Vikan


Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 04.12.1952, Blaðsíða 12
12 VIKAN nr. 47, 1952 A, lLLT var gott og blessað. A5 minnsta kosti var allt í lagi, þangað til ég leit á dagatalið og sá, að nú mundi Smæley koma heim. Við Móna höfðum hreinsað til heima hjá henni, og ég faldi alla smáhiutina í neðri skúffunni, vinstra megin í skrifborðinu mínu: tannburstann, rakvatnið, sápu, stóran hlaða af bókum, nokkra skrautgripi, sem ég keypti hjá Adría og sanelflöskuna. Það var líkt og brak úr húsi, sem enn hafði ekki fallið í rúst, en var þó að falli komið. Samt höfðum við gert varúðarráðstafanir — ákveðið með okkur hringingarmerki í símanum tii dæmis. Ef síminn hennar hringdi tvisvar inn- an fimm mínútna og enginn væri á línunni, þá átti hún að fara út og hringja til mín. Svona smámunir. Kænlegir. Og vandlega undirbúnir. En það var ekki unnt að skipa taugunum að vera i góðu lagi. Daginn, sem átti að sleppa hon- um, var ég svo uppspenntur, að mér fannst ég heyra lijarta mitt slá. Kata hafði óvenjulega hægt um sig. Af því einu hefði ég getað séð, að ég var í allt annað en góðu skapi. Hún gekk um á tánum. Hún lokaði dyrunum af svo mikilli varfærni, að það var eins og hún óttaðist, að höfuðið mundi fjúka af mér. Og hvað ætli hafi gagntekið mig svona? Ótti? Nei. Afbrýðisemi. Ég gat ekki hrundið frá mér þeirri hugsun, að nú var hann að koma heim til hennar. Svo mundi hann snerta hana, og hvít og hrein mundi hún liggja við hlið hans, hvít og flekklaus eins og birktur teinungur. Nóttina eftir vakti Sú mig. „Hvað er að þér, Jon,“ sagði hún. „Ekkert. Því spyrðu?“ „Þú gnístir svo tönnum. Ég vaknaði við það." „Mig dreymdi illa," sagði ég syfjulega. „Bara siæmir draumar.“ En hvernig sem draumar mínir voru, þá fylgdi þessi næturmartröð mér inn í vökuna; hún vofði yfir mér allan daginn, meðan ég beið og vissi ekkert. Tveif dagar liðu, og þá hringdi ég til Gloría Bristal. Mér var sagt, að hún hefði ekki komið tvo daga til vinnu. Engar fréttir. Enginn hringdi. Ekkert. Hún hélt sig heima, hjá honum. Þar hafði hún verið siðan honum var sleppt. Og ég sat við skrifborðið, með handritið fyrir framan mig, og skoðaði án afláts smámunina í skúffunni, þvi að þeir virtust færa mig nær henni. Að bíða svona er eins og að deyja smátt og smátt. Tíminn líður, og ekkert gerist, nema hvað maður smámjakast nær gröfinni. Brakið í skrifborðsskúffunni líktist nú öllu meir minjagripum, vesaldarlegar leifar fornrar ástar. Samt urðu þeir aldrei gamlir í mínum augum. Þeir voru alltaf ferskir og lifandi, og þannig mundu þeir haldast til eilífðarnóns. Kata kom inn í skrifstofuna og stóð hjá borð- inu, þar til ég leit upp. „Ég geri ráð fyrir mér komi það ekki við,“ sagði hún. „En einkaritari Bromleys hefur hringt oft í mig á síðkastið." „Og hvað vill hún?“ spurði ég. „Hún er að forvitnast um, hvernig þér gangi með handritið. Og hvort þú sér í skrifstofunni, við vinnu." „Hvað hefur þú sagt henni?" „Ekki nóg til að friða hana.