Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 34

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 34
Sjóher eða riddaralið, kraftaverk eða hókuspók- us. Reykelsi hefði ég brennt, ef ég hefði getað treyst á mátt þess. Og þá fór mér að skiljast, hve mikið var um trúnaðarbrot og svikamyllur í þessari borg. Menn eins og ég gátu ekki án þess verið. Það mætti ætla, að eitthvað hefði verið bogið við bensindríntöflurnar, eins og ég át mikið af þeim — þrjár og fjórar i senn, af því að þær hrifu svo lítið. Annar dagur leið, og þá um morguninn kom Kata inn til mín og sagði, að Bromley vildi tala við mig. „Um hvað?" spurði ég höstugur. „Eg get ekki talað við hann núna. Ekki núna!" hróp- aði ég að henni. „Hvað á ég að segja honum?" spurði hún hljóðlega. „Segðu honum ég sé dauður. Segðu honum hvað, sem þér sýnist," sagði ég. Svo sannarlega er ég dauður. JSg er að brenna, ekki eins glatt og fyrrum, ekki á sama hátt og hjá Mónu. Nú brenn ég hægar. Ég stóð á fætur, af því að Kata hafði ekki hreyft sig úr sporunum. Hún beið bara. „Jæja þá," sagði ég. „Eg skal fara til hans. Mér ér sama þó að hann beri mig út." „Það verður hann að gera," sagði Kata. „Því að likasttil fellurðu saman inni hjá honum. Ertu veikur?" Ein kona getur verið dásamleg, en tvœr konur eru alltaf hrceðilegar. Hversvegna ? Vegna þess að ég held að tvœr konur geti aldrei verið sammála, nema á kostn- að þeirrar þriðju. (Sacha Guitry) „Jamm," sagði ég lágt. Mjög veikur. Liðið lík. Til reiðu handa grafhýsinu við Sunset búlivarð- ann, þessu með klukkuna og dingulinn framan á sér — vísalausu klukkuna með dinglinum, sem hringir ekki fyrr en öllu er lokið. Ég smeygði nokkrum töflum upp í mig og gleypti þær í hvelli. Þær hrifu strax. Þær mundu herða mig upp, meðan ég talaði við Bromley. En nú skildist mér, að ég hefði étíð helzt til mikið af þeim á síðkastið. Þær fóru illa með taugarn- ar, en einhvernveginn varð ég að herða mig upp, ekki satt? Þær stældu mig að minnsta kosti núna, áður en ég fór til Bromleys. Ég man harla lítið, hvað okkur Bromley fór í milli. Ég man bara, að hann sat handan við skrifborðið, og augu hans hvíldu á mér allan tímann, fylgdu mér eftir, þegar ég gekk um gólf og talaði, fyrst um handritið og söguna, siðan um sjálfan mig svo um persónurnar 1 sögunni; siðan aftur um mig; um mig aftur og aftur og enn nú enn. Og allan tímann hvíldu augu hans á mér vingjarnleg, samúðarfull og hrygg. Eg talaði án afláts, þó að síminn hringdi. En þá rétti hann mér tólið. í>að var Kata. „Mér þykir leitt að ónáða þig," sagði hún. ,,En frú Smæley hefur hringt þrisvar. Hún vill að þú komir hingað í skrifstofuna og bíðir eftir, að hún hringi. Hún sagði það væri áríðandi." Dofinn kom yfir mig aftur. Bg lagði símtólið strax frá mér, kvaddi ekki Bromley, afsakaði mig ekki, leit ekki einu sinni til hans. Ég gekk bara út. Síðdegisþröngin í vinnustofunum virtist mér fyllilega eðlileg: ballettmeyjar, trúðar, skrípa- karlar: þeir voru að taka þar músikmynd. Allt virtist eðlilegt. Allur heimurinn var eðlilegur og á réttum kili. Að fráslepptum mér. Hún hringdi stuttu eftir að ég kom. „Jon, ég verð að hitta þig strax," sagði hún óðamála, örvilnuð. „Hvar er