Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 15

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 15
og hinar heldur í samkvæmiskjól, hló og rétti upp hendina. Hún hafði unnið eitthvað, en hvað það var, fékk ég aldrei að vita. Stúlkan var aftur búin að taka i handlegginn á mér og mennirnir tveir með lyklana létu ekki á sér standa. Við vorum komin út úr salnum, þegar majórinn kom á eftir okkur. „fig er Kommandant hérna," sagði hann. fig þagði. „Við höfum sett okkur ákveðnar reglur hérna," sagði hann. Ég þagði enn. ,,Þú ert i einkennisbúningi og þú átt að bera hann eins og einkennis- Tjúning." Hann vatt sér að Ijóshærðu stúlkunni og talaði hratt á þýzku, sneri sér svo á hæl og hyarf inn í salinn. Mennirnir með lyklana voru komn- ir í endann á ganginum og búnir að opna dyrnar. Stúlkan stöðvaði mig þar. Hún var mjög gröm. „Þú átt að hneppa að þér jakkan- um," sagði hún. Ég skildi ekki, hvað hún var að fara. Mér var ekkert kalt. „Þú ert í einkennisbúningi," sagði hún. Ég áttaði mig ekki enn. Þá vatt annar karlanna sér að mér og áður en ég vissi af, var hann búinn að bneppa að mér jakkanum, brosti svo vingjarnlega, yppti öxlum og hélt af stað til næstu hurðar með lyklana á lofti. Þetta voru fyrstu kynni mín af hinni prússnesku reglusemi maj- órsins. Svo tók þetta ferðalag enda og það var vafasamt, hver var fegnast- ur: stúlkan í hvíta kjólnum, mennirn- ir með lyklana eða ég. Þá vorum við komin niður i kjallara. „Hér búa grámunkarnir," sagði maðurinn, sem hjálpaði mér að hætta að svívirða einkennisbúninginn, deplaði íbygg- inn framan i mig augunum og hló. „Gráir búningar, gráir menn — grá- munkar," sagði hann glaðlega og opn- aði um leið enn einar dyr. Þá tók við nýr gangur og meðfram honum endi- löngum öðrumegin röð af dyrum. Við námum staðar fyrir framan ein- ar dymar innarlega í ganginum og maðurinn sneri stórum lykli í stórri skrá og skaut frá tveimur slag- bröndum. Þá fyrst sleppti Ijóshærða stúlkan mér, um leið og þeir opn- uðu dyrnar. Svo renndi hún yfir mig augunum frá hvirfli til ilja, eins og hún væri að fullvissa sig um, að ég væri ekki aftur búin að brjóta regl- urnar um klæðaburð staðarins, og ýtti mér lempilega innfyrir. Svo féll hurðin að stöfum og lyklinum var snúið í skránni og slagbrönd- unum skotið fyrir, og svo heyrðist fótatak sem hljóðnaði og dó út. En ég stóð grafkyrr í myrkrinu langalengi og hugsaði, að hér væri undarlega kalt og hér veitti ekki af þessum þykku fötum og að hneppa vel að sér. fig hugsaði líka að þetta væri skrítið aðfangadagskvöld. HEIL FJÖLL AF FISKI Þrjár myndir frá liöna tímanum — sem þó er nútíminn. Því án þessa fóEks og þessarar vinnu geta íslendingar ekki lifað. CM ÞESSA GREIN: Blaðamaðurinn Frank Mazel skrifaði nokkru eftir lok síðasta heimsstríðs þrjár greinar um stríðsreynslu frönsku stúlkunnar Jeanctte Collert. Greinarflokkurinn hét „Grámunk- ar." Þetta er þriðja og síðasta greinin, svolitið stytt. VIDBÓTABUPFLÝSING- AB: Jeanette varð frjáls, þegar Þjóðverj- ar gáfust upp. I-ouise lcst í Þýzkalandi. • *.,.*. Togaramynd tekin fyrir Norður- landi, síldarsumar fyrir stríð. Þetta er búin að vera mikil törn, mennirnir- fleygja sér þar sem þeir standa. Það er strákur á myndinni, ell- i'í'u tólf ára patti. Og það er maður með harðan hatt, sem hann hvolfir yfir and- Htið. í»að gerast mörg æfintýri á sjón- um — og í útlendu höfnunum — en erfiðið er líka óvíða meira. Aldarfjórðungsgamlar Hafnar- f jarðarmyndir. Aðgerð og étökk- un. Kona heitir Þuríður Pálsdóttir. Hún missti manninn sinn frá þremur börnum og eftir það vann hún árum saman í fiski í Vest- mannaeyjum og Hafnarfirði. Hún segir: „Ég var 36 ára þegar ég vaskaði í fyrsta skipti, og úr því vann ég alla vinnu, sem kven- fólk gat fengið í fiski í þá daga. Ég var á stakkstæðum, ég reif UPP °g bar á bilana; og keyrði út, ég vaskaði og mokaði salti og stóð í aðgerð og útskipun — og ég lenti í verkfalli." Og ennfremur: „Víst var það vos og erfiði að vaska fisk. Ég vor- kenndi sumum stúlkunum. Þær nutu sín ekki fyrr en komið var undir hádegi. Þá fyrst var þeim orðið sæmilega hlýtt. Þetta var kvenfólk á öllimi aldri, nýfermdar, kafrjóðar, flissandi stelpur — og upp úr. Olíufatnaður, þvottakör, vökur, vatn og fiskur, stór og smár — heil fjöll af fiski. Mikið strit, ó- trúlegur kuldi; það voru engir ofnar í húsunum og allar gættir stóðu upp á gátt. Er það furða, að sumum stúlk- unum yrði kalt! Vindurinn í gegnum húsið, og stundum snjó- aði og rigndi ofan á mann, þar sem illa var gengið frá gluggum. Og við um hávetur í óupphituðu gímaldi eða gapandi bárujárns- kofa og blautar upp fyrir axlir að þvo fisk úr sjó! Og þó vorum við heppnar, því við vorum inni. En áður en ég byrjaði, máttu aumingja konurnar oft vaslta úti, og í frostum urðu þær að brjóta ofan af körunum á hverjum morgni. En þá leið líka stundum yfir stúlkur, að mér er sagt." Ljósm.: Guðbjartur Ásgeirsson. 15

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.