Vikan


Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 41

Vikan - 11.12.1952, Blaðsíða 41
LEIKARI. Nú langar mig Vika mín til að biðja þig að birta fyrir mig mynd aj Steindóri Bjófleifssyni leikara og helzt segja mér hvar hann er fœdd- ur og hvenær. Vika min, mér þætti gott ef þetta lenti ekki í ruslakörfunni, þvi það er þrætumál á milli tveggja, hvar hann sé fœddur. Ég held að hann sé Vestfirðingur eins og ég, en hinn heldur að hann sé bróðir Gerðar Hjórleifsdóttur leikkonu. sér almenna og óskipta athygli í íyrra fyrir leik sinn I hlutverki svert- ingjaliðþjálfans i ameríska leikritinu „Djúpt liggja rætur", (sjá meðfylgj- andi mynd). Aður hefur Steindór leikið mörg hlutverk hjá Leikfélagi Reykjavíkur og nú síðast mállausa Zigaunann í „Miðlinum" og annan stúdentinn í „Æfintýri á gönguför". SPUKNING . . . Hvar á maður að panta Alþýðu- blaðið og hvað kostar þaðf Er hœgt að gerast áskrifandi að Stjórnartiðindum og hvar á að panta þauf Það væfi mjög æskilegt að þú drœgir mig ekki lengi á svórunum. Svar: Hvernig væri að panta Al- þýðublaðið hjá afgreiðslu Stjórnar- tiðinda og Stjórnartíðindi hjá af- greiðslu Alþýðublaðsins ? HJARTANS MÁL Svo er mál með vexti að ég hef lent i vandræðum sem ég sé enga fœra leið út úr. Ég á heima i litlu þorpi þar sem allir þekkjast og vita allt um alla. Þegar ég var fimm ára, tóku foreldrar mínir fósturson. Hann er mjög mikið skyldur mér (við er- Steindór Hjörleifsson leikari er um systkinabörn í báðar œttir). Við fæddur í Hnífsdal í Norður-lsafjarð- ólumst upp saman og vorum að óllu arsýslu, 22. júlí 1926. Hann vakti á leyti eins og systkini, þangað til fyr- ir þrem árum að hann fór að heim- an. Mér fannst heimilið vera gjör- breytt, ég gat ekki hugsað mér lífið án hans. Hann kom heim í vor sem leið og hefur verið heima siðan. Fyr- ir stuttu játaði hann fyrir mér að þœr tilfinningar, sem hann bœri til mín, vœru annað og meira en bróð- urkœrleikvzr. Við áttum nú saman dásamlegar stundir, en við sáum bœði að þetta gat ekki gengið. Þessvegna ákváðum við að annað hvort okkar skyldi fara burt af heimilinu. Þar sem hann hefur fasta atvinnu hér heima, þá kom okkur saman um að ég skyldi fara burt. En hvert á ég að snúa mérf Það er nóg af at- vinnuauglýsingum í blóðunum, en þegar við fáum blóðin hingað þá eru þau svo gómul, að það er löngu bú- ið að ráða i allar stóður. Vildi nú ekki einhver lesandi gómlu góðu „Vikunnar" (sem vissi um lausa stöðu eða gæti eitthvað fyrir mig gertj hjdlpa mérf Snúm E.s. Ef svo skyldi vera þá gœti ég sent þér nafn og heimilisfang. ATVINNA 23 ára enskumœlandi jírabi, sem hefur kennarapróf og kennir nú sem stendur hebresku við skóla í fsrael, hefur mikinn áhuga á að koma hing- að til íslands og dvelja hér um tima. Hve mikla möguleika hefur hann á að fá vinnuf Björk. Því miður verðum við að hryggja þig með því að litlar likur eru til að Arabinn þinn fái stöðu við kennslu í hebresku, því það mál er hvergi kennt hér á iandi, ekki einu sinni við Háskóla Islands. Til VIKUNNAR, Tjarnargötu 4, Rvík. Litli dugnaðarmaðurinn, sem er að beita linuna á forsíðumynd Vikunnar nr. lt5, 20. nóv. 1952, heitir Sigurður Einar Þorkelsson og á heima á Eyrargótu 1, Nes- kaupstað. Norðfirði, 27. 11. 1952. Stúlla (Hvernig er skriftinf) Skriftin er óvenjufalleg og snyrtileg, frágangurinn til mikill- ar fyrirmyndar. Það er alltaf ánægjulegt að fá svona bréf, sér- staklega þegar þau eru jafn dá- samlega laus við alla óþarfa mælgi eins og ofanritað. Beztu þakkir líka fyrir upplýsingarnar; það stóð ekki á þeim og þó vorum við nýbúin að auglýsa eftir þeim, eins og lesendur VIKUNNAR kann að reka minni til. En hvers- konar nafn er eiginlega „Stúlla" eða misritaðist kannski 1 í staðinn fyrir k? HÚSRÁÐ . . . geturðu sagt mér hvernig ég á að ná gömlum kaffi- og kókó- blettum úr dúk sem ég á. Svar: Kaffiblettir eiga að nást með blöndu af Salmiakspiritus (100 gr.) og 10% Brintovertilteupplausn (100 gr.). Það er líka gott að þvo blettinn úr volgu glyserini og skola með vatni á eftir. Þegar Vlrginía var • • • Framhald af bls. 27. svölunum, undir því yfirskyni, að við værum að læra blaðamennsku. En það var ekki fyrr en við vorum komin upp á svalirnar og búin að gægjast lotningarfyllst ofan á skallann á Hali- fax lávarði, að við trúðum Marty. Því niðri í salnum, í kallfæri við lord Halifax, sendimann