Vikan


Vikan - 21.04.1955, Page 3

Vikan - 21.04.1955, Page 3
EF ÞÚ HEFÐIR CLAYT Hopkins leit á úrið sitt um leið og hann gekk að hílnum, sem var að nema staðar við benzín- dæluna. Klukkan var fjög- ur. „Ertu á heimleið, Wil- ey?“ spurði hann öku- manninn og skrúfaði lokið af benzíntanknum. Wiley Andrews kvað svo vera. „Má ég fljóta með þér?“ Wiley kvað ekkert sjálf- sagðara. Clayt fyllti tank- inn og sneri til baka til skrifstofunnar. „Nú loka ég,“ sagði hann við manninn í nankinsbuxunum, .sem hann hafði verið að rabba við, „Mér þykir leitt að geta ekki látið þig fá einhverskonar vinnu. Kannski gæti ég það eft- ir svosem tvo mánuði, ef þú verður þá enn á þessum slóð- um . . .“ Maðurinn í nankinsbuxunum yppti öxlum og gekk út. Clayt læsti skrifstofunni og steig upp í bílinn hjá Wiley. „Kunningi þinn?“ Wiley kinkaði kolli í áttina til ókunna mannsins. „Nei — hann var í hernum — vantar eitthvað að gera. Ég sagði honum að reyna að líta inn seinna. Ég er að hugsa um að fá mér aðstoðarmann, þegar ég gifti mig.“ Wiley ansaði ekki og Clayt þóttist fara nærri um ástæðuna. Enginn í Terryville hafði bein- línis trú á því, að hann gæti séð fyrir konu. Hann þótti víst of ístöðulítinn og kærulaus. Það var í rauninni honum sjálfum að kenna, og það við- urkenndi hann. Þegar úr hern- um kom, höfðu ýmsar ágætar stöður staðið honum opnar. En hann hafði þá tekið upp á því öllum til mikillar furðu að taka að sér rekstur þessarar fátæk- legu benzínafgreiðslustöðvar. Olíufélagið hafði ætlað að loka henni. En það hafði látið það eftir honum að leyfa honum að starfrækja hana áfram — á meðan hann skilaði einhverjum hagnaði. Raunar hafði það rið- ið baggamuninn, að hann bauðst Eftir John Maron s til að vinna fyrir aðeins 500 krónur á viku. Molly ein vissi, að hann fékk fimm prósent af hagnaði stöðv- arinnar, og að olíufélagið hafði lofað að láta hann ganga fyrir, þegar það seldi hana. Nú voru nærri því 65,000 krónur í pen- ingaskápnum í skrifstofunni. Kaupverðið átti að vera 73,000 krónur. Molly hafði fallist á að segja engum frá hinum vænt- anlegu eigendaskiptum fyrr en kaupin hefðu verið gerð. Clayt kom heim til Molly hálftíma seinna en hann hafði lofað henni. Þegar hann kvaddi Wiley, hafði hann ekki getað neitað sér um að hvílast stund- arkorn í skóginum. Það var svo friðsælt og hljótt þarna fyrir utan bæinn. Það var svo mikill reginmunur á þessu og vígvell- inum í Koreu. Þarna úti í skógi gekk honum bezt að gleyma hörmungum stríðsins. En það vissi hann einn. Hitt fólkið í Terryville hafði aldrei stigið fæti á vígvöll. Þessvegna skildi það hann ékki, þegar hann fór í þessar „til- gangslausu“ göngur sínar. Það sagði, að hann væri að slæpast. Og Molly — eig- inlega leit hún sömu augum á mál- ið, þótt hún segði það aldrei. Clayt gat ekki verið að lá henni það. Ekki hafði hún heldur kom- ið á blóðugan vígvöll. Hann sá að henni gramdist hve seinn hann var. „Ég tafðist svolítið,“ sagði hann varlega. „Það skiptir ekki máli,“ anz- aði hún. Rödd hennar var hljómlaus, nærri því köld. Hann kom nærri alltaf of seint og í rauninni hafði hann aldrei neina afsök- un. Hvaða afsökun var það, þótt hann færi að tala um hve skógurinn væri hljóður? Daginn eftir í rökkurbyrjun nam svartur bíll staðar fyrir framan benzínstöðina. „Þú þarna!