Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 18

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 18
Hún hvarf eins og dögg fyrir sólu E F T I R Ethel Lina White EG er alveg- eins og pabbi. Hann er læknir og i hvert skipti sem einhver sjúkling-a hans deyr, kryfur hann likið, til að fá að vita dauða- orsökina . . . Mig langar lika til að vita nákvæm- lega hvernig Evelyn Cross komst út úr Pomer- aníahúsinu án þess að nokkur veitti því athygli og hvað kom fyrir hana eftir það. Ég hefi and- styggð á óloknum málum." Viola svaraði ekki, svo hann skipti um um- ræðuefni. „Hve margir leynilögreglumenn gæta Beatrice Stirling ?“ „Tveir," svaraði Viola. „Annar á alltaf fri.“ „Svo þú ert ein eftir til að gæta hennar, ef annar þeirra er gabbaður. Er líklegt að stúlk- an stingi þig af?“ „Nei, henni eru fáar reglur settar og hún held- ur þær.“ „Það er sama. Þú verður að gæta þín.“ Hann reyndi að kenna svefnleysinu um þann óhug, sem nú greip hann. Dóttir hins margfalda miljónamærings var svo freistandi beita, að hann gat ekki annað en óttast endurtekningu á þess- um nýafstaðna glæp. Þegar hann hugsaði um vesalings Nell sálugu Gaynor og myrtu ljóshærðu stúlkuna, gat hann ekki annað en látið sér detta í hug að óhamingj- an elti Rafael Cross og breiddist út í kringum hann. Hann endurtók aðvörun sína: „Gættu þín nú vel." 14. KAFLI. Ljósmyndir. * MORGUNINN eftir reikaði Rafael Cross inn í hótel Stirlingf jölskyldunnar. Hann var stefnulaus og óákveðinn eins og flækingshundur, en hann neitaði að tala um morðið. „Það er búið að vera,“ sagði hann. „Ekkert getur fært mér hana aftur. Eigum við að spila?" Þó konurnar dáðust allar að honum, hafði miljónamæringurinn andúð á þessu kæruleysi og hann neitaði að spila. Sagðist heldur vilja fara eitthvað með dóttur sinni. Og þegar hann lagði enn meiri áherzlu á orð sin með því að horfa hugfanginn á Beatrice, sagði Cross biturlega. „Þú hefur rétt fyrir þér, Stirling. Njóttu fe-í lagsskaparins við hana meðan þú hefur hana. Ég lofaði Evelyn alltaf að vera frjálsri, það virðist ekki hafa verið rétt . . . Ég fer aldrei í dýragarðinn, því ég þoli ekki að horfa á hlekkj- uð dýr.“ „Hvaða dýri ætli ég líkist?" sagði Beatrice. Þögnin, sem fylgdi á eftir þessum óheppilegu orðaskiptum, var svo óþægileg að Viola reyndi að gera gaman úr því. „Heyrðu elskan," sagði hún. „Þú ert apakött- ur, eins og ég — við verðum að fara í apabúrin til að finna okkur mann.“ Biturleikinn hvarf úr augnaráði Beatricear og hún sagði: „Það er alveg rétt hjá þér, Greeny. Þegar ég sá apa í fyrsta sinn, kallaði ég pabbi.“ Svq beygði hún sig niður að Rafael Cross, kyssti hann á ennið og sagði afsakandi: „Við erum ekki búin að gleyma henni, þrátt fyrir allt.“ Stirling spurði hvað hefði verið gert til að hafa uppi á morðingjanum og Cross svaraði. „Þeir hafa auglýst í blöðum og útvarpi eftir fólki, sem kynni að hafa orðið hennar vart og fjöldi manns hefur auðvitað séð hana á sama tíma á ólíkustu stöðum og með alls konar mönn- um.“ „Og hvað um náungann, sem hún var með?“ „Hún var myrt eftir að hún skildi við hann,“ svaraði Cross. „Hann væri meira en lítið heimsk- ur, ef hann gæfi sig fram.“ Varir miljónamæringsins urðu að mjóu striki. „Ég skil þig ekki, Cross,“ sagði hann kulda- lega. „Maður skyldi ætla að þú hefðir engan áhuga á að hefna dóttur þinnar." Augu Rafaels skutu alt í einu gneistum af æsingi og hann líktist aftur þrumuguðinum. „Þú hefur rétt fyrir þér,“ hrópaði hann. „Ég kæri mig ekkert um það. Evelyn er dáin og ég verð að gleyma henni. Ég get barið höfðinu við steininn eða haldið áfram að spila bridge og vinna. Og ég ætla að reyna hvorutveggja áður en yfir likur." „Ég skil það ekki,“ svaraði miljónamæringur- inn þrjóskulega. „Ef það væri dóttir mín, mundi ég elta morðingjann alla mína æfi og þangað til ég ætti ekki krónu til og þegar ég næði honum, mundi ég rífa hann í sundur, lim fyrir lim.