Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 36

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 36
Táhnið ú himninum Framháld af bls. 13. við himininn. Fingurnir voru bognir, eins óg þeir væru að teygja sig eftir einhverju. Mér brá. „Þetta boðar eitthvað," sagði ég við sjálfa mig — og rétt á eftir kvað við skot. „Þarna kom það", sagði ég og hljóp niður. Ég mætti hinum í anddyrinu og við fórum öll inn í hljómlistarsalinn sam- an. Þar lá hún í blóði sinu — skotin i gegnum höfuðið. Það var hræðilegt! Ég fór til Georgs Barnaby og sagði honum hvað ég hefði séð, áður en skotið kvað við, en hann gaf því engan gaum. Þetta var óheilladagur, enda var ég búin að finna það á mér síðan um morguninn. Föstudagurinn þrettándi — við hverju var að búast?" Hún lét dæluna garíga og Satterthwaite hlustaði þolinmóður. Hvað eftir annað vék hann að glæpnum og spurði hana í þaula. Að lokum varð hann þó að gefast upp. Louisa< Bullard var búin að skýra frá öllu sem hún vissi. Hann komst samt að einu merkilegu atriði. Thompson, einkaritari Barnabys, hafði stungið upp á þessari stöðu. • Launin voru svo há, að þau freistuðu hennar, þó hún yrði að fara frá Englandi í skyndi . . . Einhver Denman hafði gert allar nauðsynlegar ráðstafanir í Kanada og hann hafði líka aðvarað hana um að skrifa heim, því það gæti komið henni í vandræði við innflytjendayfirvöldin og því trúði hún skilyrðistlaust. Launin, sem hún nefndi af tilviljun, voru í raun og veru svo há, að Satterthwaite varð ,alveg undrandi. Eftir nokkurt hik, ákvað hann að kom- ast í samband við þennan Denman. Það reyndist honum ekki erfitt að fá Denman til að segja allt, sem hann vissi. Hann hafði kynnzt Thompson í London og sá síðarnefndi hafði gert honum greiða. Ritarinn hafði svo skrifað honum í september og sagt að Barnaby vildi losna við stúlku frá, Englandi. Gæti hann fundíð starf handa henni? Svo höfðu komið peningar til viðbótar við hin raunverulegu laun. ,,Ég býst við, að það sé gamla sagan", sagði Denman og hallaði sér kæruleysislega aftur á bak i stólnum. „Hún virðist þó vera heiðarleg stúlka". En Satterthwaite var ekki á þvi, að þetta væri gamla sagan. Louisa Bullard var áreiðanlega ekki vinkona, sem George Barnaby var orðinn leiður á. Af einhverjum ástæðum hafði verið nauðsynlegt að senda hana úr landi. En hvers vegna? Og hver stóð á bak við það? Notaði Barnaby Thompson? Eða vann sá síðarnefndi upp á eigin spýtur og notaði nafn húsbónda síns? Satterthwaite braut heilann um þetta alla leiðina heim. Hann var niður- dreginn og vonsvikinn. Ferðalagið hafði verið til einskis. MIÐUR sín af vonbrigðum, fór hann til Arlecchio-veitingahússins dag- inn eftir heimkomuna. Hann bjóst raunar ekki við að hafa gæfuna með sér 1 fyrsta skiptið, en sér til mikillar ánægju, kom hann strax auga á mann, sem hann þekkti, við borðið í horninu. Breitt bros færðist yfir andlit Quins, þegar hann bauð hann velkominn. „Jæja", sagði Satterthwaite um leið og hann fékk sér smjör. „Það var dálagleg fýluferð sem þér óttuð mér út í." Quin sperrti brýrnar: „Sem ég atti yður út í?" spurði hann undrandi. „Þér áttuð sjálfur hugmyndina." „Hvernig sem það var, þá hafði ég ekkert upp. úr ferðinni. Louisa Bull- ard hafði ekkert markvert að segja mér". Satterthwaite rakti nú samtalið við stúlkuna í smáatriðum og sagði frá viðræðunum við Denman. Quin hlustaði þögull á hann. „Ég frétti þó eitt sem er athyglisvert," hélt hann áfram. „Henni var komið í burtu af ásettu ráði. En hvers vegna? Það skil ég ekki". „Gerið þér það ekki?" sagði Quin íbygginn, eins og hans var vandi. Satterthwaite roðnaði. ' „Ég er viss um, að þér haldið að ég hafi ekki spurt hana nógu ná- kvæmlega. En ég get fullvissað yður um, að ég lét hana margendurtaka f rásögnina . . . Svo það er ekki mér að kenna, þó við f engjum ekki þær upplýsingar, sem við vildum." „Eruð þér viss um, að við höfum ekki fengið þær upplýsingar, sem við vildum?" spurði Quin. Sattertríwaite leit undrandi á hann og mætti stríðnislega augnaráðinu, sem hann var farinn að kannast svo vel við. Litli maðurinn hristi höfuðið. Nú varð löng þögn. Loks sagði Quin og svipur hans var nú gjörbreyttur. „Þér gáfuð mér um daginn mjög góða lýsingu á fólkinu, sem kemur hér við sögu. Vilduð þér nú ekki gera staðnum sömu skil — hann varð alveg útundan." Satterthwaite gekkst upp við hrósið: „Deering Hill er eitt af þessum algengu húsum úr rauðum múrsteini með bogagluggum. Hræðilegt að utan, en