Vikan


Vikan - 11.12.1952, Side 17

Vikan - 11.12.1952, Side 17
„Hvað viltu að ég segi?“ sagði hún. „Ég vil að þú segist elska mig,“ sagði hann. „Þú elskir mig og engan annan. “ ar og gegndi orðalaust. Hann hefði falið sig í helvíti hennar vegna. Lili var ekki fyrr búin að læsa kistunni og fela á sér lykilinn, en hún hljóp út úr garðhúsinu og flýtti sér uppeftir í áttina að íbúðarhús- inu. Hún bjóst við að finna manninn sinn þar, en þegar hún sá hann hvergi, sneri hún aftur niður að garðhús- inu og inn í það. Þar virtist enginn vera nema hinn ósýnilegi Raoul, og hún stóð þarna ráðvillt og barnaleg, þegar hún heyrði fótatak fyrir utan. Þá settist hún I flýti í hægindastól, greip bók og byrjaði að blaða í henni með kæruleysissvip. Það var ekkert hægt að lesa úr andliti De Brindeville, þegar hann kom í dymar. Lili sagði: „Marie sagði mér að þú værir kominn heim. Ég fór upp í hús og svo hingað niður eftir aft- ur.“ Hann kyssti hana á hendina. ,,Það var fallega gert af þér, vina mín. Ég geltk hérna einn hring með veggn- um.“ „En hversvegna ertu kominn aft- ur?" spurði hún, því hún vissi, að svo hlyti hún að spyrja, ef allt væri með felldu. ,,Þú sagðist ætla langt út.“ „Já, ég ætlaði langt út, ástin mín. En svo sá ég, að þetta var vitleysa af mér — úr því að þú varst ekki með.“ „En þú hefur svo gaman að þessu." „Satt er það. En hvaða máli skipt- ir það, þótt ég sjái af þessari ánægju, meðan ég á það, sem er min stærsta ánægja og mín lífshamingja — þig-“ Hún brosti, en ekki of blíðlega, því hún var ekki blíðlynd að eðlisfari. Hann spurði: „Ertu fegin að sjá mig aftur?" „Auðvitað!" Bros hennar stækkaði. Hún hafði ekki heldur lagt það í vana sinn að vera stirð og köld; hún var alltaf geðgóð og hlýðin. „Það er svo með mig,“ sagði hann, „að ég get ekki án þín verið. Og ég ætla mér aldrei að vera án þín.“ „Auðvitað ekki." „Elskarðu mig áreiðanlega." „Láttu ekki svona. Vist elska ég þig." „Þú ert ekki einmana? Þú gleymir mér ekki, þegar ég er fjarverandi?" Hún svaraði, kannski dálítið þurr- lega: „Hvernig get ég gleymt þér?" Og svo: „En mikið ertu skáldlegur í dag.“ „Eg verð alltaf skáldlegur, þegar ég er nálægt þér,“ svaraði hann hljóð- látlega. „Ég er byrjaður að eldast og aldrinum fylgja allskonar hugar- órar. Ég er farinn að ímynda mér allskonar hluti." „Ekkert slæmt mér viðkomandi, vona ég,“ sagði hún. Hann dæsti. „Allskonar hugarórar —■ um þig — um allt og alla. Stund- um þarfnast maður stuðnings og hjálpar, stundum nægja örfá orð til þess að eyða þessari diungalegu þoku, þessum efasemdum. Má ég heyra þessi orð, Lili?" „Hvaða orð? Hvað viltu að ég segi?" „Ég vil að þú segir, að þú elskir mig. Að þú elskir mig og engan ann- an. Að þú getir aldrei táldregið mig." Hún hnykkti til höfðinu, horfði framan í hann, skærum augum. „Ég elska þig, Rudolp. Ég elska þig og engan annan. Ég gæti aldrei dregið þig á tálar." Svo hló hún. „Skelfileg vitleysa er þetta! Eins og nokkuð þessu líkt gæti nokkurntima komið fyrir. Ég vil ekki heyra svona vitleysu." „Og því siður ég. Sleppum þessu." Hann brosti. „Ég hugsa þetta sé kist- unni að kenna," sagði hann svo, og hjartað kipptist til í brjósti hennar. „Gömlu, arabisku óheillakistunni," hélt hann áfram, „kistunni, sem þessi leiðinlega saga er bundin við. Kist- unni, sem líkið á að hafa fundizt í og þú endilega vildir eignast. Hvað geymirðu annars í henni, ástin mín?