Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 27

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 27
og Halifax kom í heimsokn tíl Chapel Hill stúlku sem af svo aðdáanlegri festu og fómfýsi æfði sig í því tvisvar i viku að fara í strið við Möndulveldin. Virginía var allra stúlkna vinsælust, líka í hópi stallsystra sinna. Það gerði hin taumlausa lífs- gleði, gáskinn, kætin og seiglan. Þó samdi henni illa við eina stúlku í deildinni, en þar var við hvoruga að sakast. Þær voru svo gjörólíkar, eins og dagur og nótt, sultutau og saltfiskur. Virginía var símasandi, sihlægjandi, alltaf að uppgötva ný og dásamleg æfintýri. Mary Hale var alvöru- gefin og íhugul stúlka, einbeitt og stefnuföst, stór og þrekin og ihaldssöm í klæðaburði; hún hafði háa og hvella rödd, og hún var eilítið skapill. Hún leit á Virginíu sem einskisnýtan stelpu- kjána og hafði skömm á hermannaleikjunum hennar. Hún sagði, að þegar bandarískir hermenn berðust upp á líf og dauða í framandi löndum, þá ættu ekki snoppufríðar auðmannadætur að vera að apa þá úti í skógi. A hinn bóginn hafði Virginía ef til vill svolítið of gaman af að erta Mary; til dæmis heilsaði hún henni lengi vel aðeins að hermannasið, hleypti þá brunum og lét smella í hælunum. En svo fór Mary Hale i stríðið í stað þess að skríða í gegnum gaddavírsflækjur tvisvar í viku; hún gekk í kvennasveitir bandaríska hersins. Hún átti þá eftir rúmt ár í blaðadeildinni og hugðist ljúka námi eftir stríð; þessvegna skrifaðist hún á við Coffin prófessor, en hann leyfði okkur að fylgjast með frama hennar í hernum. Og hún var orðin liðsforingi í æfingastöð nýliða um klukku- tíma akstur frá Chapel Hill, þegar Virginía upp- götvaði á einni nóttu nýtt og dásamlegt æfintýri — og uppgötvaði svo, að þetta æfintýri var blá- kaldur veruleiki. Fyrst þarf ég að kynna betur Grikkjann, sem ég nefndi áðan. Þetta var pínulítill Grikki, liðlega fimmtugur, og hann hafði komið kornungur til Bandaríkjanna og sest að í Chapel Hill. Þar rak hann svolitla bjórstofu, notalega stofu og vel látna. Grikkinn var einn best klæddi maðurinn i Chapel Hill, þó sumum þætti hann óneitanlega nokkuð áræðinn tiskuherra. Hann var mikill vinur Coffins prófessors, sem drakk hjá honum bjór daglega. Þeir skildu hvorn annan mætavel, þó Svolítil BRIDGEÞRAUT * D * *. + A, S, 2 * K, 10, 7 ? 8, G V ». D. O 4 D, O, 10 * - N V S A * A, K, 5 9 A, 9, 8 7 * K * - Spaði er tromp og suður á út. Norður og suður eiga að taka sjö slagi. Grikkinn segði sjaldnast meir en þrjú orð á móti hverri þrjátíu minútna ræðu prófessorsins. Nemendur blaðadeildarinnar höfðu líka miklar mætur á Grikkjanum; bæði var það, að hann átti jafnaðarlega til nóg af bjór, og svo hitt, að lim- irnir vilja dansa eftir höfðinu. En það var einmitt i notalegu bjórkránni Grikkjans sem við fréttum, að Virginía væri farin úr skólanum og mundi væntanlega ekki sjást í honum aftur næstu tvö þrjú árin. Þetta var á sunnudagskvöldi og það var vetur í Chapel Hill, það er að segja kaldar nætur og votviðrasamir dagar. Það var frakkaveður og við sátum í innsta básnum og bjórinn var kominn á borðið þegar Grikkinn sagði okkur tíðindin. Hann sagði, að Virginía væri farin, hún hefði tekið þettá í sig í fyrrinótt, en þó hann vissi ákaflega vel, hvert hún hefði farið og hvers vegna, þá mætti hann ekki segja það. Hann var talsvert upp með sér, að Virginía skyldi hafa gert hann að hálfgerðum trúnaðarmanni sínum, og í tilefni dagsins var hann í spánýrri rósóttri skyrtu og spánýjum hvítum skóm. Við reyndum að veiða upp úr honum leyndar- málið og gáfum honiim hvern bjórinn a fætur óðrum — sem hann seldi okkur sjálfur — en allt kom fyrir ekki. Þó hætti Marty, sem auðvitað var í öngum, sínum^ allt % einu að vera fámáll og reyndist nú varla minni mælskumaður en sjálfur prófessorinn. En ekkert dugði: Grikkinn teygaði bjórana af beztu list en sagðist vera of mikill sjentilmaður til þess að bregðast trúnaði ungrar stúlku. Undir miðnætti var hann orðinn hrærð- ur yfir sjentilmennskunni í sjálfum sér, og þá fórum við. Auðvitað var Virginía efst á dagskrá hjá okkur alla þessa viku, enda ekki hlaupið að því að gleyma henni. Auk þess syrgði Marty hana svo sárt, að aumkunarvert var á að líta, og svo kom á daginn, að Coffin prófessor fékk öðru hvoru bréf frá henni; það var með hana eins og Mary — hún ætlaði að ljúka námi seinna. En prófessor- inn reyndist engu minni