Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 33

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 33
MO Eftir JAY DRATLER. HVERNIG ætli þetta hafi orkað á mig? Það var eins og hún hefði stungið logandi síga- rettu i nakið hjartað á mér. Og þó er ekki allt með því sagt. Öðru nær. Enn er ósagt frá, hvernig mér leið um kvöldið. Það var skammt liðið á kvöld, þegar ég hringdi. Þá var tjaldið bara dregið upp. Læknirinn hafði ráðlagt Sú að fara á fætur. Nú mátti hún koma niður til kvöldverðar í fyrsta skipti í marga mánuði. Hún hafði beðið þéss kvíöafull, að ég bæri sig niður, því að ennþá mátti hún ekki ganga stiga. Hún var í fallegum, dökkum slopp, sem afmáði öll merki um þung- unina. Hún hafði greitt sér, eins og mér féil bezt, niður með vöngum. Og hún bar eyrnalokk- ana, sem ég gaf henni fyrrum — eyrnalokkana, sem Móna valdi henni. En ég umbar það ekki aðeins; ég lék mér að lygunum eftir kúnstarinnar reglum. Mér fannst þetta ósköp eðlilegt. Ég vildi ekki, að Sú vissi neitt. Mig langaði ekki til að særa hana, því að ég elskaði hana. Eg vissi, að ég elskaði hana heitt. Ást mín til hennar hafði ekki dvinað eitt einasta augnablik. Kertaljósin slógu bliki í augu mér, þegar ég leit til hennar yfir borðið, og- þá var allt eins og það hafði verið fyrir nokkrum mánuðum, áð- ur en Móna kom til sögunnar. Við vorum sam- lient sem fyrrum, og ég var bara eiginmaður, sem hafði tekið hliðarhopp. Það hafði mér aldrei til hugar komið, fyrr en ég sá Mónu. „En hvað er gaman að geta borðað með þér aftur, vinur,“ sagði hún. Það olli mér stöðugri kvöl að horfa á eyma- lokkana. „Aldrei gæti ég fengið skemmtilegri borðfélaga en ykkur,“ sagði ég. „Á ég að koma með aukastól handa þeim ófædda.“ „Nei. Hann kann enga borðsiði ennþá. Auk þess snýr hann líkasttil botninum upp eins og stendur," sagði hún og hló. „Prakkari er það barn,“ sagði ég hlæjandi. „Að það skuli snúa botninum upp.“ Við drukkum vatn á undan steikinni. „Skál fyrir honum — eða henni.“ Hún lagði glasið frá sér. „Ég talaði lengi við Önnu í dag. Ég reyndi að búa hana undir komu litla bróður, eða iitlu systur, vildi láta hana taka þátt í ábyrgðinni.“ Ég kinkaði kolli. „Ég sagði henni, að hún bæri jafnmikla ábyrgð á þessu og við, og að við yrð- úm öll að annast barnið. Henni þótti gaman að lieyra það." „Jafnvel um of,“ sagði’ Sú. „Ég sagði henni við yrðum að vera ósköp blíð við barnið, þvi að það væri svo lítið. Og þá sperrti hún á mig aug- un og sagði í gáska, „Ef það verður voða litið, þá getum við flengt hann.“ „Passar," sagði ég. „Ég sá hana flengja eina brúðuna sína með priki." „O, það er engin hætta á öðru en hún reynist honum vel. Og auk þess er hún svo vel viðbúin komu hans. Hún bíður af eftirvæntingu." „Það gerum við öll,“ sagði ég. Við spjölluðum saman alveg eins og við vorum vön, og hlýja hennar og ástúð orkaði á mig eins og hreins- andi bað. Ég talaði eins og ekkert hefði skeð, og mér tókst það. Ég tal- aði eins og húsbóndinn á heimilinu, og mér tókst það. En innra með mér leið ég kvalir. Ég kvaldist af tilhugsuninni um orð mín og gerðir. Ég held mér hafi