Vikan


Vikan - 27.11.1952, Page 10

Vikan - 27.11.1952, Page 10
10 VIKAN, nr. 46, 1952 - HEIMILIÐ - RITSTJÓRI: ELlN PÁLMADÓTTIR HEIMILISVÉLAR Fyrir nokkrum dögum átti ég tal við Baldur Jónsson, forstjóra Véla og raftækjaverzlunarinnar og spurði frétta um notkun heimilisvéla á Is- landi. Hann sagði, að þó engar skýrslur séu til um notkun heimilisvéla á ís- lenzkum heimilum, sé óhætt að full- yrða að íslenzkar húsmæður séu ákaf- lega fljótar að fá sér nýjar vélar, sem geta létt þeim húsverkin. Nú sé svo komið að næstum hvert heimili, sem á annað borð hafi rafmagn, eigi þvottavél, hrærivél og ryksugu. Það er reglulega ánægjulegt að koma inn í Véla- og raftækjaverzl- unina í Bankastræti og bezt gæti ég trúað, að marga húsmóðurina dreymi sæla drauma um húsverk og jafnvel uppvask, eftir að hún hefur litið þar inn. Eg gæti vel hugsað mér að morg- uninn eftir gerist eitthvað svipað þessu: Húsmóðirin vaknar, gægist fram undan sænginni og flýtir sér að loka augunum aftur: „Aðeins fimm mín- útur — nei, það dugar víst ekki — öll þau ósköp sem ég á eftir að gera fyrir hádegi og þvottadagur í dag“ — en áður en lengra er komið, er hún sofnuð aftur. Hvað er þetta? Þarna stendur nýr ísskápur í eldhúsinu með óskemmdri mjólk frá í gær — þá þarf ekki að sækja mjólkina strax. Nei og þarna er hrærivél, brauðrist og vöflujárn ■— þá tekur ekki langan tíma að baka vöflur og rista nokkrar brauð- sneiðar með morgunkaffinu. Og nú kemur eiginmaðurinn fram, nýrakaður með rafmagnsrakvél og í stífpressuðum buxum, því hann hefur sjálfur rennt buxnapressunni eftir brotinu um leið og hann fór á fætur. Aldrei fyrr hefur hann litið svona vel út á morgnana. Á borðinu stend- ur ilmandi kaffi, nýmalað I nýju raf- magnskvörninni (Verzlunin á von á þeim fyrir jólin), heitar vöflur og ristað brauð. Eiginmaðurinn verður eitt sólskinsbros og húsmóðirin hef- ur líka tíma til að líta í blöðin. Um leið og hann hverfur út úr dyr- unum, hendir hún ruslinu í ruslaeyð- arann og þar hverfur allt nema járn og gúmmí og dembir öllu óhreina leirtauinu i uppþvottavélina. Því næst grípur hún bónvélina, sem er svo lítil að hún kemst auð- veldlega út í hornin og meðfram teppunum (kostar 1274 kr.) og ryk- sugar teppin með spánýrri ryksugu. Nú getur hún snúið sér að þvott- inum. Auðvitað er vinsæla þvotta- véiin, sem hægt er að sjóða í, við hendina (80% þeirra, sem hafa keypt þvottavélar í verzluninni, hafa valið þá tegund) og svo tekur hún litlu strauvélina út úr skáp. (1 draumi er alls ekki nauðsynlegt að þurka tauið fyrst). Nú er öllum störfum dagsins lok- ið og . . . En, æ — nú byrjar raf- magnsvekjaraklukkan að hringja og hún gengur ekki út og hættir eklci fyrr en húsmóðirina er hætt að drpyma um heimilisvélar og komin fram úr rúminu. Þetta er skemmtilegur draumur og það sem meira er hann getur orðið að veruleika. 1430 þjónar á hverj heimili Samkvæmt nýjustu ameriskum skýrslum hefur hver meðalhúsmóðir þar í landi yfir 65 hestöflum að ráða á dag við húsverkin. Þetta jafngildir því að hún hafi 1430 þjóna (auk mannsins sins). Það er ekki ýkja langt síðan það hefði þótt í frásögur færandi ef húsmóðir hefði haft þjón á hverjum fingri, en nú nægir ekki einu sinni þótt tánum sé bætt þar við. Og öllu þessu tekur nútíma- húsmóðirin sem sjálfsögðum hlut — hún styður á hnappa og hleypir allri þesari orku af stað jafn rólega og hún strýkur púðurkvastanum