Vikan


Vikan - 27.11.1952, Síða 13

Vikan - 27.11.1952, Síða 13
VIKAN, nr, 46, 1952 13 Andrew Carnegie Hann sagði að það vœri skammarlegt að deyja ríkur — og gaf: 365,000,000 dollara! ÞAÐ var hvorki ljósmóðir né lækn- ir viðstaddur, þegar Andrew Carnegie fæddist. Foreldrar hans höfðu ekki efni á slíkum munaði. Þegar hann byrjaði að vinna fyrir sér, var tímakaupið hans rúmlega 30 aurar á klukkustund. En þegar hann dó, var hann búinn að vinna sér inn að minnsta kosti 6,400 milljónir króna. Hann var fæddur í Dunfermline í Skotlandi. Faðir hans var vefari. En þegar fjölskyldan fluttist til Banda- ríkjanna, gekk honum illa að fá vinnu, svo hann vann fyrir sér og sínum fyrstu mánuðina með þvi að ganga í hús og selja skóreimar. Auk þess tók konan hans þvott og komst í ákvæðisvinnu hjá skóara. Hún vann sjaldnast skemur en 16 til 18 stund- ir á dag og Andrew tilbað hana. Þegar hann var 22 ára, hét hann henni því, að hann mundi ekki gifta sig meðan hún væri á lífi. Hann stóð við það. Hann gifti sig ekki fyrr en hún andaðist 30 árum síðar. Hann var þá 52 ára, en tíu árum síðar ól konan hans honum eina barnið þeirra. Hann kunni að stjórna Sem drengur sagði hann móður sinni oft: „Mamma, ég ætla að verða ríkur, svo að þú getir eignast silki- kjóla og haft þjóna á hverjum fingri.“ Síðar sagði harm oft, að móð- ur sinni ætti hann fyrst og fremst að þakka velgengni sína. Þegar hún dó, fékk það svo á hann, að hann mátti ekki nefna nafn hennar í 15 ár. Og eitt sinn gaf hann gamallri konu í Skotlandi talsverða fjárupphæð, bara af því hún líktist móður hans. Andrew Carnegie var stundum kallaður stálkóngurinn. Þó vissi hann sáralítið um stálframleiðslu. 1 þjón- ustu hans voru sennilegast hundruð manna, sem vissu meira um þetta en hann. En hann kunni að stjórna mönnum, og það fyrst og fremst gerði hann að auðkýfingi. Logandi af áhuga Nokkru eftir að Carnegie kom til Bandaríkjanna, fékk han vinnu sem símsendill í Pittsburgh. Launin voru átta krónur á dag. Honum fannst þetta feikileg auðæfi. En hann var ókunnugur í stórborginni og hrædd- ur um að missa vinnuna, vegna þess live erfiðlega honum gekk að rata. Svo hann lærði utanbókar nöfn og heimilisföng hvers einasta fyrirtæk- is í verzlunarhverfinu. Hann langaði að verða símritari. Þá lærði hann loftskeytafræði á kvöldin og fór nið- ur á skrifstofu eldsnemma á morgn- ana til þess að æfa sig á símlyklin- um. v Dugnaður hans og áhugi vakti at- hygli yfirboðaranna. Hann varð sim- ritari og tók svo að sér stjórn rit- símastöövar, sem Pennsylvania járn- brautarfélagið stofnaði. Og það var þegar hann var í þjónustu þess, að sá atburður gerðist, sem varð upphaf velmegunar hans. Dag nokkurn settist uppfinninga- maður við hlið hans í járnbrautar- vagni og sýndi honum líkan af nýj- um svefnvagni, sem hann var bú- inn að finna upp. Þessi vagn var áþekkur því sem svefnvagnar gerast enn þann dag í dag. Carnegie leist vel á hugmyndina, svo vel, að hann tók fé að láni og lagði það í fyrir- tæki uppfinningamannsins. Fyrir- tækið blómgaðist á ótrúlega