Vikan


Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 27.11.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN, nr. 46, 1952 þarft að vinna á mtfrgun, og ennþá ertu ekki kominn að efninu". „Maður getur skipt um skoðun". „Nei, vinur, ekki þetta. Ég veit, hvernig þér líður. En gleymdu ekki, að þú verður að vinna. Strax og ég fer að skipta mér af vinnunnl þinni, þá byrjar þú að hata mig ofboðlítið". „Jæja, þá það". Hún leit upp. „Veiztu, hvar ég var í gær?" „Nei". „Á leikvellinum í La Sienegu". „Til hvers?" Eins og ég vissi það ekki, eins og ég hefði ekki séð hana þar í mannfjöldanum. „Ég var bara að horfa á þig og önnu — hlusta á, hvernig- þú talaðir við hana. Hvað hún ætti að aka lengi i bílnum, eða hvort þið ættuð að kaupa bláa boltann eða þann rauða ..." Ekki nema það þó; enn einu sinni einmana- leikurinn í rödd hennar. Og eitthvað annað lika. Eitthvað, sem ég hafði heyrt í rödd hennar fyrr. „Hversvegna er ég að gera mig að fífli?" sagði hún snögglega. „Ég veit ósköp vel, hvað ég ætla að segja..." „Segðu það þá". „Jæja þá, hlustaðu á mig. Þú minntist á, að ég skildi við Bill. Það kemur ekki til mála". „Hversvegna?" „Ef ég hlypi frá honum, hefðir þú skyldur gagnvart mér", sagði hún blátt áfram. „Svo dag einn, þegar þú rífst við konuna þína, vegna þess að hún er farin að gruna eitthvað, þá fyndist þér þægilegt að koma til min. Og ég mundi líka bíða þin". „Yrði það ekki ágætt?" „Nei," hvæsti hún. „Ef ég hleypti þér þá inn til mín, mundir þú hata mig alla ævi fyrir að svipta þig Önnu og þeirri tilveru, sem þið Sú hafið reist ykkur í sameiningu. Heldurðu ég viti það ekki? Heldurðu mig hafi nokkurntima dreymt um, að ég hefði .tækifæri til að gera það?" Umferðin jókst að mun. Rauð ljós leiftruðu í andlit mér. Fólk hljóp fyrir bílinn eins og það ætlaðist til ég æki yfir það. „Ef satt skal segja", sagði hún í annarri tón- tegund, „þá hefur mig kannski dreyfnt um það. En ég er hætt því núna". „Og ég líka", sagði ég. „Bjáninn þinn", sagði hún. „Ég verð alltaf að tala fyrir okkur bæði, ekki satt?" Ég var rétt framundan húsi hennar. Bíllinn var stoppaður, en ég tók samt ekki hendur af stýrinu. Hún hélt áfram. „Ég verð alltaf að rekja úr mér garnir til þess að benda þér á, hvernig þú ferð með mig. Bara til að sanna, hvað ég elska þig heitt. En BiH þarfnast min, þegar honum er sleppt. Hann er svosem ekkert gáfnaljós, og hann er ekkert sérstakt að neinu leyti —¦ en hann á engan í heiminum nema mig. Þannig var ástatt fyrir mér fyrir löngu. Þá var ég ein. Alein. Hverju einustu nótt. Og alla tíma dagsins líka". Hún steig út úr bílnum. „Bíddu við", sagði ég seinlega. „Farðu ekki strax". „Nei, biddu", sagði hún og gekk yfir fyrir bílinn, kom að honum mínmegin og laut inn. Hún kyssti mig hörðum, snöggum kossi. „Þessvegna verð ég að standa við hlið hans, þegar hann kemur út", sagði hún. Hún stóð þarna kyrr, bein og smáleg og að- laðandi. „Svo burt með þig, leiðindahrókur", sagði hún illgirnislega. Svo brast rödd hennar og hún klökknaði. ,,En ... I guðs bænum hringdu samt til min á morgun". EG hringdi til hennar. Ég hringdi til hennar viðstöðulaust, því að nú fékk ég ekki að sjá hana allan daginn. Hún var byrjuð að vinna í Gloria Bristol, helztu snyrtivöriiverzlun bæjarins, og þar var hún frá níu til fimm. Nú hafði ég meiri tíma til að vinna. Ekki svo að skilja að ég ynni mikið. Handritinu miðaði áfram, hægt og sígandi, en til Broleys gat ég ekki farið, fyrr en ég hafði lokið við miklu meira. Ég hélt áfram að bera fram nýjar afsakanir, gefa ný loforð. En hvernig átti ég líka að geta unnið ? Hvernig átti ég að geta það, þar sem ég vissi núna, að þegar Bill væri sleppt, yrðum við að skilja? Ég vissi, að hún ætlaðist til þess. Stundum grípa konur til þesskonar hótana, þegar þær finna að ást elskhugans er farin að dvína. En Móna var ekki þannig. Og hún hafði heldur enga ástæðu til þess. Æltli þig gruni ekki, hvað tafði mig mest við vinnuna? Ég tók til við sonnettuna aftur. Ég lauk henni. Hún var alls ekki sem verst. Og nú gat ég fært henni hana. Það var sama daginn og vandkvæðin tóku að herja ákafar á mig. Neistinn nálgaðist sprengj- una meir og meir. Og á henni stóð nafn Makks skýrum stöfum. Hún hringdi til min upp úr hádeginu. Hún Var nýbúin að heimsækja