Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 19

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 19
er öll von úti fyrir hann, ef faðirinn leitar til lögreglunnar." „Það var einmitt þessvegna, sem ég ráðlagði þér að hringja til lögreglunnar strax," sagði Stirling, feginn að geta afsakað sig. Cross leit kuldalega á hann og hélt áfram. ,,Brátt köniust þorpararnir að raun um, hve erfitt þeim mimdi reynast að ná Evelyn. Þeir hafa auðvitað haft gætur á okkur. Þeir hljóta því að hafa séð Evelyn, þegarhún hitti vín sinn fyrir útan Pomeraniahúsið og vitað hvert þau fóru. Samt gátu þeir ekki náð henni, því hann var altaf með henni. Þá misstu þeir þolinmæðina og sendu bréfið, til að komast að þvi hvernig ég tæki því . . . Þegar ég fór til lögreglunnar, vissu þeir að ég mundi ekki taka málið neinum vettl- ingatökum." Rödd hans titraði, þegar hann tók aftur til máls: „Þeir hefndu sin í staðinn. Það var svívirðilegur glæpur laumorðingja . . . Þeir sendu mér bréfið í tvennum tilgangi. Með því komust þeir að raun um hvernig ég tæki því og það lokkaði mig út úr íbúðinni." ,,En hvernig vissu þeir að hún var að koma?" „Þeir hafa líklega sent henni einhver skilaboð frá mér, en það fæ ég aldrei að vita með vissu. Ég hefi marga grunaða, svo ég veit ekki hver þeirra það var, sem gerði það. En eitt veit ég. Maður á aldrei að leita aðstoðar lögreglunnar í slikum tilfellum. Það er þó alltaf von, meðan hún kemur hvergi nærri." Frú Stirling stóð upp og þrýsti hönd Cross með samúð. Miljónamæringurinn horfði á þau og ætlaði að fara að segja eitthvað, þegar kona hans stöðvaði hann. „Nei, ég skal segja það," sagði hún. „Þetta er erfiðasta verkið, sem ég hefi nokkru sinni gert, og þessvegna verð ég að gera það sjálf. Cross veit hve mikla samúð ég hefi með honum og að ég mundi ekki særa hann, ef ég gæti komizt hjá því." Cross brosti kuldalega: „Á ég að segja það fyrir þig? Þú villt ekki að ég sjáist framar með Beatrice. Er það ekki?" Hún kinkaði kolii, leið yfir að hafa sært hann. „Ekki opinberlega." sagði hún. „Auðvitað ótt- umst við ekki að henni verði rænt hérna, en við viljum ekki vekja athygli vissra manna á henni og morðið á Evelyn sýnir að þeir hafa auga með þér." „Ég samþykki það." „Skilurðu þá hvað ég á við og ertu ekki reið- ur? En mundu það, að við viljum fá þig hingað, eins oft og þú getur þvi við komið. Eigum við að spila?" Prú Stirling var á leiðinni að simanum, þegar Cross kallaði: „Viltu sjá nokkrar myndir af Eve- lyn ? Það er eins og hún sofi." Tár komu fram í augu hennar, þegar hún virti fyrir sér efstu myndina. Stúlka lá í rúmi og virt- ist sofa. Helmingur andlitsins var hulinn sæng- inni og ljóst liðað hárið breiddist út yfir koddann. ,,En hvað hún er faleg," muldraði hún. „Will, finnst þér hún ekki yndisleg? Engan gæti grun- að . . ." Allt i einu æpti hún af skelfingu og andlit hennar stirðnaði. Um leið og hún rétti manni sín- um efstu myndina, hafði hún komið auga á þá næstu. Hún var ekki falleg eða yndisleg. A henni lá ljóshærð stúlka samanhnipruð. Andlit hennar var blátt og augun dáin og starandi. Cross stökk á fætur og þreif myndina af henni. „Hvemig í fjandanum hefur hún flækzt þarna með," tautaði hann. „Mér þykir leitt að þú skyld- ir sjá hana." „Þú ættir að vera varkárari," sagði miljóna- mæringurinn. „Svona lagað sýnir maður ekki konum. Ef Beatrice . . ." „Þegiðu," æpti frúin í reiði sinni. „Mér býður við þessu tali um tilfinningar mínar. Ég ætti að þola að lita á myndina, þegar faðir hennar —" Röddin sveik hana og hún fór að gráta. „Beatrice má ekki frétta þetta," sagði Stirling. Beatrice var að tala við Austin í símanum, \M VEIZTU ? 1. Sarah Bernhard var einhver frægasta leik- kona, sem uppi hefur verið. Hvaða viður- nefni hafði hún? 2. Risalíkneskið á Rodos var reist um 300 f. Kr. Það var úr bronsi og var byggt á 12 árum. Hvað stóð það lengi og hvað varð af því? 3. Hver er sú státlega stjarna sem salsæti heldur, nóglega vafin, nýrna reyfi, Þegar það þrýtur, þá er hún liðin. 