þægilegt að innan. Húsið er ekki mjög stórt og þvi fylgja tvær ekrur lands. Öll húsin í kring líta þannig út. Þau eru byggð handa ríku fólki og að innan eru þau eins og lítil hóteí — í svefnherbergjunum er heitt og kalt vatn og ótal gylltir lampar, eins og í hótelherbergjum. Húsið lít- ur ekki út eins og sveitahús, en það er mjög hentugt. Það er auðséð að Deering Hill er aðeins 19 mílur frá London." Quin hlustaði með athygli. „Lestirnar eru mjög strjálar hefi ég heyrt," sagði hann. i „Ég veit ekki hvað segja skal," sagði Satterthwaite. „Ég var þar oft siðastliðið sumar og mér fannst ferðirnar í bæinn mjög hentugar: Að vísu fara lestirnar aðeins á klukkutíma fresti. 48 mínútur yfir heila tímann frá Waterloostöðinni — til klukkan 10.48 á kvöldin." „Og hvað er langt til Deering Dale?" „45 mínútna akstur. Lestin kemur til Deering Dale um 28 mínútur yfir heila tímann." „Já, það er satt," sagði Satterthwaite og bandaði frá sér hendinni. „Ég hefði átt að muna, að ungfrú Dale fylgdi einhverjum i 6,48 lestina, eða var það ekki?" Satterthwaite svaraði ekki. Hann var of önnum kafinn við þetta flókna mál. Loks sagði hann. „Ég vildi óska að þér útskýrðuð það nánar, hversvegna þér spurðuð mig, hvort ég væri viss um að hafa ekki fengið upplýsingarnar, sem ég var að leita að." ÞESSI spurning virtist nokkuð flókin, en Quin skildi hana undir eins. „Mér fannst þér krefjast of mikils. Þér komust þó að því, að Louisa Bullard var send úr landi af ásettu ráði. Það hlýtur að vera einhver ástæða til þess, og hana er að finna í því, sem hún sagði við yður." „Svo," sagði Satterthwaite. „Og hvað sagði hún? Hvað hefði hún getað sagt, þó hún hefði borið vitni fyrir réttinum?" „Hún hefði kannski sagt frá því, sem hún sá." „Hvað sá hún?" „Tákn á himninum." Satterthwaite starði á hann: „Þér eruð þó ekki að hugsa um þá bann- setta vitleysu? Stúlkan er hjátrúarfull, eins og þér vitið, og hún segist hafa séð hönd guðs." „Ef til vill er það rétt," sagði Quin. „Hvorugur okkar er fær um að segja, hvort það var hönd guðs." Það var auðséð, að alvarleg orð hans höfðu mikil áhrif á Satterthwaite. „Vitleysa," sagði hann. „Hún segir sjálf, að það hafi verið reykurinn frá lestinni." „Hvort ætli það hafi verið niðureftir — eða uppeftirlestin?" muldraði Quin. „Ekki uppeftir. Sú lest fer framhjá klukkan 10 mínútur fyrir heila tímann. Það hlýtur að hafa verið hin lestin — sú sem fer kl. 6.28 — nei, það getur heldur ekki verið. Hún sagðist hafa heyrt skotið rétt á eftir og við vitum, að því var hleypt af 20 mínútur yfir sex. Lestin hefur varla verið 10 mínútur á undan áætlun. „Varla þessi lest," samþykkti Quin. Satterthwaite starði fram fyrir sig: „Kannski það hafi verið flutninga- lest. En ef svo hefur verið . . ." „Þá hefði ekki verið nokkur ástæða til að senda stúlkuna úr landi. Ég er yður alveg sammála." Satterthwaite leit á hann, agndofa af hrifningu. „En ef þetta var 6.28 lestin, hversvegna sögðust þá allir hafa heyrt skotið fyrr?" „Það liggur í augum uppi," svaraði Quin. „Klukkurnar hafa ekki verið réttar." „Engin þeirra?" spurði Satterthwaite vantrúaður. „Það væri einkenni- leg tilviljun." „Mér datt ekki tilviljun i hug," svaraði hinn. ,,Ég var að hugsa um að þetta var á föstudegi." „Föstudegi," endurtók Satterthwaite. „Já, þér sögðuð mér, að Georg Barnaby trekkti alltaf upp klukkurnar síðdegis á föstudögum," sagði Quin afsakandi. „Hann hefur þá seinkað þeim um 10 •mínútur," hvíslaði Satterthwaite, skelfdur yfir uppgötvun sinni. „Svo hefur hann farið út að spila. Hann hlýtur að hafa opnað bréfið frá konu sinni til Martins Wylde um morgun- inn. Hann hefur farið úr bridgeboðinu kl. 6.30, séð byssu Martins við dyrn- ar, farið inn og skotið konu sína. Svo hefur hann farið sömu leið til baka, kastað byssunni í runnann, þar sem hún fannst og þóttst vera að koma frá nágranna sínum, þegar þjónninn kom til að sækja hann. En hvað um sím- ann? Ó, já, nú skil ég. Hann tók hann úr sambandi, svo ekki væri hægt að hringja til lögreglunnar — þeir hefðu kannski veitt því athygli, hvað klukk- an, var. Og nú hljómar saga Wyldes sennilega. Hann hefur ekki farið fyrr en 25 mínútur yfir sex. Og með því að ganga hægt, hefur hann komið heim 15 mínútur fyrir sjö. Já, nú skil ég þetta allt saman. Louisa var hættuleg með allt sitt þvaður um yfirnátturlega atburði. Einhver gat hlust- að á hana og þá var fjarverusönnun Georgs eyðilögð." 36

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.