Vikan


Vikan - 11.12.1952, Page 26

Vikan - 11.12.1952, Page 26
of fljót á sér Þegar Virginía var einum Það gerast æfintýrl í ölliun skólum. Þetta gerðist í TJniversity of North Carolina í Chapei Hill 1944 og ’45. EGAR Virginía Cooper kom í blaðadeildina, urðum við allir ástfangnir í henni, sumir í heilan mánuð. Hún var limalöng og mjó og með stór augu. Hún gekk í loðfeldi þetta haust, þegar veður leyfði, en þó það væri fallegur loðfeldur, sögðu hinar stúlkurnar í deildinni, að hann væri úr kanínuskinnum. Það var mikil tíska um þessar mundir, að stúlkur í efri bekkjunum hefðu áhuga á leiklist. Þær gerðu áhlaup á leiklistardeildina, uns hún varð að auglýsa lokun. En það lagðist þungt á marga, þar á meðal Virginíu, sem var of sein að láta skrá sig. Hún varð svo hnýpin, að ioðfeldurinn síkkaði um tommu að minnsta kosti, og hún steinhætti að brosa. Hún brosti ekki í heila viku og við vorum farn- ir að hafa áhyggjur af henni í blaðadeildinni, þegar hún mætti einn morguninn í einkennisbún- ingi leikskólans. Þetta var ekki opinber einkennis- búningur, en stúlkurnar í Chapel Hill voru lægnar að finna upp einkennisbúninga að hætti banda- riskra skólastúlkna. Ég hef sagt frá því hér í blaðinu áður, hvernig það varð einn góðan veður- dag tiska hjá stúlkunum í skólanum að klæða sig eins og þýzkir striðsfangar. Þetta haust fannst leikskólastúlkunum það eiga best við af öllu að ganga í gömlum vinnufötum af sjóliðum, og þeg- ar Virginía mætti í tima í nankinsbuxum og blá- um jakka með ankersflúruðum hnöppum, þá viss- um við samstundis, að henni hefði einhvernveg- inn tekist að komast í leikskólann. Hún var líka í yndislegu skapi, og það var hreinasta unun að sjá hana brosa. I FRÁSÖGUR FÆRANDI Við vorum að óska henni til hamingju, þegar Coffin prófessor spurði hæversklega, hvort hann ætti kannski að koma seinna. Coffin prófessor stýrði blaðadeildinni. Hann var óskaplega kald- hæðinn, og hann hafði mikla óbeit á leikhúsum og bíóum. Auk þess var hann gamall ritstjóri og stjórnaði deildinni eins og ritstjórnarskrifstofu. Þegar hann var reiður, kallaði hann okkur gras- asna og ragmenni, en þegar hann var í góðu skapi, bauð hann okkur upp á bjór. Hann hélt á úrklippu úr skólablaðinu og negldi hana upp á, töflu. Svo vatt hann sér að bekknum og sagði, að öðrum eins grasösnum og raggeitum hefði hann aldrei kynnst á æfinni. Svo stillti hann sér upp fyrir framan töfluna og sneri i okk- ur bakhlutanum og las greinina frá upphafi til enda. Hann var hás, þegar lestrinum lauk, og eins og naut í framan. Þetta var hólgrein um ungan kennara við leik- skólann, kippa á kippu ofan af væmnum lýsing- arorðum. Höfundurinn líkti unga kennaranum við flesta kunnustu leikarana í Bandaríkjunum og gerði hann að afbragðsleikstjóra i kaupbæti. Og höfundurinn hét Virginia Cooper. Coffin prófessor spurði Virginíu, hvenær hún hefði byrjað að drekka. Hann spurði líka, hvort hún hefði athugað það, að nú væri hún sjálfkjörin í S.A.P., eða Samband amerískra fávita. Og hann klykkti út með því, að ef það væri ekki kanína í loðfeldinum hennar, þá vissi hann ekki hvað kanína væri. Svona lét hann dæluna ganga kennslustundina út. En þegar tímanum lauk, var ekki að sjá, að Virginía hefði heyrt orð af því, sem hann sagði. Hún brosti sínu unaðslega brosi framan í prófess- orinn um leið og hún kvaddi, gekk svo keik og dansafldi kát út úr stofunni. Það var aðeins 25 stiga hiti, en samt var hun ekki i loðfeldinum. Hún vissi, að nú var svo ástatt í Chapel Hill að aðeins næstbest klæddu stúlkurnar gengu í loð- feldum. Best klæddu stúlkurnar gengu í