Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 39

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 39
Sendibréf frá Alphonse Daudet til Pierre Grigoire ljóðaskálds í París. Æfintýri fyrir lítil börn og fullorðin börn. Dæmisaga, sem menn geta hugleitt um jólin. Litla hvíta geitin sem vilöi veröa frjáls ^LDREI breytist þú víst, vesalings «! Grigoire minn! Hvað heyri ég? Þér hefur verið boðin staða við blað í París og þú hefur kaldur og rólegur hafnað henni . . . Líttu nú á sjálfan þig, vesalingur! Líttu á götóttu treyjuna þína, ónýtu buxurnar þínar og á horaða, svengdarlega, andlitið. Svona hefur löngun þín til að yrkja falleg ljóð farið með þig! Þetta hefurðu upp úr tíu ára dyggri þjónustu við Apollo . . . Skammastu þín ekki, þegar allt kemur til alls? Taktu stöðuna, kjáninn þinn! Gerðu sjálfan þig að smádálkahöfundi! Þú færð heilmikla peninga fyrir það. Þú getur borðað hjá Brébant og fengið nýja fjöður í hattinn þinn fyrstu mánaðar- mótin . . . Nei ? Villtu það ekki ? Þú villt halda áfram að fara þínu fram, hvað sem á dynur . . . Gott og vel, þá ætla ég að lofa þér að heyra söguna um geitina hans Seguins. Af henni geturðu séð, hvað menn græða á því að vilja vera frjálsir. SEGUIN var óheppinn með geiturnar sínar. Hann missti þær allar á sama hátt: einn fagran sólskinsdag slitu þær tjóðurböndin og héldu upp í f jall og þar át úlfurinn þær. Hvorki blíðuhót eigandans né hræðslan við úlfinn gat haldið aftur af þeim. Þetta virtust vera sjálf- stæ,ðar geitur, sem mátu ferskt loft og frelsi framar öllu öðru. Seguin, sem ekki gat lesið hugsanir dýranna, varð alveg agndofa. Hann sagði: — Þá er úti um það; skepnunum leiðist hjá mér og mér tekst ekki að halda einni einustu þeirra. Hann lét samt ekki hugfallast, óg þegar hann var búinn að missa sex geitur á þennan hátt, keypti hann þá sjöundu; en í þetta skipti valdi hann mjög unga geit, svo hún vendist því betur að búa hjá honum. Ó, hvað hún var falleg litla geitin hans Segu- ins. Hún hafði blíðleg augu, hökutopp eins og liðsforingi, svartar, gljáandi klaufir, röndótt horn og loðna, hvíta kápu. Auk þess var hún hlýðin og bliðlynd og lét mjólka sig án þess að hreyfa sig eða sparka í skálina. I fáum orðum sagt, þetta var dásamleg lítil geit . . . Seguin átti grasskák bakvið húsið sitt um- gyrta þyrnigerði. Þar kom hann nýja íbúanum fyrir. Hann batt geitina við stólpa á fallegasta staðnum og gætti þess vel, að bandið værí nógu langt. Öðru hvoru fór hann út til að fullvissa sig um, að henni liði vel. Geitin var harðánægð og beit gras af svo góðri lyst, að Seguin var stórhrifinn. — Loksins, hugsaði vesalings maðurinn, loks- ins fékk ég eina, sem ekki leiðist hjá mér. En Seguin skjátlaðist, geitinni leiddist. en hann vissi ekki, hvað það var . . . Morgun nokkurn, þegar hann var búinn að binda hana, sneri geitin sér að honum og sagði á geitamálinu sínu: — Heyrðu nú, Seguin. Mér leiðist hjá þér. Loxaðu mér að fara upp í fjallið. — Æ, guð minn almáttugur . . . þessi lika, hrópaði Seguin alveg agndofa og sleppti skál- inni. Svo settist hann á grasið hjá geitinni sinni. — Hvað er þetta, Hvít litla. Viltu fara frá mér? Og Hvit litla svaraði: Já, Seguin. — Hefurðu ekki nóg gras hérna? — Jú, jú, Seguin. — Ég hefi kannski haft