hans hátignar Georgs VI Bretakóngs, gaf að lita ásjónu okkar ástsælu og treguðu skóla- systur, ungfrú Virginlu Cooper. Þetta var ýkjalaust stórkostleg veizla. Þetta var konungleg veizla. Þetta var sannast að segja sú veizlan, sem síðast mundi gleymast í Chapel Hill. Prúðbúnir karlar og skrautklæddar konur. Svartir, lotningarfullir þjónar I gullbryddum búningum. Hvítdúkuð langborð með gómsætum réttum. Halifax I öndvegi, kynborinn enskur aðalsmaður með orður. Embættismenn til beggja handa, kurteisir, fágaðir, nauðrakaðir. Prófessor- ar og prófessorafrúr, hreppstjórar og hrepp- stjórafrúr, lögreglustjórar og lögreglustjórafrúr, nýþvegið fólk og nýpressað, svolítið feimið, svo- lítið dofið, svolítið utangátta, og meðfram veggj- unum, að konunga- og keisarasið, með hnífjöfn- um millibilum og í óhagganlegri varðstöðu, sjó- liðarnir okkar og herkonurnar síðan I dag. Æ, hvað vildi ég ekki gefa fyrir að geta nú sagt, að þarna I þessum glæsilega sal og undir þeim glæsilegu ræðum, sem þar voru fluttar, hefði hún setið uppáhaldið okkar allra, limalanga stúlkan, sem við vorum allir búnir að vera ást- fangnir I, gáskafulla, duglega, broshýra stúlkan hún Virginía Cooper. Hún hefði eflaust verið í hvítum kjól — hvítt fór svo vel við brúna litar- háttinn — og kannski hefði hún verið með silf- urspennuna I hárinu, sem einhver okkar gaf henni, þegar hún varð tvítug. En þá væri ég far- inn að skálda. Þvi Virginía sat alls ekki við veizluborðið, þó hún væri í kallfæri við lordinn, og hún var alls ekki I hvitum kjól og hún bar alls ekkert silfur I hárinu. Hún var fyrsta, önnur, þriðja — fjórða konan frá dyrunum hægramegin, þessi í brúna frakkanum, þessi í brúnu sokkun- um, þessi með brúnu skyggnishúfuna, sem sat svo þumbaralega og þjösnalega fast á hófðinu, þessi teinrétta og hreyfingarlausa, sem skaut fram brjóstinu og hélt höndunum fast upp að siðunum — já, fyrsta, önnur, þriðja, fjórða kon- an frá dyrunum hægra megin I heiðursverði Halifax lávarðar! Þær gengu I fylkingu I bílana á eftir lúðra- sveitinni úr flotanum, þegar veizlunni lauk. Við náðum rétt andartak tali af henni, áður en ekið var af stað til herbúðanna. Hún var I æfinga- stöð herkvenna um klukkustundar akstur frá Chapel Hill. Það var rauðhærður fallhlífahermað- ur á stjái I kringum okkur og við bílana á með- an við töluðum saman; hann var með tvær brennivínsflöskur I fórum sínum og þó prófessor- inn kallaði hann grasasna og raggeit, f ékkst hann ekki til að fara. Grikkinn var líka kominn á vettvang; einhver hafði fært honum tíðindin. Virginía sagði hressilega, að það væri bæði þroskandi og lærdómsríkt að vera í hernum. En hún var óvenju hljóðlát. Einhver spurði eins og asni, hvort það hefði ekki verið erfitt að standa þarna í klukkutíma á leikvanginum I dag. En hún gerði litið úr því og sagði, að þetta kæmist allt upp I vana. Einhver sagði,. í hughreystingartón, að ein- kennisbúningurinn færi henni bara vel. „Finnst þér það?" sagði hún tómlátlega. Svo var Marty byrjaður að hvísla að henni með miklu handapati, en á meðan stóð hún graf- kyrr og gleiðfætt og horfði beint fram fyrir sig. Svo var kallað til brottferðar og Virginia klifr- aði upp á pallinn á aftasta bílnum, en það var tjaldað yfir hann. Svo þutu bilarnir af stað með miklu vélaorgi, okkur sýndist Virginía veifa, svo gleypti myrkrið hana. Og þá fórum við í hóp til Grikkjans að drekka bjór. Marty bar sig hörmulega, eh af því jólin eru I nánd, þá skulum við hugsa okkur, að Virginía hafi lofað' honum þarna við bílana að giftast honum strax og hún kæmi úr hernum. Annars fannst mér það hámark þessa viðburðaríka dags, þegar prófessorinn drakk I botn, kallaði á meiri bjór og horfði heimspekilega upp í loftið. „Þarna var hún nokkuð fljót á sér hún Virg- inía litla," sagði hann, ,,en kannski verður þetta ekki langt stríð." Svo hrukkaði hann ennið, eins cg hann væri að hugsa sig um, yppti þá öxlum og dæsti. „Lífið er skrítið, piltar mínir," sagði hann. „Virginia minntist að vísu ekkert á það. En liðsforinginn okkar, hún Mary litla Hale, skrifaði I síðasta bréfi, að Virginía verði víst aldrei annað en óbreyttur hermaður. Hún segir hún sé ágæt í hindrunarhlaupi, en þá sé líka allt talið. Svo hún láti hana skúra gólfin hjá sér og öðrum foringjum núna." <?. J. Á. 41

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.