“ Það var engu líkara en stálbönd hefðu lagzt að bjóstinu á henni, stál- bönd, sem herptust saman, unz hún náði varla andanum. Það var með herkjubrögðum, að hún gat svarað: „Bækur." „Leyf mér að sjá I hana." Henni tókst að brosa, stirðu, dauðu brosi. „Það er með mig eins og kon- una i sögunni: Ég er búin að týna lyklinum." Hann gaut augunum til kistunnar. „Það er enginn hægðarleikur að brjóta hana upp.“ „Það vantaði nú bara! Það mundi eyðileggja hana. Lykillinn á eftir að koma í leitirnar." Hann horfði aftur á kistuna, lengi. Svo leit hann upp og augun í honum voru svört og sindrandi. „Ég hata þessa kistu," sagði hann þunglega. „Við skulum losa okkur við hana." „Ég skal koma henni eitthvað burtu — strax á morgun." „I dag. Hún vekur hjá mér ugg. Ég veit ég fæ allskonar heimskuleg- ar hugmyndir. En við skulum láta þetta eftir mér.“ „Auðvitað'," sagði hún glaðlega. „En aumingja kist.an getur vissulega beðið. Komdu hingað. Við skulum fá okkur eitthvað að drekka, og svo getum við farið út að ganga." „Ég er ekki i þannig skapi. Ég er eitthvað þungur og leiður. Ég held það sé kistan. Við skulum láta fjarlægja hana." „En hvar mundirðu láta hana? Hún getur verið þama til morguns. Hættu að hugsa um hana." „En ég get það ekki, hjartans Lili mín." Rödd hans var breytt. „Hún ásækir mig. Við skulum ljúka þessu af.“ „Hvað viltu þá gera við hana?" spurði hún i öngum sínum. „Ég vil fá að kasta henni fram af klettinum. Beint í sjóinn. Burtu fyrir fullt og allt! Asnalegt, auð- vitað. En hvaða máli skiptir það?" Nú örlaði á hlátri í rödd hans. En hann tók ekki augun af andliti henn- ar eina sekúndu. „Já, hvaða máli skiptir það þá?“ sagði hún og hló lágt. Hún gerði sér ljóst, að öll veröldin hennar var að hrynja í rúst, að hún yrði að reyna að hafa fullt vald á sjálfri sér. Hún varð að velja — ef hún gat þá fengið að velja, úr því sem komið var. „Þú fellst þá á þetta." Nú var rödd hans næstum hás af spenningi. „Það er víst ekki annað að gera, ef þú vilt þetta endilega. Ég hafði gaman af kistunni — það er alltaf leiðinlegt að eyðileggja fagra hluti — en ef þú verður að kasta kistum fram af klettum . .. . “ Hún hló aftur, og nú var hlátur- inn ekki eins þvingaður. „Hvernig ætlarðu að bera þig að?" „Orson," kallaði hann. Bílstjórinn, sem sýnilega hafði beðið i kallfæri, kom hlaupandi. „Sæktu garðyrkju- manninn, Orson, og komdu með hann hingað." Þau þögðu á meðan þau biðu. „Mér leiðist þessi kista," sagði De Brinde- ville. „Takið hana á milli ykkar og fleygið henni fram af klettinum." „1 sjóinn?" spurði garðyrkjumað- urinn. „Auðvitað, maður. Hvar annars- staðar ætti hún að lenda?" „Hún er þung," stundi garðyrkju- maðurinn, þegar þeir lyftu henni. „Hún er full af bókum," sagði De Brindeville. Garðyrkjumaðurinn og bílstjórinn báru kistuna fram á klettabrúnina og biðu þar, másandi, eins og þeir vissu ekki almennilega, hvort þetta væri eintómt glens. De Brindeville var seztur andspænis konurmi sinni, góðlátlegt vantrúnaðarbros á vörum hans, en augun íhugul og á verði. Hún sat eins og líkneskja, óbifanleg og horfði í gaupnir sér. Svo skildist henni, að nú yrði hún að líta upp og fram á klettabrúnina, eins og af forvitni. Hún sagði í góðlátlegum ávítunarróm: „Kjáninn þinn!