Vikan - 16.09.1954, Síða 7
ÞAKKA ÞÉR
FYRiR,
eftir
GABRIELLE SALZY
IHVERT skipti sem hurðin
opnaðist, lék gusturinn um
vanga Önnu. Hún horfði á
eftir piltunum og stúlkun-
um og hugsaði með sjálfri
sér, að hún mundi aldrei hafa
hugrekki til að ganga inn í æf-
ingasalinn. Gegnum glerrúðuna,
sem var á milli forstofunnar og
æfingasalarins, sá hún að ungt
fólk sat á bekkjum og á gólfinu
og starði á litla leiksviðið, þar
sem kennarinn stóð þessa stimd-
ina. Þetta var undarlegur kenn-
ari, í hvítri peysu, gráum
léreftsbuxum og sandölum. Hún
heyrði að hann sagði: — Það
skiptir mestu máli að leggja sig
allan fram. Leggja mesta á-
herzlu á svipbrigðin . .. Svip-
brigðin? Hún snerist á hæli og
lagði á flótta.
Þetta voru fyrstu kynni Önnu litlu
Moreuil, sem hafði ákveðið að verða
fræg leikkona, af leiklistarskólanum
í Paris. Nú spurði hún sjálfa sig,
hvort ekki væri réttaSt að skrifa
móður sinni og segjast vera að koma
heim. Móðir hennar yrði fegin að fá
hana aftur. En hvað átti hún þá að
segja við guðmóður sína, sem hafði
gert henni kleift að freista gæfunn-
ar.
Neron: Þér eruð svo órólegar, frú, og
svipur . ..
Hláturinn kvað við. Hún þagnaði.
— Þetta er ekki barnaskóli, sagði
kennarinn. — Annaðhvort leikur þú
Neron eða Junie. Jæja, mig vantar
einn Neron lianda þessari ungu Junie.
Fljótt. Ungur maður reis á fætur og
kom upp á sviðið. Hann sagði: — Þér
eruð svo órólegar frú, og svipur yðar
svo breyttur.
Það leið nokkur stund áður en
Anna gat svarað honum. Hún vissi
varla, hvað fram fór, fyrr en kenn-
arinn greip fram i fyrir þeim. —
Þetta er nóg! Þú hefur tilfinningu
fyrir þessu, en ert ekki nógu eðlileg.
Þig vantar ,,þetta“ (oghann sló fram-
an á hana, einmitt þar sem henni
hafði fundist vera lofttómt rúm). Auk
þess kantu ekki að standa á leiksviði.
Þú stendur eins »g glópur, og hvað
handahreyfingunum viðvíkur, þá er
engu líkara en að þú sért að nota
hendurnar í fyrsta skipti og að
gleymst hafi að segja þér hvernig þær
hreyfast.
Allir skellihlógu. — Miðvikudags-
B«M
eða leikstjórar, sem voru að leita að
vissri tegund leikaraefna, í skólann og
settust á fremsta bekk. Þá daga lá
æsingin í loftinu i litla salnum. Hver
og einn ákvað að þetta skyldi verða
mikilvægasti dagurinn í llfi sínu. —
Flestir urðu fyrir vonbrigðum, en ein-
stöku sinnum kom það fyrir, að ein-
hver nemandinn yfirgaf skólann
sigri hrósandi og gerðist kvikmynda-
leikari.
En Anna vakti enga eftirtekt. Að
visu lagði hún hart að sér og tók
framförum, en enginn kom auga á
það. Sama máli gegndi um Maurice
Merlin.
Kvöld nokkurt sagði Anna hon-
um, að hún ætlaði gð fara heim og
byrja aftur að vinna i bókasafninu.
Hann mótmælti því ákafur. - Þú
hefur tekið miklum framförum. Og
hvað verður af mér, ef þú ferð?
Þetta sama kvöld gerðist einmitt
æfintýrið. Hún var að greiða sér fyrir
kvöldmatinn, þegar ein stúlknanna
kallaöi á hana í símann. -— Er þetta
Anna Moreuil, sagði rödd i símanum.
Hún svaraði játandi.
dreymdi stóra
drauma um frœgð og frama. En
auk þess var hann ástfanginn og
vildi allt fyrir hana gera
v v
Plugsið ykkur hlédræga stúllcukind,
sem hefur gaman af að lesa og kynn-
ist þannig leikritum Racines I litlu
bókasafni úti á landi. Hún ákveður
að einhverntíma skuli hún leika
Junie . . . Athalei . . . En þið verðið
að vita, að hún er ekki nema 16 ára
gömul.
Móðirinn, sem er fátæk ekkja,
stendur orðlaus gagnvart þessum
draumum dótturinnar, sem átti að
verða kennslukona. En svo kemur
guðmóðirin til hjálpar, eins og í æfin-
týrunum. Hún býðst til að kosta telp-
una í skóla í París i eitt ár, með því
skilyrði, að hún verði ákaflega spar-
söm.
önnu langaði til að standa sig vel.
En hún hafði bara ekki þorað að
ganga inn í kennslustofuna, síðan hún
kom til borgarinnar fyrir viku. Hún
óttaðist að henni yrði gefið hornauga
eða tekið með háðsglotti. En enginn
veitti henni athygli, þegar hún loks-
ins læddist inn og settist á endann á
einum bekknum. Nemendurnir skipt-
ust á gamanyrðum, án þess að hún
áttaði sig á, hvað þeir voru að tala
um. En morgunn nokkurn kom
kennarinn auga á hana af tilviljun.
-— Þú þarna með bláu augun og brúna
hárið . . . já, þú . . . hvað heitir þú ?
