Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 16

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 16
Til jólanna Sgí^ 9S^% KARLMANNA: Föt Skyrtur Bindi f&yÁ/av/Ái KISTAN eftir M. H. BRADLEY >'¦" ISTAN var silfurbúin og skreytt íburðar- miklum útskurði, og hún var svo stór, að maður gat auðveld- lega falið sig í henni. Hún var ara- bisk, þessi kista, og sagan sagði, að hún hefði einmitt verið smiðuð með það fyrir augum, að maður gæti dul- izt í henni. Það fylgdi henni sú sögn, að hún hefði verið í eigu uppáhalds- konu arabisks fursta — og að konan hefði verið furstanum sínum ótrú. Elskhugi hennar notaði kistuna, þeg- ar mikið lá við. Dag nokkurn, hermdi munnmælasagan, komst furstinn að sviksemi konu sinnar og reyndi að koma elskendunum að óvörum. En ungi elskhuginn komst ofan í kist- una og ástmey hans læsti henni og faldi lykilinn. Hún sór og sárt við lagði, að hún hefði týnt lyklinum og að kistan væri tóm, og sagðist aldrei mundu fyrirgefa manni sínum, ef hann tryði henni ekki. Purstinn kvaðst ekki vilja rengja hana, en þó vildi hann losna við þessa kistu. Svo lét hann þjóna sína bera hana út úr höllinni og fleygja henni í dýk- ið. Nokkrum dögum síðar flaut hún upp og fiskimaður dró hana á land, opnaði hana og fann líkið. Svona var sagan og svona sagði arabiski kaupmaðurinn hana. „Hvílik saga!" sagði Lili. „Þessa kistu verð ég að eignast. Hún færi líka svo vel í garðhúsinu mínu." Lili var grannvaxin og falleg. Hún var svarthærð og græneygð. Við aðra hlið hennar stóð maðurinn hennar, þrekvaxinn, vingjarnlegur maður, örlítið hæruskotinn, eins og hæfði aldri hans. Við hina hlið hennar st.óð ungur og glæsilegur liðsforingi. Hann sagði brosleitur: „Maður er alltaf að heyra svona sögur. Þær eru i öllum bókum." „En sumar hljóta að vera sannar," sagði eiginmaðurinn. „Eg er ákaf- lega trúgjarn, og svona sögum vil ég einmitt trúa. Auk þess er kistan stórfalleg." „Pinnst þér ekki!" sagði konan hans. „Þú ætlar þá að gefa mér hana? Hún færi svo vel í garðhús- inu." „Og þó!" sagði eiginmaðurinn. „Æ, ég veit ekki." Hann leit með upp- gerðarsvip á kistuna og gretti sig. „Það getur engin gæfa fylgt þessari kistu. Við skulum ekki hleypa henni inn í litlu paradísina okkar." Lili tyllti sér á tær, brosti blíðlega til hans. „Ég vil fá þessa kistu," sagði hún ákveðin. „Þetta er arabisk kista og hún er eins og smíðuð fyrir garð- húsið mitt." De Brindeville yppti öxlum. „Ég missi allan mátt, þegar hún lætur svona! En dýrt er drottins orðið." „Dýr? Er hún dýr segirðu?" „Þarna heyrirðu Raoul — þarna er henni rétt lýst. Maður gæti hald- ið, að ég væri milljónamæringur." De Brindeville lézt vera reiður. „En kistuna verður hún að fá. S>vona er að vera viti sínu fjær af ást. Það er ekkert til í veröldinni, sem ég vildi ekki gera, til þess að halda henni. En þú átt auðvitað erfitt með að skilja svona hugsunarhátt." Rödd unga mannsins var nær því þóttaleg: „Þeir ógiftu hafa lika svo- lítið hugmyndaflug." Eiginmaðurinn horfði beint í augu hans talsverða stund, brosti svo þessu góðláta, rólynda brosi sínu. „Auðvitað," sagði hann. Lili tók á móti kistunni daginn eftir. Hún var viðstödd, þegar henni var komið f yrir í sumarhúsinu í garð- inum. Hún lék við hvern sinn fingur. Þetta var töf randi, yndislegur garð- ur. Hann var umgirtur háum stein- vegg á þrjá vegu, en fjórða hííðin sneri út að sjónum, náði allt fram á klettabrúnina, sem reis þarna þver- hnípt beint upp úr sjónum. Það þurfti fiman mann og áræðinn til þess að klífa þennan klett og komast inn í garðinn til Lili. Raoul Barcourt liðs- foringi gerði það nærri daglega. Hann elskaði Lili út af lífinu. En hættan, sem hann lagði sig í til að komast til hennar, var lítilfjörleg, samanborið við áhættuna, sem sam- vist þeirra í garðinum hafði í för með sér. Það var að vísu ósköp kyrrlátt og dásamlegt í litla garðhúsinu. En þau vissu bæði, að þau yrði sifellt að vera vel á verði, að ekki yrði komið þeim að óvörum. Það vora tvær leiðir inn í garðinn, önnur beint úr íbúðarhúsinu, hin um dyr I stein- veggnum. Herbergisþerna Lili, trygg- lynd og saklaus sveitastúlka, hafði auga með húsinu og hurðinni í múrn- um, meðan á stefnumótum elskend- anna stóð. Og þegar þau voru sam- an, Lili og elskhugi hennar, þá má segja, að garðurinn hafi verið sann- kölluð paradís, að minnsta kosti í þeirra augum. Dag nokkurn skeði það þó, sem þau höfðu alltaf búizt við. De Brinde- ville hafði brugðið sér á sjóinn í skemmtisnekkjunni sinni og elskend- urnir bjuggust við að geta átt sam- an heilan dag. Þá kom herbergis- þernan hlaupandi, og Lili vissi strax, hvað var á seiði. Hún benti á kistuna arabisku. „Fijótur, Raoul!" hvislaði hún. „Feldu þig í henni!" Hann hataði þetta pukkur, þennan feluleik, hefði helzt kosið að bíða mannsins hennar þarna í garðinum og heimta að hann gæfi Lili lausa. En hann sá hræðsluna í augum henn- t 16

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.