Vikan


Vikan - 27.11.1952, Qupperneq 11

Vikan - 27.11.1952, Qupperneq 11
VIKAN, nr. 46, 1952 11 FYRST og fremst langaði hana til að kynnast mér; þannig er háttarlag ástarinnar. Hún vildi fá að vita, hvað ég var að gera í skrifstofunni, hvað ég' væri að hugsa, hvaða fólk ég þekkti. Og það var gaman að tala við hana. Hún var ákafagjörn, fyndin og næm. Þá stóð ég sjálfan mig að þvi að segja henni sömu sögurnar, sama filmbæjarsiúðrið, sömu vandkvæðin í stai'fi mínu, sömu skrýtlurnar og ég hafði áður sagt Sú. Ég hefði alveg eins getað farið með stálþi'áð heim- an frá mér og til hennar. Verst af öllu var þó það, að hana langaði mik- ið til að vita, hvað gerðist heima hjá mér. Hana langaði að vita, hvað Sú fyndist um ákveðin atriði í handritinu. Hún vildi vita, hvað Anna gerði og segöi þennan og þennan dag. Auðvitað var Anna Mónu mikið öfundarefni. Það var mjög greinilegt. En hún tók þgð svo nærri sér, svo ótrúlega nærri sér. Þetta var einber áhugi. Forvitni. Ást. Hún þráði að taka meiri þátt í lífi mínu. Það var von- laus viðleitni til að hrifsa til sín það, sem hún átti ekki með réttu. Hún var að smámjaka sér inn í fjölskyldu mína. Og ég gat ekki hindrað það. Má vera, að þann- ig knýi ástin mann til að fórna sjálfum sér, en sérhver ögn, sem ég fórnaði á altari hennar, sér- hvert smáatriði, sem ég upplýsti fyrir henni, skildi eftir eyðu, sem ekki varð uppfyllt, þegar heim kom. Þannig breyttust samræður okkar, og litbrigð- in og ilmurinn og snertingin, sem var þeim sam- fara, allt líktist þetta meir og meir því, sem ég var vanur heima, atriðarás, sem Sú hafði fyrir löngu helgað sér. Mér fannst, að Móna ætti ekki að þi'úga mér á þennan hátt, að hún ætti ekki að voga sér inn á þessar brautir. En það var engin leið að stöðva hana. Mónu þótti ósköp eðlilegt, á giftingarafmæli okkar Súar, að benda mér á gjöf, sem væri heppileg. Ég sagði henni, að Sú langaði í eyrna- lokka. Móna sagðist hafa séð fallega eyrna- lokka hjá Trabert & Höffer við Wilshiregötu. Það var hægt að breyta þeim í brjóstnál. Ég fór þangað hálfum huga, því að ég vildi velja gjöfina sjálfur. En ég varð að játa, að \ Móna hafði rétt fyrir sér. Eyrnalokkarnir voru ágætir. Ég keypti þá, og í hvert skipti sem Sú setti þá upp, minntu þeir mig á Mónu. Þannig fóru þær að renna saman i einskonar huglægri síntesu, sem ég fékk ekki við ráðið. Sú þróun hélt áfram eftir því sem dagar liðu, og vitneskjan um hana rann mér brátt í blóð og merg, varð svo vanabundin, að ég hætti að veita henni eftirtekt. Ég held ég hafi alltaf vitað, að þessu gæti ekki haldið áfram. En ég vissi ekki, hvað við tæki. Og varaðist að hugsa um það. Svo kom mánudagur, og þá um kvöldið byi'jaði það fyrir alvöru. Þegar ég hugsa til þess núna, rifjast upp fyrir mér sams- konar óróleiki, og þegar einhver horfir lengi á hnakkann á manni, eða þegar maður finnur brunalykt. Líkt og sprengja með þræði. Já, og neistinn þýtur eftir þræðinum, hrað- ar og hraðar, þar til allt spryngur. Það kvöld vorum við í himintunglagarðinum hjá Vilsonfjalli. Hvað er skrýtið við það? Við urðum að fara þangað sem ég var viss um að hitta ekki kvikmyndafólk. Við fórum í fjölmörg léleg veitingahús — allsstaðar þar sem enginn tók eftir okkur, þar sem ég þóttist viss um að enginn þekkti mig. Lítil bíóhús í hinum enda Los Angeles. Veitingahús, sem höfðu það eitt til síns ágætis, að enginn, sem ég þekkti, át þar. Kaffi- stofur allt út í San Fernandódal. Fáförul bað- strönd fáum mílum handan við Oxnard, þar sem við rjátluðum um og grófum okkur holur niður í sandinn og lögðumst þar niður, svo að enginn gæti séð okkur. 1 himintunglagai'ðinum var fjöldi af venjulegu fólki eins og okkur; hjónaleysi, sem vildi vera í friði, hópar af unglingum, rnargt af eldra fólki, og nokkrir alvörugefnir föndrarar i stjörnuiræT- um. Enginn véitti okkur athygli. Inni héldum við saman höndum eins og krakk- ar, og okkur ægði dálítið við því, sem við sáum Að minnsta kosti var svo með mig. Móna . -.t ekkert á sig fá. ,,Nei.“ sagði hún. ,,Það gefur mér tan/skilu- ing á dálitlu öðru.“ Ég veit alltaf hvert hún er að fara, þegar þessi alvörusvipur færist yfir andlit hennar. ,,Okkur?“ sagði ég. Hún kinkaði kolli. Við gengum út að girðingunni og horfðum yfir borgina. Loftið var svalt. Ég lagði handlegginn utan um hana. „Hvað kemur það okkur við?“ sagði ég. „Að heyra þessa speki um stjörnur og „stjarn- tíma . . . ósköp róandi.