Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 9

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 9
Þrjár óvenjulegar konur. Þrjár fagrar konur. Tvær í blóma lífsins, vegsamaðar, heims- frægar. Ein dauð í 1900 ár — en hún yar drottning Rómaveldis. Gáfaðar konur, gæddar óvenjulegum hæfi- leikum. Og lika hugrakkar konur og stórhuga. LONDON. PARlS. RÓM. Þrjár heimsborgir. Þar hófust æfintýrin, sem hér segir frá, æfintýrin um CLARIE BLOOM JACQUELINE AURIOL og POPPEU. lífs og tengdadóttir forsetans í Frakklandi í þokkabót glati fegurð sinni í ægilegu slysi, eign- ist nýtt andlit eftir óendanlega margar skurð- aðgerðir og óendanlega miklar þjáningar og auki svo á hróður lands síns með glæsilegu afreki á sviði fluglistarinnar. NERÓ keisari myrti móður sína og skildi við Octaviu drottningu sína ti] þess að ná ástum Lollíu Poppeu. Henni hefur verið lýst sem fegurstu konu Rómar um sinn dag. Hún var vel menntuð, vél gáfuð, hefluð i allri framkomu, orðheppin og auk þess gædd óvenjulegum, seið- mögnuðum yndis- þokka sem hún taeitti eins og slungnasta leik- kona og varðveitti eins og sjáaldur auga síns. Auk þess var hún ljós- hærð, en Ijóshærð kona í Róm, á tím- um Nerós var sjaldgæft blóm og eftirsótt. Og hún vissi þetta og not- færði sér það út í æsar. Þegar Poppea hitti Neró í fyrsta skipti, var hún •nýgift Ottó, ungum gáfuðum aðalsmanni. Hún var ekkja, þegar hún giftist honum, en kornung og í talóma lífs síns. Dag einn spurði Neró Ottó hirð- mann sinn, hversvegna hánn kæmi aldrei með ungu konuna sína til hallarinnar. Ottó sótti Poppeu og keisarinn varð ástfanginn. Því var hvislað i hirðinni, að Ottó væri fall- inn í ónáð. Það var jafnvel búist við því, að keis- arinn léti stytta honum aldur. En í þess stað gerði Neró hann að landstjóra i Portúgal — og lét hann skilja eftir konuna heima. — Og Poppea fékk glæsilega höll til umráða. Sennilegast hefur aldrei nein kona lagt jafn- mikla rækt við líkamsfegurð sína eins og Poppea. Sagnritarar þeirra tíma segja okkur frá þessu. Hún hafði tugi ambátta, sem ekkert gerðu ann- að en smyrja hana fegurðarmeðulum, sauma henni klæði, færa hana í fötin. Hún eyddi mörg- um klukkustundum á dag fyrir framan fægðu, mannháu silfurspeglana sína og rannsakaði nak- inn líkama sinn nákvæmlega. Hún hafði mjaila- hvíta, silkimjúka húð. Svo hún baðaði sig ein- göngu í ösnumjólk, og skammt frá höll hennar voru geymdar 400 ösnur í þessu tilefni. Þegar hún fór í ferðalög, voru ösnurnar sendar á undan henni. Poppea svaf með þykka krem,,grimu", sem átti að vernda húð hennar fyrir næturloftinu. Kremið, sem hún notaði, var nærþví nákvæmlega af þeirri tegund sem leikarar nota núna á leik- sviði. Auk þess huldi hún andlit sitt daglega eins-v konar glerkenndri himnu, sem storknaði og harðn- aði á andliti hennar, þegar búið var að smyrja það sérstakri krem- og púðurblöndu. Þessa gerfi- húð fjarlægði hun aðeins þegar hún fór til keis- arahallarinnar eða i samkvæmi. Söguritararnir segja, að undarleg, dularfull birta hafi stafað af andliti hennar, þegar það kom undan gerfihúð- inni, og hún hafi skipt litum í sifellu. Hún notaði slím