“ „Eftir hverju eruð þið að biða?" kallaði maðurinn hennar til mann- anna. Þeir lyftu kistunni, kipptu henni með snöggu, samstilltu átaki fram af brúninni. Horfðu svo niður í sjó- inn á eftir henni og þurrkuðu sér um lófana á buxnaskálmunum. Kistan hafði verið þung. „Annað var það ekki," sagði De Brindeville, og mennirnir fóru. Hann hallaði sér aftur á bak í stólnum og horfði aftur á konuna. „Slæmur draumur, Lili min." „Ég vona þér líði betur," sagði hún. „Konur eru alveg einstakar," sagði hann lágt. „Maður hefði getað búizt við pínulitlu veini, — þér virtist þykja svo vænt um hana. En þegar það er eindregin ósk mannsins þíns — ekki eitt orð! Ég vissi, að þú mundir taka þessu svona. Já, ég veðjaði meira að segja — veðjaði um það, að þú mundir ekki neita mér um þetta. Liðsforinginn tapaði .... Trúirðu mér núna, Raoul?" Hann brýndi röddina. Þá steig fram úr felustað sínum bak við garðhúsið, imgur, teinréttur liðsforingi — Raoul Barcourt. Hann gekk eins og í leiðslu til þeirra og staðnæmdist beint frammi fyrir þeim. Lili kæfði hljóðið í kverkum sér. Hún þrástarði á andlitið, sem var eins og skorið í tré. „Eg rakst á liðsforingjann, þegar ég kom inn í garðinn; hann hlýtur að hafa komið inn um veggdyrnar um leið og ég kom út úr húsinu," sagði eiginmaðurinn kurteislega. Lili vissi, að hann laug, því að kistan hafði verð læst og hún var með lyk- ilinn. Hann hlaut að hafa látið smíða annan lykil handa sjálfum sér. Og nú hélt hann áfram: „Og svo fórum við að tala um kistuna og hve vænt þér þætti um hana, og ég hélt því fram, að samt mundirðu láta það eftir mér að eyðileggja hana. Liðsforinginn trúði því á hinn bóginn ekki, að til væri svona óeigingjörn eiginkona. .. .. Ég vona, að þú sért núna á ann- arri skoðun, Raoul." Ungi maðurinn hneigði sig stirð- lega og hermannlega. „Vissulega .... Mætti ég svo leyfa mér að kveðja, svo að ég verði ekki til þess að trufla þá gleði, sem endurfundirnir hljóta að veita ykkur hjónum." „Vel mælt," sagði De Brindeville. Lili horfði á eftir unga manninum. Grænu augun hennar voru eins og skýjaðir safírar. Eitt andartak mátti engu muna, að hún missti stjórn á sjálfri sér, svo sár var verkurinn. Hún var hugrökk. Hún hafði talið sjálfri sér trú um, að hún gæti af- borið missirinn, gæti lifað í heimi þar sem enginn Raoul væri til. En hvernig gat hún lifað í heimi þar sem Raoul var og hét, en var ekki henni ætlaður ? Dræpi engan núna Svona jólaauglýsing frá verzluninni Nýhöfn var í Morgunblaðinu fyrir 25 árum: FLUGELDAR Mesta úrval í borginni. Sérstök kjör ef keypt er fyrir allt að 5 kr. í einu. 17

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.