Vikan


Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 5

Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 5
VIKAN nr. 47, 1952 5 Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu * - S FOAM var of vanur því að vinna á næturna til að mótmæla þessu, en hann gat ekki gleymt þvi og gekk órólegur um gólf heima hjá sér allt kvöldið. Hann var snemma á ferðinni, svo hann gekk síðasta spölinn að skrifstofunni. Þess vegna varð hann undrandi þegar Rafael Cross beið hans við dyrnar. Hann var i samkvæmisfrakka og með pípuhatt og whiskyflösku undir handleggnum. Hann útskýrði strax klæðnað sinn. „Ég lánaði staðgengli mínum frakkann minn og hattinn." Þeir gengu in í einkaskrifstofu Girdlestons. Skrifstofan var búin dýrindis húsgögn og yfir arinhyllunni hékk málverk af föður Girdlestones, eins og hann hefði stofnað firmað. Þar hafði líka verið mynd af frúnni, en hún hafði týnzt í hrein- gerningu og allir voru of vanir henni til að veita því eftirtekt. Poam lét Cross setjast i leðurstól og fór sjálf- ur að finna glös og tappatogara. „Það verður ekki langt að biða,“ sagði hann. Cross leit á klukkuna og tautaði: „Heil eilífð. Foam, mér líður djöfullega. Það virðist eiga fyrir mér að liggja að eyða æfinni í að bíða. . . . Manstu hvernig fór um Nell? Hún kom aldrei. Allan tímann meðan við biðum, lá hún úti á götunni. Og nú bætist þessi bið við.“ „Þér höfðuð rétt fyrir yður að kalla á lög- regluna," sagði Poam hughreystandi. „Ef ég hefi ekki haft rétt fyrir mér, þá tekur Evelyn afleiðingunum." Mennirnir tveir sátu þegjandi og reyktu og' drukku. öðru hvoru litu þeir á klukkuna. Cross leið auðsjáanlega illa og smitaði jafnvel Foam af einhverjum óróa. Hann fór að hugsa um hvort umferðin á stöðinni mundi ekki eyðileggja eðli- legan gang málanna. Allt í einu hringdi siminn. Foam stökk á fætur til að svara, en áður en hann var kominn að borðinu, hafði Cross gripið símann. Það kom undrunar- og fagnaðarsvipur á andlit hans meðan hann hlustaði. ,,Já,“ sagði hann. „Ég kem undir eins.“ Hönd har.s titraði, þegar hann lagði niður tólið. □----------------------------------------□ VEIZTU -? 1. Það voru ekki aðallega kuldarnir, sem unnu á Napoleon í Rússlandi heldur hlákurnar. Hversvegna ? 2. Hvað heitir fræga ítalska borgin við Arnofljót ? 3. Hvað er ein tunna korns margar skepp- ur ? margir hektolítrar ? 4. Hvaða líkjör heitir eftir hollenzkri eyju í Vestur-Indíum ? 5. Hvað er Island stórt? 6. I-Iverjir hafa leikið hlutverk síðasta Móhikanans (úr samnefndri sögu CooperS) í kvikmyndum? 7. Hver var Scarlatti ? 8. Hvenær hófst síðasta Heklugos? 9. Hvort hefur drómedarinn einn eða tvo hnúða á bakinu ? 10. Hvað gapir upp og niður, er oflast heitt, en' aldrei sveitt? Sjá svör á bls. 14. □ „Hún er komin heim,“ sagði Cross hásri röddu., „Hún er komin heim. Ég get ekki trúað mínum eigin eyrum.“ Fréttin kom st/o óvænt að Foam gat ekki átt- að sig á henni. „Hvernig veiztu það?“ spurði hann. „Það var hringt frá hótelinu mínu. Ég skildi eftir símanúmerið, ef eitthvað kæmi fyrir. En þetta datt mér ekki i hug. Við verðum að fara þangað undir eins.“ Foam var forvitinn að sjá stúlkuna, sem hann hafði heyrt svo margt um og það var erfitt að trúa því að hún væri á hótelinu, þar sem hann gæti í raun og veru fengið að sjá hana. Hann minnti Cross samt á að lögreglan mundi hringja. „Það skiptir engu máli núna,“ svaraði Cross. „Ég ætla að hringja til Evelyn. Ég verð að heyra röddina hennar." Það var ekki nema eðlilegt að Cross langaði til að heyra til hennar, en Foam fannst þetta óþarfa tö'f. Cross beið meðan símastúlkan gaf honum samband og allt í einu færðist breitt bros yfir andlit hans. „Ert þetta þú, elskan?“ hrópaði hann. „Hvar varstu ? . . . Þú ert nú Ijóta dóttirin . . . Já, ég skal svei mér rekja úr þér garnirnar . . -. Hérna er ungur maður, sem hefur verið að elta þig fyrir mig. Lofaðu honum að heyra til þín.“ Foam tók símann, sem var votur af þungum andardrætti Cross og heyrði létta sópranrödd segja: „Halló, ert þú sporhundurinn ?“ „Já,“ svaraði Foam, ,,og mér hefur ekki tekizt að hafa hendur í hári þínu. Þú ert ungfrú Cross, er það ekki?“ „Öðru nafni Evelyn. Þú hefur ekki leitað á réttum stöðum. Á ég að trúa þér fyrir leyndar- máli ? Þú átt að leita hérna. Komdu og fullviss- aðu þig um að það sé rétt . . . bless.