Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 11

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 11
1 þér ,En ^ASKLEGI, ungi maðurinn með íburðarmikla hálsbindið gaut augunum órólega yfir á sófa- hornið til stúlkunnar í blúndu- kjólnum. Hún var að rann- saka vasaklútinn sinn; það hefði allteins getað verið fyrsti vasaklúturinn í lífi hennar, svo mikinn áhuga hafði hún á gerð hans og efni og allri tilveru. Ungi maðurinn ræskti sig; það var bæði óþarft og misheppnað kokhljóð, hálfgert ýskur. „Viltu sígarettu?" sagði hann. „Nei takk," sagði hún. ,,En þakka þér samt fyrir." ,,Því miður á ég bara þessa tegund hann. „Kannski þú eigir einhverjar, sem finnst betri." „Ég veit það svei mér ekki," sagði hún. það getur svosem vel verið." „Ég gæti nefnilega skotist út eftir þeim hann. „Ég yrði enga stund hérna út á horn." „Það væri allt, allt of mikil fyrirhöfn," sagði hún. „En þú ert voða hugulsamur og ég er þér voða þakklát." ,- „1 guðanna bænum hættu að þakka mér fyrir alla skapaða hluti," sagði hann. „Nei heyrðu nú!" sagði hún. ,,Mér kom ekki til hugar, að þú tækir þetta illa upp. Mér þykir það mjög leitt, ef ég hef eitthvað sært þig. Ég veit, hvað það er að láta troða á tilfinningum sínum. Mér var ekki nokk- ur leið að vita, að það væri neitt móðg- andi við það, þó maður segði „takk fyrir" við mann. Ég er heldur ekki bein- línis vön því, að fólk rjúki upp, þó ég segi „takk fyrir" við það." „Ég var ekki að rjúka upp!" sagði hann. „Svo já?" sagði hún. „Nú jæja." „En drottinn minn dýri," sagði hann, ,,ég gerði ekkert nema spyrja þig, hvort ég ætti ekki að skreppa út og útvega þér sígarettur. Er það nokkuð til þess að móðgast af ?" „Hver er móðgaður?" sagði hún. „Hvernig í ósköpunum gat ég vitað, að það væri einhver glæpur að segja, að ég vildi ekki að þú færir að hafa svona mikið fyrir þessu? Ég hlýt að vera óskaplega heimsk eða eitthvað." „Á ég að sækja þér sígarettur eða á ég ekki að sækja þér sígarettur?" sagði hann. „Nei nú á ég ekki orð," sagði hún. „Enn ef þú vilt endilega fara, þá ætla ég bara að biðja þig að gera mér þann greiða að vera ekki að hætta við það mínvegna. Ég vil sannarlega ekki, að þú haldir að mér sé einhver þægð í þessu." ,,Æ vertu ekki svona, gerðu það ekki," sagði hann. „Vera hvernig?" sagði hún. „Ég er hvorki að vera eitt né neitt." „Hvað er að?" sagði hann. „Að?" sagði hún. „Það er ekkert að." „Þú ert búin að vera skritin í allt kvöld," sagði hann. „Þú hefur varla yrt á mig síðan ég kom." „Mér þykir fyrir því ef þér leiðist," sagði hún. „Þú skalt fyrir alla muni ekki vera að gera þér að skyldu að láta þér leiðast hérna. Ég er viss um, að þú gætir haft milljón tækifæri til að vera á einhverjum skemmtilegri stað. Það er bara verst ég skyldi ekki vita þetta fyrr, það er það eina. Þegar þú sagðist ætla að skreppa yfir í kvöld, varð ég að afþakka fullt af boðum í leik- húsið og þessháttar. Ekki svo að skilja, að það skipti neinu máli. Eg vil miklu frekar að þú farir og skemmtir þér nú vel. Það er ekkert sérlega gaman að sita hérna og hafa það á tilfinning- unni, að maður sé að eyðileggja kvöldið fyrir mönnum." „Þú ert ekki að eyðileggja neitt kvöld fyrir mér!" sagði hann. „Ég er meir en ánægður hérna. Æ, vinur, viltu ekki segja