Vikan


Vikan - 11.12.1952, Side 10

Vikan - 11.12.1952, Side 10
EVA — Byggt á sönnum viðburði ÉG GAF BARNIÐ MITT * G man þessi atvik, eins og þau hefðu gerst í gær. Þó eru tuttugu ár síðan. Um vetur var það. Allt var hvítt af snjó. Ég var ung þá. Hafði ný- lokið skólanámi mjög sæmilega. Þrátt fyrir það ásótti mig óró og kvíði. Mínu unga hjarta var venju fremur órótt í dag. Ein- mitt í morgun sá ég ungan dökkhærðan mann ganga fram hjá glugganum mínum. Hann stanzaði ekki, leit ekki upp í gluggann. Hann var ekki einn á ferð. Þung byrði lagðist mér á herðar, ókunn framandi byrði. Það leið á daginn. Ég ráfaði um húsið, gat ekki fest hugann við neitt verk. Millilandaskip blés til brottferðar. Hljómurinn dundi á húsinu. Mér fannst það skjálfa, eða var það ég, sem skalf. Ég tók kápuna mína og gekk ofan á bryggjuna. Ungur dökkhærður maður í frakka með ferðatösku í hendi gekk ofur- lítið snúðugt gegnum mann- þröngina, og beint um borð. Hann var heldur ekki einn á ferð nú. Móðir mín átti ágæta vinkonu, sem bjó skammt frá. Nú gekk ég þangað, sem í leiðslu þó. Anna sat við sauma, þegar ég kom inn. Seztu, sagði hún hlýlega. Ég stóð kyVr og hélt um hurðar- húninn. Áður en ég vissi flaug spurningin mér af vörum: Vissir þú hverjir fóru með skipinu? Já, en ekki fyrr en rétt áðan. Kvaddi hann þig ekki? spurði hún. Nei, sagði ég. Við skulum setjast niður. Við þögðum nokkra stund. *• Segðu eitthvað, sagði ég. í>á tók hún til máls. Þegar ég var ung stúlka, einmitt á þínum aldri, eignaðist ég lítinn dreng. Hann var svo indæll, svo fallegur og ilmandi. Aldrei hefur nokkur drengur fallegri verið. Þó sá ég engin ráð okkur til bjargar. Ég gaf litla drenginn minn, nýfædd- an, og vissi ekki einu sinni hverjum. Ég gerði það. Nú liðu nokkur ár, þá flutti ég í kaupstað. Ég leigði í mjög viðkunn- anlegu húsi, á góðum stað í bænum, og kunni vel við mig. Börn sá ég ekki í húsinu, utan einn ofurlítinn dreng- stúf, sem hljóp þar upp og niður stigana, og átti heima á næstu hæð fyrir ofan. Mér var sagt að hjónin á þeirri hæð hefði fengið hann gefins, kornungan. Hann, væri þeirra fóstur- sonur. Barn, sem aldrei hefði litið föður eða móður augum sínum. Afi hans, sem hann kallaði svo, var ný- lega dáinn. Drengurinn elskaði hann mjög. Þetta haust flutti amma hans úr húsinu. Drengurinn hefur þá orðið eitthvað einmana, því eftir það kem- ur hann til mín og spyr, hvort hann megi ekki koma inn til mín og leika sér svolítið. Hann hafði vanist á að trítla um húsið eftir vild, meðan afi hans og amma frjuggu á neðri hæð- unum. Ég svaraði honum eins og öðrum börnum, sem beðið hafa þess sama. Það væri velkomið. Lék hann sér oft inni hjá mér stund og stund, með vit- und og vilja fóstru sinnar. Hugsaði ég mér að vera honúm eins og amma mín var við mig, eða eins og mínu barni. Mér fannst strax að hann mundi vera eitthvað veiklaður og þurfa góða aðbúð. Vetur gekk í garð. Drengurinn þoldi ekki rétt vel mikla útivist. Kvöldsvæfur var hann og vaknaði því eidsnemma á morgnana. Stundum grét hann þá hástöfum. Ekkert heyrðist til foreldranna svokölluðu, nema þá smellir við og við, eins og þegar slökkt er ljós. Seinna komst ég að því, að drengurinn vildi fara að leika sér og dunda, þegar hann var búinn að sofa í tíu tíma. Hann var einn í herbergi. Þá fór fóstra hans á fætur, slökkti ljósið og skildi hann