hann?" „Úti. Ég veit ekki hvar." „Allt í lagi. 1 bankanum, þú manst?" „Já." „Klukkuna vantar tuttugu og fimm mínútur í tólf. Við hittumst þá eftir tíu mínútur. Ætli það sé ekki í lagi?" „Jú." Allt og sumt. Við höfðum búið okkur undir þetta. Það var eitt af okkar leyndarmálum. Við höfðum lítið herbergi á leigu í gistihúsi úti í bæ. Það var lítið, en nægði okkur. Svo ætluðum við að hittast í bankanum þar á móti. Eg ók af stað og lagði bílnum hjá lyf jabúð við Burtongötu. Sólin skein glatt, og heitt var í veðri. Samt var mér kalt. Það var þægilegt að snerta sólvermt leðrið á sætinu, þegar ég steig út. Ég gekk inn í bankann og skeytti engu, þó að einhver sæi mig. Það gerði ekkert til, því að ég var einn. Eg hélt að afgreiðsluborðinu. Móna stóð þar, og mér brá i brún að sjá, hvað hún var föl. Það voru dökkir baugar kringum augun á henni. En hún var falleg engu að síður, svo hreinleg og ljómandi — líkt og kjarni í hnetu, sem maður er nýbúinn að opna. Hún leit ekki á mig, heldur gekk á undan mér út um dyrnar. Við andvörpuðum án þess að segja orð. Ég tók við lykli og stúlka leiðbeindi okkur að herberginu. Og þá vorum við aftur tvö ein saman, eftir þennan langa, langa tíma. Við færðumst bara nær hvort öðru, en kysst- umst ekki. Svo féllumst við í faðma. Síðan slit- um við okkur sundur og settumst sitt hvoru meg- in við dálítið borð, sem var þarna. Rafmagns- ijósið mýkti svip hennar lítið eitt, en samt virt- ist hún hörkuleg. Það var eins og augu hennar væru brostin. „Ekki þennan svip, vina mín," sagði ég. „Svo slæmt getur það ekki verið." Þá sá ég það. Rétt uppi yfir vinstra gagnaug- anu. Blóðugt mar. Alveg uppi við hársrætur. „Móna . . . hvernig meiddirðu þig svona hjá gagnauganu?" „O, það er ekkert . . ." „Móna, ég sver það, ég skal brjóta i honum hvert bein!" Eg hækkaði röddina og endaði næst- um í hrópi. Maður getur liðið þjáningar með öðrum. Það skildi ég núna. Ég fann til sérhverrar geðshrær- ingar hennar. ÍSg kenndi til undan sérhverju orði, sem hún sagði. Mig sveið undan samskonar smán, samskonar sektartilfinningu og hún frammi fyrir honum. Ég engdist með henni, þeg- ar hún þurfti að grípa til lyga. Og ég æpti með henni, þegar hann sló hana, — því að það gerði hann. Ég vissi, að hann gerði það. „Ástin mín, ekki segja þetta. Hann var full- ur. Hann ætlaði ekki að gera það." ,,Þú lýgur," sagði ég. „Móna, ég fer og tek hann til bæna." „Þú gerir það ekki," sagði hún. „Láttu ekki eins og fífl. Hann er miklu sterkari en þú." Það er auðvelt að skilja, hvaða áhrif þetta hafði á mig. Hún auðmýkti mig, mér fannst ég vera öllum vesælli. „Mér er sama! Eg skal . . ." „Þegiðu," sagði hún snöggt. „Beittu skynsem- inni. Eg vil ekki stuðla að neinum illindum, sízt við lögregluna . . ." Hún lagði hönd sína ofan á mína. Þessir löngu, yndislegu fingur . . . hönd- in, sem ég þekkti svo vel. „Mér er fjandans sama um lögregluna. Held- urðu ég liði ræflinum að leggja hönd á Sú og Önnu? Hversvegna ætti ekki að gegna sama máli um þig? Ég elska þig. Elska ég þig kannski ekki?" „Jú," sagði hún hljóðlega. „En hlustaðu nu á mig. Hann er alveg áður núna . . ." Hún þagnaði. „Jon, hann er á skotspónum eftir þér, og hann hefur keypt