þá verið ljóst, að þetta gæti ekki gengið til lengdar. Neistinn þaut með ógn- arhraða í átt til sprengjunnar. Ég gat ekkert gert til að stöðva hann; og nú vildi ég ekkert gera til að stöðva hann. Þetta gat ekki haldið áfram; samt varð það að halda áfram. En þó vildi ég skjóta því á frest. Seinna um kvöldið þakkaði Sú mér fyrir að vera svona þolinmóður og hugulsamur við sig, fyrir að stökkva aldrei upp á nef mér, fyrir að færa henni bækur til að lesa og sælgæti, tíma- rit og skemmtilegar gjafir. En þolinmæðin og hugsunarsemin var sprottin af áhuga á Mónu. Ég hafði keypt fyrir hana sömu bækur og fyrir Mónu. Og alla smáhlutina hafði ég líka gefið Mónu. Og heimilisföðurinn Budda renndi til mín auga úr skrifstofunni, og bros hans virtist heldur af- undið. „Ég veit, að þetta hefur reynt mikið á þig, vinur“, sagði hún. „Ég hef verið svoddan aum- ingi, og þú hefur orðið að borða einn og gera allt einn. Ég veit hvað þér þykir það leiðinlegt. . . og ég hef saknað þín voðalega. En ég bæti þér það upp, þegar þessu er lokið, þegar ég hef losað mig við þennan herfilega ham . . . Við eigum eft- ir að gamna okkur saman aftur. Og ég skal knýja þig til að dansa, þangað til þú grátbiður mig um miskun . . . Ég skal klæðast fötum, sem æra þig hreint alveg. Og þú mátt tutla þau utan af mér, hvenær sem þú vilt..." Á allt þetta varð ég að hlusta. Og ég varð líka að gefa einhver svör. Ást Súar frá liðnum árum flæddu yfir mig líkt og stórstraumsflóð. Minn- ingar um gleðistundir og- armæðu frá liðnum tímum. Brandarar í kyrrþey. Siðferðisstyrkur hennar, sem ævinlega stældi í mig kjark. Traust hennar, sem jók mér öryggi. Allt þetta og miklu meira. Og nú var líkt og þetta dundi á mig úr öllum áttum, likt og höggin, sem Makk veitti mér forð- um úti fyrir barnum. Það sáust engin merki eftir þau högg, en þeim mun sárar sviðu þau. Og þessa nótt komu svefngríman og eyrnatapp- arnir að engum notum. Ég sofnaði ekki dúr. Ekkert gat hrundið frá mér hljóminum í rödd Súar. Ekki einu sinni rödd Mónu, sem ómaði þó samtímís. Ekki einu dinni þrumuhljóðin, sem hvinu, þangað til ég tók tappana úr hlustunum og lyfti upp öðrum handlegg. Svefnlaus. Friðlaus. Alla tima. NÆSTA morgun var ég svo linur og vansvefta, að ég gat varla dregizt fram úr rúminu. Augnalokin hnigu jafnvel aftur, meðan ég var að raka mig. Ég hresstist ekkert við morgun- verðinn, ekki heldur, þó ég æki til skrifstofunnar með bílþakið niðurdregið. Ég var yfirþyrmdur óljósum ótta, sem sífellt jókst og magnaðist inni í mér. Mestan hluta morgunsins hímdi ég í skrifstof- unni og starði út um gluggann, hugsun mín dofin og fingurnir hamrandi í borðplötuna. Allt rann út í eitt fyrir augum mér. Mér tjóaði ekki að reyna til að vinna. Ég gleypti nokkrar bensíndrintöflur, hressingarlyf, sem rithöfundar nota mikið. Síðustu vikur hafði ég tekið þær inn reglulega, en nú virtust þær ekki verka. Mér fannst ég vera úttaugaður. Og ég hafði létzt mikið líka. Svona var ég á mig kominn, uppþemdur af bensíndrini, en engu að siður groggaður og niður- dreginn, þegar Móna hringdi. „Jon“, sagði hún. „Ástin mín . . . heyrðu ..." „Móna? Hvað hefur gerzt? Ég... “ „Ég veit það. Það varst þú í gærkvöldi. Gerðu það aldrei aftur, ástin mín. Annars gerir þetta hreint út af við mig“. „Hvað meinarðu? Hvað kom fyrir?" „Ég veit það ekki, en hann grunar eitthvað. Það er næstum eins og hann viti allt“. Rödd hennar var lág, en hröð, hún stóð á öndinni eins og hún væri hrædd. En rödd hennar orkaði á mig eins og lúðra- blástur af himnum. Ég vaknaði aftur til lífsins. Merkingin í orðum hennar skipti engu. Rödd hennar hljómaði í eyrum mér, og það eitt verkaði eins og adrenalín, hjarta mitt sló örar. „Hann getur ekkert vitað, Móna“, sagði ég. „Nema þú hafir gert einhverja skyssu . .. “ „Ég hef enga skyssu gert. Það þarftu ekki að óttast. En . . . ó, ástin mín, ó, ástin mín ..." „Móna, ég . . . “ Það svaraði enginn. Hún var farin úr símanum. Um stund taldi ég mér trú um, að hún hefði lagt á, af því hún hefði haldið ég væri búinn að tala út. En það gagnaði ekki. Ég vissi, að hún hafði orðið að hætta. Fljótt. Og ég vissi hvers- vegna. Hann hafði komið heim, og annaðhvort hafði liann hlustað, eða ætlað sér að hlusta. Hvað átti ég að halda? Vissi hann eitthvað eða ekki ? En þegar maður fer að skipa sjálfum sér að hugsa, skipa sjálfum sér að gera eitthvað, knýja sjálfan sig til verka — þá er eins og allt vefjist móðu. Allt hrekkur í burt. Maður getur gleypt í sig handfylli af bensindríni, en það hrífur ekki. Maður getur gengið út að glugganum og reynt Aðdráttarafl konu stendur í réttu hlut- falli við hornið, sem fótur hennar mynd- ar við jörðina. Ef hornið er nálœgt 35°, er hún liættulega aðlaðandi. Allur líkam- inn fer eftir þvi, hvernig fœturnir standa á jörðinni, og konur, sem ganga á lágum hcelum, eru ekki mjög aðlaðandi og eiga því auðvelt með að gœta virðingar sinnar. (Anatole France) að svelgja í sig svalar lindir himinsins — en jafnvel það mun ekki duga til að feykja móðunni burt úr huga manns. Ég varð að bíða, sveittur, kraminn á hjarta. Ekkert gat bjargað mér. Og ég reyndi að þrauka. Ó, drottinn minn, hvað það var erfitt. Á þrem klukkutímum rissaði ég þrjátíu arkir. En það var svo illa samið, að ég las það ekki einu sinni yfir. Ég fleygði þeim beint í ruslakörfuna, þegar Kata lauk við að endurrita þær seinna um kvöld- ið. Þegar ég kom heim, fór ég niður í kjallara og gerði við leikföngin hennar önnu, en það hafði ég trassað lengi. Ég gerði við hægindastól og lítið straubretti. Ég þurfti að líma saman postu- lmcbrúðu. Hárið hafði dottið af tuskubrúðu, sem Anna átti. Ég föndraði við hamar og nagla. Ég málaði þríhjólið hennar Önnu. En þetta kom mér að engu haldi. Enn eymdi eftir af sanellykt í vitum mínum, og ég vissi ekki, hvort það var frekar af Sú eða Mónu. Óttinn gróf um sig. í hjartanu, en ég vissi samt ekki, hvort það var vegna Súar eða Mónu. Ég var að klofna í tvennt. Höfuð mitt var mikilstil klofið. Einhver knúði án afláts meitil gegnum höfuðskelina. Nú var ég hættur að geta borðað. Ég lifði aðeins á appelsínusafa og kaffi og veikri von um, að eitthvað mundi koma mér til hjálpar. 33

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.