Vikan


Vikan - 11.12.1952, Side 37

Vikan - 11.12.1952, Side 37
„Ágætt," sagði Quin. Satterthwaite roðnaði við þessa viðurkenningu og sneri sér að Quin: „En nú er bara . . . ja, hvernig á ég nú að fara að?“ „Ég sting upp á Silviu Dale,“ sagði Quin. Satterthwaite horfði vantrúaður á hann: „Ég hef sagt yður,“ sagði hann, „að hún er dálítið — heimsk." „Hún á föður og bróður, sem geta gert nauðsynlegar ráðstafanir." „Já, það er satt,“ sagði Satterthwaite og létti. Skömmu seinna sat hann hjá stúlkunni og var farinn að segja henni málavexti. Hún hlustaði með athygli og spurði einskis, en þegar hann lauk máli sinu, reis hún á fætur. „Ég þarf á leigubil að halda — undir eins.“ „En góða barn, hvað ætlarðu að gera?" „Ég ætlá til GeorgeS Barnaby." „Ómögulegt. Það er ekki rétta aðferðin. Lofaðu mér . . .“ Hann hélt áfram að tala, en það hafði engin áhrif. Sylvia Dale hélt fast við ráðagerð sína. Hún lofaði honum að koma með sér í bilnum, en sló skollaeyrunum við öllum fortölum. Hún skildi hann eftir í bílnum fyrir utan skrifstofu Georges Barnaby i bænum og fór sjálf inn. Hálftíma seinna kom hún út aftur. Hún leit út fyrir að vera alveg ör- magna og Satterthwaite tók áhyggjufullur á móti henni. „Ég vann,“ muldraði hún um leið og hún haliaði sér aftur á bak i sæt- inu og lokaði augunum. ,,Ha?“ Satterthwaite hrökk við. „Hvað gerðirðu? Hvað sagðirðu?" Hún settist upp: „Ég sagði honum, að Louisa Bullard væri búin að segja lögreglunni frá lestinni. Að við rannsókn hefði komið í ljós, að hann hefði sézt fara inn í garðinn sinn nokkrum minútum yfir hálf sex og koma út aftur. Ég sagði, að nú væri úti um hann. Þá féll honum allur ketill i eld. Þá sagði ég, að hann hefði enn tíma til að flýja, að lögreglan kæmi ekki fyrr en eftir klukkutima til að taka hann fastan og að ef hann skrif- aði undir yfirlýsingu um að hann væri morðingi Vivian Barnaby, skyldi ég láta það afskiptalaust. En ef hann neitaði því, mundi ég æpa og segja öllum í húsinu sannleikann. Hann varð svo hræddur, að hann vissi ekki hvað hann gerði og skrifaði undir.“ Hún rétti fram blaðið. „Taktu það — taktu það. Þú veizt hvað á að gera við það, svo Martin verði látinn laus.“ „Skrifaði hann í raun og veru undir?“ hrópaði Satterthwaite alveg undrandi. „Já, hann er dálítið heimskur, skilurðu?" svaraði Sylvia. „Og það er ég líka. Þessvegna veit ég, hvernig heimskt fólk hegðar sér. Við verðum alveg rugluð og gerum alls konar vitleysur sem við sjáum eftir seinna." Hún titraði og Satterthwaite klappaði henni: „Þú þarft að fá hress- ingu,“ sagði hann. „Við erum rétt hjá stað, sem ég hefi miklar mætur á — það er Arlecchino-veitingahúsið. Hefurðu komið þar?“ Hún hristi höfuðið. Satterthwaite stöðvaði bílinn og fór með hana inn i veitingahúsið. Full- ur eftirvæntingar gekk hann rakleitt að borðinu í horninu. En þar var enginn. Sylvia sá vonbrigðin í svip hans. „Hvað er að?" spurði hún. „Ekkert," svaraði Satterthwaite. „Ég bjóst bara hálft í hvoru við að hitta vin minn hér, en það skiptir engu máli. Ég hitti hann vafalaust ein- hverntima seinna . . .“ Það jók hjá þeim hug- myndaflugið og skerpti listgáfuna. Francis Bacon — Fullt herbergi af söngfuglum við hliðina á vinnuherberginu. Beetlioven — Iskalt vatn. Tchekov — Hópur æskufólks, sem söng og spilaði á meðan hann fékkst við ritstörfin. Dv'orak — Andrúmsloftið i eld- húsinu. Bobert Louis Stevenson — Arinn- glæðumar vöktu í honum skáldið. Wagner — Silkisloppur. George Sand — Vindill. Victor Hugo — Ökuferð í opnum strætisvagni. Scliiller — Gamalt epli í skrif- borðsskúffunni. De Quincey — Ópíum. Edgar Wallace — Te og aftur te. Mozart — Billjard -— helzt við sjálfan sig. Mark Twain — Fjögur harðsoðin egg, nóg af pipar og svo kaffi. Brahms — Kaffi, sem hann bjó til sjálfur, þar sem enginn