sig á að vera ekki of skjótráður. Ætti heldur að gefa sér góðan tíma til að hugsa mál sín. Loks er svar til S.V.S. (28 ára hús- freyju): Skriftin sýnir yfirleitt góðan smekk, þolinmœði og vilja til að mœta erfiðleikunum með bjartsýni. Konan er tilfinninganœm og vill ekki láta einkamál sín uppi. Hún getur verið kaldlynd á yfirborðinu, einkum í fjölmenni. Hún hefur ákveðnar skoðanir gagnvart mönnum og mál- efnum. Eiginleikar til að vera góð móðir og ágœt húsmóðir. Er hug- sjónarík, fastlynd og vill fóma sér fyrir vini og vandamenn. Skrifarinn œtti að forðast mjög erfiða vinnu — vegna næmra og fíngerðra tauga, ekki vera of tortryggin gagnvart öðrum og hafa hugfast að ró og innri friður er fyrir öllu. Til athugunar: Þegar bréfritararn- ir eru búsettir í Reykjavík, ættu þeir helzt að ganga þannig frá sýnis- hornum sínum, að þeir geti vitjað svaranna á afgreiðslu blaðsins. Þá er bezt að merkja hvert bréf með einhverju dulnefni, sem síðan yrði birt hér í dálknum, þegar svarið lægi fyrir á afgreiðslunni. Þeir, sem óska eftir skriflegu stuttu svari (15 krón- ur) þyrftu helst að senda burðar- gjald.

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.