Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 14

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 14
Látlaus frásögn, látlaust mál, sannarlega engin gífuryrði. Og þó finnur lesandinn það glögglega, að sjaldan hefur ung stúlka liðið meiri vítiskvalir. EG STOÐ GRAFKYRR M M AÐ var komið niðamyrkur, f þegar bíllinn nam staðar, og við hrösuðum hvað eftir annað og hefðum dottið, ef hermenn- irnir hefðu ekki stutt okkur. Þeir leiddu okkur upp að húsinu og það sást hvergi ljósglæta, en okkur sýnd- ist þetta vera sjúkrahús. Svo opnuð- ust dyr og við gengum inn um þær og hermennirnir á eftir, en þegar við snerum okkur við og ætluðum að spyrja, hvar við værum, voru þeir horfnir út um dyrnar aftur og þær lokaðar og þar stóðu tveir miðaldra menn og ung, ljóshærð stúlka. Stúlk- an var naumast tvítug og hún var í hvítum kjól, eins og hjúkrunarkona, með háan, stífan kraga. Mér fannst skrítið, að það skyldi vera nærri því myrkur í anddyrinu á þessu sjúkrahúsi, og hve allt var hljótt og klukkan þó naumast orðin átta. Þá benti stúlkan okkur að koma með sér og sagði eitthvað á frönsku, sem ég heyrði ekki; gekk svo fyrir og við á eftir henni og á eftir okkur karlmennirnir. En það var ekki fyrr en við vorum búin að ganga í gegnum tvennar dyr og komin inn í langt og þröngt herbergi, sem var baðað í ljósi, að ég áttaði mig. Það voru hillur meðfram öðrum vegnum endilöngum og í þeim núm- eraðir pappakassar fullir af fatnaði. Og við hinn vegginn voru skápar, sumir opnir,'og í skápunum hillur og í hillunum gráir fatastrangar og snærisspotti utanum hvern stranga. Karlmennirnir komu ekki inn í þetta herbergi, heldur biðu við dyrnar. Það þótti mér undarlegast, að þeir skyldu ekki vera í einkennisfötum, því nú vissi ég hverskyns var. Stúlkan i hvíta kjólnum tók fram tvo kassa og sagði okkur að láta fötin okkar í kassana. Hún var frönsk. Eg spurði, hvort ekki mætti loka hurðinni, en hún sagði nei. Ég sagði, að ég væri hjúkrunarkona og eins Louise; þá benti hún þegjandi á einkennisbúningana okkar og hristi höfuðið. Nei, sagði hún. Rétt í þessu kom hár, toginleitur maður inn i herbergið og sagði Louise að koma með sér. Ég ætlaði að fara líka, en stúlkan í hvíta kjólnum tók i öxlina á mér og benti á annan pakkakassann . . . Þegar ég var komin út fötunum, tók ég regnfrakkann minn og spurði, hvort ég mætti hafa hann með mér. Stúlkan sagði ,,Nei!“, sótti gult um- slag, tók af mér hringinn og arm- bandið, lét hvorutveggja í umslagið, lokaði því og setti það í pappakass- ann hjá fötunum. Tók svo í handlegg- inn á mér og leiddi mig yfir að skápn- um. Ég horfði til dyranna og sá, að mennirnir sneru bökum í þær. Ég var komin úr hverri spjör. Stúlkan tók fatastranga ofan úr hillu, leysti af honum bandið og rétti mér hann. Ég var mjög lengi að klæða mig. Ég kunni ekki að klæða mig í þennan fatnað. Þó var þetta mjög einfalt og það voru engin nær- föt. En það voru síðar buxur og stutt pils, og ég vissi ekki, hvort ég átti að hafa pilsið utan yfir buxun- um eða buxurnar utan yfir pilsinu. Þegar stúlkan sá, að ég var ráðþrota, hélt hún á pilsinu á meðan ég fór í buxurnar. Þá voru eftir tvær flíkur, sem ég gat ekki áttað mig á. Þær voru eins og jakkar og þó ekki eins og jakkar, því þær voru algerlega sniðlausar, eins og pokar með erm- um. Þegar stúlkan sá, að ég var ráðþrota, tók hún aðra flíkina á meðan ég fór í hina. Þær voru báðar inn í herbergið og ávarpaði mig á þýsku. Ég sagði ljóshærðu stúlkunni, að ég skildi ekki þýzku. Hún sagði: „Majórinn segir, að þú eigir fyrst að koma inn í starfsmannasalinn. Hann þarf að láta þig