eftir hágrátandi í myrkrinu. Nótt eftir nótt vaknaði maður við skerandi grát þessa sex ára barns, en gat ekki að gert. Ég leit svo á, að hver sú stund væri barninu góð, sem leikið væri við hann, svo hann væri glaður og ró- legur. Ekkert barn mátti koma inn með honum til að leika við hann. Við fórum í ýmsa leiki t. d. bíl- stjóraleik, sem var þannig, að snúa ganglausri saumavélinni, hringja svo á Hreyfil og biðja um bíl. Oft kom eitthvað skrítið fyrir. Stundum sofn- aði bílstjórinn á miðri leið og kom þá nokkuð seint á staðinn. Búðarleik- ur var það að taka allt dótið úr efstu kommóðuskúffunni og stilla upp og kaupa og selja, en þá lærði maður líka að reikna, án þess að vita nokk- uð af. Skipaflota áttum við úr falleg- um bréfum og margar flugvélar. Þeim var skotið upp um fjöll og firnindi, en ljósakrónan hafði þá orð- ið að Vatnajökli um stund. Þá var að spila svartapétur, kasínu og íleira. Kannske voru þó sögurnar og vísurnar skemmtilegastar af öllu. Mér fannst ég verða aftur barn. Óþekkur var hann stundum og tók upp á hinu og öðru til stríðs og jafnvel skemmda, eins og gengur um börn á þessu reki. Virtist heilsu hans eitthvað ábótavant. Alla hörku, ofsa og refsingar þoldi hann illa, en því var hann beittur í nokkuð stórum stíl. Engum virtist hann þora að trúa eða treysta til fulls. Heldur berjast áfram í ósjó lífsins, veikt, vanrækt, foreldralaust barn. Ég reyndi að hjálpa honum eftir megni, þegar hann varð fyrir smáslysum, sem hann bjóst við illu fyrir, ef hann braut óvart mjólkurflösku, þegar hann var sendur eftir mjólkinni, eða þessháttar. Þegar drengurinn fór ögn að fara í skóla, þurfti hann oft að skjótast inn til mín og biðja að minna sig á visu eða eitthvað smávegis, sem hann átti að læra. Ef hann eignaðist eitt- hvað, langaði hann að sýna mér það. Ég hafði tíma til að hlusta á hann og tala við hann. Einn morgun kemur hann og biður mig að skreppa niður með sér. Ég geri það. Hann dregur þá dauðan skógarþröst upp úr horninu hjá þvottavélinni og segir: Ég fann þennan dauða þröst í gær. Við Palli ætluðum að jarða hann í dag. Finnst þér hann ekki fallegur ? Jú, jú, þið gætuð lagt hann í lít- inn pappakassa og látið eina sóley á leiðið. En segð'u mér eitt, ansaði dreng- urinn. Hvar er sálin úr honum ? Mér varð svarafátt, en sagði svo: Hún er hjá guði. Fær hann þá aftur vængi og getur flogið ? Já, hann fær aftur vængina sína. Hvernig er þetta, að deyja? sagði drengurinn. Ja — ég held það sé eins og aö sofna þreyttur — og vakna hjá guði. Þurfa allir að deyja? sagði barnið. Þú deyrð ekki strax, þú ert svo ungur — svo er engin hætta að aeyja, afi kemur á móti þér, og litli þrösturinn flýgur í sólskininu á nýju vængjunum. Ætli það sé samt ekki bezt að þú deyir fyrst, og ég svo á eftir? Það verður nú sennilega þannig, sagði ég. ANNIG leið eitt ár eða svo. Fólk- iö, sem bjó á sömu hæð og ég, þoidi alls ekki börn, og engan um- gang. Tók það fljótlega að meina drengnum að ganga um. Ég fann enga ástæðu til að meina barninu að koma. Einn daginn kom hann ekki, en ég heyrði hann gráta uppi. Næsta morgun rak hann litla nefið inn í dyrnar og sagði, að sér væri bannað að koma inn. Þú lokar mig aldrei úti, sagði barn- ið og bældi niður grátinn. Ég loka lítil börn aldrei úti, svar- aði ég. Nú hófust erfiðir tímar. Barnið gat ekki gleymt herberginu, þar sem sögurnar