1 fátinu mundi Anna ekki einu sinni
nafnið sitt. Hún muldraði eitthvað,
sem ekki heyrðist, og gekk hlýðin
upp á litla leiksviðið. Þegar kennar-
inn spurði hvaða leikrit hún hefði
æft, nefndi hún það fyrsta, sem henni
datt í hug: — Þriðja þáttinn úr
Britannicusi. Og svo byrjaði hún um-
svifalaust að hafa hann yfir. —
og laugardagsmorgna skaltu sækja
tíma í látbrigðaleik hjá frú Ramirez.
Og eftir hálfan mánuð vil ég heyra
þig leika Agnesi, kaflann þar sem
„litli kötturinn er dáinn“. Jæja, næsti.
Anna heyrði ekkert, sem fram fór.
Hver var þessi frú Ramirez? Hvar
kenndi hún? Hvern gat hún spurt?
Þó undarlegt mætti virðast, þá var
hún ennþá feimnari við stúlkurnar en
piltana. Þarna við hliðina á henni sat
hár og grannur piltur, sem ekki var
sérlega laglegur, en hann var vin-
gjarnlegur á svipinn. Þegar timinn
væri búinn, gæti hún spurt hann.
Hann veitti henni allar upplýsingar
og bætti við: — Eg þarf líka að fara
í tíma í iátbrigðaleik. Eg kann lield-
ur ekki að standa á sviðinu og þess-
ir löngu fætur flækjast alltaf fyrir
mér.
Önnu fannst mikil huggun í því að
vita af öðrum nemandá, sem eins var
ástatt um. Upp frá þessu var Maurice
Merlin vinur hennar. Þau voru sam-
ferða í skólann, æfðu sig saman og
töldu kjark hvort í annað. Hinir nem-
endurnir kölluðu þau „þessi feirnnu".
Kennarinn, sem hafði I fyrstu veitt
önnu athygli, gleymdi henni brátt.
Stundum komu kvikmyndastjórar
— Þetta er William Smith, ame-
rískur kvilonyndastjóri. Eg segi yður
ekki hjá hvaða félagi ég vinn, því ég
vil halda því leyndu, að ég sé staddur
hér í borginni. En það er eitt af stóru
félögunum. Eg sá yður í „Antigone“
í vikunni sem leið. Munið þér ekki
eftir því ? Ég er að leita að kvik-
myndastjörnuefni. Hlustið þér á mig ?
Ég sagði, að mér hefði geðjast að leik
yðar í „Antigone". Þér eruð einmitt
stúlkan, sem mig vantar í næstu
mynd rnína.
— Eg ? En ég er ekki fær um . . .
— Hvort okkar haldiö þér að geti
betur dæmt um það? Eg ræð yður
eftir þrjá eða fjóra mánuði, en þá
verðið þér að koma til Hollywood. Á
meðan skulið þér halda áfram i skól-
anum og æfa yður vel. En nefnið
þetta ekki við neinn. Það er ekki gott
að þetta spyrjist. Þér verðið að lofa
því að minnast ekki á það við nokk-
urn mann.
— Já, ég lofa því.
— Jæja, ég hringi til yðar öðru
hverju. Sælar.
Anna stóð með símtólið í hendinni,
þangið til önnur stúlka kom og tók
það af henni. Leikkona í Ameríku!
Gat það verið satt? Og hún mátti
ekki einu sinni segja mömmu sinni
né Maurice þessa gleðifregn. Jæja,
loforðið varð hún að halda.
Upp frá þessu tók líf Önnu gagn-
\gerum breytingum. Hún æfði sig
meira en nokkru sinni fyrr og lagði
liart að sér. Hún fór að verða mann-
blendnari og roðnaði ekki lengur, þó
einhver talaði til hennar. Nú fannst
henni allt svo dásamlegt og failegt.
Á morgnana vaknaði hún brosandi.
Hana dreymdi um það, hvernig það
yrði að koma til Ameríku með
mömmu sinni og Maurice. Öðru
hvoru talaði Smith við hana í sima,
eins og hann hafði lofað, og stappaði
í hana stálinu. Þessi ósýnilegi Smith!
Hann hlaut þó að hitta hana ein-
hversstaðar, því stundum gerði hann
athugasemdir við útlit hennar. Að
hans ráði breytti hún hárgreiðslunni
og fékk sér nýjan kjól. Hinir nem-
endurnir veittu þessari skyndilegu
breytingu athygli. — Hvað hefur
komið fyrir nýju stúlkuna? Hún er
bara orðin falleg!
Síðan kvíðinn hvarf úr svip hennar,
var andlitið aftur búið að fá mjúku
drættina og piltarnir kepptust við að
gefa sig að henni. En henni fannst
varla taka því að eignast kunningja,
sem hún yrði að skilja við eftir þrjá
mánuði, og hélt því áfram að um-
gangast Maurice einan. Hann fylgdi
henni eins og skugginn hennar og
hún brann í skinninu eftir að segja
honum allt af létta. Sú stund kom
fyrr en hana grunaði.
Þann morgun stóðu allir nemend-
urnir enn einu sinni á öndinni af æs-
ingi. Servan, kvikmyndastjórinn
frægi, var kominn til að leita að pilti
og stúlku í aðalhlutverkin í nýju
myndinni sinni „Tómar liendur".
Hann var einn af þeim, sem lagði
það í vana sinn að draga nýja leikara
fram í dagsljósið. Nemendurnir völdu
sér mótleikara, skiptu um og völdu
annan, því það hlaut að skipta mestu
máli að samleikurinn væri góður.
Maurice leitaCi árangurslaust að
Önnu, sem hafði farið i skemmti-
Framhald á bls. 15.
7