sér byssu." Ég er mesta hetja að vega með orðum. En með byssu. Nei, öðru nær. Eg kann auðvitað að fara með byssu. Og ef til vill get ég hitt húsvegg. En varla meir. Og hér átti ég í höggi við strákling, sem byrjaði á töskuþjófnaði og hafði nú tekið þeim framförum að ganga með byssu. FOLKSFJÖLGUN — HELIKOPTER- VÉLAR — HNATTFERÐIR — VÉLARNAR og FRAMTÍÐIN -L Ibúatala jarðarinnar hækkaði um tæpt ™ 1 prósent á ári frá 1900 til 1950. Eins og stendur samsvarar þetta eina prósent 24,000,000 manneskjum á ári. Og aukningin verður stöðugt meiri. Á næstu 10 árum bú- ast vísindamenn við því að hún verði iy4 pró- sent. Bendir allt til þess, að íbúatala jarð- arinnar muni tvöfaldast á næstu 50 árum. ^- Því er nú haldið fram af ýmsum mæt- ^»* um mönnum, að sá timi sé ekki langt undan, þegar fólk muni sjást með litlar heli- kopterflugvélar á bakinu. Og þetta mundi auð- vitað valda byltingu í samgönguniálum, sein væri miklu þýðingarmeiri en bylting sú, sem eimreiðin olli á sínum tíma, og hin, sem bif- reiðin hafði seinna í för með sér. Þá munu strætisvagnar og bílar ryðga niður á afviknum stöðum, en á morgnana verður himininn yfir Miðbænum svartur af fólki, sem er á leið til vinnu sinar og lætur sig svífa til jarðar á Lækjartorgi. ^L Breskur vísindamaður hefur dregið ™ saman í fáeinum orðum hvernig mað- urinn muni haga ferð sinni út í himingeim- inn. Mannlaus skeyti en full af allskonar mæli- tækjum verða fyrst send út þangað sem að- dráttarafls jarðarinnar gætir ekki meir en svo að þau géta verið þar kyrr; síðan verða rak- ettur með menn innanborðs sendar rétt út fyrir gufuhvolfið, þar sem þær siðan hefja hringrás í kringum jörðina eins og tungl; þar næst yrðu hafnar tilraunir með að endur- nýja orkuna sem knýr þessi tæki svo að þau geti haldið afram ferð sinni til tunglsins; rak- ettuskipið sem fyrst lendir á tunglinu mun þannig fara leiðina í að minnsta kosti tveim aföngum; og þegar það hefur náð til tungls- ins mtm það aftur hafa samband við tank- skeyti sem send verða frá jörðinni og stansa þegar þau koma inn á áhrifasvæðl tunglsins, til þess síðan að snúast kringum það. Eftir því sem tungláætluninni miðar áfram verður hvíldarlaust unnið að því að undirbúa flúg til Mars og Venus. -L Hér er svo að lokum enn ein kenning w um hvað framtíðin geymi í skauti sínu, það eru ummæli annars Breta,- um vélamenn- inguna: „Við lítum yfirleitt á vélina án nokkurra athugasemda, og eigum bágt með að hugsa okkur annað en að í framtíðinni muni lif mannkynsins byggjast á vélinni í sí-auknum mæli. Samt sem áður er vélin, þegar til lengdar lætur, andstæð lifinu, og mun, ef hún er látin afskiptalaus, eyðileggja það. Lffið byggist á organiskum gróðri og takmörkuðum birgðum af jarðorku. Lifandi verur neyta vissra efna, sem jörðin fram- leiðir, en þessum efnum skila þær til jarð- arinnar aftur í formi ýmiskonar áburðar. Vélar neyta einnig þessara efna, en skila engu af tur nema reyk, gastegundum ýmiskon- ar, og ösku — sem allt er dautt og jafnvel skaðlegt. Það er rökfræðileg og hagfræðileg staðreynd, að slík þróun sem þessi hlýtur að leiða af sér algjöra tæmingu orkulind- anna." 34

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.