Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 12

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 12
á himninnm Eftir AGATHA CHRISTIE DÓMARINN var að ljúka ávarpi sínu til kviðdómsins: „Herr- ar minir, ég hefi næstum lokið máli míflu. Það er komið til ykkar kasta að íhuga, hvort þessi ungi maður hefur verið ákærður einungis í þeim tilgangi, að þið dæmið hann sekan um morðið á Vivian Barnaby. Þjónarnir hafa borið vitni og þeim ber öllum sam- an um, hvenær skotinu var hleypt af. Þið hafið séð bréfið, sem Vivian Barnaby skrifaði ákærða að morgni föstudagsins 13. sept- ember — verjandinn hefur ekki einu sinni reynt að mótmsela því. Þið hafið fylgzt með því, að ákærði neitaði fyrst að hafa komiS til Deering Hill um kvöldið, en játaði það seinna, þegar lögreglan hafði sannað að svo var. Þið verðið að draga ykkar eigin ályktanir af þessari neitun. Það liggur engin bein sönnun fyrir um morðið. Þið verðið að gera ykkur ástæðuna og aðferðina i hugarlund. Verj- andinn staðhæfir, að einhver óþekktur máður hafi komið inn í stof- una, eftir að ákærði fór þaðan, og skotið Vivian Barnaby með byss- unni, sem hann skildi eftir af vangá. Þið hafið hlustað á skýringu verjandans á því, hvers vegna það tók ákærða hálftíma að ganga heim til sín. Ef þið trúið ekki sögu verjandans og eruð ekki í nein- um vafa um að ákærði hafi, föstudaginn 13. september, hleypt áf byssu sinni nálægt höfði Vivian Barnaby í þeirh tilgangi að drepa hana, þá verðið þið að dæma hann sekan. Ef þið aftur á móti hafið nokkra frambærilega ástæðu til að efast, er það skylda ykkar að úrskurða fangann saklausan. Nú vil ég biðja ykkur að ganga inn í herbergið þarna, íhuga málið og láta mig vita, þegar þið hafið komizt að niðurstöðu." Kviðdómurinn var tæpan hálftima f jarverandi. Úrskurður dómend- anna var í samræmi við skoðanir allra annarra. Þeir dæmdu mann- inn sekan. Satterthwaite hrukkaði ennið og gekk hugsi út úr dómsalnum, þegar hann heyrði úrskurð kviðdómsins. Hann hafði venjulega ekki mikinn áhuga á hinum hroðalegri smáatriðum morðmála. En mál Wyldes var af öðru toga spunnið. Wylde var það sem kallað er hefð- armaður — og auk þess hafði Satterthwaite þekkt fórnarlambið, hina ungu konu Georges Barnaby, persónulega. Þetta var hann að hugsa um, þegar hann gekk upp Holborn og beygði inn í mjóa götu í áttina til Soho. Þar var veitingahús, sem fáir þekktu. Það var samt ekki ódýrt — þvert á móti óvenjulega dýrt, því þar komu eingóngu vandlátustu sælkerar. Ekkert rauf kyrrð- ina í veitingastofunni, þar var rökkur og þjónarnir birtust eins og vofur með silfurdiska í höndunum, eins og þeir væru að taka þátt í helgiathöfn. Nafn veitingahússins var Arlecchino. Satterthwaite var enn i djúpum þönkum, þegar hann kom inn i Arlecchino og gekk í áttina að eftirlætisborðinu sinu úti í, horni. Það var ekki fyrr en hann var næstum kominn að því, að hann sá, að hár, dökkhærður maður sat þar. Andlit hans var hulið skugga og ljósið frá lituðu gluggarúðunum breytti hversdagslegum fötum hans í litfagran hirðfífisbúning. Satterthwaite ætlaði að snúa við, en á sama andartaki hreyfði ókunni maðurinn sig, svo hann þekkti hann. „Drottinn minn dýri," sagði Satterthwaite. „Er þetta ekki Quin?" Þrisvar sinnum hafði hann hitt Quin áður og alltaf hafði það haft einhver óvenjuleg eftirköst. Hann var einkennilegur maður, þessi Quin, og hann virtist hafa lag á. því að sýna það, sem maður hafði alltaf vitað, í nýju Ijósi. Satterthwaite fann til taugaóstyrks — og ánægju. Hann var á- horfandi og það vissi hann, en stundum þegar hann var með Quin, fannst honum hann vera á leiksviði — og meira að segja aðalleikarinn. „En hvað þetta er skemmtileg tilviljun," sagði hann og litla, skorpna. andlitið var eitt sólskinsbros. ,,Ég vona, að þér hafið ekkert á móti því, að ég setjist hjá yður." „Mér þykir þvert á móti vænt um það," sagði Quin. „Ég er ekki byrj- aður að borða, eins og þér sjáið." Lotningarfullur þjónn steig fram úr skugganum. Satterthwaite beindi nú allri athygli sinni að matseðlinum, eins og sómdi manni með við- kvæman smekk. Eftir nokkrar mínútur dró yfirþjónninn sig I hlé með viðurkenningarbrosi og undirþjónn hóf undirbúninginn að máltíðinni. Satt- erthwaite sneri sér að Quin. „Ég var að koma frá Old Bailey," hóf hann máls. „Mér fannst mála- lokin, bláttáfram sorgleg." „Var hann dæmdur sekur?" spurði Quin. „Já, kviðdömurinn var ekki nema hálftíma að ákveða sig." Quin kinkaði kolli: „Það hlaut að fara þannig — eftir málavöxtum.'