skömm- um tíma, og þegar Carnegie var 25 ára, hafði hann um 100,000 króna árstekjur af hlut sínum. Heppinn og slunginn Og nú fór hann að færa út kvíarn- ar. Hann stofnaði félag, sem fram- leiddi járnbrýr. Fyrirtækið skilaði arði svo að segja fyrsta daginn. Sömu sögu var að segja af næstum öllu öðru, sem hann tók sér fyrir hendur. Hann var óskaplega hepp- inn, óskaplega séður, óskaplega slunginn kaupsýslumaður. Til dæmis keypti hann ásamt nokkrum vinum sínum stóra jörð í Pennsylvaníu, skammt frá olíulindasvæðinu í fylk- inu. Þeir gáfu 250,000 krónur fyrir jörðina. En kaupin voru varla fyrr gerð en olía fannst þarna, og fyrsta árið græddu þeir félagar hálfa seytjándu milljón! Þegar Carnegie var orðinn 27 ára, hafði hann um 15,000 króna tekjur á viku. Þetta var 1862. Abraham Lincoln sat í Hvita húsinu. Það var borgara- styrjöld i landinu, stóratburðir gerð- ust svotil daglega. Bandaríkin voru að stækka, frumbyggjarnir að flytja sig æ lengra vestur á bóginn. Á næstu árum átti fjöldi nýrra borga og bæja eftir að rísa um allt landið, járnbrautirnar að teygja járnarma sína allt yfir að Kyrrahafsströnd. Þetta var tími mikilla tækifæra. Og Andrew Carnegie, vefarasonur- inn frá Skotlandi, lét fá tækifæri sleppa úr greipum sér. Hann var í fylkingarbrjósti brautryðjendanna og æfintýramannanna, fljótur að átta sig, fljótur að taka ákvörðun, fljótur að eygja nýja möguleika. Og undir lokin var hann búinn að safna meiri auðæfum en um getur í veraldar- sögunni. Þó lagði hann aldrei hart að sér. Hann tók sér oft frí frá störfum, var talsvert gefinn fyrir að skemmta sér. Hann var Skoti, en hann var ekki of skozkur. Hann var oft rausn- arlegur við samstarfsmenn sína; það er sagt hann hafi gert fleiri menn að milljónamæringum en nokkur annar einstaklingur. Milljén á dag Þó hann hefði aðeins gengið fjög- ur ár í skóla, skrifaði hann átta bæk- ur ýmislegs efnis, gaf tæpar 1,000 milljónir til bókasafna og yfir 1200 milljónir til menntamála. Alls er á- ætlað, að hann hafi gefið 365,000,000 dollara (margfaldið þetta með 16,32 og þá er kominn krónufjöldinn). Það er milljón dollarar á dag í heilt ár! En hann mátti líka halda vel á spöð- unum, því að hann lýsti snemma yfir þeirri skoðun, að það væri skömm að því að deyja ríkur. \ Slæmt veður: x \ Stökk húð. NIVEA bætir úr því. , Jafnskjótt og þér hafið nuddað Nivea = kremi á húðina, \ \ verður hún aftur slétt og mjúk. Því að: Niveassnyrts ing er rétt húðsnyrting, áhrif þess stafa frá euzerit. TILKYNNING Að gefnu tilefni tilkynnist hér með, að framleiðslu- vörur okkar eru eingöngu seldar kaupmönnum og kaupfélögum, og er fólk því vinsamlega beðið um að snúa sér til þeirra í sambandi við kaup á vörum okkar. Belgjagerðin h.f. Skjólfatagerðin h.f. Undirritaður ósJcar eftir að gerast áskrifandi að VIKUNNI. Nafn ..................................................... Heimilisfang............................................ Til Heimilisblaðsins VIKUNNAR H.F., Reykjavík. í MÆSTU VIKU: HARALD LLOYD £

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.