Vikan


Vikan - 21.04.1955, Side 6

Vikan - 21.04.1955, Side 6
NJÓSNASKÓUNN VAR ÓTRÚLEGT ERFiÐI. SVO TÓK VIÐ BLÁKÖLD ALVARAN Kona í óvinalandi eftir Beatrice IViaywille EGr VAR komin til Frakklands, komin á sjálf- an vígvöllinn. Að baki mér var sex mánaða dvöl á njósnaskólanum brezka — sveita- setrinu „einhverstaðar í Surrey,“ þar sem eitilharðir kennarar höfðu rekið okkur vægðarlaust áfram, kennt okkur að „lifa franskt,“ eins og það var orðað, kennt okkur meðferð skotvopna og sprengiefnis, kennt okkur að sprengja upp brýr og járnbrautalestir, meira að segja kennt okkur að stela. Þetta var miskunnarlaus agi og miskunnar- laus skóli, því að það var eitt af veigamestu hlut- verkum hans að herða okkur njósnara-efnin and- lega og líkamlega og búa okkur undir látlaust erfiði, látlaust strið — og látlausan ótta. Þeir höfðu ekkert verið að fara í launkofa með það kennararnir, við hverju við mættum búast, ef við féllum í hendur Þjóðverja. Einn hafði sagt við mig: „Óvinirnir vita ósköp vel, að konur geta afborið jafnvel ægilegri pyndingar en kdrlar. Þeir eru því við því búnir að beita alveg sér- stökum aðferðum. Gestapomennirnir eru engir viðvaningar í faginu. Fyrst raunu þeir vera mjög alúðlegir og kurteisir. Þeir munu til að byrja með yfirheyra þig mjög vægilega. En strax og þeir átta sig á, að það ber engan árangur, rnunu þeir byrja að beita hinum ,,vísindalegu“ aðferðum sínum. Þú verður að vera við því búin að þeir fari ekki með þig eins og konu heldur eins og dýr. Þeir munu afklæða þig og yfirheyra þig nakta. Þeir munu neyða þig til að standa nakta á miðju gólfi timum saman og láta spurningarnar dynja á þér. Og loks munu þeir fleygja þér inn í klefa, þar sem fyrir verða úrkynjuð úrhrök, böðlar og sadistar, sem einskis svífast og sem hafa ánægju af því að pynda fórnarlömb sín . . . “ Og nú var ég komin á vígvöll- inn, komin til þessa hersetna lands, þar sem varla varð þver- fótað fyrir mönnum í þýzkum einkennisbúningum. Það tók mig nokkra daga að venjast umskiptunum. Fyrst í stað brá mér alltaf, þegar ég sá Þjóð- verja. En svo fór þetta að kom- ast upp í vana. Þeir virtust ekki gefa mér meiri gaum en öðrum. Þ'eir virtust bara líta á mig sem unga, franska stúlku, sem hefði talsverð auraráð og stytti sér stundir með því að fara í búðir á daginn og sækja kaffihús á kvöldin. Og það hafði jú einmitt verið ætlunin frá upphafi! SÖNN SAGA í TVEIMUR KÖFLUM 5IÐARI HLUTI Raunar hefðu þeii1 ekki' verið alveg svona rólegir, ef þeir hefðu vit- að, að búðarferðirnar fór ég til þess að ráðgast við menn úr and- spyrnuhreyfingunni og safna nýliðum í skæruliðaflokkana, og að ég sat á kaffihúsunum i því eina augnamiði að safna upplýsingum um óvinina. Það er margt spjallað á kaffihúsum. Og þar sátu þýzku dátarnir með kærusturnar sínar, og þeir þurftu ekki að vera búnir að drekka mörg glös, til þess að ýmislegt athyglisvert hrykki upp úr þeim. Það var til dæmis á kaffihúsi sem þýzkur liðsforingi trúði mér fyrir því, að miki-1 leit væri hafin að brezkri konu, sem mjög senni- lega léki lausum hala þarna í Le Mans! • Ég setti upp sakleysissvip og spurði, hvernig þeir vissu það. „Hermenn frá okkur fundu grunsamlegan fataböggul.“ Þetta hlaut að vera böggullinn, sem ég hafði misst úr fanginu, þegar fallhlífin mín flæktist. „En ekkert sannar það nú samt,“ sagði ég. Hann varð íbygginn á svipinn: „Við fundum fleira, sem styrkir grun okkar. Hún mun hafa komið niður í fallhlíf.