Vikan


Vikan - 21.04.1955, Qupperneq 7

Vikan - 21.04.1955, Qupperneq 7
KONA I KULDA OG MYRKRI CHRISTIANE RITTER heit- ir stúlka, sem tók sig til einn góðan veðurdag og fluttist á hjara veraldar. Hún var búsett í Austurríki og átti þar fallegt og notalegt heimili. En af ást tii mannsins síns, tók hún sig upp frá þessu heimili og barn- inu sínu og fluttist til Spitzbergen. Það var bréf f rá manninum henn- ar, sem réði úrslitum. f því stóð meðal annars: „Ég vona að þú látir verða úr því að flytjast hingað norðureftir í ár. Þú verð- ur ekki allt of einmana, því á norð-austur horni eyjarinnar, svosem 60 mílur héðan, býr annar veiðimaður, gamall Svíi. Ég skal sjá um allt sem við þörfnumst til vetrarins. Komdu ekki með meira en sem því svarar, að þú komir því í góðan bak- poka.“ Christiane keypti sér farseðil með skipi nokkrum klukkutímum eftir að hún fékk þetta bréf. Og í heilt ár bjó hún í tjörg- uðu kofaræksni á einum einmanalegasta og napurlegasta stað veraldar. Hún stóð sig eins og hetja. Hermann, maðurinn hennar, var óvenju- legur maður að ekki sé meira sagt. Heima í Austurríki var hann sífellt að tala um heimskautalöndin. Þegar eitthvað bilaði heima hjá þeim, var hann vanur að taka út úr sér pípuna og segja með hægð: „Ekki hefði maður áhyggjur af svona smámunum norðurfrá.11 Hann dreymdi sífellt um að flytjast norður á bóginn, út. í ísauðnina, sem hann las um. Og þegar honum var boðin þátt- CHRISTIANE RITTER í heimskautsbúningi taka í vísindaleiðangri, sem ætlaði langt norður fyrir heimskautsbaug, maldaði Christiane ekki í móinn. Hann sendi henni bréf og símskeyti, þar sem hann lagði fast að henni að „koma tafarlaust“. Og svo sendi hann dagbækurnar sínar, fullar af furðusögum um þessi furðulönd. Hún steig á skipsfjöl í Hamborg, og vinir hennar sögðu: „Hana sjáum við ekki framar.“ Þegar hún hvai'f aftur til þeirra þrettán mánuðum síðar, var hún eigin- mannslaus. Hún hafði sigrast á ísnum og kuldanum. En hún hafði tapað þeirri baráttu, sem hún háði til að heimta mann- inn sinn aftur. Þar urðu furðulöndin hans henni sterkari. Hann sagði henni hreinskilnislega, að hann gæti ekki — vildi ekki — snúa heim. Að hún yrði að kjósa á milli hans og hinnar svokölluðu menningar. Hún kvaddi hann á Spitzberg- en og þau hafa ekki sést síðan. Christiane hefur skrifað bók um dvöl sína á norðurhjara veraldar. Bókin kom út í Bandaríkjunum í fyrra og nefnist: „Kona í kulda og myrkri.“ Hún lýsir komu sinni: „Hér getum við lifað, hér getum við líka dáið drottni vorum, alveg eins og okkur sýnist; enginn mun skipta sér af því. „Kofinn er örlítill, pappaklæddur kassi. Við mötumst þegar við erum svöng, við sofum þegar við erum þreytt.“ Hermann kenndi konu sinni að veiða í matinn, að sjóða og steikja selskjöt. „Ég kann að búa til eina f jóra ólíka rétti úr selskjöti," skrifar hún. Einn kaflann í bókinni nefnir hún: „Heimur í skugga“. „Sólin rís á hádegi. Hún gægist hálf upp yfir sjóndeildarhringinn, byrjar svo aftur að hníga og er horfin. Ég er lengi að átta mig á því, að þetta er sú hræði- lega stund, þegar sólin er að kveðja fyrir árið . . . Ég flýti mér inn í kofann, inn til mannsins míns. Mér reiknast svo til, að nóttin muni standa í 132 daga . . .