Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 6

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 6
AMAZON - Risafljótið sem er rennandi haf ÞAÐ ER ÓBEISLAÐ OG ÓVIÐRÁÐANLEGT EN FELLUR UM AUÐUG FRAMTÍÐARLÖND Jarðfræðingarnir segja okkur, að raunar hafi einu sinni verið þama einn angi af úthafinu, sem tengdi saman Atlandshaf og Kyrrahaf og skipti Suður-Ameríku í tvö gOisi- stór eylönd. Svo risu upp Andesfjöllin og lokuðu vesturendanum. Og regn kom í fjöllin og steyptist niður fjalls- hlíðarnar og þá hófst ganga ,,hafs- ins“ til sjávar. Það er vitað um 1100 ár, sem falla í Amazon. Tíu þeirra eru stærri en Rín. Madeira er 3,000 mílna löng og 90 þverár falla í hana, áður en hún sjálf sameinast Amazon. Rio Negro, sem er 1500 mílna löng, nær 20 mílna breidd áður en hún hellir hinu svarta vatni sinu út í mórauða álana i Ama- zon. Allar þessar ár, sem að lokum verða ein á, taka vatn af landssvæði, sem er yfir þrjár milljónir ferkíló- metra. Amazon dugar ekki Brazilía ein saman. Hún teygir anga sína langt inn i Bolivíu, Perú, Ecuador, Colombíu og Venezuela. Hún er í tengslum við stöðuvatn, sem er að- eins 80 milur frá Kyrrahafsströnd- inni. Hafskip geta siglt 2,400 mílur upp Amazon, til borgarinnar Xquitos. Siglingaleiðirnar á þveránum eru samtals um 30,000 mílna langar. Léttir fljótabátar geta siglt 50,000 mílna veg. Þetta þýðir, að það er hægt að sigla sem svarar tvisvar sínnum kringum hnöttinn — án þess að fara af Amazonfljóti. Áin er ennþá 120 feta djúp þegar komið er til Iquitos, 2,400 milur frá hafinu. Og hvað breiddinni viðvíkur, þá verður enn að fara 400 mílur upp fljótið, áður en það verður eins „mjótt" eins og árminni Mississippi. Hvað skeður þá, þegar þessi óskap- legi vatnsflaumur er kominn í einn farveg og fellur I áttina að Atlands- hafi? Það er eins og ef allar árnar frá Leningrad til Madridar sameinuð- ust í eitt ægilegt flóð. Rakinn, sem fljótið framleiðir, er meiri en upp úr öllum fljótum Evrópu samanlagt. Ál- arnir, en þeir eru margir, verða 500 til 1,000 feta djúpir. Þegar regntíminn byrjar, vex enn veldi risafljótsins. Það rífur upp tré með rótum, kaffærir skóga og gresj- ur, býr til fen og mýrar á stærð við Texas. Það breikkar ótrúlega; sums- staðar eru 300 mílur milli bakkanna. Þetta haf er þakið eyjum — óbyggðum eyjum — því hver þorir að búa á eyju, sem kann að færast í kaf á hálfum degi? Fiskimennimir verða að vara sig að villast ekki. Vanir flugmenn ruglast í ríminu. Munurinn á „flóði" og „fjöru" er ægilegur. Við Manos getur mismun- urinn orðið 20 metrar. Þessvegna eru þorp hinna innfæddu undantekningar- laust reist á hæðum og húsin sjálf standa oft á stólpum. Það er ekki óvenjuleg sjón að sjá mann róa ein- trjáningnum sinum beint inn um kofadyrnar. Líka gripa margir til „húsbátanna"; þeir búa á flekum megnið af regntímanum. Fljótið er sífellt að búa til nýjar eyjar — og eyða þeim. 1 mestu flóð- unum geta myndast stórar eyjar, sem skógargróðurinn nær að festa sig á fyrir næsta flóð. Stundum er þessi gróður orðinn nokkurra metra hár og eyjan græn og byggileg, þegar fljótið snýr við blaðinu og fleytir henni burtu, gereyðir henni, á nokkr- um klukkustundum. Áin er algerlega ótamin. Á henni er engin brú og ekki ein einasta stífla tefur ferð hennar. Það þyrfti býsna mikla bíræfni — og bjartsýni — til þess að reyna að beisla einn fimmta hluta alls rennandi vatns í heiminum. Það er fleira en stærðin sem minn- ir á haf þar sem er Amazon. Fisk- arnir í Atlandshafi virðast nefnilega kunna fullt eins vel við sig í fljótinu eins og i hafinu. Hákarlar, hnýsur, sverðfiskar og ótal aðrir fiskar leita yfir 2,000 mílur upp frá ströndinni. Amazonfljótið er 4,000 milur á íengd. 1 minni þess eru þrjár eyjar, ein er 47 milur á lengd, önnur 27, sú þriðja, Marajó, eins stór og Sviss- land. Það hefur verið reiknað út, að um 250 biljónir lítra af vatni streymi fram úr árminninu á hverri klukku- stund, og svo mikill er vatnsþunginn, að straumsins gætir yfir 100 mílur frá ströndinni. FLUGPREYJAN birtist í dyr- unum og segir: „Við erum að fljúga inn yfir Amazon.“ Þrjátíu mínútum síðar kemur hún aftur fram til farþeganna: „Við erum komin yfir Ama- zon.“ Jafnvel vönustu ferðamenn hljóta að reka upp stór augu. Hvað er þetta eiginlega? Hér er flugvél, sem flýgur með 300 mílna hraða á klukkustund, og hún er 30 mínútur að fljúga yfir eina á! En þetta er deginum sannara. Það eru 150 mílur milli bakkanna skammt ofan við ármýnnið. Þetta er fljót fljótanna, streymandi sjór. Þetta er ekkert likt öðrum ám, jafnvel stór- fljótum á borð við Mississippi. Enda kölluðu fyrstu landkönnuðirnir Ama- zon „Mar Dulce", þ. e. Ferskvatns- haf. Og Braziliumenn kalla Amazon enn þann dag í dag Ægisá. Fiskimennimir mega vara sig að villast ekki, þvi jafnvel vönustu flugmenn ruglast í ríminu. Það hefur oft verið sögð sagan um fiskimennina, sem urðu vatnslausir úti í hafi og báðu skipstjóra á far- þegaskipi um vatn. „Það er allt í kringum ykkur'V var svarið. Og þeg- 6

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.