og kvæðin bjuggu, og leik- föngin biðu. Hann stóð sig eins og hetja við sífelldar klaganir, ávítur, eltingaleik og refsingar. Einn morgun kemur drengurinn brosleitur inn í dyrnar til mín og segir: Veiztu að það fást kartöflur núna ? Hvar fást þær? Hérna á 5, sagði barnið. Þá er farið að kalla, og hrópa á hann. Ég bið hann að flýta sér. Um leið og barnið er komið upp á loft, heyröi ég hljóðin og grunaði hvað væri. Nú ætti að láta karlmennina lúskra honum duglega; enda var það svo. Kaldar lúkur vandalauss manns, sem ef til vill var drukkinn, rifu lít- inn hágrátandi dreng úr hverri spjör; svo var hann látinn liggja í rúmi til næsta dags. Úti var sól og sumarblíða. Ég hlustaði á þennan skerandi grát og gat ekki hjálpað. Drottinn minn góð- ur. Hver ætti svo sem að geta'hjálp- að ? Og þetta var litli drengurinn minn. Drengurinn sem ég gaf. Aftansöngur í Flateyjarkirkju 1888 MlKLA hrifningu vakti það í Flatey, er sú fregn barst út í eyna, að séra Árni ætlaði að halda aftansöng á jólanóttina. Þetta var nýjung, sem hafði ekki komið fyr- ir í mörg ár. Var nú viðbúnað- ur eins og föng voru til, að skreyta kirkjuna með kertaljósum. Var það haft eftir presti, að hann ósk- aði þess, að 50 kertaljós brynnu í FTateyjarkirkju, meðan á þess- ari heigu athöfn stæði. Komu sóknarbörnin því með kerti sín frá öllum bæjum á eynni. Engin smáræðis umbrot voru í höfðinu á mér fyrir þessi jól. Ég vissi, að ég átti að eignast nýjar, dökkar vaðmálsbuxur, blá- leita léreftsblússu, mórauða þel- sokka og bryddaða selskinnsskó. Mér var það líka kunnugt, að for- eldrar mínir voru með birgara móti af góðum mat fyrir hátíðina. Höfðu verið tekin stór kjötstykki ofan úr eldhússrótinni og færð út í skemmu. Þóttu mér bringukoll- arnir og magálarnir allgirnileg- ir . .. Tunglið var nærri í fyliingu, synti í bláheiðum vökum milli skýjabeltanna og sló fölum bjarma yfir Flateyjarsund. Faðir minn lauk útiverkum með fyrra móti, glaður og rór. Ég hafði verið starfsamur um daginn og fært ýmislegt til handargagns, og síð- ast farið til hans í fjárhúsið. TJrð- um við samferða heim þaðan að neðan. Við staðnæmdumst sem snöggvast við skemmudymar og horfðum á þrjú för á leiðinni út yfir sundið. Þau voru þéttskipuð fólki á leið til kirkjunnar, og steig prestur í land úr fyrsta bátnum. Þegar ég kom inn í baðstofu, beið móðir mín eftir mér með heitt sápuvatn í stórum bala til þess að þvo mér um kollinn og allan skrokkinn. Bræður mínir sátu eins og brúður í rúmunum, þvegnir og greiddir í jólafötum, stilltir eftir baðið og ofurlítið skælukast, meðan á höfuðbaðinu stóð. En mér þótti frægð og hressing að fá þetta volga bað einu sinni á ári, og á rúminu biðu jólafötin mín . . . Aftansöngurinn vakti mikla hrifningu og enn meiri vegna þess- ara mörgu kertaljósa, sem loguðu við hvert sæti fram að dymm. Jónas Jónsson var forsöngvari. Prestur tók undir til mikillar fyllingar á nýjum jólasálmum, sem ekki höfðu verið sungnir þar í kirkjunni áður. Þessi athöfn vakti ek-ki síst hrifningu gamla fóiksins sem eigi hafði áður séð Flateyjarkirkju svo ljósum skrýdda á jólanótt, og bjóst eigi vjð að sjá hana slíka framar . . . Og nú ómuðu þama nýir sálm- ar með nýjum lögum og sungn- ir fegurri rödd en það hafði áður heyrt. (í Verum. Saíía Theódórs Friðrikss.). 10

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.