Vikan


Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 3

Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 3
VIKAN nr. 47, 1952 3 MIKIÐ í HlJFI Forsíðumynd VIKUNNAR að þessu sinni er birt í tilefni af því, að nokkrar þjóðir, með Breta í broddi fylkingar, deila nú hart á Islendinga vegna þeirrar stækkunar landhelginnar, sem þeir hafa framkvæmt. Þetta er ósköp venjuleg mynd af sjónum: hluti af tog- araþilfari, íslenzkir sjómenn og mikið af þorski. Hún gæti allteins verið af enskum sjómönnum innan um afla sinn. En þetta er að því leyti óvenjuleg mynd, að hún er ekki birt til þess að sýna „lífið á sjónum", heldur miklu fremur til þess að undirstrika þá hættu, sem hin tilþrifalitla afstaða Breta býr ís- lenzkum sjómönnum og raunar islenzku þjóðinni allri. Því ef Bretum tekst að knésetja Islendinga og knýja þá með ósanngjörnum og ódrengilegum refsiaðgerðum til þess að opna aft- ur hið friðlýsta svæði, þá mun það alveg tvímælalaust gefa tilefni til annarrar og nýrrar forsiðutnyndar. Það verður þá einnig ósköp venjuleg mynd af sjónum: hluti af togaraþilfari og íslenzkir sjó- menn, svo venjuleg, að hún gæti allteins verið af enskum sjómönn- um við íslandsstrendur. Hún verður aðeins óvenjuleg að einu leyti; það mun vanta á liana fisJcinn. Því rányrkja er engu fremur verðlaunuð i það óendanlega úti á hafi en uppi á þurru landi. Þessu voru Islendingar búnir að átta sig á, þegar þeir stækkuðu friðlýsta svæðið. Það er mikið í húfi, að Bretar átti sig líka. Mynd: Guðbjartur Ásgeirsson. Til athugunar Skýringin, sem átti að fylgja síðustu forsiðumynd, féll niðnr af vangá ritstjómarinnar. Hjálmar Bárðarson tók myndina og hún var af Ingu Þórðardóttur og Gunnari Eyjólfssyni í einu atriði úr ,,Rekkjunni“, sem Þjóðleikhúsið sýnir um þessar mundir. — Allir aðilar beðnir afsökunar. Hvað má lesa úr skrift yðar? Hér er svar til Lupusar: Rithönd yðar sýnir að þér eruð áreiðanlegur og áhugasamur í dag- legu lífi. Þér hafið hreinan „karakter“ og eruð hreinlyndur að eðlisfari. En þó þér séuð ákveðinn gagnvart því sem þér takið yður fyrir hendur þá getið þér verið of dúlur og stoltur. Þér eruð rökvís, þrautseigur og vand- virkur. Hafið góðan smekk og rétt- lœtistilfinningu. Þér haldið fast við skoðanir yðar og hafið mikið sjálfs- traust, en menn þurfa að hafa það kugfast að viljafesta er annað en að hafa alltaf á réttu að standa. Þér þurfið að taka meira tillit til tilfinn- inga og kringumstœðna meðsystkyna yóar. Þér cruð dulur og tryggur vin- ur. • • Þér virðist hafa meðfædda smiða- gáfu, tekníska hæfileika. Svo er hér hluti úr bréfi frá 17 ára Akureyring, sem kallar sig James King: Áy' fr. a, A.'/.S.r ý... ,-vn +.-*■. <-*•**'. í'Mjv-r « 'it . - - jÁ * j* ■—y V*"—1, Um þessa skrift segir rithandar- sérf ræðingurinn: Rithönd yðar sýnir, að þér eruð óvenjulega vel þroskaður andlega eft- ir aldri. Þér hafið góðar gáfur, sér- staklega góðar námsgáfur, skarpa hugsun og margvisleg áhugamál, en eruð dálítið næmur fyrir utanaðkom- andi áhrifum. Samt hafið þér sjálf- stœðar hugsanir og skoðanir og gœt- uð haft eiginleika til að vera góður lœknir. Þér eruð gefinn fyrir góðar bœkur. En þér þurfið að ná meira valdi yfir sjálfum yður. Forðist fljótfœmi og hugsið yður vel um áður en þér takið stœrri ákvarðanir. Þér eruð sparsam- ur, en verið ekki of sparsamur. Legg- ið ekki of mikið líkamlegt erfiði á yður, þér liafið fíngerðar taugar og tilfinningar. Þér eruð dálítið háðskur og verjið málstað yðar með kappi og teljið yður jafnan hafa á réttu að standa. Þér getið verið dálítið hégóm- legur. Að lokum er hér svar til IX-SR: Rithönd yðar sýnir meðal annars að yður vantar staðfestu og jafn- vœgi. Þér eruð nokkuð kaldlyndar og of áhrifagjarnar, og þér veljið yður ekki œtíð hið rétta verkefni. Einnig sýnir lxún að þér eruð ekki nœgilega viljasterkar og að þér látið aðra ráða of mikið fyrir yður. Þér getið verið mjög viðkvœmar og stundum bein- línis uppstökkar. Þér eruð hjálpsam- ar og góðviljaðar að eðlisfari, en gríp- ið ekki œtíð liin góðu tœkifœri sem yður gefast. Þér eruð nœmar fyrir utanaðkomandi áhrifum og gjarnar á að Ijúka ekki fúllkomlega