yfir nefið á sér. Mergð heimilistækja í Bandarikj- unum má marka af því, að á siðasta ári voru framleiddar yfir 20 miljón heimilisvélar og vonir standa til að sú framleiðsla tvöfaldist á næsta ári. Árið 1930 voru skrásett um 19 heim- ilistæki, en nú eru þau orðin yfir 60 •— rafmagnstannburstar og þesshátt- ar ekki talið með. Sú spurning hlýtur að vakna, hve langt verði þangað til húsmóðirin geti hallað sér makindalega aftur- ábak I stólnum og stjórnað húsverk- unum með því að þrýsta á mismun- andi hnappa? Næstum hvert einasta amerískt heimili hefur isskáp, útvarp, strau- járn og klukku — (það höfum við líka). Rúmlega tvö þriðju heimil- anna hafa þvottavél, brauðrist, og ryksugu. Rúmlega fjórða hvert heim- ili hefur sjónvarp, vöflujárn, rakvél og hrærivél — og ekki má gleyma uppþvottavélum, vélum sem eyða rusli, strauvélum, þvottaþurkvélum og frystiklefum — allar þessar vélar ganga auðvitað fyrir rafmagni. Og hitun og kæling á loftinu í íbúðunum verður vinsælli með hverju árinu sem liður . . . brátt verður svo komið að inni í húsinu verður nákvæmlega sama hitastigið allan ársins hring. Islendingum er hætt að finnast nokk- uð til um slíkar fréttir síðan hita- veitan kom. Og með hverju árinu sem líður taka heimilisvélarnar framförum. T. d. getur húsmóðirin nú fengið mahoni-ísskáp til að hafa í borðstof- unni. Kaffikanna, sem lagar á sig sjálf, bílskúrhurð, sem opnast um leið og hún „sér“ bílinn, gluggi, sem lok- ast þegar fer að rigna o. m. fl. vekja ekki lengur neina athygli. En einn galla hafa allar þessar heimilisvélar. Það verður að fara vel með þær. Þó til sé þvottaþurrka, sem syngur „En hvað ég er þur,“ þegar þvotturinn er orðinn þurr, þá getur vélin ekki sagt „Berðu á mig,“ þegar þarf að smyrja hana. Mánuður bókanna Það hefur verið efnt til bóka- markaða öðru hvoru í ár, en engir bókamarkaðir jafnast þó við þann, sem nú er að hef jast. Þetta er „desembermarkaður- inn“ eða „jólamarkaðurinn", sá árstími þegar allir bókaútgef- endur og öll bókaforlög fara á stúfana og nýjar bækur koma í búðirnar nærþví daglega. Það er útlit fyrir, að bækurnar verði fleiri í ár en margir hefðu bú- ist við. Talsvert af nýjum bókum er raunar nú þegar komið á markað- inn, þó áð hvorki séu auglýsingarn- ar enn orðnar eins stórar né annríki i-itdómaranna eins mikið eins og það verður í desember. Mál og menning er eitt þeirra for- laga, sem þegar er búið að senda frá sér „jólabækur". Hér er um að ræða nýjan bókaflokk, þar sem þeim, sem í félaginu eru eða ganga í það, eru boðin sérstök kjör, níu bækur, sem þeir geta valið úr á lágu verði. Bókaflokkurinn er fjölbreyttur að efni, m. a. þrjár íslenzkar ljóðabæk- ur, eftir Snorra Hjartarson, Jóhannes úr Kötlum og Guðmund Böðvarsson, eitt smásagnasafn, Undir Skuijfja- björgum eftir Kristján Bender, ung- Karen Blixen an höfund, tvær bækur úr sögu Is- lands, Dagbók í Höfn eftir Gísla Brynjúlfsson og Saga þín er saga vor eftir Gunnar Benediktsson. Þá eru tvær þýddar skáldsögur, Klark- ton eftir Bandaríkjahöfundinn How- ard Fast og hin fræga skáldsaga Plágan eftir franska skáldið Albert Camus. Loks Jörð í Afríku eftir dönsku skáldkonuna barónessu Karen Blixen, endurminningar hennar um seytján ára dvöl í Afríku, en þar var hún jarðeigandi og stundaði kaffi- rækt. Allur þessi bókaflokkur er í sam- stæðu, smekklegu bandi.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.