“ Eg gretti mig: „Drottinn minn, það veit sá eini, að aldrei mundi ég þora að stökkva í fallhlíf." Skæruliðasveitin stækkaði dag frá degi. Við þurftum sífellt að biðja um meiri vopn frá London. Þau færðu flugvélar okkur úti á víðavangi um nætur; vörpuðu þeim niður í fallhlífum. Venjulegast reyndum við að fá vopnin og skotfærin aðfaranætur markaðsdaga. Þá vakti það síðui' grun, þótt maður væri á ferli með hlass á vagni. Maðui' var bara að fara með afurðir á markað. En undir hveiti- sekkjunum og eggjunum voru vélbyssur og handsprengjur. Svo byrjuðum við að herja á Þjóðverjana með þessum vopnum. Við gerðum þeim allt til bölvunar, sem við gátum. Við klipptum sundur símalínur þeirra jafnóðum og þeir gerðu við þær. Við sprengdum upp benzíngeyma. Við sátum fyrir birgðalestum, kveiktum í þeim, stráfelldum verðina, hirtum allt verðmætt. Við vorum önnum kafin allar nætur. Einu sinni komumst við yfir tylft af þýzkum einkennisbúningum. Eftir það gripum við oft til þeirra, þegar mikið reið á. Ég fór i eina ferð þannig klædd. Við vorum þrjú saman. Við þurftum að koma fyrir sprengiefni undir brú, sem var aðeins steinsnar frá þýzkum herbúðum. Um fimmtíu metra frá brúnni voru tveir verðir. Við mundum verða að fara fram hjá þeim í svosem tíu metra fjarlægð. Þeir létu okkur óáreitt, þegar þeir sáu einkennisbúningana. Við römbuðum að brúnni, og þegar við vorum komin yfir hana, skaust ég niður að brúarstólpunum með sprengiefnið. Þetta gekk eins og í sögu; tveimur stundum siðar sprakk brúin í loft upp. Hinsvegar gekk okkur ver að komast heim aftur. Það var óvenju- mikið af þýzkum hermönnum á ferli, og við urðum að fara i sífellda króka, mín vegna. 1 fjarska var að vísu ekki hægt að þékkja mig frá hermanni. En ef einhver kæmist nálægt mér, kynni hann að upp- götva, að þessi litli einkennisbúni peyi var kvenmaður. Svo rann upp hinn mikli dagur, 5. júní 1944 — innrásin á megin- landið. Við vorum við öllu búin. Þegar merkið barst, byrjuðum við fyrir alvöru að berjast. Við sprengdum í loft upp hluta af járn- brautastöðinni í Le Mans og klipptum sundur alla símaþræði frá borginni. Svo snerum við okkur að því að sprengja upp þær brýr, sem enn hengu uppi. 1 nokkra daga gekk allt eftir áætlun. Svo var það kvöld eitt, þegar ég var á leið inn i skóginn, þar sem skæruliðaforingjarnir ætluðu að hittast til skrafs og ráðagerða, að allt í einu var gripið í handlegginn á mér og hvíslað: „Það er ég, Jean. Hafðu hljótt um þig.“ Ég elti hann þegjandi og vissi i hjarta mínu, að eitthvað hræðilegt hafði skeð. Loks nam hann staðar. „Þeir komu að okkur,“ hvíslaði hann, „heill herflokkur. Við vorum 200 saman, og áður en við vissum af, voru þeir búnir að umkringja okkur. Ég veit ekki, hve margir komust undan. En ég býst við, að þeir hafi verið fáir.“ Við biðum í skóginum alla nóttina. Skæruliðarnir voru að týnast í fylgsnið okkar fram undir morgun. Þá var sýnt, að við höfðum misst yfir hundrað af beztu mönnum okkar. Meðal þeirra var „Du- mont“, brezki loftskeytamaðurinn, sem hafði komið með mér frá Englandi. Það eitt, að við skildum missa hann, var þungt áfall. Með fi'áfalli hans var samband okkar við London rofnað. Við mundum verða að Framhald á bls. 15. 6

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.