“ Christiane var oft ein vikum saman í kofanum. Úti var eilíft myrkur, beljandi stormur og frost. Eitt fárviðrið stóð i níu daga. Christiane varð að fara út að sækja kol. Hún þorir ekki að reyna að opna dyrn- ar, heldur klórar hún sig út um glugg- ann, út í gegnum snjóinn og upp í æpandi hríðina. Hún skríður á fjórum fótum að kola- pokunum og togar í einn af öllu afli. Hann er frosinn fastur við jörðina. Hann rifnar allt í einu. Kolin velta út í snjóinn og stúlkan hrekkur aftur yfir sig með tóman kolapoka í krókloppnum höndun- um. En inn kemst hún með kolin að lok- um — skríður með fáeina mola í einu niður í fönnina og inn um gluggann. Loks endar nóttin langa. Jörðin er stál- hörð. Kyrrðin er ótrúleg, næstum því yf- irnáttúrleg. Hún getur heyrt köll manns- ins síns í órafjarlægð. Jafnvel þegar hann á eftir margra klukkustunda gang að kofanum, getur hún heyrt til hans. Svona alger og fullkomin er kyirðin í frosinni víðáttunni. Framhald á bls. 1J(. NÝ TÍDINDI (AF LÉTTARA TAfil) ANGINN, sem fyrir skemmstu braust út úr ríkisfangelsinu í Cas- taic í Kaliforníu, stöðvaði ókunnan bíl og bað um far, varð fyrir einstöku óláni. Bílstjórinn var fangavörður á leið til vinnu! O TO ONU nokkurri í Quebec í Kanada veittist auðvelt að fá skilnað frá manninum sínum eftir tíu ára sambúð, þegar hún tjáði skilnaðardómstólnum frá þeirri ófrávíkjanlegu venju hans að kveikja á jólatrénu á Þorláksmessu — og slökkva ekki á því fyrr en á af- mælisdeginum sínum 10. maí. O T>ÖNDI í Iowa setti upp eftirfarandi ^ aðvörun á landi sínu: „Veiðimenn! Gætið þess að skjóta ekki á neitt, sem ekki hreyfist á þessum slóðum. Það er sennilegast kaupamaðurinn minn.“ O QIR Robert Watson-Watt, Bretinn sem ^ fann upp radartækið, var fyrir skemmstu sektaður fyrir of hraðan akstur í Kanada. Sir Robert varaði sig elcki á spánýrri gildru, sem götulög- reglan kanadiska hefur tekið í notkun með góðum árangri. Hún mælir hraða bíla — með radartæki. O r r ¥ veitmgahusi í Paramus, New Jersey, -■- var slegið upp eftirfarandi leið- beiningum til gestanna: „Ef til atom- árásar kemur — sýnið stillingu — borgið reikninginn — hlaupið síðan eins og skrattinn sé á hælunum á ykk- ur.“ O EGAR slökkviliðið í bænum Flint í Bandaríkjunum eignaðist nýjan brunabíl, ákvað það að efna til mikill- ar slökkviliðsæfingar og sýna borgur- unum bílinn í notkun. En sýningin fór út um þúfur. Slökkviliðsmönnunum tókst ekki að kveikja í kofanum, sem ætlunin var að slökkva í. O TVÆR konur í Tennessee kærðu fyrir skemmstu bændur sína fyrir yfir- völdunum. Önnur vegna þess, að í hvert skipti sem greiða átti húsaleiguna, fór bóndinn að heiman og neitaði að koma aftur fyrr en því leiðindastarfi væri lokið. Hin vegna þess, að bóndinn barði hana ekki einasta daglega, heldur hélt því fram, að sem liðþjálfi í flotanum hefði hann til þess lagalegan rétt. Þaö gerist eitthvað nýtt í hverri VIKU! 7

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.