“ „Þakka fyrir." Hún hélt af stað út, en nam staðar við dyrn- ar. Hún virtist íhugandi og hluttekningarsöm, eins og hún væri að bíða eftir ég bæði hana um hiálp. En mér var um megn að tala við hana. Ég hristi bara höfuðið. Þá gekk hún út. Mér var fjandans sama um Brómley ög hand- ritið. Ég vildi bara frétta af Mónu, áður en ég færi heim. En ég frétti ekkert. Og samt fór ég ekki heim. Ég vissi, að Smæley hafði aldrei séð mig og lét því skeika að sköpuðu. Ég ók framhjá íbúð- inni hennar. Ég úti; Smæley, inni — ásamt henni. Það var ljós í gluggum, en ekkert sást í gegnum tjöldin. Það sást ekki, einu sinni skugga bregða fyrir, innan þeira. Rúman klukkutíma dokaði ég þarna úti fyrir og horfði, — bíllinn var hinumegin við götuna. Mér þótti trúlegt, að allir íbúar hverfisins væru farnir að þekkja mig, og þeir hlutu að vita, að ég átti heima í þessari ibúð. Ég átti þar heima, en ekki hann. Núna fannst mér ég eiga þar miklu fremur heima, heldur en á heimiii sjálfs mín. En að lokum varð ég að fara heim. Ég varð að fara heim og ganga gegnum útidyrnar, líkt og ég væri ókunnugur maður. Ég gekk bara inn til að hringja. Ég var ekki fyrr kominn úr frakk- anum, en ég hringdi. Við höfðum ákveðið merki. Tvær hringingar innan fimm mínútna, og síðan átti hún að hringja til mín aftur. En ef ég notaði merkið, átti hún að hringja til mín í skrifstofuna. En hvað ætli ég hafi gert? Ég vissi, að hún gat ekki talað við mig, meðan hann var heima, en mig langaði bara til að heyra rödd hennar. Og heppnin var með mér. Hann kom ekki í símann. Ég heyrði rödd hennar, hlýja, yndislega rödd. „Halló. Halló." svo lagði hún á. En jafnvel svona stutt stund — stund, sem ófst saman við allar samverustundir okkar — nægði til að sannfæra mig um, að eitthvað var í ólagi. Hún var grátandi. EIIMN A IV1ÓTI NíU KLUKKUTÍMUM saman sat ég og miðaði skammbyssunni á menn- ina níu. Nú var ég búinn að sitja í skut björgunarbátsins þá 20 daga, sem liðnir voru síðan skipið sökk, því þaðan gat ég ógnað þeim öllum með skammbyssunni. Þeir vissu að ekki gat hjá því farið að ég hitti, ef ég neyddist til að skjóta. Enginn þeira reyndi að ráð- ast á mig, en í starandi augnaráði þeirra gat ég séð hvað þeir hötuðu mig. Einkum Barett, bátsmaður skipsins . . . „Þú ert heimskingi! Þú getur ekki haldið þetta út lengur. Þú ert að sofna." Ég svaraði þessu ekki. Hann hafði rétt fyrir sér. Hve lengi er hægt að halda sér vakandi? Áður en langt um liði, mundi ég sofna og á sama augnabliki mundu þeir allir ráðast á vatnslöggina, sem eftir var. Síðasti brúsinn lá við fætur mér. Það var ekki mikið eftir í honum eftir þessa 20 daga. En það mundi nægja til að hver okk- ar gæti sopið á einu sinni. Og þó las ég í blóðhlaupnum augum þeirra, að þá langaði til að myrða mig til að ná i þessa fáu dropa. I þeirra augum var ég ekki lengur þriðji stýrimaðurinn á sokkna skipinu, „Montala". Ég var aðeins maðurinn með byssuna, sem hélt þeim frá vatninu. Og með bólgnar tungurnar og innfallnar kinn- arnar voru þeir óðir . . . Síðan storminn lægði hafði sjórinn legið spegilsléttur og hitinn var svo mikill að mann sveið í húðina. Tungan á mér var orðin svo bólgin að hún sat eins og tappi í kokinu. Ég hefði sjálfur getað látið lífið fyrir einn einasta vatnssopa. En ég var maðurinn með byssuna — ein- asti yfirmaðurinn í bátnum — og ég