Vikan


Vikan - 21.04.1955, Side 10

Vikan - 21.04.1955, Side 10
ÝMSAR ÁBENDINGAR UM HÁRIÐ AÐ er kominn tími til að kveða niður tvö gömul hindurvitni. Það fyrra er, að með því að bursta hárið, bursti maður úr því liði og lokka. Það er algerlega rangt! Hárið verð- ur þvert á móti meðfærilegra sé það burstað. Því skyldu hár- greiðslukonur annars bursta hárið í liði, í stað þess að greiða það ? 1 öðru lagi hefur því verið haldið fram, að feitt hár verði ennþá feitara sé það burstað. Þetta er líka rangt. Það er að vísu rétt, að eftir langa van- rækslu, burstar maður í fyrstu feitina, sem liggur niðri í húð- inni, upp á yfirborðið, en með því gerum við hinum stífluðu kirtlum aftur fært að starfa rétt. Hárburstinn er því til mikils gagns, sé hann notaður reglu- lega. Hann burstar ryk úr hár- inu og styrkir hörundið. Bezt er að beygja sig fram, láta hár- ið falla fram fyrir andlitið og byrja að bursta með mjúkum reglulegum strokum upp hnakk- ann. Líflaust hár: Eggjashampoo er gott fyrir þessháttar hár. Eggjahvíturnar úr tveimur eggjum eru þeyttar og síðan eggjarauðurnar, og loks er þeim blandað saman. Hárið er bleytt í köldu vatni, nuddað upp úr helmingnum af eggjunum, skol- að í köldu vatni og nuddað aftur upp úr afganginum af eggjun- um. Loks er það skolað úr volgu vatni. Mjög þurrt hár þarf að þvo vikulega úr volgri olífuolíu. Henni er nuddað ofan í hárs- vörðinn, handklæði vafið um höfuðið og haft þannig yfir eina nótt eða eins lengi og hægt er. Síðan þarf að þvo hárið úr sápuvatni. Mjög feitt hár þarf að þvo til skiptis með grænsápu og venjulegri hárþvottasápu. Einu sinni í viku ætti að nægja, því grænsápan er mjög sterk. Hárlos er oft aðeins eðlilegt. Hárin lifa aðeins í tvö ár og detta svo af, en í staðinn koma önnur hár. En ef ástæða er til að halda að hárlosið sé óeðlilega mikið, er vissara að leita læknis. Hárlagning: Með því að æfa sig, geta flestar konur komizt upp á lagið með að leggja hárið á sér sjálfar. Ef það er lagt þurrt, er bezt að bursta það sem líkast því sem það á að vera og væta það ekki fyrr en búið er að klemma niður alla liði og vefja upp lokka. En þá er hárið vætt með baðmullarhnoðra, annað hvort með vatni eða lagningarvökva. Eigi að leggja hárið blautt, er bezt að leyfa því að þoma svo- lítið áður en farið er að eiga við það. Rétt hárgreiðsla: Það er á- gætt ráð, að athuga hvernig ný hárgreiðsla fer við andlitið áð- ur en byrjað er að klippa hárið. Það er gert á eftirfarandi hátt: Þegar búið er að fá froðu í hárið, er handklæði vafið um höfuðið, síðan er aftur borin í sápa, handklæðið vafið um höf- uðið og látið vera þannig í 5 mínútur. Þegar handklæðið er tekið af, er hárið meðfærilegt og hægt að láta það liggja eins og maður vill. Þegar lokaá- kvörðunin hefur loks verið tekin um það, hvers konar hárgreiðsla fari bezt við andlitið, er kom- inn tími til að fara á hár- greiðslustofu, til að fá klippingu og hárlagningu. Og að lokum eru hér nokkrar ábendingar: □ Sé hárið strengt aftur frá gagnaugunum, sýnist langt nef ekki eins langt og sterklegur kjálkasvipur verður ekki eins áberandi. □ Engum konum, nema þeim sem hafa reglulegt, ávalt andlit, er ráðlagt að skipta í miðju. □ Eigi ennið að sýnast smærra, er bezt að greiða hárið í lausan topp, sem rís upp frá andlitinu. Q, Sé toppurinn greiddur ská- halt niður á ennið, sýnist stórt enni minna og hvöss haka verður ekki eins áber- andi. □ Látið hárið aldrei ýfast og standa út í hliðunum, beint út frá nefinu. Það eyðilegg- ur vangasvipinn. Látið það ýfast ofar eða neðar en nef- ið. (John Robert Powers hárgreiðslu- maður). Enskar bollur 180 gr. hveiti, 30 gr. hrísmjöl, ögn af salti, 1% sléttfull tsk. lyftiduft, 90 gr. smjörlíki, 60 gr. sykur, 1 egg, 