mér hvað er .að? Gerðu það." „Eg hef ekki hugmynd um hvað þú ert að tala," sagði hún. „Það er ekki nokkur skapaður hlutur að. Ég skil þig ekki." „Víst skilurðu mig," sagði hann. „Það er eitthvað að. Er það nokkuð sem ég hef gert eða eitthvað?" „Já en góði bezti," sagði hún. „Hvað kemur mér við hvað þú gerir? Mér finnst sannarlega ekki, að ég hafi neinn rétt til að áfellast þig." „Viltu hætta að tala svona?" sagði hann. „Viltu gera mér þann greiða?" „Tala hvernig?" sagði hún. „Þú veizt hvað ég á við," sagði hann. „Svona talaðirðu líka í símann í dag. Þú varst svo skass- leg þegar ég hringdi, að ég var beinlínis hræddur að tala við þig." „Ef þú vildir gera svo vel að afsaka augna- blik," sagði hún. „Hvað sagðirðu ég hefði verið?" „Nú jæja, ég meinti það ekki," sagði hann. „Ég ætlaði ekki að orða það svona. Ég skil hvorki upp né niður í þessu." „Ég ætla bara rétt að leyfa mér að segja það," sagði hún, „að ég er ekki vön svona orðbragði. Ég hef aldrei á minni lífsfæddri æfi verið kölluð skass." „Ég er búinn að segja þér, að ég meinti ekk- ert með þessu," sagði hann. „Svei mér þá, vinur. Þetta hrökk einhvernveginn upp úr mér. Viltu fyrirgefa mér? Viltu?" „Það er alveg sjálfsagt," sagði hún. „I guð- <Kmj2JaJojmis anna bænum vertu ekki að halda, að þú þurfir að biðjast afsökunar. Það stendur nákvæmlega á sama. Það er bara svolítið skrítið, það er allt og sumt, þegar maður þekkir einhvern, sem maður heldur að eigi svonalagað ekki til í sér, og svo kemur hann heim til manns og talar svona. En það er alveg nákvæmlega sama, það er það." „Það er eins og allt sé sama sem ég segi," sagði hann. „Það er eins og ég hafi gert eitthvað voðalegt á hlut þinn." „Þú gert eitthvað á hlut minn?" sagði hún. „Ég get ekki imyndað mér hversvegna þú heldur það. Hvað í ósköpunum ætti það svosem að vera?" „Það er einmitt það, sem ég er að spyrja þig um," sagði hann. „Segðu mér nú, hvað ég hef gert. Hef ég gert eitthvað til þess að særa þig, vinur? Þú varst svoleiðis í símann, að ég skildi ekki neitt. Mér var ekki nokkur leið að gera nokkurn skapaðan hlut." „Ég ætla bara að vona, að ég hafi ekki orðið til þess að tefja þig við vinnuna," sagði hún. „Ég veit að mörgum stúlkum stendur nákvæm- lega á sama um allt slikt, en mér finnst það hreinasta skömm. Það er annað en gaman að sitja svona og heyra, að maður hafi verið að eyðileggja vinnuna fyrir einhverjum." „Ég sagði það ekki!" sagði hann. „Ég sagði ekkert af þvi tagi!" „Svo já, svo þú sagðir það ekki!" sagði hún. „Ég gat nú samt ekki skilið það öðruvisi. Ég hlýt að vera svona heimsk." „Ætli það sé ekki bezt að ég fari," sagði hann. „Þetta fer hvort sem er allt í vitleysu. Þú verð- ur bara reiðari og reiðari, hvað sem ég segi. Þú vilt kannski helst að ég fari." „Ég ætla bara að biðja þig að vera ekki að spyrja mig," sagði hún. „Þú mátt bara ganga út frá því, að ég ætla mér ekki að halda þér hérna, þegar þú vilt frekar vera einhversstaðar annars- staðar. Hversvegna ferðu ekki eitthvað þar sem þér leiðist ekki? Hversvegna ferðu ekki til Fríðu Páls? Ég er viss um að hún yrði fegin." Eftir Dorothy Parker „Mig langar ekkert að fara til Príðu Páls!" sagði hann. „Hvað í ósköpunum ætti ég að gera til Friðu Páls? Mér leiðist hún." „Svo?" sagði