upplituð- um nankinsbuxum og bláum jökkum með ankers- flúruðum hnöppum. Virginía var fyrir löngu orðin þreytt á leiklist- inni, þegar Marty Feller kom í skólann. Hann var hár og grannur strákur með stór eyru og góðlát- legt en fremur aulalegt bros. Hann var búinn að gera árangurslausar tilrauhir til að ganga i her- inn, flotann og strandvarnasveitirnar, en enginn vildi taka hann. Hann var eitthvað veiklaður. Þetta tók hann ákaflega nærri sér, þó allir vissu í skólanum, að hann væri óðfús að fara í stríðið. Marty ætlaði að verða blaðamaður, og það fór fyrir honum eins og öllum öðrum í blaðadeildinni: hann varð ástfanginn í Virginíu. Aðeins brá hann út af venjunni að því leyti, að hann hélt áfram að vera ástfanginn í henni, rétt eins og þetta væri ekki dægrastytting heldur bláköld alvara. Þá var Coffin prófessor búinn að taka Virginíu í sátt, enda hafði hún gert rækilega yfirbót og skrifað að minnsta kosti tvær hvassyrtar greinar um leikhústrúða á stríðstímum. Henni fannst ungum leikurum sæmara að ganga í herinn og skjóta Jápani en þenja kjaft uppi á leiksviðum, leik- andi stríðshetjur og þyljandi innihaldslausar ræð- ur eftir andlausa ónytjunga á borð við Eugene O’Neill, Robert Sherwood eða hvað þeir nú hétu. Ef ég man rétt, var Virginía einmitt í þessu bú- in að fá logandi áhuga á íþróttum og hjálp í við- lögum, en því fylgdi að sjálfsögðu nýr einkennis- búningur. Hún tók tima í leikfimikennslu og likamsrækt, en það var mál manna, að leikfimis- og líkamsræktarstúlkurnar í skólanum væru öll- um stúlkum hnellnari og einbeittari á svipinn. Þær virtust líka undantekningarlaust eiga bræð- ur eða frændur í hernum, ef taka mátti mark á klæðaburði þeirra. En sá einkennisbúningur, sem þær tóku upp og héldu tryggð við fram á vor, var vinnubúningur óbreyttra hermanna. Hann var jafnvel herfilegri en sjóliðabúningurinn, svo stúlk- urnar í Chapel Hill vildu auðvitað ólmar ganga í honum. Marty var feiminn og hæglátur piltur og honum gekk býsna illa að ganga í augun á Virginíu. Auk þess hafði hún feiknmikið annríki. Hún fullyrti, að það væri heilög skylda bandarískra kvenna að vera við því búnar að fara í stríðið við Möndulveldin. Þessvegna tók hún aukatíma í svonefndum erfiðisíþróttum, en þeim má ef til vill helst líkja við Atlaskerfið í tíunda veldi eða hindrunarhlaup með óyfirstíganlegum hindrunum. Það var æfing tvisvar í viku og kennararnir voru örlátir á erfiðið. Það var hlaupið eftir skógar- stigum, þar sem voru ýmiskonar tálmanir, nátt- úrlegar og ónáttúrlegar. Það var hlaupið yfir hóla og klifrað upp kletta, skriðið í gegnum gadda- vírsflækjur, vaðið yfir fen og læki, buslað í leðju, baslað í sandi, brotist i gegnum runna — hlaupið í það óendanlega, hlaupið út og suður, hlaupið í kulda, hlaupið í hita, hlaupið í myrkri, hlaupið í bandvitlausri rigningu, hlaupið i sjóðvitlausum fárviðrum. Vond veður og vond færð voru frum- skilyrði þessarar íþróttar, og þegar þátttakend- urnir skreiddust út úr skóginum og drógust af veikum mætti inn í búningsklefana, þá var gjör- samlega ómögulegt að sjá, hver var Virginía og hver var rauðhærði ljóti strákurinn með skögul- tennurnar. En þegar Virginía kom inn til Grikkj- ans um kvöldið til þess að drekka með okkur glas af bjór, þá var hún svo viðbjóðslega heil- brigð á sál og líkama, að Marty, sem enginn vildi taka i stríðið, féll allur ketill í eld. Hann sat steinþegjandi allt kvöldið með bjórglasið sitt og horfði á Virginíu, þessa limalöngu stúlku sem hann elskaði, þessa stúlku sem hann þráði, þessa 26

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.