Vikan


Vikan - 21.04.1955, Page 12

Vikan - 21.04.1955, Page 12
JOHN DICKSON CARR: F Í1 P ^ A R A • DICK DABWENT erfir skyndUega marfa- I U II u fl U M . greifanafnbét og er því aleppt úr fangeisi, rétt áður cn á að hengja hann fyrir að hafa drepið Francis Orford i einvigi, en hann segir að sér hafi verið komið meðvitundarlausum fyrir úti á götu ásamt líkinu. CABOLJNE EOSS hefur fengið fang- ann til að giftast sér, til að uppfylla skilyrði i erfða- skrá afa sins. Qfstopamaðurinn JACK BUOK- STONE er í fylgd með henni og slær vamarlausan fangann með svipu. Dick skorar hann þvi á hélm og særir hann. Veikri ástmey sinni, ItOLLÝ, kem- ur hann fyrir í húsi eiginkonu sinnar. Þar nær hún sér undir handleiðslu læknisins. Jack Buckstone hyggur á hefndir. Þegar hér er komið sttgu, eru Darwent og Caroline stödd í óperunni, þegar uppþot hefst, sem beint er gegn Darwent. BLYSBERARNIR úti á götunni heyrðu brakið uppi yfir sér og viku til hliðar með flöktandi ljósin. Henchman steyptist niður fyrir framan þá og hreyfði sig ekki framar. — Alvanley, sagði Darwent hvellt. — Yðar auðmjúkur þjónn, kæri vinur. Það glampaði á tvo rýtinga. — Þegar ég hef talið upp að þremur, ráðumst við á þá. Sammála? — Fullkomlega! — Annað hvort drepum við þá eða særum þá svo að þeir geti aldrei framar tekið þátt í hnefaleik. Erum við líka ásáttir um það? — Já! — Einn! taldi Darwent. Án þess að líta af Darwent fálmaði ökumaðurinn aftur fyrir sig — eftir vernd hins flatnefjaða millivigtarboxara, sem stóð þar í rauðri fiónelsskyrtu, tíglóttum reiðbuxum og háum stígvélum. — Eg er ekki hræddur við neinn, sem slæst á enska vísu, hrópaði boxarinn í rauðu skyrtunni allt í einu. — Ég þori að slást við hvern sem er. En fjandinn hirði allar franskar hundakúnstir . . . — Tveir! taldi Darwent. Eftir að hafa enn einu sinni lýst því vfir að hann óttaðist engan, sem berð'ist með hnefunum — sem líka var satt — snerist sá flatnefjaði á hæli og flúði. Félagi hans, sem Darwent gat ekki séð framan í, hikaði andartak, en tók síðan til fótanna á eftir vini sínum. ökumaðurinn var einn eftir. Hann stakk hægri hendinni niður i frakkavasann. Darwent gekk nær honum. Hann vissi ekki hvaða vopn ökumaðurinn mundi nota og það lá of vel á honum til að velta því fyrir sér. GALGA BRÚBURII 30 — Ætlið þér að drepa hann núna? spurði Alvanley eins og allt yrði a3 fara vísindalega fram. — Hvað ætlið þér að gera við hann? Darwent stanzaði. Augnaráð ökumannsins var hatursfullt. — Ég kýs heldur að taka hann úr yfirhöfninni og láta hann sýna sig í birtunni, eins og þessi svokölluðu prúðmenni, áður en ég drep hann í heiðarlegu ein- vígi. Að sinni ætla ég aðeins að merkja hann með lítilfjörlegu sári . . . Og í sömu andrá varð ráðagerð hans að engu! Um leið og Darwent sagði orðin „lítilfjörlegu sári,“ ætlaði hann að reka rýtinginn í fót ökumannsins, rétt ofan við hnéð, þar sem hann var viss um að ekkert væri til hlífðar. En þá kom Nottingham Pach fram hefndum. Darwent rann í blóði boxarans á gólfinu. Lagið mistókst algjörlega. Hann féll, en spratt á fætur eins og örskot og tókst að stökkva til hliðar rétt um leið og ökumaðurinn ætlaði að kasta einhverju í augun á honum. Það var fíngerður, svartur pipar, sem logsveið undan — gamalt, franskt þorparabragð. Aðeins nokkur korn fóru í vistra auga Darwents og stungu eins og nálar. — Stúkurnar! hrópaði Alvanley allt í einu. — Stúkurnar! endurtók gróf rödd bak við skýluklút ökumannsins. Þeir höfðu ekki náð honum í gildru, eins og þeir höfðu haldið. Hann stóð nálægt dyrunum á stúku númer fjörutiu og fimm. Hann opnaði dyrnar í skyndi og var kominn inn i stúkuna áður en þeir vissu af. Darwent, sem hafði sóað nokkrum sekúndum i að reyna að ná pipar- kornunum úr auganu, þaut á eftir honum. ökumaðurinn hafði haft fulla dós af steyttum pipar í frakkavasa sínum. Hann var búinn að taka hana upp og var augsýnilega að búa sig undir að kasta nýrri handfylli, en þegar hann sá Darwent, henti hann dósinni og stökk yfir að stúku- handriðinu. 1 næstu andrá hafði hann stokkið yfir það með fúna frakkann blakt- andi eins og leðurblökuvængi. Darwent heyrði skerandi óp neðan frá pallinum, þegar skóhælar öku- mannsins lentu á einum mannanna þar niðri. Darwent hallaði sér út fyrir handriðið og sá að myndast hafði autt svæði í miðri þvögunni. Þar sá hann gamlan mann liggja hreyfingarlausan. Darwent lagði rýtinginn á stúkuhandriðið og stakk pipardósinni í vas- ann, um leið og hann sór þess eið að gjalda líkum likt. Áður en mann- fjöldinn hafði lagt aftur undir sig auða svæðið, stökk hann niður úr stúkunni. Hann kom svo harkalega niður, að hann titraði. Alvanley fylgdi hon- um eftir með rýtinginn í slíðrum. I fyrsta sinn komst hann úr jafnvægi. — Hvað i fjandanum eruð þér að gera? hvæsti hann. — Sjáið þér ekki, að nú er útilokað að við náum honum? -— Hvers vegna? — Við erum algjörlega lokaðir inni af mannfjöldanum. Lítið þér í kringum yður. Þar sem þeir höfðu komið niður var engin stúka, en aftur á móti var breiður gangur út á götuna og áð stiganum. Gangurinn var troð- fullur af áhorfendum af miðgólfinu í rifnum og tættum fötum. Sumir höfðu skemmt sér við að taka þátt í slagsmálunum, en aðrir aðeins verið að reyna að forðast þau. Yfir mannfjöldann risu og féllu I sífellu þungar kylfur lögregluþjón- anna úr Bow Street — upp og niður, upp og niður! — Já, þetta var heimskulegt, en ég held að við getum samt fundið þorparann, sagði Darwent. —' Hvernig ætlið þér að fara að ? Darwent benti upp á við. — Með yðar hjálp held ég að ég muni geta komizt upp á pallinn fyrir ofan okkur. Þaðan get ég svo klifrað upp I stúku númer fjörutíu og fimm. ■ * Mannraunir, hetjudáðir og ástir! Spennandi frá upphafi til enda! 12

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.