við það sem þér takið yður fyrir hendur. Þér hafið allgóðan smekk, en reynið að efla viljakraft yðar. Svona eiga menn að verða áttræðir Eftir Bertrand Russell (áttræðan) BERTRAND RUSSELL, heimspekingur, rithöfundur og Nobelsverðlauna- maður, var settur í Steininn í fyrri heimsstyrjöld fyrir að neita að fara í stríðið. Þetta uppátæki hans vakti auðvitað sára gremju. En Russell hefur aldrei látið skoðanir — eða skoðanaleysi — almennings mikið á sig fá; hann hefur jafnan farið sínu fram og látið mótmæli fjöldans eins og vind um eyrun þjóta. -k Enda hefur hann hneykslað marga, ekki síst landa sína Englendinga. en iífsviðhorf sitt og heimspeki hefur hann sett fram í fjölda bóka og blaða- greina, stórvel skrifaðra og skemmtilegra. ■Á Hann gerir oft að gamni sínu, eins og í eftirfarandi úrdrætti úr grein- arkorni, þar sem hann rabbar um það, hvernig menn eigi að fara að því að ná háum aldri. En naumast hefur hann ætlast til þess, að hann yrði í þetta skiptið tekinn of alvarlega. FYRST er auðvitað alveg bráðnauðsynlegt að velja forfeðurna vandlega. Það er miklu líklegra, að þú náir há- um aldri, ef foreldrar þínir, af- ar og ömmur, langafar og lang- ömmur hafa náð áttræðu. Eg var varkár hvað viðvíkur ömm- unum, öfunum,. langömmunum og langöfunum. En ég var barn að aldri, þegar foreldrar mínir dóu. Að ofangreindu frátöldu, á ég þó mjög erfitt með að koma auga á nokkurn skapaðan hlut, sem bendi til þess, hversvegna sumir menn séu langlífir en aðrir ekki. Ég bjó einu sinni í þorpi, þar sem allir íbúarnir nema einn voru ákaflega guð- ræknir og ógurlega bindindis- samir. Þeir voru líka ákaflega hneykslaðir á því, að þessi eini var elztur allra og svarinn drykkjumaður . . . EF þú vilt verða langlífur, þá máttu ekki gera það glapaskot að setja þér ákveðið markmið í lífinu. Einu sinni var ólöglegt í Englandi að ganga að eiga systir látinnar eiginkonu. Það var stofnað fé- lag til höfuðs þessum lögum. Fyrir því stóð duglegur og ráð- snjall ungur maður, sem alla tíð naut virðingar félagsmanna. Hann hafði svörin á reiðum höndum, þegar tala þurfti máli félagsins, og hann kunni líka liin réttu svör við rökum and- stæðinganna. Og árin liðu og hann var sístarfandi. En svo kom að því, þegar hann var orðinn sjötugur, að réttarbótin, sem hann hafði fórnað öllu lífi sínu fyrir, náði fram að ganga. Og þá stóð hann eftir, eins og á eyðiskeri, í heimi, sem hann kærði sig ekki framar um að breyta. Æfintýrið var horfið úr lífi hans, og hann gaf upp öndina . . . MAÐUR, sem aldrei hefur setið auðum höndum, get- ur ekki afborið aðgerðarleysi, jafnvel þótt hann hafi alla tíð imyndað sér, að hið fábreytta, rólega líf væri dásamlegt. Eg er sannfærður um, að það er auð- veldast fyrir þá menn að ná há- um aldri, sem eru lífsglaðir, og ennfremur, að hver sá maður, sem býr yfir nægiiega mikilli lífsorku til þess að verða gam- all, getur ekki verið hamingju- samur aðgerðarlaus. Mín reynsla er hvorki lær- dómsrík né spennandi. Ég geri ráð fyrir, að ég hafi lifað heil- brigðu lífi, forðast allt óhóf og kyrrsetu. Ég bragðaði ekki á- fengi fyrr en ég var orðinn 42 ára. En ég hef reykt látlaust í 60 ár, aðeins gefið mér tíma til að matast og sofa. Ég hata „hreint loft“ inni í húsum og er búinn að finna upp aðferð til þess að réttlæta þetta hatur í augum allra hinna, sem hafa útiloftið á heilanum. Ég segi við þá: „Hafið þið tekið eftir því, að gömlu fólki er alltaf illa við útiloftið?“ Þeir svara undantekningarlaust jákvætt. Þá segi ég: En eruð þið búnir að átta ykkur á því, að ástæðan er bara sú, að þessir, sem elska útiloftið, verða aldrei gamlir?“ ENDA þótt það sé í stórum dráttum ekki fjarri sanni, að ég hneigist til heilbrigðra lífshátta, þá hef ég aldrei ósjúk- ur gert nokkurn skapaðan hlut aðeins vegna þess að það gæti talist heilsusamlegt. Ég ét það sem mér finnst gott og ég ét. ekki það sem mér finnst vont, jafnvel þegar mér er sagt, að afleiðingarnar verði voðalegar. Það reynist alltaf rangt. Ég er sannfærður um, að það sé ó- nauðsynlegt að hugsa um heilsufar sitt á meðan maður heldur heilsunni.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.