annar gat haft það nógu sterkt. Pavlova — Signdi sig alltaf ræki- lega áður en hún fór inn á leik- sviðið. ÍK Þaö veröur nóg aö gera og líf í tuskunum ef þeirn tekst — Að veiða með RAFMAGNI BrEZKA timaritið Fish Industry skýrir frá því, að brezka fiskimálaráðuneytið hafi nú mikinn viðbúnað visindamanna og rannsóknarfólks til undirbúnings því að nota rafmagn til fisk- veiða í stórum stíl. Grein þessi hefur að geyma ýmsar upplýs- ingar, sem íslendingum munu þykja fróðlegar. Fiskveiðar með rafmagni byggjast á þvi, að rafstraumur verk- ar á fiska með ailt öðrum hætti heldur en t. d. á manninn og önnur landdýr, og einnig hinu, að sjórinn leiðir rafmagn miklu betur en loft — og 100 sinnum betur en ferskt vatn! Jafnstraumur, sem hleypt er út í sjóinn frá einni eða fleiri elektróðum, snýr höfði fisksins í áttina til anóðunnar, og rið- straumur með hæfilega háa tíðni, veldur þvi siðan, að fiskur- inn syndir í þessa stefnu, nauðugur V'iljugur, inn í hvert það net eða gildru, sem lögð kann að hafa verið í nánd við anóðuna. — Fiskurinn ónýtist miklu minna við þessa veiðiaðferð heldur en þær, sem nú tíðkast, auk þess sem hún veldur því að hann helzt lengur „nýr“. 1 fiskinum dreifist rafstraumurinn ekki eins mikið og í land- dýrum, heldur fylgir hann aðallega mænunni frá höfði og aftur í sporð. Riðstraumurinn, sem þannig fer eftir mænunni, hefur þau áhrif á vöðvana í sporðinum, að þeir þenjast. út og ilragast saman á víxl, og þar sem fiskurinn syndir einmitt með því að hreyfa sporðinn sitt á hvað, þá veldur þetta því, að hann færist áfram, en sem fyrr segir, þá hefur jafnstraumurinn þegar séð svo um, að hann snýr höfði í átt til anóðunnar í opi netsins eða vörpunnar. MEÐ þessari aðferð er það tryggt, að fiskurinn getur ekki bjargað sér með því að synda unilir steina eða inn í þéttan sjávar- gróður, þaðan sem engin varpa 'eða fiskilina hefur megnað að ná lionum, hafi hann á annað borð orðið hræddur. Rafmagnið sér um að fiskurinn snýr liöfðinu út lir felustað sinum, og lætur liann síöan synila út þaðan og inn í vörpuna eða netið, sem hverju sinni kann að vera notað til að ná honum endanlega. Til að veiða með rafmagni má komast af með miklu fámenn- ari skipshöfn lieldur en tiðkast með núverandi aðferðum. Og með breytingu á straumnum er hægt að tryggja það, að tegund og stærð þess fisks sem veiddur er, uppfylli ákveðnar kröfur. Er þetta að sjálfsögðu geysimikill vinningur hvað það snertir að viðhalda stofninum og fyrirbyggja það gegndarlausa dráp á smælk- inu, sem lengi hefur átt sér stað. Til þorskveiða á togara liefur einnig verið útbúin varpa með tvær elektróður, eina á hvorum hlera, og þessar elektróður taka á móti allt að 2000 volta straumi frá tveim pósitivum elektróð- um aftast á skipinu, og fer straumurinn eftir V'írum, sem liggja samhliða trollvírunum. Þannig myndast rafmagnað sv’æði milli skipsins og vörpunnar, og sérhvær fiskur, sem inn á því lendir, rotast, og þegar hann þannig er orðinn ófær um að synda, verð- ur hægur vandinn að ná lionum inn í v'örpuna. AnNAR kostur við veiðar með rafmagni felst í því, að þær auðvelda mjög allar visindalegar rannsóknir á fiskilífi, til dæmis i ám og v’ötnum, þar sem hægt er að ná hverjum einasta fiski á afmörkuðu svæði, mæla liann, vigta o. s. frv'., og sleppa hon- um síðan ósködduðum út í vatnið aftur, þar sem liann nær sér aftur mjög fljótlega. Nákvæmnin við þessar rannsóknir verður auðvitað fuilkomin, þar sem ógjörningur er fyrir nokkurn fisk að sleppa undan „smöiun" rafmagnsins. Þessi aðferð ætti einnig að vera óbrigðul til útrýmingar á óæskilegum tegundum. Það kemur einnig til mála, að nota rafmagn til veiða með línu; öngullinn væri þá anóða, sem draga mimdi fiskinn að beitunni. 37

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.