4. Hvað þýðir desember og úr hvaða máli er það komið ? 5. Hver skrifaSi þetta og hvenær ? „Hefði ég efni á að gefa öllum íslendingum tann- bursta, mundi ég gera þjóðinni meira gagn en þótt ég skrifaði handa henni ódauðleg ljóð. En nú hef ég ekki efni á að kaupa hundrað þúsund tannbursta og bið menn að afsaka það. Ég verð að láta mér nægja að skrifa bók." Hver lék Bernadettu í«, kvikmyndinni „Óður Bernadettu"? 7. Hver var fyrsta konan, sem kjörin var . til löggjafarþings Islendinga og hvenær? Hvenær var Jólaæfintýri Dickens fyrst gefið út? 9. Hvenær kom fyrsta bifreiðin til Islands? 10. Hvað þýðir Messías? 11. Hvaða tvö islenzk skáld hafa verið talin standa nálægt því að fá Nobelsverðlaun ? 12. Hvað er elzta konungsríki í Evrópu? Hvað tekur Kgl. leikhúsið í Kaupmanna- höfn marga? Hvaða borg á Spáni er kölluð „perla Andalúsiu" ? Sjá svör á bls. JfJf. 13 11 meðan faðir hennar hafði svo miklar áhyggjur af sáiarró hennar. Hún hafði lagt niður örugga fram- komu miljóneradótturinnar og talaði eins og til- finninganæm skólastelpa. Viola stóð við hlið hennar, til að gefa henni góð ráð um hvað hún ætti að segja. Allt í einu minntu blá blóm í vasa hana á, að hún þurfti að hringja sjálf. „Ég þarf að hringja undir eins," sagði hún við Beatrice. „Annars get ég ekki komið í veg fyrir óhapp." ,Það er allt svo æsandi, sem þú gerir, Greeny," svaraði Beatrice með öfund í röddinni. „Ég er búin. Þú getur notað þennan síma." Þó hún færi inn i svefnherbergið og gæti ekki greint orðaskil, heyrði hún samt glaðlegan hlát- ur Violu. Það var áreiðanlega eitthvað á seiði og hún var sáróánægð yfir þeim kringumstæðum, sem heftu frelsi hennar. Stirling hafði verið of fljótur á sér, þegar hann þakkaði Cross fyrir að hafa útvegað þeim Violu. BUn fullkomna lagskona var í þann veginn að brjóta niður þann vegg, sem ástríkir foreldrar og dyggir verðir höfðu byggt í kringum Beatrice, með því einu að lofa henni að kynnast eiginleik- um sínum. 15. KAFLI. Fyrsta slóðin. >LÓMIN höfðu minnt Violu á það, að hún hafði skilið blómin sín eftir vatnslaus í herberginu i Pomeraníahúsinu. Þau voru rétt að byrja að blómstra, þegar hún fékk nýju atvinnuna og gleymdi þeim. Ef hún ekki bæði einhvern um að vökva þau, væri engin von um að þau lifðu þangað til hún kæmi aftur. Pyrst vissi hún ekki hvern hún gæti beðið um að gera sér þennan greiða. Majórinn mundi áreið- anlega gleyma að skila því til dyravarðarins eða skrif stof ustúlkunnar sinnar, því honum var ekkert um snúninga fyrir leigjendurna. Goya hafði að vísu síma, en Violu var ekkert um að sleppa henni lausri í herberginu sínu. Hún hafði heim- sótt veðlánarann nokkuð oft í seinni tíð og hús- gögnin báru þess merki. Hún hefði getað beðið ungfrú Power um að gera sér þennan greiða, þvi hún hafði aídrei neit- að að lána henni potta og pönnur, þó hún væri ekki sérlega vingjarnleg. En hún hafðí engan síma og Viola vissi að hún gat ekki treyst því, að skrifstofan tæki skilaboð til hennar. Allt i einu datt henni í hug að nú hefði hún tækifæri til að hringja til Alans Foam og biðja hann um að gerast milliliður. „Viltu ganga þar við á heimleiðinni," sagði hún við hann. „Það er ekki mikið úr leið. Power er alltaf heima. Hún er geðvond piparmey, en hún er eina manneskjan, sem ég get treyst til að gera mér þennan greiða." Foam fannst einkennilegt að koma aftur i Pomeraníahúsið. 1 fyrsta skiptið, sem hann kom þar, hafði hann verið kallaður til að leysa dular- fullt hvarf, en málið hafði gufað upp í höndun- um á honum. 1 sárabætur hafði hann svo orðið ástfanginn í ungri dökkhærðri stúlku. „Mannstu eftir mér?" spurði hann dyravórð- inn, sem hafði minnt hann á garðyrkjumanninn. „Eg man til hvers þú komst hingað," svaraði hann og leit upp úr blaðinu, sem hann var að lesa. „Húsbóndinn sagði mér að horfna stúlkan hafi verið myrt. Það skýrir framkomu föður hennar. Hann hefur vitað að svona mundi fara. En það var svei mér gott að þú fannst ekki, það sem þú varst að leita að hérna." 19

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.