* ,,En samt —" byrjaði Satterthwaite, en þagnaði svo. Quin lauk setningunni fyrir hann: „En samt höfðuð þér samúð með þeim ákærða. Var það ekki það, sem þér ætluðuð að segja?" „Jú, ég býst við því. Martin Wylde er viðkunnanlegur ungur maður — það er varla hægt að ætla honum þetta. Annars er orðið mikið um það, að glæsilegir, ungir menn reynist vera glæpamenn af verstu tegund.'t „Já, þeir eru orðnir alltof margir," svaraði Quin. „Hvað sögðuð þér?" spurði Satterthwaite. „Of margir fyrir Martin Wylde. Mönnum hefur hætt til að líta á morð- ið sem einn glæpinn í viðbót af þessari tegund — maður reynir að losa sig við konu til að giftast annarri." „J-a, samkvæmt sönnunargögnunum ¦—", sagði Satterthwaite. „Jæja, ég er hræddur um að ég hafi ekki fylgzt nægilega vel með mál- inu." Við þetta heimti Satterthwaite aftur öryggi sitt. Hann fann til yfir- burða sinna og freistast til að gera mikið úr þeim. „Lofið mér þá að segja yður frá því. Ég þekkti Barnabyhjónin, skiljið- þér. Ég þekki allar aðstæður. Með mér komizt þér að tjaldabaki — sjáið málið frá annari hlið." Quin hallaði sér fram á borðið með hvetjandi brosi: „Ef einhver getur- útskýrt það, þá eruð það þér," sagði' hann. Satterthwaite greip báðum höndum um borðbrúnina. Hann var hreyk- inn. Á þessu augnabliki var hann listamaður af guðs náð — og list hans var orðsins list. Hann sló út höndunum og dró upp mynd af lífimi á Deering Hill. Georg& Barnaby var feitur, eldri maður, sem gætti vel buddunnar sinnar. Maður, sem sífellt var að gera veður út af smámunum. Maður, sem dró upp klukk- urnar á föstudögum, borgaði heimilisreikningana á þriðjudögum og læstt sjálfur útidyrahurðinni á kvöldin. 1 einu orði sagt mjög reglusamur maður. .Og á eftir George kom röðin að frú Barnaby. Hann var ekki eins myrk- ur í ^náli, þegar hann lýsti henni. Hann hafði ekki séð hana nema einu sinni, en fyrstu áhrifin voru sterk og varanleg. Hún var fjörug, ögrandi. kona, og svo ung, að það vakti meðaumkun. Barn í gildru — eins og hann sagði. „Hún hataði hann. Hún hafði gifzt honum áður en hún vissi hvað hún var að gera. Og nú var hún full örvæntingar," sagði hann. „Hún átti enga peninga sjálf og varð að sækja allt til hins aldraða eiginmanns sins. Hún var eins og afkróað dýr — hún þekkti ekki enn váld sitt, en það var auð- séð að hún yrði glæsileg kona, þegar hún væri orðin fullþroskuð. Auk þess var hún mjög lífsþyrst — hún bókstaflega teygaði lífið." Þetta siðasta lagði hann mikla áherzlu á. „Ég hef aldrei hitt Martin Wylde," hélt Satterthwaite áfram. „En ég hefi heyrt talað um hann. Búgarðurinn hans er i tæprar mílufjarlægð frá. heimili Barnabyhjónanna. Og hún fékk áhuga á búskap — eða þóttist fá. hann. Ég er þeirrar skoðunar, að það hafi verið uppgerð. ÍSg held, að hún hafi séð í honum einu vonina um að sleppa — og hún greip tækifærið,. áköf eins og barn. Jæja, þetta gat ekki farið nema á einn veg'. Við vit- um, hver endirinn varð, því bréfin voru lesin í réttinum. Hann geymdi bréf hennar — þó hún geymdi ekki bréfin hans — og af þeim má sjá, að hann var að missa áhugann. Það játar hann líka. Það var komin önnur stúlka í spilið. Hún er dóttir læknisins í Deering Dale þorpinu. Þú hefur kannski séð hana við réttarhöldin. Nei, það er satt, þú sagðist ekki hafa verið þar. Þá verð ég að lýsa henni fyrir þér. Hún er ljóshærð — með gló- bjart hár og elskulegt viðmót. Kannski dálítið — ja — ofurlítið heimsk. Ákaflega róleg stúlka, þér skiljið. Og trygg — um fram allt trú og trygg." Hann leit á Quin til að fá uppörvun og sá síðarnefndi brosti hughreyst- andi. Satterthwaite hélt áfram: „Þú hlýtur að hafa heyrt síðasta bréfið — eða að minnsta kosti lesiS um það í blöðunum. Bréfið, sem hún skrifaði föstudaginn 13. seþtember. 1 órvæntingu sinni hefur hún skrifað ótal aðfinnslur og óljósar hótanir og endað svo á því að biðja Martin Wylde um að koma til Deering Hill um kvöldið kl. sex: Ég skal skilja bakdyrnar eftir opnar, svo enginn þurfi að vita, að þú hafir verið hérna. Ég verð í hljómlistarsalnum, skrifaði hún. Sérstakur sendiboði fór með bréfið." Satterthwaite þagnaði augnablik, áður en hann hélt áfram: „Þú manst vafalaust, að Martin Wylde neitaði fyrst eftir að hann var handtekinn, að 12

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.