Vikan


Vikan - 21.04.1955, Qupperneq 9

Vikan - 21.04.1955, Qupperneq 9
ALLT LEIKUR I LYNDI FYRIR GISSURI. Rasmína: Rkki veit ég af hverju ég er svona syfjuð í kvöld. Gissur: Ég er líka syfjaður, Rasmína. Rasmína: Ég held ég fari snemma að sofa. Gissur: Nei, við skulum' heldur fara út að skemmta okkur, svona til tilbreytingar. Við munum bœði hafa gott af því. Rasmina: En hvað það vœri gamanl Það var fallegt af þér, að stinga upp á því. Gissur: Nú veit ég hvað við skulum gera. Við skulum fara í óperuna. Rasmína: Þetta er í fyrsta skiptið sem þú býður mér í óperuna, Gissur. Gissur: En það skal ekki verða í síðasta skiptið. Við skulum sjá allar óperurnar i ár saman. Rasmína: Var þetta ekki dásamleg sýning, elskan ? Gissur: Vissulega! Mig grunaði ekki, hvað ég hef farið á mis við. JJpp frá þessu verð ég stöðugur gestur hér. Gissur: Hvað segirðu um að fá eitthvað að borða, Rasmína? Viltu fara á uppálialdsveitingastaðinn þinn, þennan franska? Rasmína: Mér hefur dottið í lmg ennþá betri uppá- stunga. Við skulum fara á Dinty-barinn. Mig langar svo til að sjá hann. Gissur: Hvernig bragðast þér saltkjötið og baunirnar ? Rasmína: Dásamlega! Aldrei hef ég bragð- að neitt svona gott. Við verðum að koma hingað að minnsta kosti einu sinni í vilcu. Rasmína: Hamingjan góða. Mig hlýtur að hafa verið að dreyma. Gissur: Æ, nú vakti síminn mig. Gissur: Mig var lika að dreyma. Og mig dreymdi þig meira að segja. Rasmína: Það er skrýtið, því mig dreymdi þig. Hvernig var þinn draumur ? Gissur: Mig dreymdi svo mikla fjarstœðu, að þú mundir ekki trxia því, þó ég reyndi að segja þér það. Rasmína: Mig líka! Draumurinn var svo hlcegilegur, að annað eins gœti aldrei komið fyrir i vöku. AD ÞAU SKULI LIFA ÞETTA AF! ÞA Ð E R vissulega enginn barnaleikur að passa börn. Spyrjið bara mæðurnar. Þau eru furðulega lagin að komast í hinar furðulegustu úlfakreppur. Það er haft eftir móð- ur, að hættuferðir óvita barna jafn- ist á við heimsskautaleiðangra og Everest-leiðangra. Það er nærri því dularfullt, hve vel þau sleppa frá þessu. Jeffery Isozaki heitir tveggja ára snáði í Kaliforníu. Hann þurfti endilega að ramba inn í hús, sem var í smíðum. Þar rak hann fótinn af mikilli vandvirkni inn Góð hugmynd £ÖGREGLAN í Ohio í Banda- ríkjunum fann fyrir skemmstu upp á því að láta segulmagna ,,stuðarana“ á sumum bílunum sínum. Þetta hefur borið prýðisgóðan ár- angur. Eftir nokkurra klukku- stunda akstur, eru „stuðar- arnir“ þaktir nöglum, sem ella hófðu vafalaust hleypt loftinu úr mörgum hjólbarðanum. í járnpípu. Enginn sá til hans. Það var ekki fyrr en hann byrjaði að gráta að hann fannst. Verkamennirnir á staðnum reyndu að losa fótinn, en árangurslaust. Þeir kölluðu á lögregluþjón. Hann gafst líka upp. Þá var hringt á slökkviliðið, og það tók þrjá fíleflda slökkviliðsmenn nærri því klukku- stund að losa þennan örlitla fót, sem Jeff- ery hafði stungið inn í járnpípuna. Brian Busk heitir annar amerískur labbakútur. Hann er fimm ára. Hann varð skyndilega frægur, þegar hann skreið út um glugga á þriðju hæð og steyptist til jarðar. Hann kom niður á skúrþak og fleytti kerlingar fram af því og út á götu. Svo stóð hann á fætur gjörsamlega ó- meiddur, og þegar vegfarandi spurði hann, hvernig þetta hefði eiginlega viljað til, svaraði hann: ,,Ég ætlaði bara að fá mér hreint loft.