Vikan


Vikan - 11.12.1952, Qupperneq 8

Vikan - 11.12.1952, Qupperneq 8
KONUR CLAIRE BLOOM. JACQUELINE AURIOL. FOPPEA. Rösklega tvítug leikkona, sem verður fi’æg á einni nóttu. Tengdadóttir forsetans í Frakklandi, sem aldrei gefst upp og sigrar að lokum. Og Poppea, fegursta kona Rómaveldis, tiskudrottningin, sem Neró elskar og drep- ur — og syrgir. CLAIRE BLOOM var tuttugu ára þegar Charles Chaplin símaði umboðsmönn- um sinum í Ameríku, Englandi og samveldislöndunum og bað þá að hefja leit að ungri stúlku, sem gæti tekið að sér ann- að aðalhlutverkið í Limelight, myndinni, sem hann þá hafði á prjónunum og frum- sýnd var í London í október siðastliðnum. Chaplin lýsti stúlk- unni nákvæmlega. Hún átti að vera „blíðlind, tilfinninga- rík, alúðleg og ein- beitt“, falleg umfram alla muni, kvenleg og J i nett. Hún átti að leika listdansara, símaði Chaplin, sem hann yrði ástfanginn í en sonur hans hreppti í lokin. Já, og hún varð að vera mikill leikari. . Þaö voru þúsundir ungra stúlkna í leikhúsum enskumælandi landanna þennan vetur 1951, og Claire Bloom var i London í smáhlutverki í Globe- leikhúsinu. Þá gekk inn í búningsherbergið henn- ar, kvöld eitt eftir leiksýningu, miðaldra maður, kynnti sig sem sendimann frá mesta skopleikara heimsins og bað hana að senda herra Chaplin í Hollywood nokkrar myndir af sér. Hann sagðist ekki sjá betur en hún kæmi til greina i aðal kven- hlutverkið í fyrirhugaðri Chaplin-mynd, þó skyldi hún ekki gera sér neinar tálvonir, það væru hundruð ungra stúlkna um boðið. Kvaddi svo. Claire sendi ljósmyndirnar til Hollywood, reyndi svo að gleyma þessu. En í mars 1951 fékk hún símskeyti frá Chaplin, þar sem hann bað hana að koma til New York og reyna sig fyrir framan kvikmyndavélarnar. Hann tók fram, eins og um- boðsmaður hans, að hún skyldi ekki gera sér of miklar vonir, margar kæmu til greina og kröfurn- ar væru miklar. Tvítuga stúlkan óþekkta, sem var bara pínulítið nafn innan um þúsundir annarra nafna i heimi leiklistarinnar, flaug til New York, þar sem Chaplin tók á móti henni á flugvellinum. Hún var veik i flugvélinni og leið hörmulega, þegar hún heilsaði skopleikaranum. Það var á sunnu- degi. Frá mánudegi til fimmtudags var hún með Chaplin frá morgni til kvölds að lesa handritið af Limelight. Þau æfðu líka eitt tiu mínútna atriði, sem hún átti að leika til reynslu. Reynslu- myndin var tekin föstudagsmorgun og næsta mánudagskvöld var Claire aftur komin til Lon- don og tekin til við hlutverkið sitt í Globe-leik- húsinu. Mesti skopleikari veraldarinnar hafði sagt henni, að hann mundi síma henni ákvörðun sína eftir eina eða tvær vikur — og hún reyndi að gleyma þessu æfintýri og gera sér engar tálvonir. Reyndin varð sú, að hún mátti bíða í fjóra mánuðl. Það var löng bið. Það fréttist frá Hoilywood, að Chaplin væri að prófa aðrar ung- ar stúlkur, tylftir ungra stúlkna, sem kæmu til greina í hlutverkið. Umboðsmenn hans í Evrópu og Ameríku sátu ekki auðum höndum. Þó var sannleikurinn sá, að Chaplin hafði hrifist af yndisþokka Clarie og leikgáfum. 1 september hringdi hann til hennar frá Californíu, sagði að hún hefði orðið fyrir valinu og spurði, hvort hún vildi vera svo væn að slá til. Þegar síminn hringdi, var hún að leika. Hún fékk skila- boðin í hléinu eftir fyrsta þátt. Það sem eftir var kvöldsins lék hún „eins og i draumi“. Hún hélt til Bandaríkjanna tveim vikum síðar. Þá þegar var tvítuga stúlkan óþekkta að byrja að verða fræg. Biaðamennirnir sátu um hana hvar sem hún fór og lögðu allt kapp á að lýsa henni nákvæmlega fyrir lesendum sínum, lýsa henni frá hvirfli til ilja, klæðaburði hennar, fram- komu, jafnvel eyrnahringunum. Hún vann hjá Chaplin í nærri fimm mánuði. Hún var vakin hvern morgun klukkan fimmtán mínútur yfir sex. Hún var komin í kvikmynda- verið klukkan hálf átta, en þá tóku hárgreiðslu- stúlkurnar og sminkararnir til óspilltra málanna. Klukkustundu síðar birtist Chaplin, 62 ára fjör- kálfur, jakkalaus og í ósvikinni sportskyrtu. Þau unnu oftast til klukkan sjö. En flest fríkvöld dvaldist Claire heima hjá Chaplin-hjónunum í Beverly Hills. Það kom fyrir nokkrum sinnum, að Chaplin náði i eina eða tvær af gömlu, þöglu myndunum sínum og sýndi þær í stofunni. Þá talaði hann margt og gagnrýndi leik sinn, rétt eins og ein- hver óviðkomandi ætti hlut að máli. „Þetta er voðalegt, þetta er fyrir neðan allar hellur“, átti hann til að segja um sum atriðin. „Þetta hefði ég átt að fella úr“. Claire