bandið þitt of stutt; viltu að ég lengi það ? — Það tekur þvi ekki, Seguin. — Hvað er þá að þér? Hvað viltu eiginlega? — Ég vil fara upp í fjallið, Seguin. — Vesalingurinn, þú veizt vízt ekki að það er úlfur í fjallinu . . . Hvað setlarðu að gera, þegar hann kemur? — Ég stanga hann með hornunum mínum. — Ulfurinn gerir bara gys að hornunum þín- um. Hann hefur étið geitur frá mér, sem voru hyrndari en þú. Kannastu ekki við aumingja Hyrnu gömlu, sem var hér í fyrra? Það var fyrirmyndargeit, sterk og skapill eins og geit- hafur. Hún barðist við úlfinn alla nóttina . . . og um morguninn át úlfurinn hana. — Æ! æ! Aumingja Hyrna . . . En það skiptir engu máli, Seguin. Lofaðu mér að fara upp í fjallið. — Drottinn minn dýri! . . . sagði Seguin. „Hvaða fár grípur eiginlega allar geiturnar mín- ar ? Hér er enn ein, sem vill láta úlfinn éta sig ... Það verður samt ekkert af því! Ég ætla að bjarga þér, hvort sem þér líkar betur eða verr, kjáninn þinn! Eg ætla að loka þig inni í geitarkofanum, svo þú slítir ekki bandið, og þar verðurðu héðan í frá. Því næst tók Seguin geitina, teymdi hana inn í koldimman geitarkofann og tvilæsti hurðinni. En til allrar ógæfu gleymdi hann glugganum, og varla hafði hann fyrr snúið baki við henni, en sú litla lagði af stað . . . f allið lauf og kastaniur . . . Svo var hún allt í einu stokkin á fætur. Hopp! og svo var hún þotin af stað, yfir kjarr og runna, upp á hæðir og niður i gjár, upp og yfir allt. Það var engu líkara en að ótal geitur væru á f jallimi í einu. Og hún var ekki hrædd við neitt, hún Hvít litla. Hún stökk yfir breiða læki. svo að löðrið gekk yfir hana um leið og hún flaug yfir. Þá teygði hún rennvot úr sér á sléttri klöpp og lét sólina þurrka sig . . . Einu sinni, þegar hún kom fram á brúnina á einni hásléttunni, með blóm á milli tannanna, sá hún húsið hans Seguins með blettin- um bak við, langt niðri í dalnum. Hún hló svo mikið, að hún tárfelldi. . — En hvað það er lítið! sagði hún; hvernig gat ég hafst þar við? DAG NOKKURN sagði hún við sjálfa sig og horfði til fjalls: — En hvað mér liði vel þarna uppi! En hvað það væri gaman að hlaupa um í lynginu án þess að hafa þetta andstyggilega band um hálsinn! Það er ágætt fyrir asna eða naut að naga inni í girðingu, en geitur þurfa meira svigrúm . . . Upp frá þessu fannst henni grasið á blettinum bragðlaust og henni fór að leiðast. Hún horaðist og mjólkin hennar varð þunn. Það var sorglegt að sjá hana mæna með útþandar nasir á fjallið allan daginn, toga í bandið og jarma aumkunar- lega. Seguín sá, að eitthvað amaði að geitinni hans, VESALINGURINN! Þegar hún hafði hreykt sér svona hátt, fannst henni hún vera meiri en allir aðrir. 1 stuttu máli sagt, þetta var skemmtilegur dagur fyrir geitina hans Seguins. Um miðjan dag, þegar hún var að hlaupa fram og aftur, lenti hún inni í hóp af gemsum, sem voru að bíta villivinvið með fallegu tönnunum sinum. Litli hlauparinn okkar í hvíta kjólnum vakti mikla hrifningu. Hún fékk bezta staðinn við vínviðinn og allir herrarnir voru mjög riddaralegir við hana . . . Það leit meira að segja, út fyrir að — þetta erl aðeins okkar á milli,Grigoire — að ungur herra væri svo heppinn að falla Hvít litlu í geð. Elskendurnir reikuðu um í skóginum í einn eða tvo