Vikan


Vikan - 11.12.1952, Qupperneq 5

Vikan - 11.12.1952, Qupperneq 5
Jólasvcinarnir voru synir Grýlu og Iieppa-Lúða. Raunar er það sumra manna mál, að Grýla liafi átt þá, áður en hún ^iftist Leppa- Lúða, og greinir þó ekki frá fað- erni þeirra. Jólasveinar heita svo eiginlegum nöfnum: 1. Stekkjastaur, 2. Gilja- gaur, 3. Stúfur, 4. I»vörusleikir, 5. Pottasleikir, 6. Askasleikir, 7. Faldafeykir, 8. Skyrgámur, 9. Bjúgnakrækir, 10. Gluggagægir, 11. Gáttaþefur, 12. Ketkrókur og 13. Kertasníkir. iTT er á jólunum, koma þau senn, þá munu upp líta Gilsbakkamenn, upp munu þeir líta og imtlra það mest, úti sjái þeir stúlku og blesóttan hest, úti sjái þeir stúlku, sem um taiað varð: „í»að sé ég hér ríður hún Guðrún mín um garð, það sé ég hér ríður hún Guðrún mín heim." tJt kemur hann góði I*örður einn með þeim, út kemur hann góði Þórður allra fyrst, hann hefur fyrri Guðrúnu kysst, hann hefur fyrri gefið henni brauð, — tekur hana af baki, svo tapar lmn nauð, tekur hana af baki og ber hana inn í bæ. „Kom þú sæl og blessuð," segir hann æ, „kom þú sæl og blessuð, keifaðu inn, kannski þú sjáir hann afa þinn, kannski þú sjáir hann afa og ömmu þína hjá, þínar fjórar systur og bræðurna þrjá; þínar fjórar systur fagna þér bezt; af skal ég spretta og fóðra þinn hest, af skal ég spretta reiðtygjum þín; leiðið þér inn stúlkuna, Sigríður mín, leiðið þér inn stúlkuna, og setjið hana í sess.“ „Já,“ segir Sigríður, „fús er ég til þess; já,“ segir Sigriður, — kyssir hún fljóð — „rektu þig ekki í veggina, systir min góð, rektu þig ekki í veggina, gakktu með mér.“ Koma þær inn að húsdyrum og sæmilega fer; koma þær inn að húsdyrum og tala ekki orð, þar situr fólkið við tedrykkjuborð, þar situr fólkið og drekkur svo glatt, fremstur situr hann afi með parruk og hatt, fremstur situr hann afi og anzar um sinn: „Kom þú sæl, dóttir mín, sittu hjá mér, — nú er uppi teið og bagalega fer; nú er uppi teið, en ráð er við því, ég skal láta hita það aftur á ný, ég skal láta hita það helzt vegna þín, — heilsaðu öllu fólkinu, kindin min, lieilsaðu öllu fólkinu og gerðu það rétt.“ Ityssir hún á hönd sína og þá er hún nett, kyssir hún á hönd sína og heilsar" án móðs; allir í húsinu óska henni góðs, allir í liúsinu þegar í stað taka til að gleðja liana, satt er það, taka til að gleðja liana. Ganga svo inn Guðný og Rósa með teketilinn, Guðný og Rósa með glóðarker. Anzar hann afi: „Nú líkar mér;“ anzar hann afi við yngra Jón þá: „Taktu ofan bollana og skenktu þar á, taktu ofan bollana og gáðu að því, sparaðu ekki sykrið að hneppa þar í, sparaðu ekki sykrið, þvi það hef ég til, allt vil ég gera Guðrúnu í vil, allt vil ég gera fyrir það fljóð; langar þig í sírópið, dóttir mín góð? langar þig í sírópið?“ afi kvað. „Æi ja, ja, dáindi þykir mér te.“ „Má ég bjóða þér mjólkina?“ — „Meir en svo sé.“ „Má ég bjóða þér mjólkina. Bíð þú þá við. Sæktu fram rjóma í trogsliornið, sæktu fram rjóma, Vilborg, fyrst, — vertu ekki lengi, þvi stúlkan er þyrst, vertu ekki lengi, því nú liggur á.“ Jón fer að skenkja á bollana þá, Jón fer að skenkja, ekki er það spé, sírópið, mjólkina, sykur og te, sírópið, mjólkina, sýpur hún á; sætt mun það vera. „Smakkið þið á.“ Sætt mun það vera; sýpur hún af lyst, þangað til ketillinn allt hefur misst, þangað til ketillinn þurr er í grunn, þakkar liún fyrir með hendi og munn, þakkar hún fyrir og þykist nú hress. „Sittu nokkuð lengur tU samlætis, sittu nokkuð lengur, sú er mín bón“. Kallar hann afi á eldra Jón, kallar liann afi: „Kom þú til min, — sæktu ofan í kjallara messuvín, sæktu ofan í kjallara messuvín og mjöð, ég ætla að veita lienni, svo hún verði glöð, ég ætla að veita lienni vel um stund.“ Brátt kemur Jón á föður síns fund, brátt kemur Jón með brennivínsglas, þrífur liann átaupið, þó það sé mas, þrífur hann staupið og steypir þar á; til er henni drukkið og teygar hún þá, til er henni drukkið ýmislegt öl, glösin og skálarnar skerða hennar böl, glösin og skálarnar ganga um kring, gaman er að koma á svoddan þing, — gaman er að koma þar Guðný ber ljósið í húsið, þá húmið að fer. Ljósið í húsinu logar svo glatt, amma gefur brauðið, og er það satt, amma gefur brauðið og ostinn við; Margrét er að skemmta að söngvara sið, Margrét er að skemmta, það er henni sýnt, — þá kemur Markús og dansar svo fínt, þá kemur Markús í máldrykkjulok; leikur hann fyrir með latinu sprok, leikur hann fyrir með lystugt þel. — Ljóðin eru þrotin og lifið þið vel. Kolbeinn Þorsteinsson prestur (t 1783). En því eru þcir þrcttán að tölu, að hinn fyrsti kemur þrcttán dög- um fyrir jól, síðan einn á hverj- um degi og sá sfðasti á aðfanga- dag jóla. Á jóladaginn fer liinn fyrsti Ijurt aftur, og svo Iiver af öðrum, en hinn síðasti á þrettánda dag jóla ... I*að virðist eftir áður sögðu, eng- um efa bundið, að jólasveinar hafi verið þrettán að tölu, hcfur þó ekki öllum horið saman um það atriði, heldur cn um faðerni þeirra. Segja sumir, að þeir hafi ekki ver- ið fleiri en niu, og bera fyrir sig þulu þessa: Jólasveinar einn og átta ofan komu af fjöllunum. 1 fyrrakveld, þá fór ég að hátta, þeir fundu liann Jón á Völlunum. En Andrés stóð þar utan gátta, — þeir ætluðu að færa liann tröllunum; en hann bciddist af þcim sátta, óhýrustu köllunum, og þá var liringt öllum jóla- bjöllunum. Jón Arnason. Jólasveinninn á forsíðunni er Guðný l'étursdðttir listdansari. Hún stundaði nám úti í London, kennir dans hér heima, dansaði fyrir skemmstu eitt af aðalhlut- verkunum í Ólafi liljurós I.eikfé- lagsins. Ifjálinar Hárðarson tólc myndina. Snjóinn pantaði liann — en pönt- unaraðferðin cr framleiðsluleynd- armál. Ennfremur tók liann mynd- ina inni lijá sér, en við skulum líka liafa sem fæst orð um það. 5

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.