Bill. „Hann var miklu verri núna", sagði hún. „Það hefur einhver talað við hann. Einhver lögreglu- maðurinn fór að blaðra við hann um þáð, hvað ég væri falleg.. . og hvað það væri hættulegt að láta mig vera svona eina. Þetta ætlaði að gera Bill alveg vitlausan". Þaff er annað en gaman þegar f pakkanum er S/>R£Ntfi^G Úhugnanlegustu morðingjarnir nota póstinn til þess að koma fórnar- lömbum sínum fyrir kattarnef! Mc LORÐ eru fátíð á Islandi, og £eí vel á því. En þau eru daglegir viðburð- ir með stórþjóðum, þótt þær lífláti sína morðingja sumar hverjar og ætla mætti að slíkt reyndist ærin örvun til löghlýðni og kristilegs hugarfars. Ein er sú tegund morðingja, sem menn eru á einu máli um, að sé svívirðilegust allra. Það eru karlarnir og konurnar, sem taka póst- inn í þjónustu sina til þess að koma fólki fyrir kattarnef. Þessi lýður notar sprengjur og eit- ur. Það eru gerðar nokkrar tilraunir árlega til svona morða I Bandaríkjunum, og þótt ótrú- legt sé, tekst lögreglumönnum póstþjónust- unnar oftast að hafa upp á sökudólgunum. Þó er þetta ekki aldeilis íhlaupaverk. Þegar sprengjur eru notaðar, gereyða þær næstum undantekningarlaust öllum gögnum, sem bent gætu til þess, hver tilræðismaðurinn væri. Og eiturbyrlararnir eru hvorki svo hugulsamir né heimskir að setja nöfnin sín á eitursending- arnar. Þó tekst lögreglumönnunum með þolinmæði, natni og töluverðu ímyndunarafli oftast að hafa hendur I hári þessa fólks. Oft er hægt að rekja slóð þess beint inn um dyr afbrýði- seminnar og öfundarinnar^ það vill stundum verða örþrifaráð vonsvikinna „elskenda", sem þurfa að ryðja skæðum keppinaut úr vegi, að grípa til póstsins. Heimatilbúið sœlgœti Þannig' leystist til dæmis á skömmum tíma dálítið lögreglumál í bænum Cloverport í Bandaríkjunum, sem hófst með því, að ung stúlka fékk í pósti konfektkassa, sem I var heimatilbúið sælgæti. Einhverra hluta vegna leist henni ekki á blikuna, og svo fór, að hún sýndi póstmeistaranum kassann með þeim orð- um, að hún væri „hrædd við innihaldið". Það var hræðsla, sem borgaði sig. Við rann- sókn kom í Ijós, að í hverjum sælgætisbita var vænn skammtur af rottueitri, rösklega 300 sinnum stærri skammtur af arsenik en mannslíkaminn á að geta móttekið stórtíð- indalaust. Lausn málsins, þegar hún fannst, var líka saga til næsta bæjar. Það kom semsé á daginn, að hér var háð harðvítugt stríð um ástir eins myndarlegs járnbrautarstarfsmanns, að stúlkan, sem fékk konfektkassann, þótti líklegastur sigurvegari, og að sendandinn var — 58 ára gömul tíu barna móðir! Rottugildra og patrónur Það var á hinn bóginn ekkert sérstaklega skoplegt við aðra morðtilraun, sem gerð var af þessu tagi I Texas upp úr stríðinu. Þar fékk önnur ung og snotur stúlka pakka í pósti, og þegar hún ætlaði að opna hann, tók bróðir hennar eftir þvl, að pappirsumbúðirnar höfðu rifnað og komið var svolitið gat á pappakass- ann, sem sendingin var i. Hann gerði það af rælni að reka fingur niður um gatið ¦— og lenti með hann í rottugildru! Það var mikil mildi. Því þegar lögreglan cpnaði pakkann, fann hún í honum sex pat- rónur, svo hugvitsamlega hagrætt í pappa- kassanum, að gildran mundi sprengja þær, þegar lokinu væri lyft. Patrónurnar vissu upp — upp á móti andlitinu á stúlkunni, þegar hún mundi beygja sig yfir kassann og opna hann. Þetta mál leystist líka fljótt, eins og sæl- gætismálið. Lögreglan tók stúlkuna til yfir- heyrslu, hélt svo rakleitt til næsta bæjar og handtók þar ungan mann. Hann elskaði stúlk- una og fór ekki leynt með það. Þau höfðu kynnst I Cleveland, en hún vildi ekki gefast honum. Það hefði hann kannski getað sætt sig við. En þegar bróðir hans kom heim í frí frá flotanum, brá svo við, að stúlkan varð ástfangin í honum. Þetta vissu lögreglumennirnir, þegar þeir handtóku unga manninn; þeir voru líka búnir að afla sér sönnunargagna fyrir sekt hans. Hann var að stíga út úr strætisvagni, þegar þeir tóku hann. Áhprfendurnir að þessu hafa vafalaust orðið hissa og sumir jafnvel reiðir. Þeir gátu ekki vitað, að þessi maður var óvenjuhagur vélsmiður, sem hafði sent sak- lausri stúlku ægilega vítisvél. Hitt gátu þeir séð, að maðurinn var ekki líklegur til ódæðis- verka. Því hann var blindur. V X

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.