2—3 barnaskeiðar af mjólk, hindberjamauk og svo- litil mjólk og. sykur ofan á boll- urnar. Það er ágœtt að byrja á því að kveikja á ofninum, því hann þarf að vera vel heitur og það er. fljót- legt að búa til deigið. Hveitij salt og lyftiduft er látið í fatið, smjörlikið mulið saman við með fingurgómunum og hrísmjölinu og sykrinum síðan blandað í. Eggið er þeytt lauslega mcð 2 barnaskeið- um af mjólk. Nú er gerð hola í mjöl- ið og eggjunum óg mjólkinni bland- að smám saman í. Ef nauðsynlegt er, má bœta þriðju mjólkurskeiðinni út í, en deigið á að vera þétt í sér og stift. Mjólkurmagnið fer eftir stcerð eggsins. NiX er deigið látið á borðið, því skipt í sex jafna liluta, og hverjum fyrir sig aftur í sex bollur. Með þumalfingrinum myndar maður svo holu í hverja bollu, fyllir hana með hindberjamauki og lokar yfir aftur, um leið og bollan er gerð svolítið flöt. Að lokum er strokið yfir bollurn- ar með mjólk og sykri stráð yfir, en ekki þó of mikið. Bollunum er nú komið fyrir á plötu, sem látin er ofarlega i heitan ofn. Eftir tíu mínútur er hitinn minnlc- TWEEDKJÓLAR eru fallegir bæði með víðum og þröngum pilsum. Ann- ar kjólinn á myndinni er með prins- essusniði og skinnkraga í hálsinn, en hinn er með þröngu pilsi og blússu, sem gengur á misvíxl, og er hneppt með einum stórum hnaþpi. aður og bollurnar látnar bakast i fimm minútur í viðbót. Ef manni sýnast bollurnar of stórar, má auðvitað hafa þœr minni. Bezt er að borða þessar bollur heitar. A rigningardDgum ALLAR mæður bera kvíðboga fyrir drungalegu dögunum, þegar regnið lemur rúðurnar og það er engin von um að geta lát- ið börnin fara út. Slíkir dagar þurfa þó ekki að vera slæmir, ef þeir eru undirbún- ir fyrirfram og móðirin hefur á reiðum höndum svar við hinni óhjákvæmilegu spurningu: — Hvað getum við gert í dag, mamma? Hún ætti að hafa kassa, sem aðeins er dreginn fram, þegar þannig stendur á. Það skiptir í raun og veru ekki máli hvað er í honum, ef það er aðeins eitthvað nýtt — myndabók (úr plasti eða efni fyrir yngstu börnin), tvinna- kefli á bandi, lítil bjalla, eða ódýrt plastleikfang. Við þetta mun barnið sýsla, meðan móðirin er önnum kafin við húsverkin. Þegar litlu börnin vakna af síðdegisblundinum, hefur móðirin venjulega stund til að leika við þau sjálf. Ekki dugar að freistast til að láta þau sofa of lengi, því það kemur niður á móðurinni sjálfri, þegar þau eru enn glað- vakandi klukkan 10 um kvöldið og vilja láta sinna sér. Séu börnin eldri, er ágætt að láta þau eig' úrklippubók. Á rigningardögui má þá lána þeim gömul blöð og leyfa þeim að klippa út úr þeim þær myndir, sem þau vilja, og líma þær inn. Sumum krökkum þykir líka gam- an að teikna eða búa til myndir úr mislitum pappír, sem þau líma á aliþykkan pappír. En ef þau ætla að hengja myndirnar upp, þurfa þau hjálp til að festa band- ið í þær. Sex eða sjö ára barn verður ósegjanlega hreykið af slíku af- reki, svo móðirin ætti ekki að skipta sér of mikið af því, jafnvel þó það óhreinki sig svolítið. En auðvitað verður að muna það, að börn verða að hafa sérstök skæri með rúnnuðum oddum, svo að þau skaði sig ekki á þeim. Alls konar léttar þrautir geta líka stytt þeim stundir lengi dags. Öllum börnum á skólaaldri þyk- ir gaman að klæða sig i föt af fullorðnum, svo það er ágætt ráð að geyma gömul föt, gamla slör- hatta með fjöðrum, karlmanna- buxur o. þ. h. Imyndunarafl barns- ins mun hjálpa til þess að not- færa sér hvað sem er af því tagi. Ef þess er nokkur kostur, ætti að leyfa börnunum að leika sér í sérstöku herbergi. Svefnherbergið ei- ágætt til þess, ef rúmunum er ýtt út í horn. En auðvitað verður að gæta þess að engin eldfæri séu nálægt. 10

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.