“ 1 þetta skipti kyssti Beatrice föður sinn um leið og hún sagði: „Heyrðu elskan, þú getur ekki ætlast til að fólk sé þér sammála, þegar þig langar til að rífa fólk í sundur. Og til að hegna þér, ætla ég að hringja til Austins og spyrja hann hvort hann vilji fá þig fyrir tengdaföður. Komdu Greeny." Stúlkurnar leiddust i burtu. „Þakka þér fyrir að finna þessa stúiku fyrir okkur, Rafael. Beatrice leiðist aldrei með henni," sagði Stirling. „En það var gott að þær fóru, því mig langar til að tala hreinskilnislega við þig.“ Hann leit á konu sína, en hún hristi höfuðið til merkis um að hún ætlaði að sitja kyrr. „Blöðin gefa í skyn,“ hélt Stirling áfram, „að dóttir þín hafi verið myrt vegna ómerkilegs ást- ar æfintýris. Það gefur ekki góða mynd af henni. Ég veit ekki hvað kom fyrir og mér kemur það ekki við.“ „Ég ætla þá líka að vera hreinskilinn", sagði Cross og átti auðsjáanlega erfitt með að finna orðin. „Þetta er ekki i fyrsta skiptið sem hún hefur farið eitthvað með ungum mönnum, án þess að ég hafi vitað neitt frekar um það. Ég hefi neyðzt til að líta frjálsmannlega á það —■ og það vona ég að þú gerir líka.“ „En þetta stendur í blöðunum," mótmælti Stirling. „Ég hefði logið hverju sem var til að vernda heiður dóttur minnar. Hvers vegna sagðirðu lögreglunni ekki frá námunni?" „Segja þeim frá einka- málum minum?" sagði Cross hæðnislega. „Síst af öllu mundi ég segja þeim neitt markvert." „Þú virðist fullur af hleypidómum." „Vegna þess að Evelyn væri á lífi, ef ég hefði ekki Ieitað aðstoðar lög- reglunnar." Miljónamæringurinn og kona hans litu hvort á annað, eins og þau hefðu búizt við þessari ásökun. Frúin titraði og og hvarf lengra ofan í hægindastólinn og drætt- irnir í andliti miljónamæringsins urðu dýpri. 1 þetta sinn voru ríkustu gestir hótelsins aumkun- arverðir — og ágætt dæmi um að auðurinn er ekki allra meina bót. „Ég er ekki að ásaka ýkkur," hélt Cross áfram. „Þið gáfuð mér ráð, en ég þurfti ekki að þyggja það. Ég er frjáls maður og ég leitaði til lögregl- unnar af sjálfsdáðum.' Það er ekki nokkur vafi á því að hafðar voru gætur á mér — þeir vissu hvernig ég brást við.“ „Hvers vegna heldurðu að þetta hafi komið fyr- ir?“ spurði frú Stirling angistarfull. „Gríptu ekki fram í fyrjr honum, Will." „Ég held ég fari nærri um það,“ svaraði Cross. „Af fjármálaástæðum vildu nokkrir menn hefna sin á mér. Þeir ætluðu að nema Evelyn brott og hafa út úr mér peninga. En þegar á hólminn var komið, sáu þeir að morð var auðveldara í fram- kvæmd en rán.“ Augun í frú Stirling stækkuðu og hún hlustaði með opinn munninn. „Ég er búinn að þrauthugsa þetta," hélt Cross áfram. „Ef á að ræna stúlku, verður hún að vera á einhverjum ákveðnum stað á ákveðnum tíma. Það má engu muna um tímann og agnið . . .en slíkt er varla framkvæmanlegt. Það er að vísu hægt að ræna stúlku undir sérstökum kringum- stæðum, t. d. á gangi uppi í sveit. En í okkar umhverfi, þar sem hún er alltaf umkringd fólki, er slíkt óframkvæmanlegt. Það er ekki hægt að vefja fullorðinni stúlku inn í pappír og stinga henni undir hendina, án þess að einhver sjái það.“ Frúin var svo fegin þessu svari, að hún gleymdi sínu eigin banni og greip fram í: „Ég skil hvað þú átt við,“ sagði hún. „Það er alveg rétt að umhverfið sé bezta vörnin. Beatrice er aldrei ein og Evelyn þín var ákaflega vinsæl. Það var henni til varnar.“ „Já, ég hélt að henni væri óhætt meðan hún hefði hóp af aðdáendum i kringum sig. Stúlkurán er ákaflega áhættusamt. Þó faðirinn borgi lausn- argjaldið, getur hann ekki verið viss um að fá stúlkuna aftur. Á hinn bóginn getur ræninginn ekki treyst því að faðirinn greiði upphæðina, þó honum takist að ná stúlkunni . . . Og auðvitað 18

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.