sjentilmaður en vinur hans Grikkinn og varðist allra frétta. Þó sagði hann okkur, að Virginía væri við bestu heilsu og búsett ekki fjarri Chapel Hill; en meira fékkst hann ekki til að segja, enda hefði Virginia óskað eftir því, að fá sjálf einhvern- tíma síðarmeir að leiða okkur í allan sannleikann. Við hefðum því sennileg- ast haldið áfram að skegg- ræða þetta dularfulla mál fram á sumar, ef annar merkisatburður hefði ekki gerst í Chapel Hill. Yfir- völd skólans tilkynntu með talsverðum fjálgleik, að þangað væri von á tignum gesti, hvorki meira . né minna en enskum aðals- manni, sem væri í þokkabót sendimaður hans hátignar Georgs VI Bretakóngs. Það var Halifax lávarður, brezki sendiherrann í Washington, sem ætlaði að heiðra okk- ur með nærveru sinni eina dagstund. Og þegar sá mikli dagur rann upp, þá reyndist hann jafnvel ennþá meiri dagur en nokkurt okkar hafði búist við. Því * 10, 9 v - + 1, 5 * D, 9, 6, 5 hver skyldi velja einmitt þennan dag til þess að birtast á ný meðal okkar önnur en hin eina og óviðjafnanlega Virginia. Halifax lávarður ætlaði að halda yfir okkur ræðu um hetjuskap bandamanna og hundingja- hátt óvina þeirra, og það var afráðið, að hann skyldi flytja ræðuna á íþróttavelli skólans. Ensk- ir lávarðar eru ekki daglegir gestir í amerískum skólum, og skólastjórnin komst að þeirri niður- stöðu, að svo margir mundu vilja skoða lordinn, að enginn af samkomusölum skólans gæti rúmað þann fjölda. Auk þess voru stjórnmálamennirn- ir í Washington búnir að skipuleggja stórkost- lega móttökuhátíð: það áttj embættismaður frá Washington að kynna lávarðinn og embættismað- ur frá Washington að þakka honum komuna, það átti lúðrasveit úr flotanum að leika fyrir og eftir ræðu lávarðarins og flokkur hermanna að standa um hánn heiðursvörð; og um kvöldið skyldi efnt til mikillar veizlu og bjóða til hennar sæg af fólki. Það var uppi fótur og fit í blaðadeildinni, því það er eins með amerisk blaðamannaefni eins og aðra ameriska borgara: þeim er ekki a hverjum degi boðið að skoða lávarð. Coffin prófessor mátti byrsta sig í símann og kalla nokkra í undirbún- ingsnefndinni grasasna og raggeitur, en þegar lávarðurinn birtist á íþróttavellinum, sátum við líka i beztu almenningssætunum, þó að mennirnir í undirbúningsnefndinni gæfu okkur óneitanlega illt auga. Svo gekk lávarðurinn til sætis um- kringdur embættismönnum frá Washington, og það var mildi að þetta var langur lávarður, því annars hefði enginn séð hann fyrir embættis- mönnunum. Svo kom lúðrasveitin úr flotanum inn á leikvanginn og á hæla henni herflokkurinn, og hann var þá skipaður eintómu kvenfólki. Áhorfendurnir klöppuðu sjóliðunum og herkonun- um lof í lófa, en sveitirnar staðnæmdust fram- undan stúku lávarðarins og stóðu þar í varðstöðu. Þá klöppuðu áhorfendurnir aftur, því öllum var herfilega kalt og klappið hjálpaði; svo vorkenndu lika allir vesalings sjóliðunum og herkonunum, sem hlaut að vera kaldast allra að þurfa að standa svona í hreyfingarlausri varðstöðu í meir en klukkutíma og mega ekki einu sinni berja sér til hita. Það var sjálfsagt að klappa duglega fyrir svona fólki, þó það væri í þykkum frökkum. Svo spiluðu sjóliðarnir brezku og bandarísku þjóðsöngvana, og þar næst stóð lávarðurinn upp og gekk fram i stúkuna og á eftir honum 811 embættismannahersingin og flutti ræðu. Það var þessi venjulega diplómataræða um það, hvað báð- ar þjóðirnar væru góðar og göfugar, en áhorf- endurnir klöppuðu fyrir lávarðinum með kurteis- legu millibili og þó mest, þegar hann var búinn. Þá spratt upp embættismaður frá Washington og þakkaði ræðuna með mörgum fögrum orðum, en þegar það var búið, spilaði lúðrasveitin þjóð- söngvana á nýjan leik. Þá voru allir orðnir bláir af kulda, og allir klöppuðu eins og vitstola mann- eskjur, þegar aumingja sjóliðarnir og herkonurn- ar máttu að minnsta kosti hreyfa sig í takt og gengu fylktu liði út af leikvanginum. Auk þess er það í frásögur færandi, að þegar hér var komið, missti Marty vitið. Coffin prófessor þurfti aftur að byrsta sig töluvert í símann og kalla nokkra I undirbúnings- nefndinni grasasna og raggeitur, áður en hann gat útvegað okkur aðgöngumiða að veizlunni. Við vorum tíu eða fimmtán saman. Það var búið að taka bekkina úr salnum í leikhúsinu og þar var veizlan haldin. Við fengum aðgöngumiða að Framhald á bls. J/l. ¦27

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.