hún. „Mér virtist þér ekki leið- ast hún svo voðalega mikið í boðinu hjá Elsu í gærkvöldi, sýndist mér. Mér virtist eins og þú gætir bara alls ekki talað við neinn annan, svo mikið leiddist þér hún." „En hvað það er gaman!" sagði hann. „Og veiztu hvers vegna ég var að tala við hana?" „Nú, ég geri ráð fyrir að þér finnist hún að- laðandi," sagði hún. „Sumum finnst hún sjálfsagt aðlaðandi. Það er ekki nema eðlilegt. Sumum finnst hún anzi sæt." „Ég veit minnst um það," sagði hann. „Ég mundi varla þekkja hana aftur. Ég var að tala við hana í gærkvöldi af þvi þú virtir mig ekki einu sinni viðlits. Ég fór til þín og ætlaði að tala við þig og þú sagðir bara: „Nei, komdu nú sæll" — rétt svona. „Nei, komdu nú sæll" — og svo snerirðu þér frá mér og leizt ekki einu sinni á mig." „Jæja, svo ég leit ekki einu sinni á þig?" sagði hún. „Þetta er nú fyndið, maður. Mikið ægilega ertu sniðugur. Þér' er kannski sama þó ég hlægi svolítið?" „Blessuð hlæðu. Hlæðu bara þangað til þú springur," sagði hann. ,,En þú leizt ekki á mig eitt augnablik." „Og þú varst ekki fyrr kominn inn í herbergið en þú byrjaðir að snúast eins og skoppárakringla kringum Fríðu Páls. Það var engu líkara en enginn annar væri til í heiminum. Það segi ég alveg satt, að ég gat ekki farið að trufla ykk- ur, eins vel og þið skemmtuð ykkur saman." „Drottinn minn dýri," sagði hann. „Þessi Friða eða hvað hún nú heitir, kom og fór að tala við mig áður en ég var einu sinni búinn að heilsa nokkrum manni. Hvað átti ég að gera. Ég gat ekki gefið henni á hann, var það?" „Það var nú eitthvað annað", sagði hún. „Ekkert öðruvísi en það, að ég reyndi að tala við þig, eins og þú líka sást," sagði hann. „Og hvað gerðirðu þá? — „Nei, komdu nú sæll" — Og rétt í því kom þessi Fríða, eða hvað hún nú heitir, aftur til mín — og hvað gat ég gert? Fríða Páls! Mér finnst hún hryllileg. Á ég að segja þér nokkuð? Mér finnst hún uppgerðarleg og asnaleg. Það er nú mín skoðun á henni." „Satt að segja," sagði hún, „hefur mér sjálfri alltaf fundizt það. Og þó. Sumum finnst hún falleg. Ég hef heyrt fólk segja það." „Samanborið við þig er hún blátt áfram ljót," sagði hann. „Hún er með óttalega skrítið nef," sagði hún. „Ég get bara vorkennt stúlku með svona nef." „Hún er með hryllilegt nef," sagði hann. „Þú ert með dásamlegt nef. Þú ert með alveg dá- samlegt nef." „Vitleysa," sagði hún. „Þú ert vitlaus." „Og yndisleg augu," sagði hann, „og yndisleg- an munn. Og yndislegar hendur. Réttu mér litlu, sætu hendina. Sjáðu, sjáðu litlu hendina! Hver er með fallegustu hendur í heimi? Hvaða stúlka er fallegust í heiminum?" „Eg veit það ekki," sagði hún. „Hvaða?" „Hún veit það ekki!" sagði hann. „Víst veiztu það, víst." „Svei mér þá." sagði hún. „Hvaða? Fríða Páls?" „Fríða Páls!" sagði hann. „Það var þá! Áð vera að verða reið út af Friðu Páls! Og ég andvaka í alla nótt og aðgerðarlaus í allan dag, af þvi þú vildir ekki tala við mig! Stúlka eins og þú að verða reið út af stúlku eins og Fríðu Páls!" „Þú ert genginn af göflunum," sagði hún. „Ég var ekki reið! Hvernig í ósköpunum gaztu hald- ið það? Þú ert brjálaður, svei mér þá. Æ, spennan! Bíddu aðeins, ég ætla að taka úr mér spennuna. Svona!" 11

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.