Bloom fór heimleiðis með „Queen Elizabeth" í febrúar síðastliðnum. Hún var í for- kunnar fagufri og fágætri loðkápu með hnöppum úr rúbínum. Hvað annað hafði þá ferðin fært henni ? Að minnsta kosti tvennt margfalt dýr- mætara en loðkápuna. Hún var orðin „stjarna", hún sem áður var aðeins eitt pínulítið nafn innan um þúsundir ann- arra nafna í heimi leiklistarinnar. Og hún hafði notið tilsagnar Charles Chaplin í nærri því hálft ár, þess manns, sem tvímælalaust er hvortveggja í senn, merkasti skopleikari aldarinnar og einn slingasti leikstjórinn. DAG EINN í júli fyrir þremur árum barst Parísarblöðunum óvænt stór- frétt: „Jacqueline Auriol ferst í flug- slysi“. Þetta var í þann tíma sem tug- ir fréttamanna og myndatökumanna eltu hana á röndum. Hennar var get- ið í blöðum nærri því daglega. Ljósmyndir af henni birtust oftar en af frægustu kvikmyndadís- um. Þvi hún var ekki einasta tengdadóttir franska forsetans, held- ur einnig ein fegursta og best klædda konan í samkvænlislífi Parísar. Fréttin um dauða hennar reyndist röng, en skýrslur læknanna voru allt annað en góðar. Tvíþekjan, sem hún var farþegi í, hafði stungist í stöðuvatn í grennd við París, og hún var með- vitundarlaus, þegar hún náðist úr flakinu. Nefið var opið svöðusár, kjálkinn allur brotinn, annar bandleggurinn sundurtættur. Þessi var árangur nýjustu skemmtunarinnar, sem Jacqueline Aur- iol hafði uppgötvað: fluglistarinnar. Flugmaðurinn, sem hafði verið að kenna henni listflug, slapp tiltölulega vel. Hann brákaði nokk- ur rifbein. Það voru tár í augunum á honum, þeg- ar hann fór úr sjúkrahúsinu. „Þeim tekst kannski að bjarga lífi hennar", sagði hann, „en hún er búin -að vera sem flugmaður". Þetta var 1949. En í fyrsta skiptið, sem Paul Auriol, maðurinn hennar, gat boðið henni í bíl- ferð eftir slysið, bað hún hann að aka út á flug- völlinn í Villacoublay. Hún vildi fá að horfa á flugvélarnar, reyna að átta sig á því, hvort hún mundi nokkurntima framar treysta sér til að fljúga. Til þess að forðast örvilnun og lífsleiða, tók hún að lesa fræðibækur um flug milli skurðað- gerðanna. Og tíu mánuðum eftir slysið var hún á ný komin í flugsætið, enda þótt andlit hennar, sem eitt sinn þótti svo frítt, væri ennþá afskræmt af örum. „Þetta hugðarefni, sem nærþví varð henni af fjörtjóni, varð nú til þess að bjarga henni,“ segir maðurinn hennar. Hún fór til Bandaríkjanna, þegar frönsku læknarnir treystu sér ekki til að halda áfram skurðaðgerðunum á andliti hennar. Þeir sögðust ekki vilja leggja á hana meiri þjáningar, ekki telja það ráðlegt að halda áfram að taka bein og hold úr líkama hennar, til þess að búa til á hana nýtt andlit. Þá tóku bandarísku læknarnir við. Þeir hlýddu tengdadóttur forsetans, sem sagð- ist þola miklu meira, og þegar hún sneri aftur heim til Frakklands, þá voru örin að mestu horfin af andliti hennar, hún var búin að fá nýtt andlit. En hún sást ekki framar í skemmtiklúbbum Parísar. Hún var búin að missa allan áhuga á þessháttar lífi, fannst það tómlegt og tilgangs- laust og tilgerðarlegt. Hún vildi bara fá að vera óbreyttur franskur borgari, og frönsku blaða- mennirnir virtu þessa ósk hennar og létu hana í friði. Það var ekki fyrr en daginn sem hún reyndi — 12. maí 1951 — að það spurðist, að hún ætlaði að gera tilraun til að hnekkja hraðameti flug- kvenna á 100 kílómetra vegalengd. Jacqueline Cochran, hin bandaríska nafna hennar, átti metið. Hún æfði sig í nokkrar vikur í Marignane í grennd við Marseilles. Hún var mætt á flugvell- inum i gamla bilnum sínum á hverjum morgni klukkan átta. Hún átti langar viðræður við flug- menn og flugvélavirkja, bar sig saman við veð- urþjónustuna, klifraði síðan upp í litlu, rennilegu vélfluguna og hóf hana organdi til flugs. Hún hætti að reykja, bragðaði ekki áfengi, fór í stranga læknisskoðun daglega. Hún lagði upp frá flugvellinum klukkan 17.50 12. maí, flaug yfir flugturninn klukkan 17.57 og þaut eins og eldflaug í áttina að Avignon. Sjö minútum og 20 sekúndum síðar voru 100 kíló- metrarnir að baki henni og hún búin að setja nýtt og glæsilegt heimsmet með 818 km meðal- hraða á klukkustund. Jacqueline Auriol var búin að sigra. Þetta var mikill sigur og glæsilegur, sem bar hugrekki sigurvegarans fagurt vitni. En afrekið kom um leið á óvart, að minnsta kosti ókunnugum. Því það er óneitanlega sjaldgæft, að 33 ára gömul fegurðardís úr háborg hins franska skemmtana- 8

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.