“ Og skellihló að sjálfsögðu! Kevin Wilson á heima í Blackburn í Englandi. Hann er fimm ára. Honum tókst að falla niður í aðal skolpleiðslu bæjarins — og berast með straumnum inn í hana. Hundrað nágrannar og urmull af lögreglu- þjónum og slökkviliðsmönnum sneru sér að því að bjarga honum. Björgunarliðið þaut til að opna lokin yf- ir skolpleiðslunni, þar sem Kevin litli niundi fara hjá. Við fimmtánda lokið náð- ist hann. Lögregluþjónn, sem hékk þar öf- ugur, greip í hann um leið og hann kom siglandi með straumnum. Þá átti hann að- eins eftir 30 metra ,,siglingu“ út í sjó. Kevin litla varð að sjálfsögðu ekkert meint af volkinu. Ekki er vert að sleppa ástralska strák- hnokkanum, sem setti allt á annan endann um borð í amerískum tundurspilli fyrir nokkrum mánuðum. Hann kom um borð með foreldrum sínum, og ekki leið á löngu þar til honum tókst að læðast frá þeim. Svo byrjaði ballið. Strákur komst upp í brú á tundurspillinum og byrjaði í óða önn að leika sér að öllum þeim skínandi tækj- um, sem þar blöstu við honum. Hann þeytti loftvarnaflautuna, hann þeytti flautuna, sem varaði við yfirvofandi atom-árás, og hann símaði niður í vélarúmið: „Fulla ferð áfram.“ Áhöfn tundurspillisins var komin að falli, þegar hin fimm ára gamla sjóhetja var leidd í land ískrandi af kæti. Bregðum okkur svo að lokum út á West- minster brúna í London. Það er í júnímán- uði 1926. Sex ára gamall strákur hleypur út á brúna og rekur höfuðið út um eitt gatið á handriðinu, „til þess að skoða skip- in.“ En þótt honum reyndist það leikandi létt að koma höfðinu út um gatið á handriðinu, þá gat hann með engu móti losað það. Það var klukkustundar verk. Við sögu komu lögregluþjónar, slökkviliðsmenn, læknar, læknanemar og verkamenn. Og þetta gerð- ist, áður en litli hausinn losnaði: Vinnupallur var reistur utan á brúnni. Varðbátar voru látnir taka sér stöðu undir pallinum. Hringt var á lögreglubíla, slökkviliðsbíla og sjúkrabíla. Kvatt var út sérstakt lögreglu- lið. Og sótt var um leyfi til bæjar- stjórnar Lundúna til þess að höggva gat á hina fögru brú henn- ar. — NORMAN INGLIS. BLESSAÐ BARfMIÐ Lilli: Pabbi eins J 60 km. hraða. Pabbinn: Ef liann reglan sekta hann. stráksins í mínum bekk ekur með reyndi að aka svo hratt, mundi lög- Lilli: Þarna er pabbi hans fyrir aftan okkur núna. Hann er að ná okkur. Pabbinn: Það er eklci að furða. Við ökum með 50 km. hraða. Lögregluþjónninn: Hvað liggur á? Akið út á vegabrúnina. Pabbinn: En ég ók með aðeins 50 km. hraða. Lögregluþjónninn: Ég sá það, en hér hér má' aðeins aka með lt5 km. hraða. Pabbinn: Því sagðirðu mér ekki að pabbi stráksins í þínum bekk væri lögregluþjónn? Liili: Skiptir það nokkru máli. Nú veistu það. 8 1

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.