“ Hún hló stríðnislega og lagði heyrnartólið á. Foam fannst að hann hefði verið að tala við vofu. Honum fannst jafnvel að Evelyn gæti horf- ið aftur, meðan þeir eyddu tímanum. Það virtist ómögulegt að handsama hana. „Eigum við ekki að leggja af stað?“ spurði hann. Cross kinkaði kolli, en hellti aftur í glasið sitt: „Hún fór eitthvað með vini sínum,“ útskýrði hann. ,,Jæja,. æskan nú á dögum hegðar sér svona . . .“ Þegar þeir komu út var engan bil að fá og Foam fannst hótelið of langt frá til að ganga þangað. Cross virtist heldur ekki of stöðugur á fótunum. Hann ruggaði dálitið sjálfur og húsin virtust ekki standa alveg bein. Samt reyndi hann að hugsa skýrt. Ef óvinir Cross væru á eftir honum, héldu þeir auðvitað vörð um hótelið og vissu núna að Evelyn væri komin. Þeir hefðu þá haldið að hún væri uppi í sveit — en beðið eftir þvi að hún kæmi aftur. Fram að þessu hafði hún verið undir vernd karlmanns, en á þessu augnabliki væri hún óvarin fyrir árás — eftir að hún væri skilin við elsk- huga sinn og áður en hún hefði náð sambandi við föður sinn. Honum létti þessvegna, þegar leigubíll stansaði rétt hjá til að hleypa út far- þega. Hann veifaði til bílstjórans og Cross sagði: „Stanzaðu við næstu lyfjabúð". Svo sneri hann cér að Foam og sagði afsakandi: „Ég get ekki liitt Evelyn svona drukkinn.“ 1 Þegar þeir komu inn í lyfjabúðina, virtist hann samt nógu ódrukkinn til að ræða kunnuglega við búðarmanninn uni hressingarmeðul. Brátt voru □ þeir aftur komnir upp í bílinn og þegar upp- lýstar hóteldyrnar komu í ljós, greip Cross í handlegg Foams og sagði: „Er Evelyn þarna uppi, eða var mig að dreyma ?“ „Við töluðum við hana,“ sagði Foam. „Er dóttir mín uppi?“ spurði Cross dyravörð- inn, þegar þeir komu inn í anddyrið. „Já, hún tók lykilinn og sagðist mundu hleypa yður inn.“ Lyftudrengurinn var ekki sifjaðri en svo að hann hljóp að lyftunni i von um drykkjupeninga. Foam mintist þess núna hve óhugnanleg honum hafði fundizt íbúðin síðast þegar hann kom þang- að og huggaði sig við að nú væri komin þangað glaðlynd stúlka, sem sennilega væri búin að dreifa dótinu sínu alls staðar — hattinum á stól, varalitnum á borðið og sígarettustubbunum á gólfið. Það var ljós i anddyrinu að íbúðinni og það sást inn um hálfopna setustofuhurðina. Cross kall- aði og gekk hratt inn . . . Foam beið frammi til að trufla ekki endur- fundina. Eftir nokkrar sekúntur réð hann það samt af þögninni að ekki væri allt með felldu. Hann heyrði ekkert fagnaðaróp og ekkert fóta- tak. En í stað þess var eins og eitthvað hefði tíottið á gólfið. Hann hljóp inn í herbergið og hjarta hans kipptist til. 1 fyrstu gat hann ekki áttað sig á því sem hann sá. Ljóshærð stúlka sat í hægindastóln- um. Hún var í aðskorinni dragt og grannir fót- leggir í Ijósum silkisokkum sáust fram undan stuttu pilsinu. Hann sá öll einkenni'horfnu stúlk- unnar, jafnvel perlufestina og litla örið. Hárið var fallegt og ljóst og augun stór og blá. En þau voru dauð og starandi •— andlitið var bláleitt — og hún hafði snæri um hálsinn. Loksins hafði Foam hitt Evelyn Cross — en aðeins líkið af henni. Hendur hennar lágu í kjöltunni og yfir þeim lá miði, sem skrifað var á með prentstöfum: „Þetta hefurðu fyrir afskipti lögreglunnar.“ 13. KAFLI. Vinir og áhorfendur. TIRLINGFJÖLSKYLDAN frétti ekki af þess- um sorglega atburði fyrr en morguninn eftir. Frúnni þótti svo gaman að segja fréttirnar, að Beatrice var vön að láta það á móti sér að líta í blöðin þar til það var búið og það gerði miljón- erinn líka, þ. e. s. þau blöð, sem ekki fluttu fjár- málafréttir. Þegar frú Stirling var búin að líta yfir blaðið þennan umrædda morgun, gaf liún allt i einu frá sér hljóð. „Það er búið að myrða Evelyn Cross!“ Henni tókst að segja þeim frá glæpnuni í smá- atriðum, þó hana hryllti við þvi. Viola skalf af æsingi meðan hún hlustaði, alveg eins og þegar hótunarbréfið kom. Þegar hún lcit i kringum sig, sá hún scr til undrunar að hinir áheyrend- urnir héldu áfram að borða morgunverðinn. Með- an hún skalf við tilhugsunina um ljóshærða stúlku, afmyndaða í dauðateygjunum, borðaði Beatrice ost og faðir hennar appelsínu. 1 annað sinn ásakaði hún þau um tilfinninga- leysi og varð fyrir vonbrigðum af þeim; því hún gat ekki skilið að öll stúlkurán snerti þau per- sónulega. Það var skugginn sem alltaf hékk yfir höfðum þeirra. Þessvegna hertu þau upp hugann og létu sem ekkert væri, foreldrarnir til að hug- hreysta Béatrice og hún tók þátt í leiknum þeirra vegna.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.