Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 23

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 23
* ¥ ? * FELAGSVIST ? V ? * ÞETTA var engin stórkostleg félagsvist, enda bara haldin til þess að vinna upp tapið af dans- leiknum, sem var haldinn til þess að vinna upp tapið af afmœlishá- tíðinni í júlí. Það voru aðeins átta borð, og þegar ein umferð var eft- ir, virtust góðar líkur fyrir því, að ég fengi fyrstu verðlaun: rak- vél og sex rakblöð. Það var ekki lítið spennandi, því að rakvélin mín hefur ekki verið upp á marga fiskana síðan 1942, þegar Alli fékk hana lánaða í útileguna. Samspilará minn í síðasta spil- inu hafði ég aldrei séð áður; það var búldulelt kona með langa f jöð- ur upp úr hattinum. „Það bezta við fámennar félags- vistir," sagði hún, „er það hvað allir taka því með miklu jafnaðar- geði, þó maður spili svolítið vit- laust. Á stóru félagsvistunum má heita að samspilarinn drepi mann, ef manni til dœmis verður það á að trompa ásinn hans eða eitthvað þessháttar." „Við reynum að taka þetta ekki of hátiðlega hérna," sagði ég, „en auðvitað ...." „Og ef maður svíkur lit," hélt konan afram, „Ef maður svíkur lit í stóru félagsvistunum, þá er keppnisstjórinn strax kominn og farinn að spyrja um nafnið, og ártur en maður veit af, er hann búinn að banna manni að koma oftar inn fyrir dyr. Hvað er tromp?" „Spaði," sagði ég. Hún spilaði út spaðatvisti og nœsti drap hann með þristinum, og ég 161; ásinn og átti slaginn. Ég hélt hún hefði spilað tvistin- um af því að hún ætti kónglnn, svo ég 161; út annan lágspaða, og andstæðingur minn drap með kóngnum, og þá skrikti skriti- lega í samspilara mínum og hún sagði, að þetta væri meira grínið, hún hefði víst tekið skakkt eftir kóngunum, haldið hún hef ði spaða- kóng, en hef ði bara tigulkóng. En það gerði raunar ekkert til, af því að hún væri þá alveg spaða- laus og mundi þess vegna trompa og taka slaginn. „Það getið þér ekki," sagði ég. „Spaði er nefnilega tromp." Hún sagðist ekki muna betur en ég hefði sagt sér að hjörtu væru tromp og að ég mætti til að passa mig á svona löguðu. Kvenmaðurinn, sem spilaði á móti okkur, sagði, að hún hefði hreinasta yndi af svona fjörug- um samræðum, en hún yrði að ná í strætisvagn klukkan fimm mínútur yfir ellefu, svo að ef okkur væri sama ..'.. Hún haf ði Iátið út tígul, og sam- spilari minn trompaði hann með spaðagosanum. „Þér svíkið lit," sagði maður- inn, sem spilaði á móti okkur, og vaknaði úr dauðadáinu, sem karl- menn falla undantekningarlaust í þegar sígur á seinni hluta félags- vista. Það skríkti aftur í samspilara mínum. „Það er alveg dagsatt hjá yð- ur," sagði hún, „ég er með tígul hérna, ég týndi honum innan um hjörtun. Meiri vitleysan annars að vera að hafa tvo rauða liti og tvo svarta liti. Það væri miklu auðveldara að átta sig á þessu, ef þeir hefðu blaa og græna liti. Eg skrifaði einu sinnl Víkverja um þetta, en hann birti bréfið ekki." Hún tök upp spaðann og lét tig- ul í staðinn. „Þér gafuð hjarta í siðasta spaða-útspil," sagði kvenmaður- inn, sem spilaði á móti okkur. „Það er of seint að fást um það núna," sagði samspilari minn. „Þér hefðuð átt að segja það þá." Kvenmaðurinn, sem spilaði á móti okkur, kallaði á keppnis- stjórann, sem sagði, að það kost- aði okkur sex slagi að svikja lit tvisvar. Við höfðum fengið sjö slagi, svo að nú var einn eftir, og ég var tveimur stigum lægri en efsti maður og missti af fyrstu verðlaununum. Þau vann svart- brýndur náungi, sem ég kannaðist ekkert við. Samspilari minn brosti glaðlega framan í mig. „Þetta er maðurinn minn," sagði hún. „Það er alveg ótrú- legt, hvað hann er heppinn í fé- lagsvist, þegar þátttakendurnir eru ekki allt of margir." Þurrkaðir ávextir nýkomnir beint frá Californiu • BLANDAÐIR ÁVEXTIR • SVESKJUR URVALS TEGUND YMSAR STÆRÐIR ÞURRKUD EPLI EPLI PERUR KÚRENUR RÚSÍNUR I PÖKKUM OG LAUSU 1 PÖKKUM OG LAUSU Frá SPÁNI eru nýkomnar APRIKOSUR Eggert Kristjánsson & Co., h.f. PLUTOSILFUR: # Borðbúnaður Kertastjakar Blómavasar Konfektskálar Vindlakassar Vindlingakassar Skartgripaskrín Glasabakka Vínstaup Cocktailhristara Pappírshnífar Bókamerki Armbönd Hálsmen Manchetthnappar Eyrnalokkar Frakkaskildir. TRULOFUNARHRINGIR. Munið PlÚtÓSÍlfur PLUTO H.F. Sími 7017 — Skipholt, 25 — Sími 7017. 23

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.