úr krókódílatrjónum á hend- urnar á sér, en það gerði þær hvítar og mjúkar. Þegar hún steig upp úr baðinu, þerruðu ambátt- ir líkama hennar með svanadún, sem virtist loða við hana eins og fínasta púður, og þær struku tungu hennar með fílabeinsspöðum til þess að gera hana mjúka og flauelskennda. Þá tóku við ambáttirnar í búningsherbergjum Poppeu. Þeim var skipt í flokka eftir starfsgrein- um — afrikanskar nuddkonur, saumakonur og herbergisþernur frá Alexandriu, ambáttir sem gættu skartgripa keisaradrottningarinnar í silki- klæddum, ilmandi skrínum, ambáttir, sem voru fullnuma í þeirri list að klæða drottningafætur í sandala og skó, og svo mætti lengi telja. Hún var umkringd þessum ambáttum og alls- kyns þrælum meðan 'á allri snyrtingunni stóð. Hún athugaði hvern lokk og hvern hárlið gaum- gæfilega, hvernig hann færi við hverja hreyf- ingu, hvort hann sæti nákvæmlega á sínum stað. Poppea vissi, að hún hafði fallegasta hárið i öllu Rómaveldi. Það ljómaði og ilmaði. Margar hefðar- frúr lituðu á sér hárið; þær notuðu þýzka sápu og oliublöndu, sem til er í uppskrift að minnsta kosti tveggja rómverskra sagnfræðinga. En hár Poppeu bar ósvikinn gulllit, og Neró orti um það heilar drápur og elskaði það. Poppea fann upp nýja hárgreiðslu. Það voru örlitlir lokkar, allir eins og steyptir í sama mót- ið, sem mynduðu þéttriðinn krans um höfuðið. Aðalskonurnar stældu þessa greiðslu eftir megni. Hún varð líka fyrsta hefðarkonan i Róm til þess að taka upp skýluklútinn; það er freistandi að ætla, að hann hafi gegnt því tvöfalda hlutverki að skýla hári hennar fyrir sól og vindum og koma í veg fyrir, að það yrði allt of algeng sjón og missti þannig eitthvað af áhrifamætti sínum. Poppea varð líka fyrst til þess af öllum dætr- um Rómaveldis að nota alsilki í klæðnað sinn. Hún var í sannleika sagt ein af fyrstu tízkudrottn- ingum heimsins, og allt var þetta gert vegna Nerós keisara, mannsins, sem hún var ráðin í að tapa ekki. Vafalaust var þetta lika í og með valdagræðgi og stolt og kannski ágirnd og ást á allsnægtum' og óhófi. Hún beitti líka öllum brögðum, þegar því var að skipta, það er þegar hún þóttist uppgötva hættulegan keppinaut. Það er sagt, að hlátur hennar hafi verið sér- lega heillandi, öll persónan líkust einhverskonar draumkonu, þegar hún birtist í viðhafnarsölum Rómar i demantsskrýddum silkiklæðum, með eyrnalokka, sem klingdu eins og pínulitlar bjöll- ur í hvert skipti sem hún hreyfði höfuðið, og með gullklædda sandala á fótunum. Enda elskaði Neró hana og dáði. Það er meir að segja stað- reynd, að hann grét eins og barn yfir líkbörum hennar og mundi hana meðan hann lifði með sár- um, beiskum trega. Hann drap hana eitt kvöld í reiðikasti, nýkominn úr hringleikahúsi drukk- inn. Hún sagði eitthvað, sem honum mislíkaði, og hann sparkaði í kviðinn á henni og hún fékk innvortis blæðingu og dó. Hann gerði útför henn- ar mjög veglega, jafnvel á þeirra tima mæli- kvarða, las sjálfur yfir henni líkræðuna og lét brenna við likbörur hennar á nokkrum dögum eins miklu af reykelsi eins og Arabía gat fram- leitt á heilu ári. EINTOMT GLENS "p\AÐ er sagt að kunnur