klukkutíma og ef þig langar til að vita hvað þau sögðu hvort öðru, farðu þá og spurðu upp- sprettur slúðursins, sem leynast ósýnilegar í mos- anum. ERTU að hlægja Grigoire ? Já, það er ég viss um; þú ert á bandi geitarinnar gegn góða manninum, honum Seguin . . . En við skulum sjá, hvort þú hlærð bráðum. Þegar hvíta geitin kom upp i fjallið, vakti hún almenna aðdáun. Aldrei höfðu gömlu grenitrén séð neitt svona fallegt. Henni var tekið eins og drottningu. Kastaníutrén beygðu sig til að klappa henni með greinunum sínum. Blómin opnuðust, þegar hún fór framhjá, og gáfu frá sér sinn bezta ilm. Allt fjallið klæddist hátiðarbúningi hennar vegna. Og þú getur ímyndað þér, Grigoire, hvað geitin okkar var hamingjusöm. Ekkert band og enginn stólpi . . . ekkert sem hindraði hana í að hlaupa og bíta eins og hana lysti . . . Og þarna var nóg gras, það náði alveg upp fyrir hornin á henni, gamli minn! Og þvilíkt gras! Safamikið, fíngert og grænt, samsafn þúsund plöntutegunda . . . Það var nú eitthvað annað en smárabletturinn niður- frá! Og blómin! Þar voru stór, blá klukkublóm, purpurarauðar refabjöllur með löngum krónum og heill skógur annarra villiblóma sem voru fleytifull af ölvandi safa . . . Hvíta geitin vellti sér upp úr þeim með fæturna upp í loftið og valt niður brekkurnar innan um ALLT í einu kom kaldur gustur. Fjallið varð purpurarautt; það var komið kvöld . . . — Komið kvöld? sagði litla geitin við sjálfa sig; og hún stanzaði alveg forviða. Vellirnir niðurfrá voru horfnir í þokuna. Blett- urinn hans Seguins var að týnast í rökkrinu, svo að ekki sást lengur annað en þakið og reykháf- urinn. Hún heyrði bjölluóminn frá hjörð, sem verið var að smala saman, og hún varð döpur í bragði . . . Veiðifálki, sem var á leiðinni heim, snerti hana íneð væng sínum um leið og hann flaug hjá. Hún hrökk við . . . svo heyrðist gól í fjallinu: Hou! Hou! Kún fór að hugsa um úlfinn; kjánanum þeim arna hafði ekki dottið hann í hug allan daginn. Á sama andartaki hvein í veiðihorni langt niðri í calnum. Það var gó'5i maðurinn hann Seguin, sem var að reyna enn einu sinni. — Hou! . . . gólaði úlfurinn. — Komdu aftur! komdu 'aftur! hrópaði hornið. EITINA litlu langaði til að snúa við; en þegar hún minntist tjóðurhælé- ins, bandsins og gerðisins í kring- um blettinn, fannst henni að nú gæti hún með engu móti sætt sig við slika lifnaðarhætti og að skárra væri að vera kyrr. Það heyrðist ekki framar í horninu . . . Geitin heyrði í laufi bak við sig. Hún sneri sér við og sá i skugganum tvö stutt eyru, sem stóðu upp i loftið og tvö glampandi augu ... Þarna var úlfurinn kominn. Hann sat þarna, stór og hreyfingarlaus, á skott- inu á sér, horfði á litlu hvitu geitina og sleikti útum. Ulfurinn var ekkert að flýta sér, því hann vissi sem var, að hann mundi gleypa hana; og þegar hún sneri sér við, hló hann illkvittnislega. — Ha! ha! þetta er litla geitin hans Seguins; og hann hringaði löngu, rauðu tunguna. Hvít litla vissi, að nú var úti um hana . . ., og þegar hún minntist sögunnar um Hyrnu gómlu,: sem barðist alla nóttina og var svo etin um morg- uninn, sagði hún við sjálfa sig, að betra væri ¦ ................. ------..........Framhald á bls. fif. 39

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.