“ Maðurinn við stýrið benti Clayt að koma. „Heyrðu mig andartak.“ Clayt gekk að bílnum og horfði — beint í hlaupið á gljá- andi skammbyssu. „Ég er líka með eina,“ sagði annar maður, um leið og hann steig út úr bílnum. Clayt starði forviða á hann. Þetta var maðurinn í nankins- buxunum, sem í gær hafði ver- ið að biðja hann um vinnu. „Komdu,“ sagði hann og ýtti Clayt að dyrunum. „Við skulum opna skápinn snöggvast.“ Clayt hörfaði undan byssunni inn í skrifstofuna. En þegar hann hafði kropið við skápinn, hikaði hann. Auk 65,000 krón- anna, voru allir þeir peningar í skápnum, sem komið höfðu inn undanfarna viku. „Svona nú, engin asnastrik,“ rumdi röddin fyrir aftan hann. „Eða langar þig kannski að heyra hana gelta þessa?“ Og byssuhlaupið gróf sig inn í bak- ið á honum. Clayt opnaði skáphurðina og leit um leið upp. Hann sá byssu- hlaupið nálgast með leiftur- hraða. Svo sortnaði honum fyrir augum og herbergið tók að hringsnúást og svo helltist yfir hann bleksvart myrkur. — o — Hann rankaði við sér í bíln- um. Hann sat í framsætinu milli mannanna tveggja. Hann renndi augunum varlega til hægri. Hann sá glampa á byssuhlaup, sem beint var að honum. „Við verðum að ganga al- mennilega frá honum,“ sagði maðurinn til hægri — það var þessi í nankinsbuxunum. „Hann veit hvernig ég lít út.“ „Við gerum það einhversstað- ar þar sem þeir finna hann ekki næstu daga,“ svaraði ökumað- urinn. Clayt þóttist vita, að þeir væru ekki búnir að aka lengi. Vegurinn var slæmur, en það voru þeir margir í grend við Terryville. Hann sá ekki út, eins og hann lá í sætinu. En brátt fór hann samt að átta sig á, hvar þeir voru staddir. Því olli kunnugleikinn í nágrenninu. Nú óku þeir yfir brú, það var ekki um það að villast. Bíllinn hætti að hristast eitt andartak — á meðan hann ók eftir renni- sléttri brúnni — og svo heyrði Clayt auk þess árnið. Rétt á eftir tók við bratti. Vegurinn var mjög leirborinn þarna og það var enn frost í jörðu, og allt í einu byrjaði bíll- inn að spóla. Clayt hafði eigin- lega átt von á því, svo oft var hann búinn að lenda í hinu sama þarna á bílgarminum sínum. Maðurinn við stýrið bölvaði og skipti um gír. Bíllinn mjak- aðist hægt upp brattann. Clayt fylgdist nákvæmlega með hreyf- ingum hans. Hann vissi, að efst uppi á þessu moldarbarði þræddi veg-urinn spölkorn þriggja til f jögra metra djúpa gryf ju. Bíllinn nam staðar þegar upp var komið. Clayt vissi upp á hár, hvar þeir voru staddir. „Eigum við ekki að losa okk- ur við hann hérna?“ sagði mað- urinn í nankinsbuxunum. — o — Clayt keyrði fótinn af alefli niður á benzíngjafann. Um leið þreif hann til stýrisins og kippti því hart að sér. Ökumað- urinn rak upp öskur um leið og bíllinn steyptist fram af bakk- anum. Clayt hnipraði sig saman í sætinu og skýldi andlitinu með handleggjunum. Bíllinn fór eina veltu, það heyrðist brothljóð, svo stöðvaðist hann á hliðinni með snöggum, þungum kipp. Clayt lá ofan á manninum í nankinsbuxunum; ökumaðurinn var klemmdur undir stýrinu, alblóðugur í framan — meðvit- undarlaus. Clayt brá við snöggt, þegar hann fann, að hinn mað- Framhald á bls. 15. Hann var nærri búinn að missa aleiguna og konuefnið

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.