“ „Hvernig þá?“ „Það er ef til vill fjálglegt, en engu að síður sannfærandi . . . að við deyjum þegar þetta er búið . . . að það er lítill tími til stefnu . . . að við eigum að vera hamingjusöm . . : að eftir hundrað eða þúsund ár mun enginn vita neitt um okkur . . . að allt er þetta hégómi . . . að . . .“ Hún þagði litla stund. „Að, já, að ég elska Þig-“ „Ekki telja mig til hégómans," sagði ég. „Það er auðmýkjandi." „Ég veit hvað ég segi.“ Sá tími kemur, að maður þekliir líkama ást- konu sinnar svo vel, að maður sér línur hans og form gegnum þykkustu flíkur. Ég gat það. Og það var æsandi að standa þarna við hlið hennar og gæla við likama hennar með hugsjónunum. Ekki likamlega æsandi. Ég á ekki við það. Held- ur sú einfaldá vitneskja, að þessi kona við hlið mína, þessi yndislega, lostfagra kona, hún elskaði mig. Það var aðalið. Það vermdi mig; það gerði mig heillaðan. „Ég þurfti þess með,“ sagði hún. „Hvers ?" „Að kynnast stjörnunum . . . tímanum . . . hverf ulleikanum. ‘ ‘ „Hversvegna? Ertu kvíðin?" Hún andvarpaði: „Ég heimsótti Bill í dag.“ Bill. Hver var Bill? Hver var þessi forynja, Galgopi í Beverly Hills tugthúsi. Og átti fullan skáp af fötum i íbúð konunnar, sem ég elskaði. sem sífellt stóð í milli okkar? Ég vissi ekki einu sinni, hvernig hann var í útliti. Módelmaður. „Hvernig var hann?“ „Hann er ágætur nema að einu leyti“. „Að hvaða leyti?" . „Hann er afbrýðusamur". Ég var lengi að skilja það. Hún snei'i hliðinni að mér, og vangi hennar glóði í skini frá litskærum ljósum að baki okkar. Alvarlegt var það andlit og smálegt, með þessum gráu hafmeyjaraugum. „Heyrðu mig“, sagði hún. Þú hefur það til siðs, að hrinda frá þér ógeðfelldum staðreyndum. Við sltulum heldui' horfast í augu við þær“. „Hvaða staðreynd er það?“ Hún stundi gremjulega. „Þá það“, sagði ég. „Hann er afbrýðisamur. Hann er læstur inni, hann vill komast út. Hann gerir sér upp allskonar grillur". „Heldurðu það?“ „Nú, er það ekki?“ spurði ég. „Hvernig ætti liann aö vita eitthvað?" „Skilurðu ekki, að það skiptir engu máli, hvort hann veit eða ekki. Hann finnur það. Hann grun- ar það“. „Og hvað ætlar þú svo að gera?“ sagði ég hljóðlega. Stillilega. Já, mjög stillilega. Ég var hinn hljóði og hægi maður! Enginn gæti sakað mig um að rasa um rás fram! „Ekkei't", sagði hún. „En bráðum verður hon- um sleppt". Af hverju halda þeir honum ekki lengur inni? Hversvegna dæma þeir hann ekki til tíu ára, til lífstíðar? Hver vildi, að honum væri sleppt? Móna? „Kemur hann aftur til þiw?“ „Já“. Já, þannig var það. Svo ekkert meir. Já, greini- lega. Heim til sín í bælið snýr veiðarinn mikli - með stolna tösku i hendinni. Og tígrynjan biöur, ismeygileg; maki hans. Mér lá við köfnun. Ég gat ekkert sagt. Ég tók bara um handlegg hennar og leiddi hana aft- ur að bilnum. Oh, þessi garðui', og þessar djöfuls stjörnur! Ég óskaði, að við hefðum aldrei farið þangað. Diplomat cr maður, sem getur skorið nábúa sinn á háls — án þess að hinir nábúarnir taki eftir því. — Trygve Lie. Við ókum þögul niður fjallið. Það ískraði hátt og leiðinlega í hemlunum. Öðru hvoru leit ég til hennar, og svipaðist um eftir blíðu í gremjufullum svip hennar. „Stundum ertu grimmur, grimmur og sjálfs- elskur leiðindahrókur", sagði hún. „Auðvitað. Þannig fer ástin með mann. Þegar hjartað fer að hungra, þá er hættan á næsta leiti“, sagði ég. Síðan ósköp blátt áfram, „Þú heldur að ég líði önn fyrir hann. Því skyldi ég gera það?“ „En ég? Hvað þá um mig?“ „Þú getur skilið við hann“, sagði ég. Allt í einu kom hún nær mér, leit upp og hristi höfuð í aðdáun. „Ég elska þig, vinur. Þú ert > yndislegur". Það ljómaði eitthvað inni í mér við að sjá svipinn hennar. Augsýnilega vildi hún ég segði þetta og ekkert annað. Svo dvínaði fögnuður minn aftur. Ef til vill vildi hún líka, að ég segð- ist ætla að skilja við Sú. Nei, Móna. Nei. „Stundum dái ég þig mest fyrir það, hvað þú ert góður, og hvað þú getur verið dæmalaus asni“, sagði hún. Mér brá. Rödd hennar var dálítið bitur. „Hversvegna?" , Hún yppti öxlurn og færði sig nær. Hvenær sem ég sneri til hægri þrýstist handleggur minn upp að brjósti hennar, þessu yndislega litla telp- nabrjósti. Áður en ég vissi var ég farinn að snúa án afláts til hægri, — og var næstum kominn út af. „Hættu þessu, fíflið þitt“, sagði hún brosandi. „Mundu hvað þú sagðir. Þú ert þreyttur og þú

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.