vissi að ef við drykkjum vatnið, biði okkar ekki annað en dauðinn. Meðan við gátum búizt við að fá vatnssopa síðdegis, gátum við beðið eftir einhverju. Vatnið varð að duga eins lengi og hægt var. Ef ég hefði ekki gætt þess með skammbyssunni, hefðu þeir drukkið það fyrir mörgum dögum og við værum allir dauðir. Mennirnir níu, sem sátu á móti mér, voru orðnir að skeggjuðum, lúsugum og háif- nöktum villidýrum og auðvitað leit ég ekki hótinu betur út. Nokkrir þeirra héngu út yfir borðstokkinn, en hinir störðu á mig. Jeff Barett sat næstur og var mér sífelld ógnun. Hann var kraftalega vaxinn mað- ur með ruddalegt andlit, alsett örum. Hann hafði oft lent í slagsmálum og bar þess merki. Barett hafði sofið næstum alla nótt- ina — og ég öfundaði hann af því. Hann mundi ekki loka augunum. Þau störðu ógnandi á mig. Enn einu sinni heyrði ég ruddalega rödd hans: „Hvers vegna gefstu ekki upp? Þú getur ekki meira." „I kvöld fáum við leyfarnar af vatninu," svaraði ég. „1 kvöld verður það of seint," sagði hann. „Við viljum fá það núna.“ Gat han ekki skilið að ef hann biði þang- að til í kvöld mundu þessir fáu dropar ekki gufa eins fljótt út úr líkama hans? En Barett var kominn á það stig að hann gat ekki skilið neitt. Ég sá að hann byrjaði að risa á fætur og miðaði á hann byssunni — hann settist aftur. Um leið og ég hljóp í bátinn fyrir 20 dögum, hafði ég gripið byssuna af tilviljun og hún var það eina sem hafði megnað að gæta vatnsins. Gátu þessir heimskingjar ekki séð, að mig langaði jafn mikið í vatn- ið og þá? Þeir gátu leyft sér að hugsa bara um sjálfan sig, en ég varð að hafa vit fyrir þeim öllum. Löngu fyrir hádegi vissi ég að ég gat ekki þolað meira. Augnalokin voru orð- in svo þung að ég gat ekki lyft þeim. Ég fann hvernig svefninn læddist að mér með- an báturinn vaggaði á öldunum» Hann beygði höfuðið, fyllti hjartað og ég rann — rann . . . Barett stóð yfir mér og ég gat ekki einu sinni lyft byssunni. Samt vissi ég hvað mundi nú gerast. Hann mundi grípa brús- ann og súpa á. Um leið mundu allir hin- ir ráðast á hann, æpandi og veinandi og peyða hann til að sleppa honum. En ég gat ekkert gert við því . . . Ég hvíslaði: „Taktu við stjórninni, Jeff." — og svo féll ég niður i bátinn. Áður en ég vissi af var ég sofnaður . . . EG rumskaði við að einhver hristi mig og ég heyrði rödd Baretts: „Drekktu þinn skammt af vatninu." Ég leit upp með erfiðismunum og sá að það var komið myrkur. Ég hafði sofið all- an daginn. Þetta var 21 nóttin — nóttin sem flutningaskipið Groton fann okkur. En þegar ég sneri höfðinu að Barett, var ekkert skip að sjá. Hann kraup við hlið mér og hélt vatnsbrúsanum að vörum mínum með annarri hendi, því með hinni miðaði hann byssunni á mennina. Ég starði á brúsann. Höfðu þeir ekki tæmt hann í morgun? Barett hlýtur að hafa getið sér til um hugs- anir mínar, því hann þrumaði: „Þú sagðir: Taktu við stjórninni, Jeff, var það ekki? Ég er búinn að halda þessum apaköttum í skefjum í allan dag •— Þegar maöur hefur stjórnina og ber ábyrgð á hin- um . . . þá . . . þá er öðru máli að gegna, er það ekki, stýrimaður?"

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.