gera eitthvað." Hún tók í handlegginn á mér, og majórinn gekk fyrstur, svo komum við og svo miðaldra mennirnir tveir. Þeir voru alltaf að skjótast fram fyrir' majórinn og opna dyr með lykl- um og læsa þeim á eftir okkur. Við fórum upp tvo stiga og ég var alltaf að misstíga mig i kokkaskónum og þeir gerðu óskaplegan hávaða á stein- gólfinu. Loks gengum við inn lang- an gang, þar sem allar hurðir voru upp á gátt og fjöldi karlmanna og I MYRKRIIMU“ Frank Mazel skráði eftir Jeanette Collert úr nákvæmlega sama efninu. En þessi, sem ég fór í fyrst, var hnýtt með böndum, hin var með hnöppum. Þessi fatnaður var úr þykku dökk- gráu baðmullarefni, líkast því sem Englendingar kasta yfir reiðhestana sína, þegar búið er að taka af þeim og þeir eru sveittir. Þegar við vorum með reiðhestana heima fyrir stríð, átti ég svona áklæði. Mér fannst á- kaflega skrítið að vera komin í föt úr áklæðinu mínu og hugsaði um þetta meðan stúlkan skrifaði nafnið mitt á seðil, sem hún lét í pappakass- ann. Hún minntist ekkert á skó og ég leit niður fyrir mig og hugsaði, hvort ég ætti að vera berfætt. Ég vissi ekki, hvort mér fannst skammar- legra að vera klædd eins og hestur eða vera berfætt. Þá seildist ljóshærða stúlkan upp í aðra hillu og kom með gamla skó, langtum of stóra og eins og skíðaskó i laginu. En þegar ég fór í þá, þá voru þeir með trébotnum. Seinna komst ég að því, að þetta voru skór alla leið síðan úr fyrri heims- styrjöld, sem höfðu legið í birgða- skemmum franska hersins í yfir tutt- ugu ár. Kokkar og aðrir hermenn bak við víglínuna notuðu þá þar sem leðjan var mest; svo notuðu Þjóð- verjar þá á fólk eins og mig. Þegar ég var komin í skóna, sneru mennimir við dyrnar sér við og komu inn. Annar þeirra spurði stúlkuna, hvað ég héti, og ég man ég furðaði mig á því, að hann skildi ekki spyrja mig. Ég man líka, að ég hugsaði næst: Það er af því að nú ertu hestur. Maðurinn, sem spurði hvað ég héti, sagði: „Komdu, Collette." Ég ætlaði að fara að segja, að ég héti ekki Collette, en í því kom hái, togin- leiti maðurinn, sem sótt hafði Louise, nokkrar konur í hvítum kjólum eins og ljóshærðu stúlkunnar stóðu i dyragáttunum eða inni i herbergj- unum, hlægjandi og masandi. Innst í ganginum var stór vængja- hurð og þar námum við staðar og ljóshærða stúlkan hélt í handlegg- inn á mér, eins og hún væri hrædd um, að ég mundi annars fara. Majórinn kallaði á ungan hermann og gaf honum skipun, og ungi her- maðurinn gekk á milli herbergjanna og hrópaði eitthvað inn í þau og þá fór fólkið að tinast út og inn í sal- inn með vængjahurðinni. Ég sá inn um dyrnar, að það var allskonar skraut á veggjunum og svo tvö löng borð hlaðin matvælum og drykkjar- föngum. Fólkið var lengi að komast inn í salinn og í sætin við borðin, en loks var enginn eftir frammi í ganginum nema ég og ljóshærða stúlkan. Þá kallaði majórinn eitthvað til hennar á þýzku og stóð upp um Ieið og sló með hníf í glasið sitt og sagði fáein orð. Þegar hann var búinn, klöppuðu allir og litu til dyranna. Þá herti ljóshærða stúlkan takið á handleggnum á mér og leiddi mig inn, milli borðanna og þangað sem.majór- inn stóð. Hann hélt á stórri skál, sem var full af samanbrotnum pappírs- seðlum. Ljóshærða stúlkan hvíslaði í eyr- að á mér: „Þú átt að draga“. Majórinn sagði á ágætri frönsku; „Talarðu frönsku?" Ljóshærða stúlkan sagði: „Hún er frönsk." Hann sagði: „Dragðu einn miða úr skálinni." Ég tók miða úr skálinni og rétti honum hann. Hann braut miðann í simdur og las upp númer og ung stúlka, sem ekki var hvítklædd eins 14

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.