bandarískur biskup \J hafi komið í heimsókn til Lundúna, par sem mikil veizla var haldin honum til heiðurs. Gestirnir voru allir samkvœmisklœddir, p. e. karlmennirnir i kjólum og hvítu og konurn- ar í þessum nýtiaku síðu kjólum, sem eru eig- inlega ekki neitt fyrir ofan mitti. Húsfreyjan spurði, hvort honum þœtti þetta nokkuð hneykslanlegt. „Ég er mjög frjálslyndur í pessum efnum, frú," svaraði biskupinn rólega. „Móðir mín hafði mig á brjósti." I ! I i/UNNUR útgefandi í Englandi bauð rit- ^fK^stjóra slnum ársfrí á fullum launum, peg- ar sá síðarnefndi átti 25 ára starfsafmœli. Ritstjórinn afpakkaði hinsvegar boðið af tveimur ástæðum. „I fyrsta lagi," sagði hann, „kynni pað að hafa i för með sér minni sólu á blaðinu. Og i öðru lagi kynni pað ekki að hafa í för með sér minni sölu á blaðinu." ! ! ! C AGAN hermir, að pegar leikkonan Cornelia O Otis Skinner lék aðalhlutverkið i Shaw- leikritinu Candida, hafi Shaw sent henni sim- skeyti strax eftir frumsýninguna. „Stórkostlegt. Dásamlegt," sagði í skeytinu. Ungfrú Skinner pótti lofið gott, en svaraði samt um hœl: „Á petta ekki skilið." Shaw svaraði: „Bg átti við leikritið." Og leikkonan svaraði samstundis: ,^Eg lika." ! .' ! rHERLOCK HOLMES er vafalaust frœgasti O leynilögreglumaðurinn í heimi bókmennt- anna, t. d. hafa aðdáendur hans víða um lönd stofnað með sér sérstók félóg. Þó Holmes sé runninn undan rifjum Conan Doyle, liafa ýmsir aðrir orðið til pess að búa lil sögur um hann. Ein er á pá leið, að pegar Holmes hafi komið til Himnaríkis, hafi Gabríel erkiengill kallað hann á eintal og sagt: „Holmes minn góður, satt að segja erum við dauðfegnir að fá pig hingað, pví hér hefur gerst dularfullur atburður, sem jafnvel sling- ustu lógregluenglar ráða ekki við. Svo er mál með vexti, að Adam og Eva eru gjörsamlega horfin. Þau hafa ekki sést öldum saman. Ef pú vildir nú gera okkur pann greiða . . ." Holmes lét samstundis smala öllum íbúum Paradísar á einti stað, leit í kringum sig, gekk svo rakleitt að tveimur kvíðnum og niður- lútum englum og leiddi pá fyrir Gabríel. „Hér eru pau," sagði hann kœruleysislega. Adam og Eva játuðu strax hver pau vœru. „Vijð vorum orðin dauðleið á allri pessari for- vitni," sögðu þau. „Það kom varla svo maður tll Himnaríkis, að hann pyrfti ekki að góna á okkur. Svo við náðum í pessa einfóldu dul- búninga, og nú hefur allt gengið að óskum i margar aldir, eða þangað til þessi leiðinda- kauði kom til skjalanna." „En hvernig i ósköpunum fórstu að pessuf" spurði Gabríel fullur aðdáunar. „Barnaleikur, góði, hreinasti barnaleikur," svaraði Holmes. „Þessi skötuhjú voru pau einu, sem höfðu engan nafla." ! ! ! /~OKS er hér ein lítil saga um konu, sem oíw, fór til borgardómara og heimtaði skilnað. Hún skók hnefann framan í manninn sinn og œpti: „Hann er iðjuleysingi og ekkert annað, hugsar ekkert um heimilið og nennir engu nema horfa á knattspyrnu. Ég er viss um, að hann veit ekki einu sinni, hvenœr við giftum okkur." „Og það er haugalygi!" öskraði eiginmað- urinn. „Við giftum okkur sama árið sem KR vann Val með sjö gegn núll."

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.