Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 30

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 30
Svipmyndir ár leikkislífinii við Hverfisgötu Ð L E I K H W u s I Ð Guðlaugur Rósinkranz þjóðleikhússtj. 1. Gunnþórunn Halldórsdóttir og Friðfinnur Guðjiónsson. 2. Poul Reumert. 3. Valur Gíslason. 4. Else Miihl og Guðmundur Jónsson. VIKAN birtir hér myndir úr nokkrum leikritum sem Þjóðleik- húsið hefur haft til meðferðar síð- an það hóf starfsemi sína vorið 1950: 1. Jón bóndi og kona hans í Fjalla-Eyvindi. 2. Úr Det Lykkelige Skibbrud. Gestaleikur frá Kgl. Leik- húsinu í Kaupmannahöfn. 3. Jón Arason biskup í Herra Jón Arason. 4. Gilda og Rigoletto í óperunni Rigoletto. 5. Hertoginn í Rigoletto. 6. Jón, Kerlingin og Óvinurinn í Gullna hliðinu. 7. Eyvindur og Halla í Fjalla- Eyvindi. 8. Willy og Linda Loman í Sölu- maður deyr. 9. Jessica og Hugo í Flekkaðar hendur. 10. Heilög Jóhanna í samnefndu leikriti. 11. Jón Hreggviðsson í Islands- klukkunni. 32. Guðríður Símonardóttir og Hallgrímur Pétursson í Tyrk ja-Guddu. 13. Úr leikritinu Dóri. Þjóðleikhúsið hefur nú sýnt 31 leikrit eftir innlenda og erlenda höfunda. Vinsælasta leikritið var Islandsklukkan, eitt af þrem íyrstu viðfangsefnum leikhússins, en það var sýnt 56 sinnum. Hér hafa líka komið erlendir leikflokkar og einstakir leikarar á vegum Þjóðleikhússins. Yngstu leikhúsgestirnir verða heldur ekki útundan, því á hverju ári eru leikin barnaleikrit. Jólaleikritið í ár er Skugga- Sveinn, en það er orðið nokkuð langt siðan þetta vinsæla leikrit hefur sést hér á sviði og marga farið að langa til að sjá það aft- ur. 1 þetta< skipti leikur Jón Aðils Skugga-Svein, Guðbjörg E>or- bjarnardóttir Ásu, Rúrik Haralds- son Harald, Nína Sveinsdóttir Guddu og Bessi Bjarnason Gvend. Frumsýnt verður á annan jóladag, éins og venja er til. Önnur leikrit sem Þjóðleikhúsið hefur til meðferðar um þessar mundir eru Rekkjan og Topaz. 1 vetur hefur Júno og páfuglinn verið leikið, en sýningum á því mun nú lokið. 1 byrjun janúar er von á Stefnu- mótinu í Senlis eftir Anouilh. 5. Stefano Islandi. 6. Brynjólfur Jóhannesson, Arndís Björnsdóttir og Liii'us Pálsson. 80

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.